City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Breiðablik
0
1
FH
0-1 Emil Pálsson '5
05.06.2016  -  20:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Frábærar. Völlurinn lítur vel út, sólarlaust og 14 stiga hiti.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1936
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('62)
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Sigurjónsson ('68)
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Jonathan Glenn
23. Daniel Bamberg
26. Alfons Sampsted ('86)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Alexander Helgi Sigurðarson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson ('68)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ellert Hreinsson ('62)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('86)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Davíð Kristján Ólafsson ('72)
Daniel Bamberg ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH sitja á toppnum þegar farið verður í EM fríið í Pepsi deild.
90. mín
Komnar fjórar mínútur í uppbót.
90. mín
Hér virtist Kristján Flóki vera að sleppa í gegn þegar Þorvaldur flautar aukaspyrnu fyrir FH...
90. mín
Aukaspyrna Bamberg hættulaus og langt framhjá.
90. mín
Fimm mínútur í uppbót.

Og Blikar fá hér hættulega aukaspyrnu eftir fyrstu mistök Davíðs!
89. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (FH) Út:Steven Lennon (FH)
Svokölluð...

..."étaniðurklukkunaskipting"
88. mín
Ellert í skotfæri eftir rispu Guðmundar en þessi er hátt yfir.
86. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) Út:Alfons Sampsted (Breiðablik)
Ágúst er 2000 módel - velkominn til leiks strákur.
84. mín Gult spjald: Daniel Bamberg (Breiðablik)
Braut á Atla á hliðarlínunni.
81. mín
Fín sending Bamberg er slegin frá af Gunnari og FH bjarga svo í horn sem endar í höndum Gunnars.
80. mín
Blikar fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
78. mín
Skot að marki!!!

Atli Guðna átti það, beint á Gulla.

Blikar eru einum færri, sýnist verið að hefta augnabrún Ellerts hér á hliðarlínunni.
77. mín
Ellert Hreinsson fær hér skurð á höfuð..búinn að liggja lengi.
76. mín
Þriðja FH leikinn í röð er leikurinn frekar rólegur og lítið um færi með þá 1-0 yfir.

Stjarnan og Víkingar jöfnuðu þá leiki...hvað gerist nú?
73. mín
Inn:Pétur Viðarsson (FH) Út:Bjarni Þór Viðarsson (FH)
Bjarni hnjaskaður.

Emil kominn undir senter, Pétur með Davíð fyrir aftan það.
72. mín Gult spjald: Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
Peysutog.

Hárrétt.
71. mín
Emil liggur í vellinum eftir einhver viðskipti sem ég ekki sá, en haltrar af vellinum.

Strax til í að fara inná samt.
70. mín
Glenn náði að komast framhjá Bergsveini með flottum snúningi en Hendrickx náði að hægja á sókninni og þegar krossinn kom inn í teiginn þá var Bergsveinn mættur og skallaði frá.

Maður hreinsar til eftir sig!
68. mín
Bjarni Þór haltrar hér um völlinn eftir tæklingu frá Atla áðan.
68. mín
Inn:Guðmundur Atli Steinþórsson (Breiðablik) Út:Atli Sigurjónsson (Breiðablik)
Nú erum við að tala um 4-4-2 væntanlega hjá Blikum.
65. mín
Blikar eru að fækka í varnarleiknum...þurfa auðvitað að komast nær markipnu, en skyndiupphlaup FH eru oft nálægt því að skapa mikla hættu.
62. mín
Inn:Ellert Hreinsson (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Sýnist Ellert fá hlutverk kantsenters...
61. mín
Nú virðast Hafnfirðingar hafa staðið af sér mestu orrustuna og eru að verða öflugri í sóknarleiknum.
58. mín
Davíð Viðars og Emil sjá hér trekk í trekk til þess að Blikar ná lítið að nýta sér það að vera meira með boltann.
53. mín
Atli rétt sloppinn í gegn en frábær vörn frá Alfons bjargaði því.
52. mín
Mun fjörugra hér upphafið í seinni en við höfum fengið hingað til.
49. mín
Bergsveinn nálægt því að komast í færi upp úr horni en Elfar bjargaði þarna vel úr markteignum.
47. mín
Blikar byrja með látum, löng sending er kýld út í teig þar sem Arnþór er í góðum séns en skot hans fer í varnarmann og út úr teignum.
46. mín
Leggjum af stað aftur.

Óbreytt lið, mikið vona ég nú að við fáum smá fjör hérna.
45. mín
Hálfleikur
Engin uppbót hér...leik lýkur eftir 45 mínútur.
44. mín
FH fá aukaspyrnu rétt utan teigs en fyrirgjöfin endar í höndum Gunnleifs.
41. mín
Atli með fína rispu og gott skot af 25 metrunum en rétt framhjá.
39. mín
FH komast í vænlega sókn en sending Atla inn í teiginn endar í lúkum Gulla.
36. mín
FH senda varamennina til að hreyfa sig...það er nú sennilega meira til að liðka þá en nokkuð annað.
34. mín
Afskaplega yfirvegað hér...
31. mín
Blikar eru að flytja boltann núna fínt upp á síðasta þriðjung og þar með auka pressuna.
27. mín
Blikar vilja víti þegar Glenn fellur í teignum eftir viðskipti við Bergsvein.

Þorvaldur alls ekki á því, réttilega held ég og FH leysa hættuna.
26. mín
Formúlan áfram sú sama, Blikar fá frið inni á miðsvæðinu en nýta það enn aðallega í það að sparka langt...sem er ekki flókið að leysa úr fyrir varnarmenn FH.
24. mín
Bamberg kemst framhjá Böðvari og sendir inn í markteiginn þar sem Höskuldur skallar framhjá á fjær.
21. mín
FH er í sinni hefðundnu uppstillingu.

Gunnar

Hendrickx - Bergsveinn - Kassim - Böðvar

Emil - Böðvar

Atli - Bjarni - Þórarinn

Lennon.
18. mín
Há sending frá Höskuldi fer yfir Kassim en er það föst að Glenn nær ekki almennilega til boltans og sneiðir hann langt framhjá.

Besta færi Blika hingað til.
17. mín
Blikar eru þeir sem eru að sækja en FH eru skeinuhættir í skyndisóknunum.
12. mín
Blikar eru komnir framar á völlinn hérna en eru hingað til að spila mest háum boltum sem eru skallaðir yfirvegað frá af Bergsveini og Kassim.
10. mín
Horn frá Bamberg átti að vera hirt einfaldlega af Gunnari sem missir hann í jörðina en FH ná að bjarga í annað horn sem ekkert verður úr.
7. mín
Dauðafæri hjá Emil, föst sending frá hægri sem hann skallar yfir af stuttu færi.
5. mín MARK!
Emil Pálsson (FH)
Stoðsending: Þórarinn Ingi Valdimarsson
Talandi um þrumu úr heiðskíru.

Hendrickx dúndrar 60 metra sendingu frá hægri á fjær sem Þórarinn Ingi skallar á móts við vítapunkt þar sem Emil setur hann yfirvegað í fjærhornið.

Game on...
3. mín
Mikil varfærni hér í byrjun.
1. mín
Leikur hafinn
Leggjum þá af stað í Kópavoginum.
Fyrir leik
Blikar stilla upp 4-1-4-1

Gunnleifur

Alfons - Elfar - Damir - Davíð

Andri

Bamberg - Atli - Arnþór - Höskuldur

Glenn
Fyrir leik
Hér er tilkynnt að þessi leikur er númer 100 milli þessara liða, sá fyrsti var 1962.

Nú er klappað fyrir þeim sem skoruðu mörk Blika í leikjum gegn FH þetta ár.

#Respect
Fyrir leik
Þá loksins mæta liðin til leiks.

Sýnist stúkan full...og farið að týnast í gömlu stúkuna.
Fyrir leik
Drengirnir í 7.flokki Breiðabliks eru að verða þreyttir að bíða niður við hliðarlínu klappandi.

Eru búnir að standa þarna í fimm mínútur klappandi. Hvar er liðin?
Fyrir leik
Bö-vélin hefur talið þurfa að bleyta aðeins í grasinu. Við vorum að tala um stóru byssuna af miðjunni. Nú á bara allta að vera klárt.
Fyrir leik
Oliver Sigurjóns var að ganga hér til búningsklefa borgaralega klæddur...en með kósakkahúfu.

Þetta var beinlínis sjæzeflott múndering.
Fyrir leik
Guðlaugur FH-þjálfari sportar ekki stuttbuxum, en sýnist stuttklipptur...og sléttrakaður.

Ætli það tengist eitthvað???
Fyrir leik
Arnar Grétarsson gerir eina breytingu á liði Breiðabliks frá leiknum gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Atli Sigurjónsson tekur sæti Olivers Sigurjónssonar á miðjunni en Oliver er ekki í leikmannahópi Blikanna vegna meiðsla.

FH-ingar stilla hinsvegar upp sama byrjunarliði og gerði jafntefli við Ólafsvíkinga á Kaplakrikavelli í síðustu umferð.


Fyrir leik
Síðasta umferð breytti stöðu mála hjá báðum liðum, Blikar unnu Stjörnuna í Garðabænum og tylltu sér á toppinn á meðan að FH fengu á sig jöfnunarmark gegn Víkingum úr Ólafsvík í lok síns leiks sem felldi þá einmitt úr toppnum.
Fyrir leik
Þekktasti leikmaðurinn sem leikið hefur með báðum þessum liðum er að sjálfsögðu markmaðurinn Gunnleifur Gunnleifsson sem skipti á sínum tíma til Blika þar sem hann fékk ekki langan samning.

Gulli verður 41s árs í sumar en er þó ekki elstur í leikmannahópum liðanna, því Kristján Finnbogason varamarkmaður FH verður víst 45 ára á árinu.

Það er nú reyndar bara þannig að markmenn eldast miklu betur en allir aðrir krakkar mínir!!!
Fyrir leik
Þorvaldur Árnason er flautuleikari dagsins. Í teyminu með honum eru Frosti Gunnarsson og Bryngeir Valdimarsson, en fjórði dómarinn er Jóhann Gunnar Guðmundsson.

Vopnfirðingurinn Jón Sigurjónsson sér um eftirlitið í þessari viðureign.
Fyrir leik
Liðin háðu baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og þar höfðu Hafnfirðingar og lyftu bikarnum í lokaumferðinni.

Leikir liðanna í fyrra fóru þannig að 1-1 jafntefli varð í Kaplakrika en Blikar unnu heimaleikinn sinn 2-1.
Fyrir leik
Allar líkur eru á því að sigurlið þessa leiks muni sitja á toppnum í deildinni nú í EM hléinu en þó gætu úrslit annarra leikja breytt einhverju um það.

En það er alveg ljóst að hér er um toppleik að ræða eins og þeir gerast bestir.
Fyrir leik
Leikurinn er lokaleikur 7.umferðar og segja má að þar með ljúki hraðmótinu í Pepsi deildinni sem fer nú í 10 daga frí vegna þátttöku Íslands á EM í Frakklandi.

Bæði þessi lið eiga þó leik í Borgunarbikarnum í vikunni svo að ekki verður algert æfinghlé strax hjá þeim.
Fyrir leik
Góða kvöldið og velkomin í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem heimamenn í Breiðablik taka á móti FH-ingum í lokaleik 7.umferðar.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Emil Pálsson
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson ('73)
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon ('89)
11. Atli Guðnason
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
4. Pétur Viðarsson ('73)
16. Hörður Ingi Gunnarsson
16. Sonni Ragnar Nattestad
17. Atli Viðar Björnsson
22. Jeremy Serwy
45. Kristján Flóki Finnbogason ('89)

Liðsstjórn:
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:

Rauð spjöld: