Fylkir
2
3
FH
1-0
Björn Daníel Sverrisson
'14
, sjálfsmark
Tómas Joð Þorsteinsson
'37
2-0
2-1
Björn Daníel Sverrisson
'69
2-2
Björn Daníel Sverrisson
'74
, víti
2-3
Ólafur Páll Snorrason
'84
22.03.2012 - 19:00
Egilshöll
Lengjubikarinn - riðill 3
Dómari: Leiknir Ágústsson
Egilshöll
Lengjubikarinn - riðill 3
Dómari: Leiknir Ágústsson
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Kristján Valdimarsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
7. Ingimundur Níels Óskarsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
16. Tómas Joð Þorsteinsson
17. Davíð Þór Ásbjörnsson
Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
9. Hákon Ingi Jónsson
('89)
18. Styrmir Erlendsson
('80)
24. Elís Rafn Björnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('93)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis og FH í Lengjubikarnum.
Ég held að óhætt sé að segja það að Fylkisliðið hafi leikið undir væntingum í vetur en liðið tapaði 4-1 fyrir Grindavík í síðasta leik. FH-ingar unnu 3-1 sigur á Leikni í Egilshöllinni í síðustu viku.
Leikurinn í kvöld er einmitt í Egilshöllinni.
1. Valur, 5 leikir - 13 stig
2. FH, 5 - 11
3. Þór, 6 - 10
4. Grindavík, 5 - 5
5. Fylkir, 4 - 4
6. Fjölnir, 6 - 4
7. Höttur, 4 - 3
8. Leiknir, 3 - 2
Ég held að óhætt sé að segja það að Fylkisliðið hafi leikið undir væntingum í vetur en liðið tapaði 4-1 fyrir Grindavík í síðasta leik. FH-ingar unnu 3-1 sigur á Leikni í Egilshöllinni í síðustu viku.
Leikurinn í kvöld er einmitt í Egilshöllinni.
1. Valur, 5 leikir - 13 stig
2. FH, 5 - 11
3. Þór, 6 - 10
4. Grindavík, 5 - 5
5. Fylkir, 4 - 4
6. Fjölnir, 6 - 4
7. Höttur, 4 - 3
8. Leiknir, 3 - 2
Fyrir leik
Skoða má byrjunarliðin hér í hliðunum.
Í liði Fylkis eru Björgólfur Takefusa, Finnur Ólafsson, Árni Freyr Guðnason, Hjörtur Hermannsson og Þórir Hannesson allir fjarri góðu gamni.
Hjá FH vantar Alen Sutej, Bjarka Gunnlaugsson og Atla Viðar Björnsson.
Í liði Fylkis eru Björgólfur Takefusa, Finnur Ólafsson, Árni Freyr Guðnason, Hjörtur Hermannsson og Þórir Hannesson allir fjarri góðu gamni.
Hjá FH vantar Alen Sutej, Bjarka Gunnlaugsson og Atla Viðar Björnsson.
Fyrir leik
Bæði lið eru að hita upp hér í Grafarvoginum. Ég giska á að leikmenn KR og Hauka öfundi þessi tvö lið en sá leikur verður utandyra á KR-velli, í roki og rigningu.
Fyrir leik
Björn Daníel Sverrisson er áfram í vinstri bakverðinum svo Viktor Örn Guðmundsson þarf að sætta sig við hlutverk varamanns eins og svo oft áður í vetur. Hann fær góðan félagsskap á bekknum en þar sitja Freyr Bjarnason, blaðamaður Fréttablaðsins, og tónlistarmaðurinn Jón Jónsson ásamt fleirum.
1. mín
Þegar allt virtist vera klárt og leikurinn átti að byrja hljóp Leiknir dómari skyndilega inn til klefana, hefur væntanlega gleymt flautunni sinni eða spjöldunum. Nú er leikurinn hafinn en það voru FH-ingar sem byrjuðu með knöttinn.
7. mín
FH byrjar leikinn betur og Fylkismenn eiga undir högg að sækja. Ekkert opið marktækifæri þó enn sem komið er.
10. mín
Hætta við mark Fylkis. Fyrst var Ólafur Páll Snorrason í hættulegri stöðu en Davíð Þór Ásbjörnsson náði að komast fyrir skot hans og bjarga í horn. Eftir hornspyrnuna fékk Guðjón Árni boltann í teignum en var ekki í jafnvægi og boltinn framhjá.
13. mín
Ólafur Páll í mjög óvæntu færi á fjærstönginni, það óvæntu að það kom honum sjálfum á óvart. Skot hans framhjá. FH mikið sterkara hér í upphafi leiks.
14. mín
SJÁLFSMARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Þetta var gríðarlega klaufalegt mark! Mér sýndist það vera Rúrik Andri sem setti pressu á Gunnleif markvörð sem sparkaði í Rúrik, þaðan fór boltinn í boga fyrir framan tómt markið þar sem Ingimundur Níels Óskarsson var í baráttunni við Björn. Boltinn fór af Birni og í markið.
19. mín
Emil Pálsson náði að koma boltanum í netið en var dæmdur rangstæður. FH hefur séð um að vera með boltann í þessum leik en eina markið kom hinumegin!
23. mín
Þetta mark hefur gefið Fylkismönnum aðeins meira öryggi í sinn leik og þeir halda boltanum betur innan liðsins.
26. mín
Vorum að fá þær upplýsingar að staðan er enn markalaus á KR-vellinum þar sem KR og Haukar eru að spila. Sá leikur hófst á sama tíma og þessi. Reynum að fylgjast með gangi mála í honum líka.
Annars var Fylkir að taka aukaspyrnu hér í Egilshöll. Davíð Þór Ásbjörnsson tók skot sem fór rétt framhjá.
Annars var Fylkir að taka aukaspyrnu hér í Egilshöll. Davíð Þór Ásbjörnsson tók skot sem fór rétt framhjá.
26. mín
Vorum að fá þær upplýsingar að staðan er enn markalaus á KR-vellinum þar sem KR og Haukar eru að spila. Sá leikur hófst á sama tíma og þessi. Reynum að fylgjast með gangi mála í honum líka.
Annars var Fylkir að taka aukaspyrnu hér í Egilshöll. Davíð Þór Ásbjörnsson tók skot sem fór rétt framhjá.
Annars var Fylkir að taka aukaspyrnu hér í Egilshöll. Davíð Þór Ásbjörnsson tók skot sem fór rétt framhjá.
28. mín
Þetta sjálfsmark virðist ekki hafa haft nein áhrif á sjálfstraust Péturs. Hann ber boltann vel upp völlinn og hikaði ekki við að taka glæsilegan snúning framhjá miðjumanni Fylkis rétt áðan.
30. mín
Ólafur Páll Snorrason með góða skottilraun rétt fyrir utan teiginn en boltinn naumlega yfir. Kristján Jónsson, blaðamaður Morgunblaðsins, kíkti við hérna rétt áðan og talaði um að Ólafur hefði forskot yfir aðra leikmenn þar sem faðir hans tók víst þátt í því að byggja Egilshöllina.
31. mín
Gult spjald: Einar Karl Ingvarsson (FH)
Ungur leikmaður FH-inga fékk réttilega gult spjald fyrir að toga í peysu Tómasar Þorsteinssonar sem geystist upp vinstri vænginn.
37. mín
MARK!
Tómas Joð Þorsteinsson (Fylkir)
Magnús Þórir hirti boltann laglega af Birni Daníeli. Boltinn barst á Tómas Joð sem var í góðu skotfæri, skaut í vinstra hornið og Gunnleifur náði ekki að verja! Brekkan brött fyrir FH núna.
44. mín
Emil Pálsson í fínu færi en hitti boltann illa. Boltinn skoppaði til hans eftir fyrirgjöf frá vinstri. Dapurt hjá Fylkisvörninni að hleypa boltanum þessa leið.
45. mín
Hérna rétt undir lok fyrri hálfleiks lét Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, einn leikmanna sinna, Emil Pálsson, heyra það. Emil hefur ekki farið af nægilegum krafti í einvígi og tæklingar að mati Heimis.
45. mín
Óbreytt lið FH er komið út á völlinn. Ræðan hjá Ásmundi Arnarssyni er lengri og Fylkismenn eru enn í klefanum.
57. mín
Inn:Viktor Örn Guðmundsson (FH)
Út:Emil Pálsson (FH)
Björn Daníel færist á miðjuna.
60. mín
Viktor ekki lengi að láta að sér kveða. Gerði vel þegar hann fór upp vinstri kantinn og sendi fyrir á Ólaf Pál Snorrason sem skaut en Bjarni Þórður varði í horn. FH-ingar meira með boltann þessa stundina.
63. mín
Strákarnir í U17 landsliðinu eru að keppa við Skotland þessa stundina. Markalaust þar í hálfleik. Einnig er 0-0 í leik KR og Hauka í Lengjubikarnum sem hófst á sama tíma og þessi leikur í Egilshöllinni.
69. mín
MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Björn Daníel hefur minnkað muninn! Boltinn barst til hans við vítateigsendann þar sem hann var einn og yfirgefinn og skoraði með hnitmiðuðu skoti. Það eru athyglisverðar síðustu 20 mínúturnar framundan.
73. mín
Rétt áður en Björn skoraði þetta mark varði Bjarni Þórður glæsilega frá Atla Guðnasyni. Rétt í þessu var Bjarni svo að verja frá Viktori Smára. Varamennirnir í sviðsljósinu eftir þreföldu skiptinguna hjá Heimi áðan.
74. mín
Mark úr víti!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
FH-ingar hafa jafnað! Björn Daníel setti boltann örugglega uppi í hornið hægra megin úr vítaspyrnu. Vítið var dæmt þegar Ásgeir Börkur var talinn hafa brotið á Ólafi Páli Snorrasyni rétt innan vítateigs. Undirrituðum fannst þetta vera öxl í öxl.
77. mín
Ísland U17 er að vinna Dani 1-0. Kristján Flóki Finnbogason með markið. Hálftími eftir af þeim leik.
84. mín
MARK!
Ólafur Páll Snorrason (FH)
FH-ingar hafa náð að snúa leiknum sér í vil! Eftir innkast berst boltinn á Ólaf Pál á fjærstönginni sem kemur á siglingu og skorar af stuttu færi. Slök varnarvinna hjá Fylki þarna.
88. mín
Viktor Smári nálægt því að skora fjórða mark FH en skot hans smaug framhjá samskeytunum.
92. mín
Kristján Valdimarsson í hörkufæri, tók þrumuskot en hitti ekki markið. Munaði litlu að hann næði að jafna þarna!
Byrjunarlið:
Ólafur Páll Snorrason
Emil Pálsson
('57)
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Pétur Viðarsson
10. Björn Daníel Sverrisson
14. Albert Brynjar Ingason
21. Guðmann Þórisson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
('57)
25. Hólmar Örn Rúnarsson
Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
11. Atli Guðnason
('57)
16. Jón Ragnar Jónsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Einar Karl Ingvarsson ('31)
Rauð spjöld: