City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Fylkir
2
2
Fjölnir
0-1 Martin Lund Pedersen '5
Albert Brynjar Ingason '52 1-1
Garðar Jóhannsson '61 2-1
2-2 Tobias Salquist '94
30.05.2016  -  19:15
Floridana völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Vægast sagt fullkomnar aðstæður
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1.289
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Tonci Radovnikovic
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
10. Andrés Már Jóhannesson
14. Albert Brynjar Ingason (f) ('60)
15. Garðar Jóhannsson ('73)
16. Tómas Þorsteinsson
24. Elís Rafn Björnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
12. Lewis Ward (m)
4. Andri Þór Jónsson
7. Ingimundur Níels Óskarsson
8. Sito ('60)
11. Víðir Þorvarðarson
16. Emil Ásmundsson ('73)
18. Styrmir Erlendsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Andrés Már Jóhannesson ('20)
Ragnar Bragi Sveinsson ('56)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ja hérna hér. Rosalega svekkjandi fyrir Fylki en vel gert hjá strákunum hans Gústa Gylfa að kroppa í stig.
94. mín MARK!
Tobias Salquist (Fjölnir)
HÆTTU. NÚ. ALVEG.

GJÖRSAMLEGA gegn gangi leiksins. Ég sá þetta ekki nógu vel en þetta hlýtur að vera ansi ansi ansi svekkjandi fyrir Fylkismenn sem voru hársbreidd frá því að tryggja sér sigur hér.
92. mín
Fjölnismenn að reyna að klóra í bakkann hérna... eru að reyna að setja smá spennu í þetta!
89. mín
Rosa lítið að gerast hérna síðustu mínúturnar, lítur allt út fyrir að þeir Appelsínugulu séu að sigla þessu heim...
80. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
79. mín
Nú fær Ragnar Bragi boltann aftur, kemst framhjá Viðari Ara, snýr aftur inn á miðju en í þetta sinn setur hann boltann inn á Odd Inga sem skýtur lengst yfir markið.
78. mín
Andrés Már sendir boltainn inn á Ragnar Braga sem er dauðafrír, snýr inn á miðjuna og skýtur en vel varið frá Þórði.
77. mín
Viðar Ari er hér með mjög myndarlega fyrirgjöf af hægri vængnum inn á Marcus Solberg sem skallar boltann hins vegar yfir markið.
75. mín
Sito með svakalega takta hér, leikur Hans Viktor ansi grátt!
74. mín
Boltinn dettur ágætlega fyrir Emil Ásmunds sem vaaaar að koma inn á, hann sér leik á borði og hamrar boltanum í átt að marki en þetta er ekki mikið ves fyrir Þórð Ingason.
73. mín
Inn:Emil Ásmundsson (Fylkir) Út:Garðar Jóhannsson (Fylkir)
70. mín
Fjölnismenn fá aukaspyrnu á mjög hættulegum stað... Igor Jugovic tekur þessa spyrnu en hún er slök og fer framhjá
68. mín
Þess má geta að þetta er í fyrsta skipti í sumar sem Fylkismenn eru yfir í fótboltaleik.
66. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Fjölnir) Út:Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
61. mín MARK!
Garðar Jóhannsson (Fylkir)
Stoðsending: Andrés Már Jóhannesson
JAAAAHÉRNAHÉR!!!

Gaddi Jó er að koma Fylkismönnum yfir!!! Andrés Már á skot sem er varið út og Garðar hirðir frásparkið og slúttar. Geta þeir haldið í þetta og unnið sinn fyrsta leik í sumar?
60. mín
Inn:Sito (Fylkir) Út:Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
57. mín
Inn:Marcus Solberg (Fjölnir) Út:Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Þórir ekki búinn að vera neitt spes í dag. Átti svona eitt nett move í fyrri hálfleik og þar með það upptalið.
56. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Hamrar Óla Palla niður - Frekar heimskulegt

52. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Stoðsending: Garðar Jóhannsson
MAAAAAAAAAARK!!!!!!

Albert Brynjar jafnar leikinn hér fyrir Fylkismenn!! Garðar Jóhannsson skallar boltann fyrir Albert Brynjar sem klárar þetta.
50. mín
Garðar Jóhannsson á hér ágætis skot sem Þórður Ingason á í smá erfiðleikum með, en grípur á endanum.
Mæli með að fólk noti #fotboltinet þegar það lúðrar skoðunum sínum í loftið á Twitternum.
46. mín
Þá erum við komin af stað á nýjan leik - Vonandi fáum við aðeins betri fótbolta í seinni hálfleik!
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur hér á Floridana. Fengum smá spennu á köflum en því skal samt haldið til haga að gæðin á fótboltanum sem liðin eru að spila eru ekki mikil. Sko alls ekki mikil.
41. mín
Fyrsta sókn Fjölnismanna síðan ég veit ekki hvenær hérna. Fá hornspyrnu eftir ágætis spil.
36. mín
Andrés Már STÁLheppinn að fá ekki sitt annað gula spjald hérna. Ívar Orri rosa góður við hann því þetta var pjúra gult. Spurning hvort Ívar sjái eftir fyrra spjaldinu og sé því að sleppa honum.
33. mín
Albert Brynjar leikur listavel upp hægri kantinn, reynir fyrirgjöf en hún fer í varnarmann og Fylkismenn fá....já þið gátuð rétt, aðra hornspyrnu!
31. mín
Eftir mikinn darraðadans inni í teig og skalla að marki á Andrés Már skot að markinu sem fer þó í varnarmann og út úr teignum. Upp úr því fá Fylkismenn enn eina hornspyrnuna en ekkert kemur upp úr henni.
30. mín
Fylkismenn eru að fá svona sjöundu hornspyrnuna sína hérna í dag.
29. mín
Eftir skemmtilegt spil á Tonci Radovnikovic ágætis skalla rétt yfir mark Þórðar Ingasonar. Engin gríðarleg hætta en ágætlega spilað.
23. mín
Albert Brynjar á skot/fyrirgjöf sem Þórður Inga á ekki í vandræðum með. Hermann Hreiðars hefur ákveðið að láta sína menn mæta fashionably late í þennan leik!
20. mín Gult spjald: Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
19. mín
FJÖLNISMENN BJARGA Á LÍNU!

Smá líf að færast í Fylkismenn! Elís Rafn á skot sem Fjölnismenn bjarga á línu!
17. mín
Boltinn dettur fyrir Garðar Jóhansson sem nær að hoppa upp og pota tánni í boltann - Hann sest þó ofan á slánna og fer yfir. Garðar er þó rangstæður en stuðningsmenn urðu þó að minnsta kosti spenntir, sem er sjaldgæft í Lautinni þessa dagana.
15. mín
Ekki neitt að gerast hérna. Fylkismenn að spila lélegan fótbolta og ná vart að halda boltanum. Eru eitthvað að reyna að berjast en rosa lítið skipulag á leik þeirra. Fjölnir að skapa sér smá en ekki neitt svakalega mikið.
5. mín MARK!
Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Stoðsending: Ólafur Páll Snorrason
MAAAARK!!!

Þetta þarf ekki að vera flókið eins og maðurinn sagði! Martin Lund Pedersen á hörkuskot en það fer í varnarmann og afturfyrir. Ólafur Páll Snorrason tók hornspyrnuna sem Ásgeir Eyþórsson skallar út á Martin Lund Pedersen sem smellir honum í vinstra hornið. Martraðarbyrjun fyrir Fylki.
1. mín
Leikur hafinn
Þá förum við af stað - Fylkismenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Ágætlega mætt hérna í Lautinni og nokkuð myndarlega mætt af Fjölnismönnum.
Fáránlega gott veður og grasið grænt.


Fyrir leik
Jóhann Berg Guðmundsson leikmaður Charlton Athletic spáir gulum sigri í kvöld

Fylkir 1 - 3 Fjölnir (19:15 á mánudag)
Fjölnir hafa verið sterkir og þeir taka þetta 3-1.
Fyrir leik
Fylkismönnum hefur gengið vægast sagt hræðilega í fyrstu fimm umferðunum, hafa aðeins tekið með sér 1 stig þaðan og sitja réttilega á botni deildarinnar.

Spútnikliðið í fyrra, Fjölnir eru í öllu betri málum, með 9 stig og sitja þar af leiðandi í 5. sæti.
Fyrir leik
Sæl og velkomin í beina textalýsingu af djúsvellinum þar sem Fylkismenn bjóða og Fjölni í heimsókn í sjöttu umferð Pepsideildar karla.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Ólafur Páll Snorrason
Gunnar Már Guðmundsson ('66)
2. Mario Tadejevic
5. Tobias Salquist
7. Viðar Ari Jónsson
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson ('57)
10. Martin Lund Pedersen
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f) ('80)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason ('66)
10. Ægir Jarl Jónasson ('80)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
18. Marcus Solberg ('57)
33. Ísak Atli Kristjánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: