Athletic Bilbao
2
1
Man Utd
Fernando Llorente
'23
1-0
Óscar de Marcos
'65
2-0
2-1
Wayne Rooney
'81
15.03.2012 - 18:00
San Mamés
Evrópudeildin
Dómari: Cuneyt Cakir
San Mamés
Evrópudeildin
Dómari: Cuneyt Cakir
Byrjunarlið:
1. Gorka Iraizoz (m)
3. Jon Aurtenetxe
5. Fernando Amorebieta
8. Ander Iturraspe
9. Fernando Llorente
('38)
10. Óscar de Marcos
14. Markel Susaeta
15. Andoni Iraola
19. Iker Muniain
('88)
21. Ander Herrera
24. Javi Martínez
Varamenn:
2. Gaizka Toquero
('38)
6. Mikel San José
('88)
7. David López
13. Raúl Fernández
17. Iñigo Pérez
23. Borja Ekiza
28. Ibai Gómez
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
90. mín
Ég verð að segja áður en ég tékka út, stuðningsmenn Bilbao eru alveg sérstakir. Í staðinn fyrir að stríða og flauta þegar að eitthvað fer úrskeiðis hjá útiliðinu þá klappa þeir. Þegar að Rooney skoraði þá var klappað fyrir honum og þegar að Ryan Giggs fór af velli stóðu 40 þúsund manns upp og klöppuðu. Athletic Bilbao spilaði frábæran fótbolta í kvöld og eiga frábæra stuðningsmenn.
Ég þakka kærlega fyrir mig.
Ég þakka kærlega fyrir mig.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með öruggum 2-1 sigri Athletic Bilbao. United mætti varla hérna í dag nema á síðustu 10 mínútunum, spánverjarnir spiluðu gestina frá Englandi sundur og samann og áttu sigurinn fullkomlega skilið. Unnu samanlagt 5-3.
89. mín
Young á frábært skot utan af velli sem Iraizoz ver vel í horn, United setur smá pressu en þetta er of lítið og of seint.
84. mín
Annað færi fyrir Bilbao, de Marcos er reyndar í þröngu færi en boltinn hefði hæglega getað farið inn.
81. mín
MARK!
Wayne Rooney (Man Utd)
Wayne Rooney minnir heldur betur á sig með frábæri marki, fær smá tækifæri rétt fyrir utan teig og þrumar honum hátt í vinstra hornið!
74. mín
Enn klúðra Athletic Bilbao menn góðu færi! Núna skallar Toquero yfir úr frábæru færi, það gæti verið 5-0.
73. mín
Enn eitt færið hjá Bilbao, Susaeta klúðrar núna upplögðu færi eftir mjög góðan undirbúning af vinstri kanntinum hjá Bilbao.
72. mín
Gult spjald: Tyler Blackett (Man Utd)
Gult á Pogba eftir alvöru tæklingu. Hefur staðið sig vel eftir að hann kom inná fyrir utan þetta.
69. mín
Þegar að Ryan Giggs var tekinn út af stóð hver einasta manneskja á San Marés upp og klappaði honum lof í lófa. Hann er kannski ekki búinn að eiga góðan leik, en aðdáendur Bilbao kunna að meta góðan knattspyrnumann þegar að þeir sjá hann. Mjög gaman að sjá.
65. mín
MARK!
Óscar de Marcos (Athletic Bilbao)
Þannig líkur evrópuævinrýrum Manchester United á þessu tímabili, Oscar de Marcos skorar gott mark eftir að hafa fengið boltann dauðafrír inn í teignum hjá Untied eftir góðann skalla Torquero. S
64. mín
Það sem ég hélt, Ferguson tekur Rio Ferdinand og Michael Carrick út af, líklegast til að hvíla þá fyrir Wolves leikinn um helgina, Smalling og Pogba koma inná, þetta er búið.
62. mín
Það eru liðnar 17 mínútur af seinni hálfleik og ég hef séð markvörð Athletico Bilbao tvisvar í mynd. Held að United sé búið að gefast upp.
59. mín
Gult spjald: Rafael (Man Utd)
Rafael fær boltann í höndina af stuttu færi og fær gult, frekar harður dómur.
56. mín
Enn eitt færið fyrir Bolbao, nú er það Toquero sem þrumar boltanum yfir í mjög góðu færi!
54. mín
Ótrúlegt!!! Iraola, hægri bakvörður Bilbao skeiðar fram völlinn, fær boltann á jarðri vítateigs United, niðurlægir Carrick og Evans en finishið er ekki nógi gott og boltinn fer rétt framhjá, þetta hefði verið magnað mark!!
50. mín
Manchester United hefur varla fengið boltann í seinni hálfleik, það er svakalegt andrúmsloft á leikvanginum og ég er ekkert viss um að United leikmennirnir nenni þessu.
47. mín
Susaeta á fyrstu marktilraun seinni hálfleiks, ekkert að frétta af henni og boltinn flígur yfir De Gea.
45. mín
Cakir dómari flautar til hálfleiks, Bilbao leiðir með einu marki gegn engu. Það hafa verið fá færi, Bilbao klúðraði dauðafæri en skoraði svo úr engu eftir frábært finish hjá Llorente. United hefur skapað sér 2 hálffæri en ekkert mikið meira.
44. mín
Góð skyndisókn hjá United, Young næstum því kominn í gegn en Xavi Martinez bjargar í horn. Ekkert verður úr horninu.
38. mín
Inn:Gaizka Toquero (Athletic Bilbao)
Út:Fernando Llorente (Athletic Bilbao)
Markaskorarinn fer hálf haltrandi af velli, inná kemur Toquero sem er mikill vinnuhestur.
37. mín
Það er aðeins meira líf með United mönnum eins og er, byrjaðir að spila með meira frelsi og setja fleiri menn framar á völlinn.
27. mín
United ætlar bara að svara strax! Byggja upp góða sókn sem endar á því að Ryan Giggs skallar að marki úr frábæru færi en boltinn fer í varnarmann og yfir. Ekkert verður úr horninu.
23. mín
MARK!
Fernando Llorente (Athletic Bilbao)
MARK!!! Llorente skora ótrúlega flott mark fyrir Bilbao. Vinstri bakvörðurinn hjá Bilbao þrumar honum fram í vítateiginn hjá United, Llorente er fyrstur að honum og þrumar honum viðstöðulaust í fjærhornið hjá De Gea. Ótrúlegt finish í anda Mark Basten.
20. mín
Í hvert skipti sem Manchester United leikmaður fær boltann þá eru 2 Bilbao leikmenn komnir í hann. Mjög erfitt fyrir United að búa til sóknir en hversu lengi geta Bilbaingar haldið þessu áfram?
14. mín
Úfffff þvílíkt dauðafæri! Athletic opnar vörnina hjá United upp á gátt og á skot í stöngina, boltinn skoppar aftur út fyrir nánast opnu marki en Llorente þrumar honum yfir, þarna voru United heppnir!
9. mín
Frábær samleikur Rooney og Cleverley sem nær næstum að setja Ashley Young í gott færi. Aðeins mjög góð tækling frá Aurtenexte bjargar því að ekki fari verr fyrir Bilbao.
6. mín
Athletico pressar mjög ofarlega á velinum, United menn fá nánast ekki neinn tíma á boltanum.
2. mín
Aðeins rúmlega tvær mínútur liðnar og Bilbao fá aukaspyrnu á hættulegum stað, De Gea hrópar og reynir að stylla í vegg en það virðist ekki virka því hávaðinn er svo svakalegur á leikvanginum. Susaeta setur spyrnuna í vegginn.
Fyrir leik
Á meðan að United hefur bara unnið 2 leiki af 17 á spænskri grundu í evrópukeppni, þá hefur Bilbao bara tapað 1 af síðustu 28 leikjum í evrópukeppnum á heimavelli. Bilbao veitti United bara 800 miða á leikinn. Það eru því aðeins 800 stuðningsmenn sem fylgdu þeim til Spánar á móti rúmlega 40 þúsund Bilbao stuðningsmönnum. Stemningin á San Marés er ótrúleg þessa stundina!! Það er því gígantískt verkefni sem Manchester United tekst á við í kvöld.
Fyrir leik
Cristiano Ronaldo er á San Mamés í kvöld að fylgjast með sínum fyrrverandi liðsfélögum.
Fyrir leik
Áhugaverð tölfræði, Manchester United hefur ekki unnið nema 2 leiki af 17 í evrópukeppnum þegar spilað er á útivelli gegn liðum á Spáni.
Sindri Sigurjónsson
United þurfa að skora tvö í kvöld en held að það sé ágætt að spila með 5 manna miðju miðað við fyrri leikinn. Wayne klárar þetta #fotbolti
United þurfa að skora tvö í kvöld en held að það sé ágætt að spila með 5 manna miðju miðað við fyrri leikinn. Wayne klárar þetta #fotbolti
Fyrir leik
Byrjunarliðin verða sett inn fljótlega eftir að þau verða tilkynnt, oftast klukkutíma fyrir leik, minni fólk líka að nota hashtagið #fotbolti ef það er að tjá sig um leikinn í kvöld á twitter. Sjálfur er ég á twitter undir nikkinu @kariorn
Fyrir leik
Sir Alex var kampakátur á blaðamannafundi fyrir leikinn í dag, í fjölmiðlaherberginu var stór mynd af José Iribar, fyrrverandi markverði og goðsögn í Bilbao. Hann benti á hann og lét alla vita að hann hefði sett fjögur framhjá honum þegar að Rangers vann Bilbao árið 1969.
Því miður getur hann ekki spilað lengur en honum þætti örugglega ekki leiðinlegt ef Wayne Rooney gerði slíkt hið sama í kvöld.
Því miður getur hann ekki spilað lengur en honum þætti örugglega ekki leiðinlegt ef Wayne Rooney gerði slíkt hið sama í kvöld.
Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomnir kæru lesendur fotbolti.net á þessa beinu textalýsingu á leik Athletic Bilbao og Manchester United. Það er á brattann að sækja fyrir gestina frá Englandi enda fengu þeir á sig 3 mörk á heimavelli í fyrri viðureign liðanna á Old Trafford. Fyrri leikurinn endaði 2-3 Bilbao mönnum í vil.
Byrjunarlið:
1. David de Gea (m)
13. Anders Lindegaard (m)
2. Rafael
5. Marcos Rojo
7. Angel Di Maria
('62)
10. Wayne Rooney
11. Adnan Januzaj
('68)
16. Michael Carrick
('63)
18. Ashley Young
22. Henrikh Mkhitaryan
23. Luke Shaw
Varamenn:
9. Zlatan Ibrahimovic
11. Anthony Martial
12. Chris Smalling
('62)
21. Ander Herrera
('68)
27. Marouane Fellaini
40. Ben Amos (m)
42. Tyler Blackett
('63)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rafael ('59)
Tyler Blackett ('72)
Rauð spjöld: