Keflavík
2
0
Grindavík
Magnús Þórir Matthíasson
'2
1-0
Sigurbergur Elísson
'66
, víti
2-0
28.05.2016 - 14:00
Nettóvöllurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Smá gola, skýjað, fínn hiti.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 425
Maður leiksins: Magnús Þórir Matthíasson
Nettóvöllurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Smá gola, skýjað, fínn hiti.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 425
Maður leiksins: Magnús Þórir Matthíasson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson
Guðjón Árni Antoníusson
('28)
Sigurbergur Elísson
('88)
Jónas Guðni Sævarsson
Marc McAusland
6. Einar Orri Einarsson
20. Magnús Þórir Matthíasson
23. Axel Kári Vignisson
25. Frans Elvarsson (f)
45. Tómas Óskarsson
('72)
Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
8. Guðmundur Magnússon
('28)
9. Daníel Gylfason
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
('88)
11. Bojan Stefán Ljubicic
('72)
11. Stefan Ljubicic
15. Ási Þórhallsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
85. mín
Liðin skiptast á að eiga sínar hálfsóknir, ekkert markvert svosem. Allt tempó dautt í þessum leik.
68. mín
Keflvíkingar hááársbreidd frá því að bæta við þriðja markinu og gera endanlega út um leikinn Tómas með flotta fyrirgjöf frá hægri sem Magnús Þórir tekur við í markteignum og setur boltann yfir.
66. mín
Mark úr víti!
Sigurbergur Elísson (Keflavík)
Sendir Hlyn í vitlaust horn, aðdragandinn að þessu er með því ótrúlegra sem ég hef séð.
65. mín
ÉG Á EKKI TIL EITT EINASTA EINASTA ORÐ.
Það kemur bolti inn á teig Grindvíkinga, hreinsun burt. Þegar öll hætta er farin frá marki Grindavíkur þá hrindir Hlynur Örn Guðmundi Magnússyni inni í teig og línuvörðurinn flaggar, Ívar Orri snýr sér við og dæmir VÍTI.
Það kemur bolti inn á teig Grindvíkinga, hreinsun burt. Þegar öll hætta er farin frá marki Grindavíkur þá hrindir Hlynur Örn Guðmundi Magnússyni inni í teig og línuvörðurinn flaggar, Ívar Orri snýr sér við og dæmir VÍTI.
61. mín
Hætta á ferðum, Beitir kemur langt út úr marki og á vægast sagt slaka hreinsun burt, beint á Alexander Veigar sem á skot sem fer rééétt framhjá. Beitir heppinn þarna.
58. mín
Sigurbergur með skot úr teignum beint á Hlyn sem slær hann út í teig, fyrirgjöf á Jónas Guðna sem skýtur beint á Hlyn, illa farið með gott færi.
55. mín
Aukaspyrna sem Keflavík á, boltinn fastur fyrir inn í teig þar sem Marc á skot í varnarmann Grindavíkur og boltinn burt.
53. mín
Frááááábær sending hjá Rodrigo innfyrir á William sem á frábært skot á nær en Beitir ver.
47. mín
Fínt færi hjá Grindvíkingum. Magnús með góða sendingu fyir markið sem endar hjá Gunnari Þorsteins, en hann skóflar boltanum yfir markið.
45. mín
Nei án gríns, ég tek DJ-inn með mér heim og læt hann stýra tónlistinni sem ég hlusta á það sem eftir er. Hann er að droppa hverri kanónunni á fætur annarri.
45. mín
Hálfleikur
Fjörugur fyrri hálfleikur. Fáum fleiri mörk í seinni hálfleik, það er klárt.
44. mín
Úff hætuleg hornspyrna frá Grindavík, Beitir fer vel út úr markinu en nær ekki til boltans, mikill darraðadans í teignum en Keflvíkingar ná að bægja hættunni frá.
41. mín
Sigurbergur með skot rétt fyrir utan D-boga sem ætti að lenda í Stapanum eftir örskamma stund. Ef þið eigið leið hjá endilega grípið boltann með, þessir boltar fást ekkert gefins nú til dags.
38. mín
Smá dauður kafli í leiknum þessa stundina. Grindvíkingar halda boltanum, Keflvíkingar liggja í skotgröfunum sínum og eru hættulegir þegar þeir sækja hratt á þá gulklæddu.
36. mín
Flott sókn hjá Keflavík, sú fyrsta í langan tíma. Gummi Magg með skot í fjær sem Hlynur ver út í teiginn og Grindvíkingar ná að hreinsa.
35. mín
Aukaspyrna frá Jósef á fjærstöngina þar sem Daniels á skalla sem fer vel yfir markið.
34. mín
Guðmundur með hressilega tæklingu á Óla Baldur inná miðsvæðinu, Ívar ætlar að geyma spjöldin að þessu sinni.
28. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Keflavík)
Út:Guðjón Árni Antoníusson (Keflavík)
Sóknarskipting, Frans Elvars fer í bakvörðinn og Guðmundur kemur upp á topp. Vonandi er þetta ekki alvarlegt hjá Guðjóni.
27. mín
Guðjón Árni fær hér boltann í hausinn á fleygiferð, eins og kollegar mínir í blaðamnanastúkunni segja ,,síðasti maðurinn sem má fá bolta í haus á vellinum."
Maður fær alveg fyrir hjartað. Höfuðmeiðsli Guðjóns hafa aftrað honum mikið á ferlinum og ná langt aftur í tímann.
Maður fær alveg fyrir hjartað. Höfuðmeiðsli Guðjóns hafa aftrað honum mikið á ferlinum og ná langt aftur í tímann.
22. mín
Einhver misskilningur í vörn Grindavíkur þarna en Eduardo reddar málunum með góðri tæklingu þegar Magnús er við það að sleppa í gegn.
19. mín
Grindvíkingar sækja í sig veðrið, hafa stjórnað leiknum eftir að þeir fengu þetta klaufalega mark á sig, eru þó að skapa lítið. Vörn Keflvíkinga er eins og vel þæfð ull, fer lítið þarna í gegn.
17. mín
Rétt rúmlega stundarfjórðungur liðinn af leiknum og Grindvíkingar eiga aukaspyrnu á hættulegum stað sem fer í varnarveginn og útaf, hornspyrna.
16. mín
Frábær klobbi hjá Jósef Kristni úti á vinstri kantinum en er svo næstum því felldur af Guðjóni Árna en lætur sig ekki detta og reynir að halda áfram, honum er refsað fyrir það með engri aukaspyrnu, illa gert hjá Ívari Orra þarna.
10. mín
Inn:Marko Valdimar Stefánsson (Grindavík)
Út:Björn Berg Bryde (Grindavík)
Ekki byrjar þetta vel fyrir þá gulu.
9. mín
Björn Berg Bryde hafsent Grindavíkur liggur á vellinum eftir samstuð úti við hliðarlínu. Börurnar eru komnar, hann er á leiðinni útaf, þetta er skellur fyrir Grindvíkinga.
7. mín
Loksins, ég er búinn að vera bíða eftir þessu. Joey Drummer er mættur. Nú má þessi leikur byrja fyrir alvöru. Sýnist hann að vísu hafa gleymt bæði kjuðum og trommum heima, sem er skellur fyrir okkur hin.
5. mín
Grindvíkingar langt frá því að gefast upp þó að byrjunin hafi verið hrein martröð, tvær fínar sóknir og tvö fín horn hjá þeim með stuttu millibili. Þetta verður alvöru leikur. Ég lofaði mörkum, það kom mark á fyrstu mínútunni nánast.
2. mín
MARK!
Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Ég er hreinlega orðlaus.
Hlynur Örn Hlöðversson reynir sendingu hægra megin úr teignum yfir til vinstri, Magnús Þórir kemst inn í sendinguna sem var slök og setur hann í autt markið, enda Hlynur langt frá marki. Þetta var agalegt að horfa upp á.
Hlynur Örn Hlöðversson reynir sendingu hægra megin úr teignum yfir til vinstri, Magnús Þórir kemst inn í sendinguna sem var slök og setur hann í autt markið, enda Hlynur langt frá marki. Þetta var agalegt að horfa upp á.
Fyrir leik
Ég ætla að hrósa mikið í dag. Byrja á því að hrósa DJ-inum. Sá er að eiga stórleik, fer úr Hjálmum í Mugison, Íslenskt JÁ TAKK!
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár. Fyrsti byrjunarliðsleikur William Daniels hjá Grindavík, hann skipti yfir í Grindavík eftir að hafa farið mikinn með Ægi á síðasta tímabili.
Fyrir leik
Við erum mættir á völlinn, þökkum lögreglunni fyrir gott samstarf á Reykjanesbrautinni.
Fyrir leik
Endilega takið þátt í stórskemmtilegri umræðu á Twitter með því að nota #fotboltinet. Vel valin tíst verða svo birt hér!
Fyrir leik
Grindvíkingar aftur á móti svífa um á bleiku skýi þessa dagana og eru taplausir eftir að Íslandsmótið hófst. Fæstir hefðu kannski búist við þeim árangri miðað við spár og annað en það er allt eða ekkert í Grindavík, menn eru ekki í þessu til að leika sér, það er klárt. Margir vilja meina að þetta verði þeirra fyrsti alvöru prófsteinn á það hve sterkir þeir virkilega eru. Ef þeir vinna í dag, má þá byrja að tala um þá sem kandídata í að fara upp? Sterk liðsheild, góðir útlendingar, vel spilandi, klókur þjálfari og með heilt samheldið bæjarfélag á bakvið sig.
Fyrir leik
Keflvíkingum var spáð góðu gengi fyrir mót af fjölmiðlamönnum og þjálfurum og fyrirliðum og eru margir á því að þetta verði eitt af fjórum liðum sem berjast um það að fara upp í efstu deild. Jafntefli við HK og Fjarðabyggð gera það þó að verkum að uppskeran er ekki meiri en 5 stig eftir þrjá leiki, ég neita að trúa því að Þorvaldur og hans menn séu sáttir með það, þeir þurfa sigur hérna í dag.
Fyrir leik
Nei svona án gríns, ég lofa mörkum. Ég færi nú varla að lofa einhverju svoleiðis upp í ermina á mér er það nokkuð?
Fyrir leik
Nú er rúmur klukkutími í leik og við erum í mikilli stemmingu. Ég vænti þess að ekki stakur suðurnesjamaður láti svona veislu framhjá sér fara, það væri hreinlega glæpur. Líkur á rauðum spjöldum, mörkum, og menn klárir í að deyja fyrir sína klúbba.
Fyrir leik
Þorvaldur Örlygsson þjálfari Keflavíkur var spurður út í ákvörðun framkvæmdastjóra KSÍ á dögunum en máli hans var vísað til aganefndar vegna atviks sem gerðist eftir leik Keflavíkur gegn HK og var félagið í kjölfarið sektað.
Það er bara hennar ákvörðun. Henni vantar örugglega eitthvað í sjóðinn til að ferðast erlendis. Ég gerði ekkert af mér og þetta er bara búið og gert. Ég hef ekkert meira um það að segja
Það er bara hennar ákvörðun. Henni vantar örugglega eitthvað í sjóðinn til að ferðast erlendis. Ég gerði ekkert af mér og þetta er bara búið og gert. Ég hef ekkert meira um það að segja
Fyrir leik
Jósef Kristinn Jósefsson leikmaður 3.umferðar;
Þetta er mjög góð byrjun. Þetta hafa líka verið erfiðir leikir. Haukar eru vel skipulagðir og svo er erfitt að fara á Seyðisfjörð, þeir eru kolbrjálaðir í skapinu. Mörg lið eiga eftir að ströggla á Seyðisfirði held ég. Það er mjög gott að vera með fullt hús og það verður geggjað að mæta Keflavík í næstu umferð.
Þetta er mjög góð byrjun. Þetta hafa líka verið erfiðir leikir. Haukar eru vel skipulagðir og svo er erfitt að fara á Seyðisfjörð, þeir eru kolbrjálaðir í skapinu. Mörg lið eiga eftir að ströggla á Seyðisfirði held ég. Það er mjög gott að vera með fullt hús og það verður geggjað að mæta Keflavík í næstu umferð.
Fyrir leik
Bæði þessi lið voru að spila í bikarkeppninni í þessari viku, Keflvíkingar duttu út gegn úrvalsdeildarliði Fylkis á meðan Grindavík gerði sér lítið fyrir og sló stjörnum prýtt KA lið út með 1-0 sigri.
Fyrir leik
Bæði lið eru taplaus eftir fyrstu þrjá leiki sína, Keflvíkingar eru í 4.sætinu með 5 stig á meðan Grindavík eru á toppi Inkasso deildarinnar með 9 stig eða með öðrum orðum fullt hús stiga, takk fyrir!
Byrjunarlið:
13. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
Óli Baldur Bjarnason
Jósef Kristinn Jósefsson
3. Edu Cruz
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Will Daniels
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Matthías Örn Friðriksson
17. Magnús Björgvinsson
('71)
24. Björn Berg Bryde
('10)
80. Alexander Veigar Þórarinsson
Varamenn:
2. Hákon Ívar Ólafsson
5. Nemanja Latinovic
21. Marinó Axel Helgason
25. Aron Freyr Róbertsson
29. Anton Helgi Jóhannsson
30. Josiel Alves De Oliveira
('71)
Liðsstjórn:
Marko Valdimar Stefánsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld: