City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
FH
9
0
KF
Steven Lennon '13 , víti 1-0
Emil Pálsson '15 2-0
Steven Lennon '24 3-0
Jeremy Serwy '30 4-0
Jeremy Serwy '37 5-0
Grétar Snær Gunnarsson '67 6-0
Emil Pálsson '74 7-0
Pétur Viðarsson '78 8-0
Pétur Viðarsson '88 9-0
26.05.2016  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Borgunarbikar karla 2016
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Byrjunarlið:
Emil Pálsson ('77)
Kristján Finnbogi Finnbogason
4. Pétur Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon ('45)
16. Sonni Ragnar Nattestad
21. Böðvar Böðvarsson ('58)
22. Jeremy Serwy
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson
45. Kristján Flóki Finnbogason

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson ('45)
11. Atli Guðnason ('77)
17. Atli Viðar Björnsson
26. Jonathan Hendrickx ('58)

Liðsstjórn:
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson

Gul spjöld:
Grétar Snær Gunnarsson ('72)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vægast sagt mikill munur á milli liðanna. FH komið í 16-liða úrslit.
88. mín MARK!
Pétur Viðarsson (FH)
Stoðsending: Jeremy Serwy
MARK!

Hornspyrna frá Serwy á kollinn á Pétri. Svo auðvelt.
82. mín
Brynjar Ásgeir skallar hornspyrnu Hendrickx beint í fangið á Halldóri.
80. mín
Inn:Halldór Logi Hilmarsson (KF) Út:Valur Reykjalín Þrastarson (KF)
78. mín MARK!
Pétur Viðarsson (FH)
Stoðsending: Jeremy Serwy
Serwy með fallega fyrirgjöf og Pétur á ekki í vandræðum með að skalla í bláhornið.
77. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Emil Pálsson (FH)
Fínt að eiga svona mann á bekknum.
74. mín MARK!
Emil Pálsson (FH)
Stoðsending: Jeremy Serwy
Serwy með sendingu á Emil sem klárar vel. Auðvelt hjá FH.
72. mín Gult spjald: Grétar Snær Gunnarsson (FH)
Brýtur á leikmanni KF við vítateiginn þeirra.
71. mín
Inn:Jakob Auðun Sindrason (KF) Út:Andri Freyr Sveinsson (KF)
70. mín
Kristján Flóki nálægt því að skora en varnarmenn KF gera vel. Það hefur bara ekki dottið fyrir Kristján í leiknum.

Pétur Viðarsson fer síðan niður í teignum en ekkert dæmt. Fannst þetta vera töluvert meira víti en FH skoraði fyrsta markið úr.
69. mín
Serwy á fyrirgjöf á Emil sem skýtur rétt framhjá úr markteig.
67. mín MARK!
Grétar Snær Gunnarsson (FH)
MAAAAAAAARK!!

Í sínum öðrum leik með FH. Klárar virkilega vel fyrir utan teig, Halldór átti ekki séns.
64. mín
FH-ingar hafa tekið lífinu voðalega rólega í seinni hálfleik og eru ekki að eyða meiri orku í þetta en til þarf.
61. mín
Inn:Baldur Bragi Baldursson (KF) Út:Grétar Áki Bergsson (KF)
Stuðningsmenn gestanna klappa vel fyrir þessu.
58. mín
Inn:Jonathan Hendrickx (FH) Út:Böðvar Böðvarsson (FH)
Önnur skipting FH. Böðvar ekki þurft að hafa mikið fyrir hlutunum í kvöld.
54. mín
Bergsveinn nær að skora eftir hornspyrnu en aftur er flaggað.
53. mín
Grétar Snær skýtur yfir af svona tveggja metra færi. Flaggaður rangstæður, hann er líklegast bara feginn.
47. mín
Pétur Viðarsson á fyrstu tilraun FH í seinni hálfleik. Á fínt skot framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað
45. mín
Inn:Grétar Snær Gunnarsson (FH) Út:Steven Lennon (FH)
45. mín
Hálfleikur
KF ekki verið nein fyrirstaða fyrir FH hingað til.
45. mín
Lennon næstum kominn með þrennuna, fékk fyrirgjöf frá Emil og skaut naumlega framhjá.
39. mín
Næstum mark hjá KF!

Kemur fyrirgjöf frá vinstri sem Brynjar skallar rétt, rétt framhjá markinu. Næsta sem KF hefur komist.
37. mín MARK!
Jeremy Serwy (FH)
Stoðsending: Emil Pálsson
Emil á flotta sendingu á Serwy sem er í góðu færi og hann klárar vel á fjærstöng.

Hvar endar þetta?
33. mín Gult spjald: Örn Elí Gunnlaugsson (KF)
Sparkar boltanum í burtu þegar FH ætlaði að taka aukaspyrnu.
30. mín MARK!
Jeremy Serwy (FH)
Stoðsending: Steven Lennon
MAAAAARK!

Steven Lennon á fyrirgjöf sem Halldór ver beint fyrir fætur Serwy sem á ekki í erfiðleikum með að skora í autt markið.

24. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
MAAAAARK!!

Zady Gnenegbe með skelfileg mistök, lét boltann fara því hann hélt að Halldór markmaður myndi taka hann en Steven Lennon náði til hans á undan og skoraði auðveldlega.
23. mín
Brynjar Ásgeir kemst í fínt færi eftir undirbúning Serwy en Halldór nær að verja í markinu. Aðeins slakað á eftir annað markið, FH-ingar.
16. mín Gult spjald: Friðrik Örn Ásgeirsson (KF)
Alltof seinn í tæklingu. Braut á Þórarinni Inga á miðjum vellinum. Alltaf gult.
15. mín MARK!
Emil Pálsson (FH)
Stoðsending: Bergsveinn Ólafsson
MAAAAAAARK!

Hornspyrna, Bergsveinn flikkar hornspyrnu fyrir fætur Emils sem skorar af öryggi. Game over.
13. mín Mark úr víti!
Steven Lennon (FH)
MAAAAAAAAARK!!

Sendir Halldór í vitlausa átt. Öruggt. KF varla farið yfir miðju í leiknum og það kom ekki beint á óvart að FH skoraði.
12. mín
Víti! FH fær víti. Sýnist Einar Ingi dæma hendi. Sá ekkert hvort þetta var rétt eða ekki en þetta virtist vafasamt. Kom út í bláinn þar sem enginn FH-ingur virtist biðja um neitt.
9. mín
Serwy á aukaspyrnu af 20 metrum en skotið hans fer yfir. Ekki mikil hætta þarna.
6. mín
Jeremy Serwy á hornspyrnu sem Sonni skallar fyrir fætur Kristjáns Flóka sem nær skoti að marki en leikmenn KF ná að bjarga á línu. FH-ingar algjörlega með völdin fyrstu mínútur eins og búist var við.
3. mín
Sonni á langa sendingu á Jeremy Serwy sem á fyrirgjöf sem Halldór Ingvar rétt nær að slá frá áður en boltinn hafnar í netinu. Hefði verið rosalega klaufalegt hjá Halldóri ef þessi hefði endað inni en það munaði ekki miklu.
1. mín
Leikur hafinn
FH-ingar byrja með boltann. 3-0 fyrir FH er algjört lágmark sagði einhver við þessum leik. Sjáum hvort KF nái að stríða þeim.
Fyrir leik
Liðin eru koin inn á völlinn. Styttist í þetta. Fáum við Cupset?
Fyrir leik
Hilmar Símonarson, Andri Freyr og Valur Reykjalín Þrastarson koma inn í liðið hjá KF. Liðið tapaði 5-1 fyrir Hetti í síðasta leik.
Fyrir leik
Inn koma gamla kempan Kristján Finnbogason í markið, Pétur Viðarsson, Sonni Nattestad, Kristján Flóki Finnbogason, Jeremy Serwy og Brynjar Ásgeir Guðmundsson.
Fyrir leik
FH gerði jafntefli á móti Stjörnunni í síðasta leik.

Bergsveinn Ólafsson, Steven Lennon, Emil Pálsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson og Böðvar Böðvarsson eru þeir einu sem byrjuðu þann leik og byrja aftur í dag.
Fyrir leik
Leikurinn frestast um stundarfjórðung og hefst 19:30. Ástæðan er sú að rútan með lið KF tafðist á leiðinni suður vegna veðurs og var að koma í Kaplakrika rétt í þessu.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
KF vann Magna í vítaspyrnukeppni til að komast í leikinn á meðan FH spilar í fyrsta skipti í bikarnum í ár.
Fyrir leik
Tveimur deildum munar á liðunum. FH er í 2. sæti í Úrvalsdeildinni á meðan KF er í næst neðsta sæti í 2. deild og eru án sigurs þar. Því búast flestir, ef ekki allir við öruggum sigri FH í kvöld.
Fyrir leik
Góðan dag lesendur kærir og verið velkomnir í beina textalýsingu frá leik FH og KF í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Byrjunarlið:
Halldór Ingvar Guðmundsson
Örn Elí Gunnlaugsson
4. Baldvin Ingimar Baldvinsson
6. Tryggvi Þór Logason
7. Hilmar Símonarson
10. Andri Freyr Sveinsson ('71)
11. Grétar Áki Bergsson ('61)
15. Zady Moise Gnenegbe
16. Friðrik Örn Ásgeirsson
19. Sveinn Helgi Karlsson
20. Valur Reykjalín Þrastarson ('80)

Varamenn:
1. Ásgeir Frímannsson (m)
9. Halldór Logi Hilmarsson ('80)
12. Andre Prosper Berger Malonga
12. Jakob Auðun Sindrason ('71)
14. Kristófer Andri Ólafsson
14. Benóný Sigurðarson
20. Baldur Bragi Baldursson ('61)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Friðrik Örn Ásgeirsson ('16)
Örn Elí Gunnlaugsson ('33)

Rauð spjöld: