City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Grindavík
4
0
Leiknir R.
Rodrigo Gomes Mateo '33 1-0
Andri Rúnar Bjarnason '65 2-0
Juanma Ortiz '82 3-0
Juanma Ortiz '90 4-0
02.06.2016  -  19:15
Grindavíkurvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Óvenju lítið rok og völlurinn í fínu standi.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 527
Byrjunarlið:
13. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
Jósef Kristinn Jósefsson
Marko Valdimar Stefánsson
2. Hákon Ívar Ólafsson ('80)
3. Edu Cruz
4. Rodrigo Gomes Mateo
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Matthías Örn Friðriksson
17. Magnús Björgvinsson ('87)
80. Alexander Veigar Þórarinsson
99. Andri Rúnar Bjarnason ('82)

Varamenn:
Óli Baldur Bjarnason ('80)
7. Will Daniels
11. Juanma Ortiz ('82)
21. Marinó Axel Helgason
25. Aron Freyr Róbertsson ('87)
29. Anton Helgi Jóhannsson
30. Josiel Alves De Oliveira

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þvílíkur seinni hálfleikur hjá heimamönnum. Leiknir átti ekki séns og voru fjarri sínu besta í dag.

Grindvíkingar komnir á toppinn!
90. mín
Eftir jafnan fyrri hálfleik þá hafa Grindvíkingar gjörsamlega rúllað yfir Leikni í seinni hálfleik.
90. mín MARK!
Juanma Ortiz (Grindavík)
Jeminn eini! Þvílík inkoma og þvílíkur leikur hjá Grindvíkingum. Er nánast dottinn á rassinn góðu færi og Eyjó kemur út á móti honum, Spánverjinn nær hins vegar á ansi skemmtilegan hátt að skora með góðu skoti sem fór í boga yfir Eyjó.
90. mín
Alexander Veigar í góðu skallafæri, fær góða fyrirgjöf á sig en skallar yfir. Hefði nú átt að gera betur þarna en Grindvíkingar ættu að lifa það af.
87. mín
Inn:Aron Freyr Róbertsson (Grindavík) Út:Magnús Björgvinsson (Grindavík)
84. mín
Kolbeinn Kára á skalla framhjá. Stuðningsmenn Leiknis eiga hrós skilið. Halda áfram að syngja og tralla. Þeir gefast ekkert upp.
82. mín MARK!
Juanma Ortiz (Grindavík)
MAAAAAAAAAAAAAARK!!

VÁ, búinn að vera inná í tíu sek og kominn með mark úr sinni fyrstu snertingu. Fyrirgjöf sem hann skallar inn af nánast engu færi. Réttur maður á réttum stað.

Alvöru skipting og leikurinn ætti í rauninni að vera búinn.
82. mín
Inn:Juanma Ortiz (Grindavík) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
81. mín
Inn:Davi Wanderley Silva (Leiknir R.) Út:Elvar Páll Sigurðsson (Leiknir R.)
80. mín
Inn:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík) Út:Hákon Ívar Ólafsson (Grindavík)
78. mín
Grindavík að koma sér í færi aftur. Jósef Kristinn á fyrirgjöf sem fer á Magnús Björgvinsson en hann hittir boltann ekki nógu vel.

Elvar skýtur svo rétt yfir hinum megin eftir sókn.
74. mín
Alexander Veigar prjónar sig inn í vörn Leiknis og leggur svo boltann út á Andra Rúnar sem er í góðu skotfæri en skýtur vel yfir.
73. mín
Leiknismenn eru búnir að gera tvær breytingar og eru að reyna að koma til baka en það er einfaldlega ekkert að ganga upp hjá þeim og eru þeir ekki líklegir til að skora þessa stundina.
69. mín
Inn:Atli Freyr Ottesen Pálsson (Leiknir R.) Út:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
65. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Stoðsending: Jósef Kristinn Jósefsson
MAAAAAAAAAAAAAAAARK!!

Algjörlega verðskuldað. Jósef fer upp völlinn og á glæsilega stungusendingu á Andra Rúnar sem klárar mjög vel framhjá Eyjólfi.

Grindavík búið að vera betra liðið í dag og sérstaklega í seinni hálfleik.
64. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Leiknir R.) Út:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
Sóknarsinnuð skipting hjá Leikni. Fá vonandi smá kraft við þetta og ekki veitir af.
63. mín
Nú kemst Magnús Björgvinsson í fínt færi en skotið hans fer framhjá. Heimamenn líklegri til að bæta við en Leiknir að jafna.
58. mín
Andri Rúnar er kominn einn gegn Eyjólfi en skotið hans fer beint á markmanninn sem ver. Þarna átti Andri að gera betur og hann veit það.
52. mín
Andri Rúnar er í fínu færi en Óttar Bjarni sýnir mikinn styrk í að stoppa hann með góðri tæklingu. Það liggur í loftinu, syngja heimamenn.
48. mín
Elvar Páll með bestu tilraun Leiknis hingað til. Fær boltann á kantinum og fer inn á völlinn, í áttina að vítateignum og tekur skot sem fer rétt framhjá.
47. mín
Andri Rúnar fer upp völlinn og kemst í góða fyrirgjafastöðu en hann reynir að sóla Eirík Inga sem stoppar hann og bjargar í horn.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað
45. mín
Hálfleikur
Grindvíkingar leiða í hálfleik. Leiknismenn, sem hingað til á leiktíðinni hafa heillað mig með spilamennsku sinni hafa engan vegin gert það í kvöld og hafa varla fengið færi.
43. mín
Kristján Páll á skot að marki eftir að heimamenn náðu ekki að koma hornspyrnu almennilega í burtu. Skotið fer framhjá en þetta gæti mögulega verið besta tilraun Leiknis hingað til, þó hún hafi ekki verið mjög merkileg.
40. mín
Komin svakaleg þoka yfir völlinn og bara bæinn yfir höfuð virðist. Drungalegt.
39. mín
Kristján Páll á fyrirgjöf á fyrirgjöf á Atla sem er í dauðafæri en skallar framhjá. Búið að flagga hann rangstæðan.
38. mín
Gunnar Þorsteinsson reynir skot af um 25 metrum en það fer í innkast.
33. mín MARK!
Rodrigo Gomes Mateo (Grindavík)
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Heimamenn eru komnir yfir. Grindavík fær hornspyrnu og fá hvert færið á fætur öðru þangað til þeir loks skora. Fyrst áttu þeir skalla sem Ólafur Hrannar bjargaði á línu. Gomes átti síðan skot í stöngina áður en hann tók frákastið og skoraði.
30. mín
Heimamenn ekki í vandræðum með að verjast henni. Báðir markmenn nánast verið algjörir áhorfendur hingað til.
29. mín
Leiknismenn sækja í fyrsta skipti í langan tíma og vinna hornspyrnu. Atli Arnars tekur hana.
26. mín
Áhorfendur í Grindavík orðnir brjálaðir út í Þorvald Árnason. Leiknismenn áttu svona þrjár harðar tæklingar í sömu sókninni, sem áttu allar sameiginlegt að fara beint í boltann og því dæmdi hann ekki neitt.

Stuðningsmenn heimamanna vildu fá aukaspyrnu í hvert skipti og því orðnir ansi pirraðir.
21. mín
Marko Valdimar á nú skot yfir markið eftir að aukaspyrna barst á hann. Grindvíkingar örlítið hættulegri.
19. mín
Jósef Kristinn á hornspyrnu beint í slánna. Þetta kunna menn í Grindavík. Samt rosalega lítill vindur hérna miðað við það sem mér var sagt að var normið.
15. mín
Fyrsta tilraun Leiknis, Atli skallar fyrirgjöf frá hægri vel framhjá. Virkilega jafn leikur hingað til.
10. mín
Fyrsta tilraun leiksins. Eftir snögga sókn skaut Hákon Ívar úr erfiðu færi og átti Eyjó ekki í erfiðleikum með að grípa boltann.
7. mín
Voðalega rólegt fyrstu mínúturnar í Grindavík. Engin færi og boltinn mikið á miðsvæðinu.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann og sækja í átt að höfninni. Keyrum þetta í gang!
Fyrir leik
Leikmenn labba nú inn á völlinn undir ljúfum tónum Hjálma. Eitthvað sem Óli Stefán vildi er mér sagt.
Fyrir leik
AC/DC tók yfir og verð ég að viðurkenna að mér líkar töluvert betur við það.
Fyrir leik
Ansi hress og skemmtileg sjómannalög í gangi hérna í Grindavík. Væntanlega fátt sem kemur mönnum í meiri fótboltagír.
Fyrir leik
Halldór Kristinn Halldórsson og Fannar Þór Arnarson inn í liðið hjá Leikni, sem gerði markalaust jafntefli við Fjarðabyggð í síðasta leik.

Grindvíkingar gera þrjár breytingar á sínu liði, Hákon Ívar Ólafsson, Andri Rúnar Bjarnason og Marko Valdimar Stefánsson koma inn í liðið frá tapinu gegn Keflavík.
Fyrir leik
Leiknir eru í efsta sæti deildarinnar eftir þrjá sigra og eitt jafntefli í fyrstu fjórum leikjunum.

Grindavík eru í því öðru með þrjá sigra og eitt tap en bæði liðin voru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leikina.
Fyrir leik
Liðin hafa farið vel af stað í deildinni hingað til og eru í efstu tveim sætunum.
Fyrir leik
Góðan dag! Hér verður farið yfir hvert einasta atriði í leik Grindavíkur og Leiknis í Inkasso deildinni.
Byrjunarlið:
Ólafur Hrannar Kristjánsson
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
Elvar Páll Sigurðsson ('81)
3. Eiríkur Ingi Magnússon
5. Daði Bærings Halldórsson (f) ('64)
7. Atli Arnarson
10. Fannar Þór Arnarsson
15. Kristján Páll Jónsson (f) ('69)
21. Kári Pétursson

Varamenn:
1. Kristján Pétur Þórarinsson (m)
2. Friðjón Magnússon
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson
9. Kolbeinn Kárason ('64)
14. Birkir Björnsson
25. Atli Freyr Ottesen Pálsson ('69)
25. Davi Wanderley Silva ('81)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: