Keflavík
1
2
Fylkir
0-1
Ragnar Bragi Sveinsson
'37
0-2
Víðir Þorvarðarson
'40
Magnús Sverrir Þorsteinsson
'91
, víti
1-2
25.05.2016 - 19:15
Nettóvöllurinn
Borgunarbikar karla 2016
Dómari: Gunnar Sverrir Gunnarsson
Áhorfendur: 280
Nettóvöllurinn
Borgunarbikar karla 2016
Dómari: Gunnar Sverrir Gunnarsson
Áhorfendur: 280
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson
Guðjón Árni Antoníusson
Jónas Guðni Sævarsson
Marc McAusland
6. Einar Orri Einarsson
8. Guðmundur Magnússon
9. Daníel Gylfason
('66)
11. Bojan Stefán Ljubicic
('75)
20. Magnús Þórir Matthíasson
('86)
23. Axel Kári Vignisson
Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Anton Freyr Hauksson
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
('86)
11. Stefan Ljubicic
('66)
15. Ási Þórhallsson
16. Páll Olgeir Þorsteinsson
45. Tómas Óskarsson
('75)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Haraldur Freyr Guðmundsson ('7)
Einar Orri Einarsson ('82)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 1-2 sigri Keflavíkur. Mark Keflavíkur kom of seint til að þeir næðu að jafna þó þeir hafi sótt stítft síðustu mínúturnar.
91. mín
Mark úr víti!
Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
Magnús skoraði örugglega úr vítinu. Stutt eftir það verður spenna hér í lokin.
91. mín
Ólafur Íshólm varði í tvígang frá Gumma Magg áður en Keflvíkingar settu boltann yfir markið. Gunnar valdi hinsvegar að dæma vítaspyrnu, við sáum ekki hér í blaðamannastúkunni afhverju það er gert.
89. mín
Inn:Ari Leifsson (Fylkir)
Út:Víðir Þorvarðarson (Fylkir)
Fylkir gerir sína síðustu breytingu.
86. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
Út:Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Síðasta skipting Keflvíkinga í dag.
84. mín
Magnús Þórir með skot úr teignum en rétt yfir mark Fylkis. Fer að verða lítill tími fyrir Keflavík að koma inn tveimur mörkum.
80. mín
Stefan Ljubicic með skot að marki Fylkis í teignum en beint á Ólaf Íshólm í markinu.
74. mín
Magnús Þórir með flott tilþrif sem enduðu á föstu skoti sem Ólafur Íshólm náði að verja í horn. Ekkert kom svo uppúr horninu.
73. mín
Gult spjald: Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
Braut á Bojan sem sótti að honum á vinstri kantinum.
69. mín
Óli Stefán Flóventsson og Milan Stefán Jankovic þjálfarar Grindavíkur eru mættir hingað á Nettóvöllinn eftir að hafa slegið KA út úr bikarnum fyrr í kvöld. Þeir taka upp á síma myndbrot úr leiknum núna en liðið mætir Keflavík á laugardaginn.
59. mín
Einar Orri með fast skot að marki Fylkis sem hafnaði ofan á marknetinu. Þarna skall hurð nærri hælum.
52. mín
Keflvíkingar byrja síðari hálfleikinn betur, Ólafur Íshólm mátti hafa því að blaka hornspyrnu Daníels Gylfasonar yfir markið og Jónas Guðni átti svo tvö skot að marki, það fyrra vel yfir markið og hitt rétt náði Ólafur að verj út og ná boltanum aftur áður en Daníel náði til boltans.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn. Bæði lið koma eins skipuð til síðari hálfleiks og þess fyrri.
45. mín
Hálfleikur
Gunnar Sverrir dómari flautar til hálfleiks hér í Keflavík. Sjáumst eftir stundarfjórðung.
44. mín
Magnús Þórir með gott skot að marki Fylkis sem Ólafur Íshólm átti í mestu vandræðum með en náði á endanum að handsama boltann og koma honum í leik.
40. mín
MARK!
Víðir Þorvarðarson (Fylkir)
Stoðsending: Ragnar Bragi Sveinsson
Stoðsending: Ragnar Bragi Sveinsson
Ragnar Bragi með góða sendingu innfyrir vörn Keflavíkur á Víði sem kom inn hægra megin og afgreiddi boltann milli fóta Beitis. Staðan orðin 0-2 fyrir gestina.
37. mín
MARK!
Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Stoðsending: Víðir Þorvarðarson
Stoðsending: Víðir Þorvarðarson
MARK!! Gestirnir eru komnir yfir. Víðir gaf á Ragnar Braga í teignum sem lyfti boltanum upp á fjær og framhjá Beiti i markinu. Snyrtilega gert hjá Ragnari Braga.
33. mín
Magnús Þórir með fast skot með jörðinni að marki Fylkis en beint á Ólaf Íshólm sem varði.
23. mín
Víðir með gott skot í hliðarnetið eftir undirbúning Ásgeirs Arnar Arnþórssonar. Fylkir sækir mikið meira en hefur ekki reynt almennilega á Beiti markvörð Keflavíkur.
13. mín
Haraldur Freyr fékk spark í hausinn í kjölfar hornspyrnu og þurfti að fá aðhlynningu utan vallar til að loka sári. Það gekk hratt yfir og hann er kominn aftur inná.
10. mín
Ingimundur Níels með gott skot með grasinu sem Beitir nær að verja. Fylkismenn sækja meira fyrstu mínúturnar..
7. mín
Gult spjald: Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík)
Braut á Ragnari Braga í hraðri sókn Fylkismanna.
5. mín
Leikurinn fer mjög rólega af stað. Guðmundur Magnússon lá meiddur á vellinum í smá tíma en er klár í slaginn að nýju.
1. mín
Leikur hafinn
Fylkir velur í dómarakastinu að spila með stífum vindi í fyrri hálfleik. Keflavík byrjar því með boltann og leikur í átt að íþróttahúsinu.
Fyrir leik
Liðin eru klár að ganga inn á völlinn. Þjálfarar liðanna eru báðir í vandræðum hjá KSÍ og framkvæmdastjóri sambandsins hefur vísað málum þeirra til aganefndar. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Keflavíkur fyrir atvik við Reynir Leósson þjálfara HK þar sem hann virtist slá hann á óþægilegan stað, og Hermann Hreiðarsson sem virtist taka stjórnarmann ÍBV kverkataki. Engin niðurstaða er komin í þessi mál.
Fyrir leik
Eftir langa veru í efstu deild er Keflavík núna í næst efstu deild, Inkasso deildinni. Þar er liðið í 4. sæti eftir þrjár fyrstu umferðirnar eftir að hafa unnið einn leik og gert tvö jafntefli. Fylkismenn hafa verið í vandræðum í Pepsi-deildinni þar sem þeir sitja á botninum með aðeins eitt stig sem þeir fengu gegn ÍA á laugardaginn.
Fyrir leik
Áhugasamir geta tekið kvöldmatinn hér á Nettóvellinum fyrir leik því Hemmi Helga og Gunnar Oddsson verða búnir að tendra grillin kl. 18:00 og Keflavíkingar hvetja stuðningsmenn að koma með fjölskylduna og borða kvöldmatinn á vellinum. Burger og gos á litlar 1.000 kr, Burger og kaldur á mjög litlar 1.500 kr.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Tonci Radovnikovic
7. Ingimundur Níels Óskarsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
('66)
8. Sito
('75)
11. Víðir Þorvarðarson
('89)
16. Tómas Þorsteinsson
24. Elís Rafn Björnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson
Varamenn:
12. Lewis Ward (m)
14. Albert Brynjar Ingason
('75)
16. Emil Ásmundsson
('66)
18. Styrmir Erlendsson
20. Ragnar Már Lárusson
23. Ari Leifsson
('89)
29. Axel Andri Antonsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Ásgeir Örn Arnþórsson ('73)
Rauð spjöld: