City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Þór
0
0
Fram
14.05.2016  -  16:00
Þórsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Gunnar Sverrir Gunnarsson
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Sandor Matus
4. Gauti Gautason
5. Loftur Páll Eiríksson
5. Birkir Heimisson
6. Ármann Pétur Ævarsson ('40)
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('82)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
12. Hákon Ingi Einarsson
13. Ingi Freyr Hilmarsson
99. Gunnar Örvar Stefánsson

Varamenn:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Reynir Már Sveinsson ('82)
11. Kristinn Þór Björnsson
14. Jakob Snær Árnason
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason
18. Alexander Ívan Bjarnason
20. Guðmundur Óli Steingrímsson ('40)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Guðmundur Óli Steingrímsson ('46)
Birkir Heimisson ('70)
Ingi Freyr Hilmarsson ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Birkir tekur aukaspyrnuna sem Framarar skalla frá. Við það flautar Gunnar Sverrir til leiksloka og 0-0 jafntefli staðreynd. Bæði lið því enn eftir að skora mark eftir fyrstu tvo leikina en næla hér í sitt fyrsta stig í sumar.
90. mín Gult spjald: Samuel Lee Tillen (Fram)
Sam Tillen fer í bókina fyrir brot á Sveini Elías. Sveinn Elías var að komast í hættulega stöðu, reynslubrot hjá Tillen.
90. mín
Þórsarar leita að marki á síðustu mínútunum. Layeni er byrjaður að tefja í markinu við litla hrifningu stuðningsmanna Þórs.
90. mín
Guðmundur Óli fær boltann fyrir utan teig og skýtur að marki en varnarmaður Fram kemst fyrir. Þórsara vilja fá víti fyrir hendi en það hefði verið erfitt að réttlæta þann dóm.
88. mín Gult spjald: Hafþór Mar Aðalgeirsson (Fram)
Hafþór Mar nælir sér í gult spjald. Alltof seinn í tæklingu á Birki sem er að hreinsa burt eftir hornspyrnuna.
88. mín
Hákon Ingi í vandræðum þessa stundina, gaf aukaspyrnu áðan og nú vinnur Ósvald af honum boltann og kemur honum fyrir. Þórsarar hreinsa í horn.
87. mín
Fín aukaspyrna hjá Tillen en boltinn endar hjá Sandor í markinu eftir klafs í teignum.
86. mín
Fram fær aukaspyrnu úti á kanti. Núna er enginn Ingólfur Sigurðsson til að taka spyrnuna svo Sam Tillen býr sig undir að gefa boltann fyrir.
82. mín
Inn:Hafþór Mar Aðalgeirsson (Fram) Út:Indriði Áki Þorláksson (Fram)
Framarar gera einnig skiptingu á sínu liði. Hafþór Mar inn fyrir Indriða.
82. mín
Inn:Reynir Már Sveinsson (Þór ) Út:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
Reynir Már kemur inn fyrir Jónas Björgvin. Fínn leikur hjá Jónasi.
81. mín Gult spjald: Ingi Freyr Hilmarsson (Þór )
Ingi fær gult spjald fyrir brot á Gunnlaugi Hlyn.
80. mín
Síðustu 10 mínúturnar að hefjast. Enn markalaust.

78. mín Gult spjald: Indriði Áki Þorláksson (Fram)
Indriði Áki brýtur á Gauta Gautasyni og fær gult spjald.

74. mín
Þórsarar stjórna leiknum þessa stundina. Gunnar Örvar með ágætis sprett en sending hans ratar ekki á Birki.
72. mín
Inn:Sigurpáll Melberg Pálsson (Fram) Út:Ingólfur Sigurðsson (Fram)
Önnur skipting Framara. Ingólfur Sigurðsson kemur útaf fyrir Sigurpál Melberg Pálsson. Ingó var sprækur í leiknum en aðeins dregið af honum síðustu mínútur.
70. mín Gult spjald: Birkir Heimisson (Þór )
Birkir fær gult spjald fyrir dýfu inn í vítateig Framara. Þórsarar vildu fá vítaspyrnu en Gunnar Sverrir var viss í sinni sök. Birkir var kominn í fínt færi áður en hann datt.
66. mín
Birkir fær boltann eftir fyrirgjöf frá Hákoni en skot hans fer framhjá marki Fram.
63. mín
Aukaspyrnan frá Birki fer yfir markið.
63. mín
Gunnar Örvar á flottann sprett sem endar með að brotið er á honum á hættulegum stað. Birkir stillir sér upp.
61. mín
Indriði Áki með skot fyrir utan teig beint á Sandor sem á ekki í neinum vandræðum með það.
60. mín
Inn:Ósvald Jarl Traustason (Fram) Út:Arnar Sveinn Geirsson (Fram)
Fyrsta skipting Fram. Ósvald Jarl inn fyrir Arnar Svein.
55. mín
Leikurinn aðeins róast eftir þessa kröftugu byrjun á hálfleiknum. Þórsarar að komast aftur inn í leikinn og hafa átt nokkar fyrirgjafir sem enda líkt og í fyrri hálfleiknum í fanginu á Layeni eða á skallanum á Hauki Lárussyni.
49. mín
Aftur fá Fram flott færi og aftur er það Ivan Bubalo, Sam Tillen með flotta sendingu inn fyrir vörnina en Sandor ver aftur frá Bubalo. Þórsarar heppnir að vera ekki búnir að fá á sig mark í upphafi síðari hálfleiks.
48. mín
Dauðafæri hjá Frömurum! Arnar Sveinn kemst í gegn og leggur boltann á Ivan Bubalo en Hákon Ingi bjargar frábærlega á línu frá honum. Bubalo fékk boltann aftur en Sandor var þá mættur til að verja frá honum.
47. mín
Ingólfur Sigurðsson tekur að sjálfsögðu spyrnuna en Þórsarar koma boltanum frá.
46. mín Gult spjald: Guðmundur Óli Steingrímsson (Þór )
Guðmundur Óli fær fyrsta gula spjald leiksins í upphafi síðari hálfleiks. Framarar fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
45. mín
Sigurður Marínó hefur seinni hálfleikinn fyrir Þór.
45. mín
Hálfleikur
Birkir Heimisson var líflegur í liði Þórs í fyrri hálfleik en hann er aðeins 16 ára gamall. Gríðarleg efni þar á ferð.
45. mín
Hálfleikur
Gunnar Sverrir flautar til loka fyrri hálfleiks. Líflegur fyrri hálfleikur en hvorugt liðið náð að koma boltanum í mark andstæðingsins.
45. mín
Gunnlaugur á skot fyrir utan teig sem fer í varnarmann Þórs og aftur fyrir. Ingó tekur hornið en Sveinn Elías skallar frá.
44. mín
Jónas Björgvin á hættulega sendingu inn á teig og Gunnar Örvar virðist vera að ná skallanum þegar Haukur Lárusson mætir og nær að skalla hann til baka á Layeni. Haukur verið frábær í dag.
43. mín
Birkir Heimisson með skot í stöng! Frábær tilraun frá Birki fyrir utan teig sem endar í stönginni.
40. mín
Inn:Guðmundur Óli Steingrímsson (Þór ) Út:Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Ármann Pétur liggur eftir og virðist meiddur. Guðmundur Óli Steingrímsson gerir sig klárann í hans stað. Ekki góðar fréttir fyrir Þórsara. Vonum að þetta sé ekki alvarlegt.
38. mín
Framarar taka langt innkast inn á teig en skot þeirra enda í varnarmönnum Þórs í tvígang og endar í hornspyrnu sem Gauti skallar frá.
37. mín
Birkir tekur aukaspyrnuna en skot hans fer framhjá marki Fram.
36. mín
Þór fær aukaspyrnu á hættulegum stað rétt fyrir utan vítateig Fram. Birkir og Jónas standa yfir boltanum.
35. mín
Framarar skalla frá. Þórsarar sjá um að sækja þessa stundina en vörn Framara með Hauk Lárusson í fararbroddi er sterk.
35. mín
Þórsarar fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Birkir stillir sér upp.
30. mín
Sveinn Elías skýtur í stöngina! Birkir Heimisson með frábæra sendingu inn fyrir vörn Fram en Sveinn Elías kemur boltanum aðeins í stöngina úr þröngu færi.
28. mín
Ingólfur Sigurðsson með aukaspyrnu hátt yfir markið. Framarar eru hættulegri þessa stundina.
24. mín
Þórsarar bjarga á línu! Gauti misreiknar boltann og Gunnlaugur Hlynur sleppur einn gegn Sandor sem nær að hægja á boltanum og Hákon Ingi nær að skjóta honum í slánna áður en hann lekur inn. Hættulegasta færi leiksins hingað til.
21. mín
Framarar fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Ingó Sig sendir fyrir en laflaus skalli endar í fanginu á Sandor.
20. mín
Jónas Björgvin sækir inn að miðju og hótar skoti. Endar á því að senda inn á Gunnar Örvar sem nær ekki til boltans og hann endar hjá Stefano Layeni markmanni Fram.
15. mín
Sveinn Elías og Jónas Björgvin eru að fá pláss á köntunum fyrir Þór en hafa ekki nýtt það hingað til.
13. mín
Hinummegin fær Sveinn Elías fínt skotfæri en skot hans endar í varnarmanni.
12. mín
Framarar aðeins að sækja í sig veðrið. Ágætis sókn endar með skoti yfir fyrir utan teig frá Gunnlaugi Hlyn.
10. mín
Nú fá Framarar aukaspyrnu á svipuðum stað. Ingólfur Sigurðsson sendir fyrir en Haukur Lárusson skallar langt yfir markið.
8. mín
Þórsarar fá aukaspyrnu rétt fyrir framan miðju. Birkir Heimisson með góða spyrnu fyrir og Ármann Pétur Ævarsson skallar framhjá.
7. mín
Framarar stilla upp í klassíska 4-4-2 með Ingólf Sigurðsson og Ivan Bubalo upp á topp.
5. mín
Leikurinn byrjar rólega. Þórsarar ívið hætttulegri en hafa ekki náð að finna lokasendinguna.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Framarar hefja leik og sækja að Glerárskóla.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völlinn. Þórsara spila í hvítu treyjunum sínum og rauðum stuttbuxum. Fram í bláum treyjum og hvítum stuttbuxum.
Fyrir leik
Aðstæður hér á Þórsvelli eru til fyrirmyndar. Völlurinn lítur vel út fyrir fyrsta leik sumarsins. Ekki skemmir veðrið fyrir, sólskin og heiðskýrt.
Fyrir leik
Jónas Björgvin Sigurbergsson snýr aftur í lið Þórsara í dag eftir að hafa afplánað leikbann í fyrstu umferð. Jóhann Helgi Hannesson er enn í leikbanni.
Fyrir leik
Liðin voru bæði í baráttu við 2.deildarlið í bikarnum í vikunni. Framarar mörðu Aftureldingu en Þórsarar töpuðu fyrir Völsungi hér á Þórsvelli.
Fyrir leik
Framarar voru á Akureyri fyrir sléttri viku síðan og steinlágu fyrir ka 3-0. Á sama tíma áttu Þórsarar erfitt uppdráttar í Breiðholtinu þar sem þeir töpuðu 2-0 fyrir Leikni. Bæði lið mæta því stigalaus til leiks hér í dag.
Fyrir leik
Húsvíkingurinn Ásmundur Arnarsson þjálfar lið Fram en hann lék með Þór á sínum tíma.
Fyrir leik
Leikmannahópur Fram hefur tekið gígantískum breytingum milli ára.
Fyrir leik
Liðin mættust á sama velli í 2.umferð 1.deildarinnar á síðustu leiktíð þar sem Þórsarar unnu 4-3 sigur.
Byrjunarlið:
1. Stefano Layeni (m)
3. Samuel Lee Tillen
6. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
8. Ivan Parlov
10. Orri Gunnarsson
11. Ingólfur Sigurðsson ('72)
18. Arnar Sveinn Geirsson ('60)
21. Indriði Áki Þorláksson ('82)
21. Ivan Bubalo
24. Dino Gavric
25. Haukur Lárusson

Varamenn:
12. Bjarki Pétursson (m)
2. Hafþór Mar Aðalgeirsson ('82)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson ('72)
9. Atli Fannar Jónsson
13. Ósvald Jarl Traustason ('60)
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
20. Hafþór Þrastarson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Indriði Áki Þorláksson ('78)
Hafþór Mar Aðalgeirsson ('88)
Samuel Lee Tillen ('90)

Rauð spjöld: