City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Fjölnir
2
1
Víkingur R.
Þórir Guðjónsson '84 1-0
Igor Jugovic '88 2-0
2-1 Alex Freyr Hilmarsson '90
05.06.2016  -  19:15
Extra völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Logn og hálf-skýjað.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 854
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Ólafur Páll Snorrason ('46)
2. Mario Tadejevic
5. Tobias Salquist
7. Viðar Ari Jónsson
7. Birnir Snær Ingason ('65)
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson
10. Martin Lund Pedersen ('85)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
10. Ægir Jarl Jónasson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('85)
18. Marcus Solberg ('65)
33. Ísak Atli Kristjánsson

Liðsstjórn:
Gunnar Már Guðmundsson

Gul spjöld:
Martin Lund Pedersen ('29)
Viðar Ari Jónsson ('71)
Mario Tadejevic ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið og þá er Sumartíminn með 12:00 blastað hér í Grafarvoginum.

Fjölnismenn fara heim með öll þrjú stigin. Við fengum þrjú mörk sem er ótrúlegt miðað við að það var markalaust eftir 83 mínútur.

Eftir bragðdaufan seinni hálfleik brast stíflan og mörkunum rigndi inn.

Viðtöl og skýrslan seinna í kvöld. Eigið góðar stundir og takk fyrir mig.
94. mín
Þórir skallar hornspyrnu Ívars í burtu og síðan hreinsa Fjölnir enn lengra frá.
93. mín
Víkingar fá aðra hornspyrnu á stuttum tíma.
93. mín
Tómas Guðmundsson á skalla framhjá í kjölfarið af horninu. Lítil hætta.
92. mín
Víkingar fá horn. Gary með fyrirgjöf sem Tobias hreinsar í horn.
91. mín
Uppbótartíminn er fjórar mínútur
90. mín MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Gary Martin
Víkingar minnka muninn í uppbótartíma!

Gary Martin með fyrirgjöf frá vinstri á Alex Freyr sem er óvaldaður innan teigs. Hann á skot sem á viðkomu í Tobias og síðan í markið.

Þetta gefur Víkingum líflínu!
88. mín MARK!
Igor Jugovic (Fjölnir)
Stoðsending: Þórir Guðjónsson
ÞVÍLÍK SLUMMA FRÁ JUGOVIC!!!!

Gjörsamlega óverjandi fyrir Róbert í markinu. Þetta var ólöglega fast! Það verður bara að segjast.

Þórir Guðjóns. lagði boltann út á Jugovic sem þrumaði boltanum í markið. VÁ!!!
85. mín
Inn:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Fjölnir) Út:Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Varnarsinnuð skipting hjá Ágústi.

Martin Lund átt fínan leik og kórónaði síðan með stoðsendingunni. Stóðst prófið og gott betur.
84. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Stoðsending: Martin Lund Pedersen
ÞAÐ VORU AÐ BERAST SKILABOÐ!

Þórir Guðjónsson skorar með skalla af marklínunni eftir fyrirgjöf frá Martin Lund Pedersen.

Þórir hafði betur í baráttunni við Róbert Örn og náði undan til boltans.
81. mín
Lagleg útfærsla, Igor tekur spyrnuna stutt, framlenging inn í teig og þar á Martin Lund skot af stuttu færi sem Róbert ver hinsvegar auðveldlega.
80. mín
Nú fá Fjölnismenn aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Víkings.

Brotið á Marin Lund.
79. mín
Þórir Guðjónsson með skot utan teigs en framhjá markinu. Máttlaust.

Það þarf meiri gæði fyrir framan markið til að koma boltanum framhjá Þórði og Róberti.
78. mín
Þarna skapaðist hætta!

Gary Martin kemst inn í teig á fyrirgjöf/skot sem fer í Mario Tadejevic nánast á marklínunni en sem betur fer var Þórður Ingason vel á verði og greip boltann á marklínunni.
77. mín
Núna liggur Dofri eftir og hann þarf aðhlynningu frá sjúkraþjálfara.
75. mín Gult spjald: Mario Tadejevic (Fjölnir)
Einn eitt spjaldið í leiknum. Sjötta spjaldið í leiknum.
75. mín
Róló er kominn aftur á fætur og leikurinn er farinn af stað. Korter eftir. Við viljum sjá að minnsta kosti eitt mark.
74. mín
Róbert Örn liggur eftir innan teigs. Vonum að þetta sé ekki alvarlegt. Víkingar eru búnir með allar sínar skiptingar.
71. mín Gult spjald: Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Braut á Ívari Erni við miðlínuna. Getið séð brotið á snappinu Fotboltinet.
69. mín
Igor Jugovic með skot utan teigs sem leit vel út í fyrstu en boltinn framhjá markinu.

Stuttu áður átti Martin Lund Pedersen skalla að marki Víkings sem Tómas Guðmundsson hreinsaði frá.

Hreinsanir Víkinga í leiknum hafa ekki verið neitt sérstakar, boltinn endar oftast aftur í fótum Fjölnismanna.

66. mín
Það er ekkert verið að spara skiptingarnar í þessum leik. 25 mínútur eftir af leiknum og einungis ein skipting eftir.

Kannski skiljanlega, þetta hefur verið steindautt í seinni hálfleik. Í hreinskilni sagt.
65. mín
Inn:Marcus Solberg (Fjölnir) Út:Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Birnir var frískur í fyrri hálfleik.
65. mín Gult spjald: Martin Svensson (Víkingur R.)
Uppsafnað hjá Dananum. Erlendur útskýrir það fyrir honum síðan.
64. mín
Inn:Tómas Guðmundsson (Víkingur R.) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.)
Fyrirliðinn af velli og hinn stóri og stæðilegi, Tómas Guðmundsson kemur inn í hans stað.

Tómas fer því í miðvörðinn með Halldóri Smára og Igor aftur á miðjuna.
63. mín
Dofri Snorrason með ágætis tilraun utan teigs en skot hans framhjá nærhorninu.
62. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.) Út:Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Óttar ekki náð miklum takti við leikinn.
61. mín
Ívar Örn reynir að fara framhjá Hans Viktori innan teigs en fellur við. Einhverjir öskra víti en Erlendur í engum vafa, lætur leikinn halda áfram.
60. mín
Fjölnismenn fá enn einu hornspyrnuna. Jugovic með spyrnuna en Viktor Jónsson er mættur inn í eigin vítateig og skallar frá.
56. mín
Helgi Sig. aðstoðarþjálfari Víkinga var að kalla á Alex Frey og segja honum að koma og gera sig kláran. Hann er væntanlegur inn á völlinn innan skamms. Vonandi að hann fríski upp á sóknarleik Víkinga.
54. mín
Miðvarðarpar Fjölnis, Tobias og Hans Viktor hafa átt góðan leik.

Sama má segja um Halldór Smára í miðverði Víkings. Igor Taskovic hefur færst niður í miðvörðinn eftir að Lowing fór meiddur af velli.
53. mín
Birnir Snær tók hornspyrnu Fjölnis sem varamaðurinn, Gunnar Már skallaði framhjá fjærstönginni.
52. mín
Það er jafnræði með liðunum hér fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik.
52. mín
Víkingar voru komin í álitlega stöðu innan vítateigs Fjölnis en mislukkuð sending Dofra gerði útum sókn Víkinga. Sending hans endaði aftur fyrir endamörk. Klaufalegt.

47. mín
Það varð ekkert úr aukaspyrnu Fjölnis eftir brotið á Viðari Ara. Markspyrna Víkinga.
47. mín
Inn:Viktor Jónsson (Víkingur R.) Út:Alan Lowing (Víkingur R.)
Lowing virðist hafa meiðst og haltrar af velli.

Viktor Jónsson kemur inn. Athyglisvert. Framherji inn fyrir miðvörð.
46. mín Gult spjald: Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
Brýtur á Viðari Erni upp við vítateigslínuna hægra megin, eftir 30 sekúndur af seinni hálfleik.

Fjölnismenn fá aukaspyrnu við vítateigslínuna.
46. mín
Jæja, leikar farnir af stað á ný. Það var ein breyting í hálfleik.
46. mín
Inn:Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir) Út:Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir)
Leikskólakennarinn kemur inná í hálfleik, fyrir fyrirliðann Ólaf Pál.
45. mín
Seinni hálfleikurinn fer að byrja.
45. mín
Hálfleikur
Erlendur Eiríksson hefur flautað til hálfleiks. Staðan markalaus 0-0.

Bæði lið fengið tækifæri til að skora og þá sérstaklega heimamenn. Leikurinn róaðist til muna undir lok fyrri hálfleiksins.

Við viljum mörk - þangað til næst - heyrumst eftir korter.
41. mín
Sóknir Víkinga byggjast mikið upp á það að fara í gegnum miðsvæðið á meðan Fjölnismenn reyna fara upp kantana. Svona er smekkurinn misjafn.
36. mín Gult spjald: Alan Lowing (Víkingur R.)
Reyndi að stöðva Martin Lund rétt áður en Þórir Guðjóns. átti skotið yfir markið.

Réttilegt gult spjald.
36. mín
Þórir Guðjónsson með hörkuskot utan teigs sem fer hárfínt yfir markið. Þarna munaði ekki miklu, það verður bara að segjast alveg eins og er.
32. mín
Fjölnismenn sækja af krafti þessa stundina.

Fara mikið upp kantana, bæði hægri og vinstra megin en mesta hættan kemur þegar þeir fara upp hægri kantinn.
31. mín
Ólafur Páll með að svo virtist hættulausa hornspyrnu meðfram jörðinni á nærstöngina. Víkingar ná hinsvegar ekki að koma boltanum frá og Guðmundur Karl á skot innan teigs sem fer beint á Róbert sem heldur ekki boltann.

Þung sókn Fjölnis næstu sekúndurnar sem endar síðan hjá Róberti í markinu.
29. mín Gult spjald: Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Á mislukkaða sendingu fyrir utan teig Víkings, ætlaða Mario.

Viktor Bjarki tók boltann en fékk að finna fyrir því í staðin frá Martin Lund.
27. mín
VÓ!!!

Þvílíkt skot frá vinstri bakverðinum, Mario Tadejevic langt fyrir utan teig og sleikt stöngina áður en boltinn reif nánast hliðarnetið.

Það hefði verið gaman að sjá þennan hinum megin við stöngina. Ég efast um að Róbert Örn hefði ráðið við þetta skot.
26. mín
Frábær fyrirgjöf frá Viðari Ara sem hefur verið frískur hingað til.

Halldór Smári skallaði frá á síðustu stundu, fyrir aftan hann voru tveir leikmenn Fjölnis.
22. mín
Gary Martin fær boltann í fætur innan teigs hjá Fjölni, tekur góðan snúning en færið erfitt og skotið vel framhjá fjærstönginni. Laust og óhnitmiðað.
19. mín
Það sést vel þegar liðin reyna spila boltanum með jörðinni að völlurinn er ekki upp á sitt besta. Hann skoppar af og til hingað og þangað og móttökur leikmanna reynast því erfiðari fyrir vikið.

Það eru kostir og gallar við þetta.
16. mín
Viðar Ari með fyrirgjöf sem Lowing skallar aftur fyrir og Fjölnismenn fá sitt fyrsta horn.

Ólafur Páll gerir sig kláran til að taka spyrnuna.
15. mín
Það er líf og fjör í stúkunni.

Heyrist í stuðningsmönnum beggja liða. Svona á þetta að vera.
13. mín
Viðar Ari með slakt skot utan teigs framhjá markinu.

Það er nóg að gerast hérna fyrsta korterið. Það vantar ekki. Og ekki bara það, sólin er komin!
12. mín
Hornspyrnan frá Ívari Erni á nærsvæðið og skallinn frá Taskovic framhjá markinu. Engin hætta.
12. mín
Fyrirgjöf frá Martin Svenson sem Tobias hreinsar í horn.
11. mín
Ólafur Páll gerir sig seka um slæma sendingu á miðjum vallarhelmingi Fjölnis.

Víkingar vinna boltann en nýta sér sóknina ekki betur en það að þeir senda beint inn í teig Fjölnis þar sem Þórður Ingason ræður ríkjum og nær til boltans.
10. mín
Það var heldur fámennt í stúkunni þegar flautað var til leiks en það hefur heldur betur fjölgað sem er vel!

Vonandi að fólk sé enn að tínast á völlinn. Frábært veður til knattspyrnuiðkunar.
9. mín
Spyrnan frá Ívar Erni fín en Igor Jugovic leikmaður Fjölnis skallar í innkast.
9. mín
Tufegzic reynir fyrirgjöf sem Igor Jugovic nær að vera fyrir og Víkingar á fyrtu hornspyrnu leiksins.

Ívar Örn tekur hana...
7. mín
Fyrsta færi leiksins er komið og það var heldur betur gott!

Birnir Snær kemur með fyrirgjöf frá hægri, Guðmundur Karl á skot sem endar í varnarmanni Víkings, boltinn berst út fyrir teiginn þar sem Viðar Ari reynir skot en beint á Róbert Örn í markinu.

Það er líf hér í Grafarvoginum!
4. mín
Liðsuppstilling Fjölnis:
Þórður Ingason er í markinu.
Mario Tadejevic í vinstri bakverði, Tobias og Hans Viktor í miðverðinum og Viðar Ari í hægri bakverði.
Ólafur Páll og Igor Jugovic á miðjunni, Birnir Snær á hægri kanti og Martin Lund á vinstri.
Guðmundur Karl er síðan fyrir framan þá og fremstur er Þórir Guðjónsson.
2. mín
Uppstilling Víkinga:
Róbert Örn í markinu.
Alan Lowing og Halldór Smári miðverðir og þeir Ívar Örn og Dofri í bakvörðunum.
Á miðjunni eru Viktor Bjarki og Taskovic. Tufegdzic er á vinstri kantinum og Martin Svenson á þeim hægri.
Gary og Óttar Magnús eru síðan fremstir.


Tufegdzic vinstri, Gary fremstur ásamt Óttari Stein
1. mín
Leikur hafinn
Elli Eiríks. er búinn að flauta leikinn á!
Fyrir leik
Daniel Ivanovski er ekki með Fjölnismönnum í kvöld en hann varð pabbi í gær. Við óskum honum til hamingju með það!
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn.

Víkingar spila í nýjum búningum sýnist mér, eða hef ég ekki verið jarðtengdur síðustu dagana? Þeir eru amk. alsvartir í dag.
Fyrir leik
Birnir Snær Ingason byrjar sinn fyrsta leik á tímabilinu í liði Fjölnis. Hann kemur inn fyrir Gunnar Má Guðmundsson.

Hjá Víkingi R. kemur Viktor Bjarki Arnarsson inn í liðið fyrir Arnþór Inga Kristinsson sem er fjarri góðu gamni.
Fyrir leik
Hjá Víkingi R. kemur Viktor Bjarki Arnarsson inn í liðið fyrir Arnþór Inga Kristinsson sem er fjarri góðu gamni.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Það er fátt óvænt í liðum beggja félaganna. Birnir Snær er í byrjunarliði Fjölnis í fyrsta sinn í sumar.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús.
Fyrir leik
Janus Daði Smárason spáir í leikina í 7. umferð Pepsi-deildarinnar.

Fjölnir 2-3 Víkingur R.
Ég mæli með að fólk fjölmenni í Grafarvoginn. Þetta verður markaveisla. Gary Martin setur sigurmarkið á 82. mínútu og rífur sig úr að ofan í fagnaðarlátunum.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hafa Víkingar unnið þrjá leiki í röð. Tvö í deild og einn í bikar. Síðast gegn ÍA í miklum markaleik, 3-2.

Eftir að hafa verið 1-2 undir í hálfleik, jafnaði Óttar Magnús leikinn á 55. mínútu. Það var síðan Ívar Örn Jónsson sem tryggði Víkingum sigur í uppbótartíma.
Fyrir leik
Fjölnir gerði jafntefli í síðustu umferð gegn botnliði Fylkis 2-2, eftir jöfnunarmark í uppbótartíma.

Þeir verða að sýna betri leik í kvöld ætli þeir sér öll stigin. Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis viðurkenndi eftir þann leik að um rán hafi verið að ræða.

Fyrir leik
Fjölnir situr í 6.sæti deildarinnar með 10 stig en Víkingar eru tveimur sætum neðar með tveimur stigum færra, eða 8 stig í 8. Sæti.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Erlendur Eiríksson.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu úr Grafarvoginum. Í kvöld mætast Fjölnir og Víkingur Reykjavík à Extra-vellinum.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('64)
10. Óttar Magnús Karlsson ('62)
10. Gary Martin
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Martin Svensson
22. Alan Lowing ('47)
25. Vladimir Tufegdzic

Varamenn:
7. Erlingur Agnarsson
7. Alex Freyr Hilmarsson ('62)
9. Viktor Jónsson ('47)
12. Kristófer Karl Jensson
14. Bjarni Páll Runólfsson
19. Stefán Bjarni Hjaltested
27. Tómas Guðmundsson ('64)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Alan Lowing ('36)
Ívar Örn Jónsson ('46)
Martin Svensson ('65)

Rauð spjöld: