Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
ÍA
0
1
Þróttur R.
0-1 Aron Þórður Albertsson '90
05.06.2016  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Valdimar Pálsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson ('84)
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
6. Iain James Williamson
8. Hallur Flosason ('67)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
20. Gylfi Veigar Gylfason
23. Ásgeir Marteinsson
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson ('84)

Varamenn:
7. Martin Hummervoll
10. Jón Vilhelm Ákason
10. Steinar Þorsteinsson ('67)
14. Ólafur Valur Valdimarsson
19. Eggert Kári Karlsson ('84)
21. Arnór Sigurðsson ('84)

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson

Gul spjöld:
Ármann Smári Björnsson ('44)

Rauð spjöld:
92. mín

Leik lokið!
Leiknum er lokið á Akranesi með sigri Þróttara. Skagamenn eru brjálaðir og láta Sigurð Óla heyra það eftir leik.
90. mín MARK!
Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.)
MAAAAAAAAAARK!!! Aron Þórður er að skora fyrir Þrótt!!! Fær boltann í teignum og neglir honum inn. Brynjar fékk hins vegar boltann í hendina þegar hann lagði boltann fyrir sig áður en hann gaf boltann á Aron. Átti aldrei að standa!
87. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
84. mín
Inn:Arnór Sigurðsson (ÍA) Út:Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
84. mín
Inn:Eggert Kári Karlsson (ÍA) Út:Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
80. mín
Tryggvi Hrafn með flotta stungusendingu á GG9 en varnarmaður kemst fyrir skotið.
77. mín
BOLTINN Í SLÁNNA OG NIÐUR!! Klafs í teignum og skot í slánna. Hvernig fór þessi ekki inn. Skagamann stálheppnir að lenda ekki undir.
76. mín
Vilhjálmur nær skota að marki en beint í varnamann. Þung pressa frá Þrótti þessa stundina.
73. mín
Davíð Þór með skot að marki Skagamanna en hátt hátt yfir. Menn þurfa eitthvað að stilla miðið hjá sér
72. mín Gult spjald: Aron Lloyd Green (Þróttur R.)
Aron Lloyd fær gult fyrir brot.
71. mín
Brynjar með skot fyrir utan teig en beint á Árna.
68. mín
Inn:Dean Lance Morgan Plues (Þróttur R.) Út:Thiago Pinto Borges (Þróttur R.)
67. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Hallur Flosason (ÍA)
67. mín
Iain með ágæta fyrirgjöf á Garðar en skallinn er framhjá.
66. mín
GG9 kemur boltanum í markið eftir stungusendingu frá Tryggva en dæmdur rangstæður.
65. mín
Dion með fyrirgjöf en og nálægt markinu og Árni grípur auðveldlega.
64. mín
Dion geystist upp hægra megin en Darren nær að trufla hann nóg til að skotið er ekki nógu gott og Árni Snær ver.
61. mín
Inn:Davíð Þór Ásbjörnsson (Þróttur R.) Út:Viktor Unnar Illugason (Þróttur R.)
60. mín
DAUÐFAFÆRI!!! Tryggvi Hrafn sleppur einn í gegn en frábær varsla hjá Arnari Darra. Tryggvi átti að gera betur.
59. mín
Viktor Unnar með utanfótar fyrirgjöf sem endar í hliðarnetinu.
58. mín
Þróttur beint í sókn og Callum með flotta fyrirgjöf sem Árni misreiknar en ÞÞÞ bjargar og skallar í burtu.
57. mín
GG9 með skot utan teigs en nánast beint á Arnar í markinu og hann grípur örugglega.
56. mín
Dion með flottann sprett inná völlinn og gefur boltann á Thiago en skotið er rétt framhjá.
55. mín
GG9 fær ágætis skallafæri í teignum eftir fyrirgjöf frá Ásgeiri en skallin er slakur og yfir markið.
50. mín
Tryggvi Hrafn fær boltann í teignum en er of lengi að þessu og varnarmaður kemst fyrir skotið. ÞÞÞ síðan með skot fyrir utan teig en það er yfir markið.
49. mín
Þróttarar í fínni sókn sem endar með fyrirgjöf frá Dion en yfir allan pakkann.
47. mín Gult spjald: Viktor Unnar Illugason (Þróttur R.)
Viktor Unnar fær gult í upphafi seinni hálfleiks fyrir óþarfa brot
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
44. mín Gult spjald: Ármann Smári Björnsson (ÍA)
Ármann fær fyrsta spjald leiksins eftir brot, sýndist á Brynjari
43. mín
Ásgeir Marteins með fínan sprett eftir Viktor Unnar missir boltann klaufalega en skotið er beint á Arnar Darra.
42. mín
GG9 í ágæsis færi eftir langa sendingu fram. Færið kannski frekar þröng og Arnar Darri ver í horn.
40. mín
Brynjar Jónsson fellur í teignum eftir viðskipt við Ármann Smára. Þróttara vilja víti. Ekkert í þessu held ég.
37. mín
Arnór Snær með langt innkast inná teig en Arnar Darri gerir virkielga vel að grípa
36. mín
Frekar lítið að gerast þessa stundina.
33. mín

32. mín
Iain með flotta fyrirgjöf úr aukaspyrnu en Þróttara hreinsa í innkast.
29. mín
Skaginn beint í sókn og Tryggvi Hrafn með fínan sprett inní teig en skotið er framhjá. Hörkufjör í þessum leik.
28. mín
Hornið er fínt en Ármanns Smári skallar boltann frá en beint á Thiago sem leikur á varnarmenn í teignum og er með skot/sendingu sem lekur rétt framhjá.
27. mín
Dion með fína fyrirgjöf frá hægri en Gylgi Veigar er mættur til að skalla aftur fyrir.
26. mín
Flott sókn hjá ÍA upp hægri kantinn og Ásgeir Marteins með stórhættulega fyrirgjöf en á síðustu stundu hreinsa Þróttarar aftur fyrir.
25. mín
Skaginn með aukaspyrnu inná teig sem er skölluð út fyrir teig og Iain tekur hann í fyrsta en hátt yfir.
23. mín
Flott sókn hjá ÍA. Darren með fyrirgjöf sem endar hjá ÞÞÞ og hann gefur fyrir markið en varnarmaður Þróttar skallar aftur fyrir. Ekkert verður úr horninu.
21. mín
DAUAÐFÆRI!!! Varnarmenn ÍA misreikna sendingu frá Vilhjálmi og Dion fær boltann aleinn í teignum en tekst að moka honum yfir markið. Skagamenn stálheppnir.
19. mín
Þróttarar eru að halda boltanum betur en þess að skapa sér alvöru færi.
16. mín
Liðin skiptast á að sækja en ekkert alvöru færi komið nýlega.
13. mín
Fyrsta horn Þróttara kemur á 13.mín.
11. mín
Ágætis hornspyna hjá Darren en Arnar Darri gerir vel og kýlir boltann frá.
10. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er Skagamanna.
9. mín
Fín sókn hjá Skagamönnum sem endar með að Darren fær boltann inní teig en kemur með ömurlegt skot eða sendingu.
8. mín
Dion með fínan sprett upp kantinn en varnarmenn ÍA gera vel og koma boltanum útaf.
7. mín
Tryggvi Hrafn sleppur í gegnum vörn Þróttara en á fyrst skot í varnarmann og síðan ver Arnar Darri vel frá honum. Aðeins að lifna yfir þessu.
6. mín
Fyrsta skipting leiksins er kominn og það Valdimar Pálsson dómari sem fer meiddur útaf og Sigurður Óli Þorleifsson varadómari kemur inn í hans stað.
5. mín
Fyrsta skot leiksins er Þróttar. Dion á skot í varnarmann.
4. mín
Liðin eru aðeins að þreifa á hvort öðru.
2. mín
Köttararnir eru mættir og eru í banastuði í stúkunni.
1. mín
Leikur hafinn
Þróttur byrjar með boltann.
Fyrir leik
Það eru 10mín í leikinn hjá okkur og fólk aðeins byrjað að týnast völlinn. Vil hvetja fólk til að mæta í blíðunni. Ekki skemmir fyrir að það er frítt á völlinn í dag.
Fyrir leik
Fyrstu tveimur leikjum dagsins í deildinni er lokið. Valur vann góðan 2-0 sigur á Stjörnunni á heimavelli. Annað tap Stjörnunnar í röð staðreynd. Í Ólafsvík unnu svo heimamenn í Víkingi 1-0 sigur á lánlausum Fylkismönnum með sigurmarki á 92.mín. Víkingur Ó. fer því á toppinn í bili alla vega.
Fyrir leik
Ekki hægt að kvarta yfir aðstæðum á Skaganum í dag. Um 12 stiga hiti, skýjað og smá gola.
Fyrir leik
Tæpur hálftími í leik á Akranesi og bæði lið að hita upp.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár fyrir þennan botnslag. Athygli vekur að Arnar Darri byrjar í markinu hjá Þrótti og hjá Skagamönnum byrjar hinn ungi Tryggvi Hrafn Haraldsson en þetta er fyrsti leikur hans í sumar.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Valdimar Pálsson og honum til halds og trausts eru þeir Adolf Þorberg Andersen og Gylfi Tryggvason. Eftirlitsmaður á leiknum er svo Jóhann Gunnarsson
Fyrir leik
Vil minna lesendur á að nota kassamerkið #fotboltinet á Twitter yfir leikjum dagsins. Aldrei að vita nema valdar færslur rati inn í lýsinguna.
Fyrir leik
Sagan er ekki beint með Þrótti í þessum leik. Liðin hafa mæst 28 sinnum í efstu deild frá árinu 1954. Af þeim hefur ÍA unnið 19 en Þróttur einungis 2 og markatalan er 75-25 ÍA í hag. En sagan ræður ekki úrslitum.
Fyrir leik
Janus Daði Smárason úr Hauka liðinu í handbolta spáði í leiki umferðarinnar fyrir okkur og hann spáir 0-0 jafntefli í bragðdaufum leik.
Fyrir leik
Bæði lið töpuðu í síðustu umferð. ÍA tapaði fyrir Víkingi R. 3-2 á Víkingsvelli í býsna fjörugum leik á meðan Þróttur tapaði heima fyrir ÍBV 0-1
Fyrir leik
Liðin sitja í 10. og 11. sæti deildarinnar og eru bæði með 4 stig eftir 6 umferðir og bæði liðin hafa fengið á sig alltof mikið af mörkum, ÍA hefur fengið á sig 13 mörk en Þróttur 16.
Fyrir leik
Það má eiginlega tala um 6 stiga leik hérna í dag en bæði lið hafa verið í basli það sem af er deildinni.
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkominn í beina textalýsingu frá leik ÍA og Þróttar R. á Norðurálsvellinum.
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Callum Brittain
6. Vilhjálmur Pálmason ('87)
10. Brynjar Jónasson
11. Dion Acoff
14. Sebastian Steve Cann-Svärd
17. Ragnar Pétursson
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
20. Viktor Unnar Illugason ('61)
23. Aron Lloyd Green
27. Thiago Pinto Borges ('68)

Varamenn:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
4. Hreinn Ingi Örnólfsson
5. Aron Ýmir Pétursson
8. Aron Þórður Albertsson ('87)
15. Davíð Þór Ásbjörnsson ('61)
18. Dean Lance Morgan Plues ('68)
25. Kabongo Tshimanga

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Viktor Unnar Illugason ('47)
Aron Lloyd Green ('72)

Rauð spjöld: