City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Stjarnan
6
0
Þróttur R.
Guðjón Baldvinsson '1 1-0
Veigar Páll Gunnarsson '9 2-0
Guðjón Baldvinsson '28 3-0
Ævar Ingi Jóhannesson '49 4-0
Jeppe Hansen '51 5-0
Jeppe Hansen '52 6-0
12.05.2016  -  19:15
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Skýjað og létt gola
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Áhorfendur: 914
Byrjunarlið:
1. Duwayne Kerr (m)
Veigar Páll Gunnarsson ('46)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Halldór Orri Björnsson
8. Baldur Sigurðsson ('46)
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('65)

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
4. Jóhann Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson ('65)
11. Arnar Már Björgvinsson ('46)
19. Jeppe Hansen ('46)
20. Eyjólfur Héðinsson
21. Snorri Páll Blöndal

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('37)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Dómarinn hefur linað þjáningar Þróttara. Stjörnumenn með fullt hús!
85. mín
Guðjón Baldvinsson með lipur tilþrif. Skotið beint á Trausta.

81. mín
Stjörnumenn virðast vera nokkuð sáttir með þetta eins og er... ekki mikil löngun fyrir frekari niðurlægingu. Silfurskeiðin skemmtir sér vel í stúkunni og tekur hvern slagarann á fætur öðrum.
73. mín
Stjörnumenn búnir að lækka sig niður um gír. Virðast ekkert of þyrstir í annað mark strax.
72. mín
Thiago með skottilraun fyrir Þróttara en yfir fór boltinn.
68. mín
Hallur Hallsson farinn að haltra... Þróttarar búnir með sínar skiptingar. Vont.
66. mín Gult spjald: Hreinn Ingi Örnólfsson (Þróttur R.)
65. mín
Inn:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan) Út:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan)
Þar með er skiptingum lokið í kvöld...

58. mín
Stjarnan fer í tveggja stafa tölu í kvöld ef þeir nenna því... þessi frammistaða Þróttar í kvöld er ekki boðleg í þessari deild.

Hrikaleg byrjun á leiknum og meiðsli Emils stórt áfall en engin afsökun fyrir þessari skelfingu sem við höfum séð.
53. mín Gult spjald: Thiago Pinto Borges (Þróttur R.)
52. mín MARK!
Jeppe Hansen (Stjarnan)
Stoðsending: Heiðar Ægisson
Af stuttu færi eftir sendingu Heiðars Ægissonar! Það voru einhverjar sekúndur milli þessa marka!
51. mín MARK!
Jeppe Hansen (Stjarnan)
Stoðsending: Arnar Már Björgvinsson
Jeppe Hansen er ekki þekktur skallamaður en hann skoraði eftir hornspyrnu með skalla!
49. mín MARK!
Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan)
Stoðsending: Heiðar Ægisson
Heiðar Ægis með fyrirgjöf og Ævar Ingi fær mark á silfurfati. Hörmulegur varnarleikur Þróttar. Hörmulegur! Boltinn hrökk af Hreini Inga á Ævar sem þakkaði fyrir sig.

Ævar verið þrusuflottur í kvöld.
46. mín
Inn:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan) Út:Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Það er bara verið að hvíla!
46. mín
Inn:Jeppe Hansen (Stjarnan) Út:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Veigar átti þrusuflottan fyrri hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn og Þróttarar búnir með sínar skiptingar.
46. mín
Inn:Thiago Pinto Borges (Þróttur R.) Út:Ragnar Pétursson (Þróttur R.)
45. mín
Hálfleikur
Veigar Páll með fína marktilraun rétt fyrir hálfleikinn. Mikið bras hjá Þrótturum. Fyrsti hálftíminn hjá þeim var einn sá versti sem ég hef séð hjá liði í efstu deild. Menn litu hreinlega út eins og keilur kringum vel spilandi heimamenn.
45. mín
Heyrðu! Grétar Sigfinnur bjargar á línu eftir skógarhlaup Kerr og skalla Ragnars Péturssonar.
45. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti fimm mínútur... fimm mínútur.

37. mín Gult spjald: Grétar Sigfinnur Sigurðarson (Stjarnan)
35. mín
NÆSTUM ÞRENNA! GUÐJÓN BALDVINSSON Í HÖRKUFÆRI! Trausti í marki Þróttar bjargar með góðu úthlaupi.
34. mín
Grétar Sigfinnur í basli og Þróttur kemst í hættulega sókn en Smalinn Baldur Sigurðsson bjargar frábærlega.
32. mín
Inn:Hreinn Ingi Örnólfsson (Þróttur R.) Út:Sebastian Steve Cann-Svärd (Þróttur R.)
Gat ekki séð að Svard væri neitt meiddur. Bara ömurleg frammistaða sem skilar honum þessari skiptingu.
28. mín MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Ævar Ingi Jóhannesson
Misheppnuð hreinsun hjá Þrótturum eftir fyrirgjöf sem Ævar Ingi átti. Bölvað basl og gæðaleysi hjá gestunum.

Gaui Bald er hinsvegar í stuði! Kláraði þetta vel.
27. mín
Sjúkrabíllinn yfirgefur Stjörnuvöll með Emil Atlason innanborðs. Fótbolti.net óskar honum að sjálfsögðu skjóts bata.
26. mín
Heiðar Ægis með fyrirgjöf og Veigar Páll tekur boltann á lofti en hátt yfir. Stjarnan líklegri til að skora þriðja markið en Þróttur að komast á blað.
24. mín
Stjarnan gerir tilkall til vítaspyrnu en Örvar Sær er ekki á því að flauta.

19. mín
ÞRÓTTUR NÁLÆGT ÞVÍ AÐ SKORA! Kabongo Tshimanga setur boltann rétt framhjá! Það var togað í hann í aðdragandanum og vel hægt að dæma vítaspyrnu.

Þróttur fékk horn sem skapaði mikla hættu en á endanum náði Stjarnan að bægja hættunni frá.
15. mín
Maður er að ná áttum eftir þessa byrjun... talað um opið beinbrot hjá Emil Atlasyni. Tímabilið búið hjá honum ef satt reynist.

Veigar Páll Gunnarsson kemur boltanum í netið en er flaggaður rangstæður. Stjarnan með öll völd.

9. mín MARK!
Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Ævar Ingi Jóhannesson
Vörn Þróttara galopnast! Ævar Ingi rennur boltanum á Veigar Pál sem skorar af stuttu færi.

Martraðabyrjun á þessum leik fyrir Þrótt!
9. mín
Inn:Kabongo Tshimanga (Þróttur R.) Út:Emil Atlason (Þróttur R.)
6. mín
Vá! Emil Atlason sárkvalinn á vellinum. Það er hringt á sjúkrabíl strax. Virðist ljótt fótbrot miðað við viðbrögðin.

Lenti í samstuði við Grétar Sigfinn eru menn að tala um.
4. mín
Maður er bara hreinlega orðlaus eftir þessa byrjun. Meira ruglið! Guðjón opnaði markareikning sinn þetta tímabilið. Fróðlegt að sjá hvernig Þróttur bregst við þessu.
1. mín MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
WHAAAAT!!! Stjarnan kemst yfir á fyrstu mínútu! Þróttur byrjaði með boltann. Þvílíkt klúður. Kristian Larsen með sendingu sem Guðjón Baldvinsson komst inn í, fór einn gegn Trausta og skoraði!

Rosaleg byrjun. 9 sekúndur og mark!!! Þetta hlýtur að vera eitthvað met!
1. mín
Leikur hafinn
Þróttur byrjar með boltann.
Fyrir leik
Stjörnuborgarinn á sínum stað. Græna baunin í gangi í fréttamannastúkunni og aðeins einn sem pantaði sér börra. Það er Þór Símon á 433 og gefum honum orðið: "Fínasti borgari. Ég hendi á hann 7,5"
Fyrir leik
Uppstilling Stjörnunnar í kvöld:
Kerr
Heiðar - Grétar - Brynjar - Hörður
Laxdal - Baldur
Veigar
Ævar - Guðjón - Halldór Orri

Þróttur:
Trausti
Aron Ýmir - Svard - Davíð - Larsen
Hallur - Tonny
Ragnar
Vilhjálmur - Emil - Dion
Fyrir leik
Gunni Helga mættur í stúkuna... eða bíddu við... er þetta kannski Ási Helga?
Fyrir leik
Skælbrosandi Gregg Ryder röltir yfir völlinn á meðan leikmenn hita upp. Ryderinn var í Hörpu í gær á fyrirlestri hjá Kevin Keegan, David Moyes og félögum. Mætir hingað fullur visku og með góða skapið.
Fyrir leik
Einn leikur hófst klukkan 18. Það er viðureign ÍBV og Víkings Ólafsvík sem fram fer á Hásteinsvelli. Hægt er að fylgjast með gangi mála þar með því að smella hér.
Fyrir leik
Gaman að sjá Davíð Snorra úr þjálfarateymi Stjörnunnar blanda geði við fólkið í stúkunni. Vinur púbbliksins.
Fyrir leik
Voðalega hugguleg stemning að vanda í fréttamannastúkunni. Við skulum henda í spá á línuna.
Þór Símon, 433: 3-1 sigur Stjörnunnar.
Gummi Hilmars, Mbl: 3-0 Stjarnan.
Tryggvi Páll, Vísir: Steindautt 0-0.
Fyrir leik
Veigar Páll Gunnarsson kemur inn í byrjunarlið Stjörnunnar eftir að hafa verið á bekknum fyrstu tvo leikina. Hann kom inn með hvelli í fyrstu umferð og setti tvö í 2-1 sigri gegn Fylki.

Veigar kemur í holuna fyrir Eyjólf Héðinsson, Halldór Orri Björnsson byrjar á kantinum í stað Hilmars Árna Halldórssonar og Daníel Laxdal verður djúpur á miðju í stað Þorra Geirs Rúnarssonar sem er meiddur.

Davíð Ásbjörnsson kemur inn í byrjunarliðið hjá nýliðum Þróttar.

Fyrir leik
Næstum allir spá því að Þróttur fari lóðrétt aftur niður í 1. deild en liðið náði stigi gegn KR í síðustu umferð með 2-2 jafntefli. Sá ís er brotinn og spurning hvort Þróttarar nái að fylgja þessu eftir í kvöld... ég þori ekki að veðja á það.

Köttararnir eru allaveg spenntir fyrir kvöldin og hafa verið með upphitanir um alla Garðabæ, fékk upplýsingar um bílskúrspartí og ég veit ekki hvað og hvað.
Vertu með okkur í umræðunni gegnum Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet en valdar færslur verða birtar hér í lýsingunni.
Fyrir leik
Ólafur Karl Finsen meiddist illa í síðasta leik og spilar líklega ekki meira á tímabilinu. Þá verður miðjumaðurinn Þorri Geir Rúnarsson fjarri góðu gamni næstu vikurnar hjá Stjörnunni.
Fyrir leik
Ég hlakka mikið til að sjá byrjunarliðin hjá liðunum í kvöld. Breiddin (rosalega) hjá Stjörnunni hefur borgað sig í fyrstu tveimur leikjum liðsins og varamennirnir hafa komið sterkir af bekknum. Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvö mörk gegn Fylki í fyrstu umferð en spilaði svo 0 mínútur gegn Víkingi Reykjavík. Byrjar hann í kvöld?
Fyrir leik
Já komiði sæl og blessuð! Þriðja umferð Pepsi og Stjarnan (6 stig) mætir Þrótti (1 stig). Örvar Sær Gíslason flautar til leiks 19:15 á rennisléttu gervigrasinu í Garðabæ.
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Hallur Hallsson
5. Aron Ýmir Pétursson
6. Vilhjálmur Pálmason
11. Dion Acoff
11. Emil Atlason ('9)
14. Sebastian Steve Cann-Svärd ('32)
15. Davíð Þór Ásbjörnsson
17. Ragnar Pétursson ('46)
21. Tonny Mawejje
29. Kristian Larsen

Varamenn:
2. Callum Brittain
4. Hreinn Ingi Örnólfsson ('32)
20. Viktor Unnar Illugason
23. Aron Lloyd Green
25. Kabongo Tshimanga ('9)
27. Thiago Pinto Borges ('46)

Liðsstjórn:
Arnar Darri Pétursson

Gul spjöld:
Thiago Pinto Borges ('53)
Hreinn Ingi Örnólfsson ('66)

Rauð spjöld: