Fram
5
0
KR
Steven Lennon
'3
1-0
Steven Lennon
'4
2-0
Steven Lennon
'38
3-0
Steven Lennon
'54
4-0
Steven Lennon
'80
, víti
5-0
13.02.2012 - 19:30
Egilshöll
Reykjavíkurmót - úrslitaleikur
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Steven Lennon
Egilshöll
Reykjavíkurmót - úrslitaleikur
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Steven Lennon
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
('65)
11. Almarr Ormarsson
Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
11. Jökull Steinn Ólafsson
21. Stefán Birgir Jóhannesson
('78)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Kristinn Ingi Halldórsson ('35)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá úrslitaleik Reykjavíkurmótsins. Fasteignasalinn Guðmundur Ársæll Guðmundsson flautar leikinn á klukkan 19:30 en það eru Fram og KR sem eigast við.
Fram vann Þrótt eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum en KR vann 1-0 sigur á Fylki.
Fram vann Þrótt eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum en KR vann 1-0 sigur á Fylki.
Fyrir leik
Allir Bretarnir eru á sínum stað í byrjunarliði Fram en Hólmbert Aron Friðjónsson kemur inn í liðið eftir að hafa verið á bekknum í síðasta leik. Þá er Halldór Hermann Jónsson kominn í liðið eftir að hafa jafnað sig á meiðslum.
Fyrir leik
KR-ingar hafa unnið Reykjavíkurmeistaratitilinn oftast allra liða, 37 sinnum. Þetta er fjórða árið í röð sem liðið leikur til úrslita. Samkvæmt Óskari Ófeigi Jónssyni á vísir.is hafa KR og Fram ekki mæst í úrslitaleik mótsins í 15 ár.
Fyrir leik
Skúli Jón Friðgeirsson er fyrirliði KR í kvöld þar sem hvorki Bjarni Guðjónsson né Grétar Sigfinnur Sigurðarson eru með. Grétar er að skokka ásamt Þorsteini Má Ragnarssyni sem kom frá Víkingi Ólafsvík í vetur en er ekki kominn með leikheimild.
Fyrir leik
Fyrst fólk er að kasta inn spám fyrir leikinn þá ætla ég ekki að vera eftirbátur. Spái 2-1 sigri fram þar sem Steven Lennon skorar sigurmarkið. Einhver sem ætlar að veðja á móti því?
Fyrir leik
''Okkur vantar boltana ennþá'' segir Guðmundur Ársæll dómari við starfsmann KRR. Það er verið að gera allt klárt í Egilshöllinni.
Runólfur Þórhallsson:
2-0 sigur KR á Fram verður staðreynd núna eftir 2 tíma! KR tapar ekki 2x f. sama liðinu á svona stuttum tíma!
2-0 sigur KR á Fram verður staðreynd núna eftir 2 tíma! KR tapar ekki 2x f. sama liðinu á svona stuttum tíma!
Fyrir leik
Byrjunarliðin ættu að vera á þessa leið:
Ögmundur
Almarr - Kristján - Lowing - Tillen
Halldór - Hewson - Jón Gunnar
Kristinn - Ingi
Lennon
Hannes
Hróar - Skúli - Gunnar - Magnús
Baldur - Atli - Egill
Dofri - Óskar
Kjartan
Ögmundur
Almarr - Kristján - Lowing - Tillen
Halldór - Hewson - Jón Gunnar
Kristinn - Ingi
Lennon
Hannes
Hróar - Skúli - Gunnar - Magnús
Baldur - Atli - Egill
Dofri - Óskar
Kjartan
Fyrir leik
Heiðursgestir leiksins heilsa leikmönnum. Tveir fræknir kappar sem gerðu garðinn frægan með þessum félögum. Um er að ræða KR-inginn Gunnar Guðmannsson og Framarann Sigurð J. Svavarsson. Þeir munu afhenda verðlaun að leik loknum.
3. mín
MARK!
Steven Lennon (Fram)
Þetta tók ekki langan tíma! Framarar hafa tekið forystuna. Egill Jónsson, miðjumaður KR, tapaði boltanum og Egill fékk hann við enda vítateigsins og náði föstu skot sem fór með jörðinni og í bláhornið. Frábær byrjun.
4. mín
MARK!
Steven Lennon (Fram)
Já hvað er gangi!!! Lennon skorar aftur. Að þessu sinni eftir herfileg mistök Gunnars Þórs Gunnarssonar, fyrrum leikmanns Fram. Lennon hirðir af honum boltann, kemst einn gegn Hannesi og skorar. Ótrúleg byrjun.
8. mín
Lennon gæti verið kominn með þrennu! Fékk hörkufínt færi en skotið að þessu sinni beint á Hannes í marki KR.
11. mín
Lennon hefur verið baneitraður á þessu Reykjavíkurmóti og nýtir sér það hér að KR-ingar eru varla mættir til leiks. Er enn að jafna mig á þessari byrjun.
13. mín
Guðmundur Sigurðsson eftirlitsmaður lætur fara vel um sig í stúkunni með kók og Nóa-Kropp. Hann er gáttaður á byrjuninni á þessum leik.
Aron I. Kristinsson:
Gunnar Þór með allt lóðrétt niðrum sig.. 2-0 fyrir Fram #fotbolti #tvífarigunnarsarnar
Gunnar Þór með allt lóðrétt niðrum sig.. 2-0 fyrir Fram #fotbolti #tvífarigunnarsarnar
17. mín
Íslandsmeisturunum gengur erfiðlega að vinna sig inn í leikinn. Framarar eru talsvert betri.
19. mín
Baldur Sigurðsson í fyrsta alvöru færi KR. Fékk mjög góða sendingu frá Magnúsi Má Lúðvíkssyni en náði ekki almennilegri snertingu svo Ögmundur í marki Fram klófesti boltann af öryggi.
29. mín
Hewson með fína skottilraun en boltinn framhjá. Jafnræði með liðunum núna en þetta er ansi opið og ég spái því að við fáum allavega eitt mark í viðbót fyrir hlé.
33. mín
Gult spjald: Egill Jónsson (KR)
Hárréttur dómur. Gróf tækling hjá Agli. Einhverjir Framarar vildu rautt en þessi dómur var réttur.
35. mín
Gult spjald: Kristinn Ingi Halldórsson (Fram)
Komin aðeins meiri harka í leikinn.
Sigþór Snorrason, leikmaður BÍ/Bolungarvíkur:
Egill á miðjunni hjá KR er ekki í KR standard! #PickUpUrGame Held samt með FRAM
Egill á miðjunni hjá KR er ekki í KR standard! #PickUpUrGame Held samt með FRAM
38. mín
MARK!
Steven Lennon (Fram)
Gunnar Þór í vörninni hjá KR lítur hræðilega út! Lennon fór framhjá honum eins og að drekka vatn og kláraði svo færið vel! Hann er kominn með þrennuna í fyrri hálfleik. Hver bjóst við þessu?
39. mín
Inn:Sveinbjörn Jónasson (Fram)
Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
Hólmbert bað um skiptingu, eitthvað meiddur.
44. mín
Leiðtogaleysi að hrjá KR? Steven Lennon lítur út eins og svindlkall í þessum leik, verið ótrúlega flottur.
45. mín
Hálfleikur - Fram leikið á als oddi í fyrri hálfleik. Langt síðan ég hef séð KR-liðið svona slappt. Ansi margir leikmenn að spila hreint hræðilega.
46. mín
Inn:Haukur Heiðar Hauksson (KR)
Út:Egill Jónsson (KR)
Hef aldrei séð Egil spila eins illa. Er greinilega ekki kominn í sitt besta stand.
51. mín
Framarar halda bara áfram að vera betri. Kristinn Ingi átti fína rispu áðan. Virðist líklegra að Fram bæti við en KR minnki muninn.
54. mín
MARK!
Steven Lennon (Fram)
Ég á ekki aukatekið orð!! Lennon með fernuna! Frábærlega gert hjá honum. Hefur verið hreint magnaður í þessum leik og kláraði þetta frábærlega, gott einstaklingsframtak. Fór enn og aftur illa með vörn KR og kláraði vel.
58. mín
Haukur Heiðar Hauksson með fína skottilraun en hitti ekki markið. Ein skásta tilraun KR í leiknum.
58. mín
Haukur Heiðar Hauksson með fína skottilraun en hitti ekki markið. Ein skásta tilraun KR í leiknum.
Damir Muminovic, leikmaður Leiknis:
Lennon er besti leikmaður á íslandi í dag held að það fari ekki framhjá neinum. #alltofgodur #theking
Lennon er besti leikmaður á íslandi í dag held að það fari ekki framhjá neinum. #alltofgodur #theking
65. mín
Inn:Jón Orri Ólafsson (Fram)
Út:Halldór Hermann Jónsson (Fram)
Síðasta verk Halldórs var að skjóta framhjá úr DAUÐAFÆRI! Átti að koma Fram í 5-0. Virðist bara vera Lennon sem getur skorað í kvöld.
74. mín
KR-ingar sótt nokkuð stíft síðustu mínútur. Veit ekki hvort það sé vegna þess að Fram hafi slakað á klónni eða meira líf sé komið í vesturbæjarliðið.
80. mín
Fram fær vítaspyrnu! Lennon enn og aftur að ógna með hraða sínum, óð inn í teiginn og Hannes markvörður kom út á móti og braut af sér.
80. mín
Mark úr víti!
Steven Lennon (Fram)
Hann er kominn með fimmu! Ég er orðlaus. Þvílík slátrun.
83. mín
Inn:Gunnar Oddgeir Birgisson (Fram)
Út:Steven Lennon (Fram)
Hann hefði sett sjötta markið hefði hann fengið að klára leikinn! Er pottþéttur á því.
Byrjunarlið:
5. Egill Jónsson
('46)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Baldur Sigurðsson
('66)
9. Kjartan Henry Finnbogason
('66)
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson
Varamenn:
3. Haukur Heiðar Hauksson
('46)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Egill Jónsson ('33)
Rauð spjöld: