City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Fram
1
1
Haukar
0-1 Haukur Ásberg Hilmarsson '40
Ivan Bubalo '66 1-1
20.05.2016  -  19:15
Laugardalsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Gunnar Sverrir Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Stefano Layeni (m)
3. Samuel Lee Tillen
6. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
8. Ivan Parlov
10. Orri Gunnarsson ('41)
11. Ingólfur Sigurðsson ('81)
13. Ósvald Jarl Traustason ('55)
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
18. Arnar Sveinn Geirsson
21. Indriði Áki Þorláksson
25. Haukur Lárusson

Varamenn:
12. Bjarki Pétursson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson ('41)
6. Brynjar Kristmundsson
9. Atli Fannar Jónsson
14. Hlynur Atli Magnússon ('81)
20. Hafþór Þrastarson
21. Ivan Bubalo ('55)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ivan Parlov ('67)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fram fengu betri færi til að vinna leikinn en 1-1 er niðurstaðan. Fram enn án sigurs.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín
DAUÐAFÆRI!!

Indriði Áki með flottann bolta á Bubalo sem er einn á móti markmanni en Dieterich sér við honum og ver. Þarna var gullið tækifæri fyrir Fram að stela sigrinum.
88. mín
Arnar Aðalgeirs er í fínu færi eftir flotta fyrirgjöf Hauks en skot hans af stuttu færi fer framhjá.
86. mín
Bubalo skallar sendingu Parlov framhjá. Króatarnir að ná vel saman.
85. mín
Fimm mínútur eftir. Framarar líklegri til að ná lokamarkinu. Haukar virðast sáttir við stigið, úr því sem komið er.
81. mín
Inn:Hlynur Atli Magnússon (Fram) Út:Ingólfur Sigurðsson (Fram)
Ingólfur búinn að eiga mjög fínan leik.
80. mín
DAUUUUUUUUUÐAFÆRI!!!

Bubalo á sendingu á Gunnlaug sem á stórskemmtilega hælsendingu sem fer á Indriða Áka sem er í fáranlega góðu færi frá markteig en einhvernvegin tekst honum að setja boltann yfir. Erfiðara skora ekki þarna.
79. mín
Indriði Áki er nálægt því að pota boltanum inn af mjög stuttu færi en Haukur Ásberg bjargar vel í horn.
78. mín
Aron Jó með skot rétt framhjá. Tók boltann skemmtilega á lofti.
77. mín
Haukur Ásberg reynir utanfótar skot utan teigs sem fer rétt yfir markið. Mjög skemmtileg tilraun.
75. mín
Klaufagangur hjá Fram og Barros er kominn einn í gegn en Layeni lokar mjög vel á hann og ver í horn. Vörn Fram ekki verið sérstaklega sannfærandi í dag.
73. mín
Inn:Þórður Jón Jóhannesson (Haukar) Út:Alexander Helgason (Haukar)
70. mín
Framarar ætla sér að vinna leikinn og hafa þeir sótt stanslaust síðan markið kom.
69. mín
Búið að vera steindauður seinni hálfleikur þegar markið kom. Loksins komið líf í hann.

Bubalo skallar síðan hornspyrnu rétt framhjá.
67. mín Gult spjald: Ivan Parlov (Fram)
Brýtur illa á Hauki sem var að komast í sókn.
66. mín MARK!
Ivan Bubalo (Fram)
Stoðsending: Ivan Parlov
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Parlov á flotta fyrirgjöf á Bubalo sem skorar með skalla af stuttu færi. Game on!

Þetta mark búið til í Króatíu en Parlov og Bubalo eru báðir þaðan.
63. mín
Ingiberg á frían skalla en skallar boltann beint í fangið á Dieterich í markinu.
58. mín
Terrance William Dieterich er eitthvað meiddur og fær aðhlynningu.
55. mín
Inn:Ivan Bubalo (Fram) Út:Ósvald Jarl Traustason (Fram)
Sjáum hvað Bubalo getur. Ekki heillað sérstaklega mikið hingað til í sumar.
54. mín
Framarar vilja vítaspyrnu. Aron virðist fá bolann augljóslega innan teigs en ekkert dæmt. Aftur eru Framarar ósáttir við Gunnar dómara.
49. mín
Haukur Ásberg brýtur mjög augljóslega á Ósvald en dómarinn dæmir ekkert. Haukur á gulu spjaldi. Þetta var klárt brot og í einhverjum tilvikum meira að segja spjald. Ási allt annað en sáttur við dómarann þarna.
47. mín
Aron Jó á fyrstu tilraun seinni hálfleiks. Tekur skot vel utan teigs langt, langt framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað

Framarar byrja með boltann núna.
45. mín
Hálfleikur
Nokkuð jafn hálfleikur og eina sem skilur liðin af er að Haukar nýttu sitt færi þegar það kom.
45. mín
Sigurpáll í góðu færi eftir hornspyrnu frá Ingólfi en skot hans rétt utan teigs fer vel framhjá.
42. mín
Aron Jóhannsson á skot rétt framhjá. Haukar að taka völdin.
41. mín
Inn:Sigurpáll Melberg Pálsson (Fram) Út:Orri Gunnarsson (Fram)
Orri var utan vallar þegar markið kom og átti það mögulega einhvern þátt í því.
40. mín MARK!
Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar)
Stoðsending: Aran Nganpanya
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!

Hann er eitthvað sáttari núna. Aran á fyrirgjöf sem varnarmenn Fram skalla beint fyrir fætur Hauks sem skorar af öryggi úr góðu færi. Vel klárað alveg í hornið og Layeni hreyfði sig ekki.
39. mín
Ég er mjög langt frá hliðarlínunni en ég heyri mjög vel í Lukas Kostic, þjálfara Hauka. Hann er allt annað en sáttur við spilamennsku síns liðs.
39. mín
Ingólfur reynir skot af mjög löngu færi sem er yfir og framhjá. Engin hætta þarna.
36. mín Gult spjald: Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar)
Brýtur á Indriða sem var að komast í góða stöðu.
33. mín
Strax færi hinum megin. Tillen á fyrirgjöf á Arnar Svein sem skallar yfir úr erfiðu færi.
33. mín
MJÖG GOTT FÆRI!!

Góð sókn Hauka. Elton Barros skallar sendingu Arons beint fyrir fætur Daníels sem er í góðu færi en skýtur framhjá.
31. mín
Svolítið snúist við þessi leikur. Nú er Fram meira með boltann og Haukar leyfa þeim það.
28. mín
Ingólfur Sig á fyrirgjöf á kollinn á Gunnlaug en skalli hans fer naumlega yfir.
23. mín
Sókn Hauka endar með að Aron Jóhannsson tekur skot sem Layeni á ekki í miklum vandræðum með. Skemmtilegur leikur síðustu mínútur og bæði lið að reyna að sækja.
21. mín
SLÁIN!!

Þessi spyrna fer á Hauk Lárusson sem nær góðum skalla úr erfiðu færi en hann endar í slánni.
20. mín
Ingólfur með hornspyrnu sem Arnar Sveinn skallar rétt framhjá. Fór í varnarmann og annað horn gefið.
20. mín
Framarar fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Orri tekur hana en beint í vegginn. Ingólfur nær frákastinu en skotið hans fer framhjá.
15. mín
Leikurinn einkennist svolítið á að Haukar eru meira með boltann á meðan Fram reynir að sækja hratt þegar tækifæri gefst.
12. mín
Elton Barros í góðu færi. Nýtir sér hik frá Hauki Lárussyni. Hann er í skotfæri frá vítateigslínunni og Layeni er framarlega í markinu. Barros reynir að lyfta boltanum yfir Layeni en markmaðurinn grípur boltann.
7. mín
Arnar Aðalgeirs liggur eftir en hann virðist hafa fengið boltann af miklum krafti í ansi vondan stað.
4. mín
Elton Renato Livramento Barros skallar hornspyrnu Alexander Helgasonar rétt framhjá. Haukar byrja betur og eru töluvert meira með boltann.
1. mín
Eftir klaufagang í vörn Fram er Arnar Aðalgeirsson nálægt því að komast í gott færi en Framarar ná að koma boltanum í burtu.
1. mín
Leikur hafinn
Haukar byrja með boltann.
Fyrir leik
Haukar gera enga breytingu á liðinu sem vann KA enda ansi lítil ástæða til.
Fyrir leik
Ivan Bubalo er kominn á bekkinn hjá Fram en hann hefur ekki heillað sérstaklega mikið í fyrstu leikjunum.
Fyrir leik
Fram er með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina. Þeir hafa gert jafntefli á móti Þór og tapað á móti KA.

Haukar töpuðu á móti Grindavík og komu svo flestum á óvart með stórum sigri á KA í 2. umferð.
Fyrir leik
Halló halló kæru lesendur. Hér verður bein textalýsing frá leik Fram og Hauka í Inkasso deildinni.
Byrjunarlið:
1. Terrance William Dieterich (m)
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
6. Gunnar Gunnarsson (f)
7. Haukur Ásberg Hilmarsson
9. Elton Renato Livramento Barros
11. Arnar Aðalgeirsson
13. Aran Nganpanya
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)

Varamenn:
30. Magnús Kristófer Anderson (m)
2. Sindri Hrafn Jónsson
6. Þórður Jón Jóhannesson ('73)
10. Daði Snær Ingason
12. Gunnar Jökull Johns
19. Sigurgeir Jónasson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Haukur Ásberg Hilmarsson ('36)

Rauð spjöld: