FH
2
0
Fjölnir
1-0
Viðar Ari Jónsson
'3
, sjálfsmark
Steven Lennon
'55
2-0
16.05.2016 - 19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Völlurinn stórglæsilegur og hlýtt í veðri.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1809
Maður leiksins: Jonathan Hendrickx
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Völlurinn stórglæsilegur og hlýtt í veðri.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1809
Maður leiksins: Jonathan Hendrickx
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Emil Pálsson
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson
('80)
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon
('79)
11. Atli Guðnason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson
26. Jonathan Hendrickx
('90)
Varamenn:
6. Grétar Snær Gunnarsson
('90)
16. Hörður Ingi Gunnarsson
16. Sonni Ragnar Nattestad
22. Jeremy Serwy
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
('80)
45. Kristján Flóki Finnbogason
('79)
Liðsstjórn:
Kristján Finnbogi Finnbogason
Gul spjöld:
Davíð Þór Viðarsson ('45)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Algjörlega sanngjarn FH sigur. Skýrsla og viðtöl á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín
Gult spjald: Tobias Salquist (Fjölnir)
Reyndi skelfilega tæklingu þegar FH sótti hratt. Heppinn að hafa ekki hitt manninn.
90. mín
Inn:Grétar Snær Gunnarsson (FH)
Út:Jonathan Hendrickx (FH)
Hendrickx að mínu mati einn allra besti leikmaður vallarins í dag.
Grétar að fá fyrstu mínúturnar í meistaraflokk með FH.
Grétar að fá fyrstu mínúturnar í meistaraflokk með FH.
89. mín
Ægir á fyrirgjöf sem hafnar á Gunnari Má sem er í mjög fínu skotfæri en hann hittir boltann rosalega illa og vel framhjá.
88. mín
Hans Viktor skallar að marki eftir hornspyrnu en Gunnar grípur lausu tilraun hans auðveldlega.
87. mín
Ivanovski getur varla labbað en hann fer samt aftur inná. Það á aldeilis að fórna sér.
84. mín
Daniel Ivanovski virkar sárþjáður á vellinum og fær aðhlynningu. Fjölnir er búið með allar sínar skiptingar.
83. mín
Gunnar fær ekki verðlaun fyrir snöggar markspyrnur. Tók sér góða hálfa mínútu í að taka eina slíka núna. Samherjar hans voru meira að segja að reka á eftir honum.
80. mín
Inn:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH)
Út:Bjarni Þór Viðarsson (FH)
Og nú er hinn markaskorarinn tekinn af velli. Bjarni virkar eitthvað meiddur.
79. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Út:Steven Lennon (FH)
Einn af markaskorurum kvöldsins tekinn af velli.
77. mín
Bergsveinn aftur í tómu tjóni!
Skallar aftur fyrir sig og var að leita af Gunnari en skallinn er allt, allt of stuttur og Ægir Jarl kemst einn á móti markmanninum. Dauðafæri en Færeyingurinn lokar vel á hann.
Skallar aftur fyrir sig og var að leita af Gunnari en skallinn er allt, allt of stuttur og Ægir Jarl kemst einn á móti markmanninum. Dauðafæri en Færeyingurinn lokar vel á hann.
76. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir)
Út:Marcus Solberg (Fjölnir)
Eins og ég skrifaði fyrir stuttu. Solberg alls ekki heillað.
75. mín
FH-ingum líður bara ansi vel núna. Rosalega klassískur FH sigur. Komast yfir og gefa andstæðingnum ansi fáa sénsa til að koma til baka.
73. mín
Marcus Solberg á skalla sem er rosalega laus og í fangið á Gunnar.
Solberg hefur alls ekki heillað í kvöld.
Solberg hefur alls ekki heillað í kvöld.
72. mín
Birnir Snær fer boltann innan teigs og tekur skot á lofti en það hittir ekki markið.
66. mín
Hendrickx fékk gagnrýni vegna frammistöðunnar á móti KR í síðasta leik en hann er búinn að vera mjög góður í dag.
64. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Út:Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Lund virðist eitthvað tæpur vegna meiðsla.
63. mín
Hendrickx á virkilega hættulega fyrirgjöf á Emil sem er í markteignum. Þórður er fljótur niður og fær boltann í andlitið og Fjölnir kemur boltanum frá.
Mjög gott færi hjá Emil.
Mjög gott færi hjá Emil.
59. mín
Guðmundur Karl reynir fyrirgjöf en Bergsveinn er mættur og skallar í horn. Fyrir utan eitt vont augnablik í fyrri hálfleik, hefur Bergsveinn verið sterkur gegn gömlu félögunum.
58. mín
FH-ingar hafa heyrt í mér þegar ég gagnrýndi þá fyrir að vera í þriðja gír og hafa spilað rosalega vel síðustu mínútur. Stutt og fallegt spil með jörðinni.
55. mín
MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Atli Guðnason
Stoðsending: Atli Guðnason
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!
Engin spurning hver á þetta mark. Falleg sókn FH. Hendrickx fór upp hægri vænginn og átti fallega sendingu á Atla sem lagði boltann út á Lennon sem kláraði vel af stuttu færi. Virkilega gott spil hjá FH og vel klárað.
Engin spurning hver á þetta mark. Falleg sókn FH. Hendrickx fór upp hægri vænginn og átti fallega sendingu á Atla sem lagði boltann út á Lennon sem kláraði vel af stuttu færi. Virkilega gott spil hjá FH og vel klárað.
52. mín
Ég hef það einhvernvegin á tilfinningunni að FH ætli bara að gera nóg í kvöld. Eitthvað meira en það er óþarfi. Virðast vera í þriðja gír.
50. mín
Steven Lennon reynir hjólhestaspyrnu úr vonlausu færi. Hún fer upp í loftið og í fangið á Þórði. Skotinn hikar ekki við að henda í svona tilþrif þegar tækifæri gefst.
49. mín
Martin Lund ræðst á FH vörnina og leggur svo boltanum á Tedejevic sem tekur skot utan teigs en það fer vel framhjá.
48. mín
Inn:Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Út:Igor Jugovic (Fjölnir)
Fjölnir ekki að skapa sér mikið og gera því breytingu.
45. mín
Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Kominn með tvö brot sem verðskulduðu gult. Slapp seinast en ekki núna. Alltof seinn í Jugovic.
40. mín
Jugovic hefur mikla trú á skotlöppinni sinni því hann reynir aftur skot af um 30 metrum. Nú fer það í varnarmann.
39. mín
Martin Lund fer upp vinstri kantinn og leggur síðan boltann á Jugovic sem á skot af löngu færi, beint í fangið á Gunnari.
Um það bil 20 sekúndum seinna er Emil kominn í svipað færi og fer skotið hans framhjá.
Um það bil 20 sekúndum seinna er Emil kominn í svipað færi og fer skotið hans framhjá.
36. mín
Alls ekki dagurinn hans Viðars Ara hingað til. Fer upp hægri kantinn og kemur sér í fína stöðu til að gefa fyrir en fyrirgjöfin er skelfileg og fer aftur fyrir.
32. mín
Viðar Ari er í fínni stöðu til að gefa boltann fyrir mark FH en hann ákveður að taka skot úr vonlausu færi og fer það vel framhjá.
29. mín
Gott færi!
Böðvar á flotta sendingu á Steven Lennon sem er einn á móti Þórði. Afgreiðslan er ekki upp á marga fiska og á Þórður auðvelt með að verja skotið.
Böðvar á flotta sendingu á Steven Lennon sem er einn á móti Þórði. Afgreiðslan er ekki upp á marga fiska og á Þórður auðvelt með að verja skotið.
27. mín
Bjarni Þór er í fínu skotfæri rétt utan teigs, hann ákveður hins vegar að leggja boltann á Þórarinn Inga sem var ekki í eins góðu færi. Skot Þórarins er ekki gott og rúllar hægt og rólega í hendurnar á Þórði.
Martin Lund er aftur farinn niður með einhver meiðsli.
Martin Lund er aftur farinn niður með einhver meiðsli.
25. mín
Vá!
Bergsveinn gleymdi að hann var kominn yfir í FH. Hann leggur boltann á Marcus Solberg sem er í færi á markteig. Hann þarf að taka skotið mjög snöggt og fer það hárfínt framhjá.
Bergsveinn gleymdi að hann var kominn yfir í FH. Hann leggur boltann á Marcus Solberg sem er í færi á markteig. Hann þarf að taka skotið mjög snöggt og fer það hárfínt framhjá.
21. mín
Fjölnismenn eru að komast meira inn í leikinn og hafa verið töluvert meira með boltann síðustu mínútur. Gunnar hefur aftur á móti haft það náðugt í markinu.
16. mín
Steven Lennon vinnur aukaspyrnu á horni vítateigsins. Hann tekur spyrnuna sjálfur og búast flestir við fyrirgjöf en hann tekur skot og fer það rétt framhjá. Þórður hreyfði sig ekki í markinu.
15. mín
Atli Guðna á fallega fyrirgjöf sem hafnar í höndunum á Þórði en Bjarni Þór var ekki fjarri þessum bolta.
14. mín
Martin Lund liggur eftir og er eitthvað meiddur. Yrði mikið áfall fyrir Fjölni ef hann þarf að fara útaf.
10. mín
Böðvar á hættulega fyrirgjöf sem gestirnir skalla yfir. Ekki sérstaklega langt frá því að vera annað sjálfsmark.
Þessi umferð er alveg að minna á að það borgar sig að vera mættur þegar dómarinn flautar til leiks. Á við um leikm. og áhorf. #fotboltinet
— Ómar Ingi (@OmarIngiGud) May 16, 2016
3. mín
SJÁLFSMARK!
Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Stoðsending: Bjarni Þór Viðarsson
Stoðsending: Bjarni Þór Viðarsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!
Þvílík byrjun fyrir FH.
Sá ekki betur en þetta hafi farið í Viðar Ara. Hættuleg hornspyrna sen Bjarni Viðarsson skallar áfram og í Viðar og inn.
Þvílík byrjun fyrir FH.
Sá ekki betur en þetta hafi farið í Viðar Ara. Hættuleg hornspyrna sen Bjarni Viðarsson skallar áfram og í Viðar og inn.
Fyrir leik
Liðin labba nú út á völlinn og er leikurinn að fara af stað. Jonathan Hendrickx leikur með umbúðir um höfuðið eftir skurðinn sem hann fékk gegn KR.
Teppið í Mekka er klárt #fotboltinet pic.twitter.com/AfOOYw4CHN
— Magnüs Haukur (@Maggihodd) May 16, 2016
Fyrir leik
Liðin hita upp og fólk týnist í stúkuna. Get ekki sleppt því að hlægja þegar ég sé fleira fólk þurrka stúkuna með pappír.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin.
FH gerir eina breytingu á liðinu sem tapaði gegn KR. Steven Lennon kemur til baka á eftir bann. Atli Viðar Björnsson er ekki í hóp en hann er að glíma við meiðsli sem hann varð fyrir í leiknum gegn KR.
Fjölnir stillir upp sama liði og tapaði gegn ÍA í síðustu umerð.
FH gerir eina breytingu á liðinu sem tapaði gegn KR. Steven Lennon kemur til baka á eftir bann. Atli Viðar Björnsson er ekki í hóp en hann er að glíma við meiðsli sem hann varð fyrir í leiknum gegn KR.
Fjölnir stillir upp sama liði og tapaði gegn ÍA í síðustu umerð.
Fyrir leik
Smá klaufaskapur hjá starfsmönnum FH. Þeir eru búnir að vökva stúkuna all hressilega. Það verða einhverjir blautir rassar á meðal áhorfenda.
Fyrir leik
Það hefur verið talað um þetta áður og skiljanlega en völlurinn á Kaplakrika er algjörlega til fyrirmyndar. Ber höfuð og herðar yfir aðra velli hér á landi á þessum árstíma.
Fyrir leik
Liðin eru jöfn á stigum eftir fyrstu þrjár umferðinar. Fjölnir vann Val og ÍBV en töpuðu svo gegn ÍA í síðustu umferð.
FH vann Þrótt og ÍA en töpuðu gegn KR í síðustu umferð.
FH vann Þrótt og ÍA en töpuðu gegn KR í síðustu umferð.
Fyrir leik
Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður og leikmaður Rapid Vín spáði í leikinn.
"FH eru og hafa alltaf verið frekar solid en töpuðu fyrir KR í seinustu umferð. FH-ingar eru með mann sem heitir Emil Pálsson, hann verður allt í öllu í þessum leik og klárar þetta fyrir þá,"
"FH eru og hafa alltaf verið frekar solid en töpuðu fyrir KR í seinustu umferð. FH-ingar eru með mann sem heitir Emil Pálsson, hann verður allt í öllu í þessum leik og klárar þetta fyrir þá,"
Fyrir leik
FH tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í fyrra með því að vinna Fjölni í næst síðustu umferðinni. Emil Pálsson skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri en hann lék einmitt með Fjölni fyrri part leiktíðar.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Ólafur Páll Snorrason
Gunnar Már Guðmundsson
2. Mario Tadejevic
3. Daniel Ivanovski
5. Tobias Salquist
7. Viðar Ari Jónsson
8. Igor Jugovic
('48)
10. Martin Lund Pedersen
('64)
18. Marcus Solberg
('76)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
Varamenn:
7. Birnir Snær Ingason
('64)
7. Ingibergur Kort Sigurðsson
10. Ægir Jarl Jónasson
('76)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
28. Hans Viktor Guðmundsson
('48)
33. Ísak Atli Kristjánsson
Liðsstjórn:
Steinar Örn Gunnarsson
Gul spjöld:
Tobias Salquist ('90)
Rauð spjöld: