City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Man City
2
1
Chelsea
0-1 Gary Cahill '60
Sergio Aguero '78 , víti 1-1
Samir Nasri '85 2-1
21.03.2012  -  19:45
Etihad Stadium
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Mike Dean
Byrjunarlið:
1. Joe Hart (m)
2. Micah Richards
5. Pablo Zabaleta
8. Samir Nasri
10. Sergio Aguero
18. Frank Lampard ('46)
20. Eliaquim Mangala
21. David Silva ('76)
22. Gael Clichy
34. Nigel De Jong ('65)
42. Yaya Toure

Varamenn:
13. Willy Caballero (m) ('65)
30. Costel Pantilimon (m)
7. James Milner
10. Edin Dzeko ('76)
13. Aleksandar Kolarov
15. Jesús Navas ('46)
15. Stefan Savic

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
94. mín
Leik lokið! Manchester City fer með sigur af hólmi í kvöld, endurkoma Carlos Tevez var góð, en misjöfn viðbrögð við henni þó.
93. mín
Aguero keyrir fram og leikur á varnarmenn Chelsea, en skot hans er svo framhjá markinu. Ein mínúta eftir af viðbótartímanum!
87. mín
Tottenham Hotspur 0-1 Stoke City
Cameron Jerome kom Stoke City yfir á 75. mínútu leiksins.

QPR 0-2 Liverpool
Hollenski framherjinn Dirk Kuyt að koma Liverpool í 0-2 á Loftus Road á 72. mínútu leiksins.
87. mín
Ég veit ekki með ykkur, en maður vissi að Tevez myndi eiga einhvern þátt í marki í kvöld.
85. mín
Samir Nasri kemur City yfir!!! Hver á sendinguna? Jú það var Carlos Tvez sem átti sendinguna að þessu marki, sem Nasri kláraði svo vel. Þvílíkur viðsnúningur!
85. mín MARK!
Samir Nasri (Man City)
78. mín
Sergio Aguero fór á punktinn og skoraði örugglega í vinstra hornið, hann sendi Cech í vitlaust horn. Núna er kominn alvöru spenna í þennan leik!
78. mín Mark úr víti!
Sergio Aguero (Man City)
77. mín
VÍTASPYRNA!! Pablo Zabaleta reynir á skotið inni í teig, en Michael Essien fer með hendur í boltann og þvi réttilega dæmd vítaspyrna.
77. mín
Tevez búinn að vera ágætlega líflegur bara. Hann er duglegur og er að hlaupa mikið á vellinum
76. mín
Mata átti fínt skot þarna af vinstri vængnum, sem Hart ákvað að verja í horn. Hann tók enga sénsa þarna.
76. mín
Inn:Edin Dzeko (Man City) Út:David Silva (Man City)
73. mín
Inn:Didier Drogba (Chelsea) Út:Radamel Falcao (Chelsea)
70. mín
QPR 0-1 Liverpool
Úrúgvæski varnarmaðurinn Sebastian Coates að koma Liverpool yfir á 54. mínútu leiksins. Hans fyrsta mark fyrir félagið.
Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður Fréttablaðsins
hvernig geta þessi sauðnaut klappað fyrir Tev? #Stupido
67. mín
Tevez er fljótur að koma sér inn í leikinn. Hann á sendingu, sem reyndar var ætluð Nasri en fór á Clichy. Franski varnarmaðurinn tók fast skot sem Cech varði þó vel.
65. mín
Inn:Willy Caballero (Man City) Út:Nigel De Jong (Man City)
65. mín
Get ekki betur séð en að Carlos Tevez sé að koma inn á! Það verður fróðlegt að sjá í hvernig formi hann er.
60. mín
Þrumur og eldingar úr heiðskíru lofti! Chelsea fékk hornspyrnu sem barst svo út í teiginn, boltinn skoppar af hönd Barry á Gary Cahill sem skoraði framhjá Joe Hart, en boltinn hafði þó viðkomu af Yaya Toure og í netið!!
60. mín MARK!
Gary Cahill (Chelsea)
59. mín
Yaya Toure með aukaspyrnu rétt yfir markið! City er að sækja mikið þessa stundina, en hvorugu liðinu er að takast að brjóta markamúrinn.
58. mín
Inn:Kurt Zouma (Chelsea) Út:Andre Schurrle (Chelsea)
58. mín Gult spjald: Frank Lampard (Chelsea)
56. mín
Eftir hornspyrnuna fær Aguero skemmtilegt tækifæri og ákvað að taka klippu, en boltinn fór yfir markið.
55. mín
Nasri með fyrirgjöf sem virtist á leið inn og Cech þurfti að hafa sig allan í að verja hana í slá! Þá kom fyrirgjöf aftur fyrir markið og var haldið í fyrstu að David Silva hefði skorað, en þá fór boltinn af varnarmanni og í hliðarnetið!
50. mín
Samir Nasri með skot sem fór hærra en vítaspyrnan hjá Charlie Adam gegn Cardiff! Yaya Toure með boltann inni í teignum, renndi honum út á Nasri sem var í fínu færi en eins og ég sagði áður, fór mjög hátt yfir.
48. mín
Síðari hálfleik kominn á fullt. Aguero kom sér í ágæta stöðu áður en hann missti boltann frá sér. Cech kom boltanum í burtu og færið runnið í sandinn.
46. mín
Inn:Jesús Navas (Man City) Út:Frank Lampard (Man City)
Furðuleg skipting. Balotelli hefur skorað í síðustu þrem leikjum liðsins, en ekki er vitað hvort hann var að glíma við meiðsli eða hvort þetta sé bara taktísk skipting hjá Mancini.
Már Ingólfur Másson:
Held að Boswingna og Mikel séu í gagnleysiskeppni hjá Chelsea.
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Það er markalaust í öðrum leikjum fyrir utan leik Everton og Arsenal þar sem gestirnir leiða með einu marki. Ekki beint markaveisla í gangi.
45. mín
Hálfleikur! Fáum við að sjá Carlos Tevez í síðari hálfleik? Hver hirðir stigin þrjú í kvöld? Þetta er spurningar sem við fáum svör við á eftir, væntanlega.
45. mín
Einni mínútu bætt við venjulegan leiktíma.
44. mín Gult spjald: Juan Mata (Chelsea)
43. mín
Sergio Aguero ætlaði að reyna bakfallsspyrnu, en hann var ekki alveg nægilega vel staðsettur og sendingin frá Zabaleta bauð heldur ekki upp á þessa fídusa.
41. mín
Væri til í að segja ykkur eitthvað skemmtilegt, en það er bara ekkert að gerast þessa stundina. Ekki mörk heldur í öðrum leikjum, en Chelsea þó aðeins að fara framar á völlinn.
32. mín
Gat ekki betur séð en að Mata hafi tekið laglegan klobba á Balotelli. Flott tilþrif ef ég er ekki að ljúga.
29. mín
Mario Balotelli í dauðafæri!! Frank Lampard sendir boltann til baka, en Balotelli kemst í sendinguna og kemst einn gegn Petr Cech, boltinn þó framhjá markinu, þvilíkt dauðafæri sem þetta var!
27. mín
Samir Nasri með hörkuskot rétt framhjá markinu! Þetta var tekið af 35 metrunum og var ekkert svo vitlaus hugmynd heldur, en boltinn fór þó ekki á markið. Þetta er frekar lokað í augnablikinu samt og vantar klárlega mark til þess að opna þetta.
Viktor Örn Guðmundsson, leikmaður FH:
Ivanovic er með stærsta fjósið í EPL
Elvar Geir Magnússon
22. mín
Everton 0-1 Arsenal
Thomas Vermaelen var að koma Arsenal yfir gegn Everton á Goodison Park, markið kom á 8. mínútu leiksins.
22. mín
Torres með skot, sem fer af varnarmanni og beint í hendur Joe Hart.
20. mín
Inn:Jose Bosingwa (Chelsea) Út:Branislav Ivanovic (Chelsea)
20. mín
Fátt að gerast um þessar mundir. Yaya Toure missti jafnvægið inni i teig eftir viðskipti við Frank Lampard, sýndist hann ekki vera að reyna að fiska víti. Mike Dean, dómari leiksins hefur þó gefið flestar vítaspyrnur á tímabilinu í deildinni og því Lampard eflaust smeykur.
12. mín
Heimamenn í City mun meira með boltann til að byrja með eða 61% gegn 39%.
8. mín
Fernando Torres gerir vel og skapar gott tækifæri fyrir Juan Manuel Mata, en skot hans fór yfir markið.
5. mín
Zabaleta fær boltann í teignum, tekur hann á kassann og niður. Leggur hann fyrir Silva, en skot hans er vægast sagt skelfilegt og fer yfir markið.
2. mín
Fyrsta færi leiksins. David Silva tekur hornspyrnu sem ratar út í teig á Pablo Zabaleta, en skot hans er vel framhjá markinu!
1. mín
Leikurinn er hafinn! Núna byrjar veislan.
Fyrir leik
Nokkrar mínútur í þennan stórleik. Þessi leikur hljómar ekkert voðalega 0-0, City er með gríðarlega sterkt sóknarlið og Chelsea hefur breytt leik sínum síðustu vikur og mórallinn betri, sé ekki markalaust jafntefli gerast.
Fyrir leik
Leikmenn Chelsea einnig í bolum til styrktar Muamba, svona er fótboltinn!
Fyrir leik
Hann er brosandi, en virðist samt alveg nokkrum kílóum of þungur. Hann yrði nú samt ekkert valinn í hóp í engu formi, svo það verður áhugavert að sjá hvort honum verði teflt fram í leiknum.
Fyrir leik
Leikmenn mæta á völlinn. Carlos Tevez að hreyfa sig aðeins og þeir eru allir i bol merktum til stuðnings Fabrice Muamba hjá Bolton, gaman að sjá svona.
Fyrir leik
Byrjunarliðin og bekkir komið inn! Carlos Tevez á bekknum hjá Man City!!
Fyrir leik
Chelsea getur komist upp að hlið Arsenal með sigri í kvöld, en liðið er í fimmta sæti með 49 stig.
Fyrir leik
Núna bíðum við bara í rólegheitunum eftir byrjunarliðunum. Man City hefur fengið fæst mörk á sig í deildinni, en 80% allra marka sem liðið fær á sig koma í síðari hálfleik.
Fyrir leik
Fyrirliði Chelsea, John Terry, er ekki með liðinu í kvöld vegna meiðsla. Það eru stærstu vandamál Di Matteo en svipuð vandamál liggja hjá City. Joleon Lescott er frá og Vincent Kompany er tæpur. Gareth Barry og Pablo Zabaleta snúa líklega aftur í lið þeirra í kvöld.
Fyrir leik
Hann neitaði þá að koma inn á gegn FC Bayern í Meistaradeildinni og var frystur úr liðinu í kjölfarið. Hann fór á djammið í Argentínu, en ákvað að biðjast afsökunar eftir áramót og er kominn í þokkalegt form, þó eru ekki allir sammála ákvörðunum Roberto Mancini, stjóra City.
Fyrir leik
Það eru eflaust margir spenntir að sjá hvort argentíski framherjinn Carlos Tevez komi til með að vera í leikmannahóp City í kvöld, en hann hefur ekki spilað síðan í september á síðasta ári.
Fyrir leik
Liðið vann síðasta leik sinn 5-2 gegn Leicester City í 8-liða úrslitum enska bikarsins og komst þar spænski framherjinn Fernando Torres á blað með tveimur mörkum og verður fróðlegt að sjá hvort hann sé kominn í gang.
Fyrir leik
Það er þó ekki neinn maður að fara að afskrifa Chelsea sem hefur verið á gríðarlegri uppleið undanfarnar vikur, eða síðan Andre Villas-Boas var rekinn frá félaginu. Roberto Di Matteo tók við taumnum og hefur stýrt liðinu í fjórum leikjum og sigrað þá alla.
Fyrir leik
Það er nóg undir hér í kvöld, en heimamenn í Man City þurfa sárlega á sigri að halda til þess saxa á forskot nágranna þeirra í Man Utd. United hefur fjögurra stiga forskot á City, en liðið getur minnkað það niður í eitt stig í kvöld.
Fyrir leik
Komið þið sæl og blessuð kæru lesendur og verið þið velkomin í beina textalýsingu af leik Manchester City og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, en hann hefst núna klukkan 19:45.
Byrjunarlið:
1. Petr Cech (m)
2. Branislav Ivanovic ('20)
3. Ashley Cole
4. Cesc Fabregas
7. Ramires
8. Frank Lampard
9. Radamel Falcao ('73)
10. Juan Mata
12. John Obi Mikel
14. Andre Schurrle ('58)
24. Gary Cahill

Varamenn:
13. Thibaut Courtois (m)
5. Kurt Zouma ('58)
11. Didier Drogba ('73)
15. Mohamed Salah
17. Jose Bosingwa ('20)
21. Nemanja Matic
22. Willian

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Juan Mata ('44)
Frank Lampard ('58)

Rauð spjöld: