City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
AC Milan
0
0
Barcelona
28.03.2012  -  18:45
San Siro
Meistaradeild Evrópu
Dómari: Jonas Eriksson
Byrjunarlið:
32. Christian Abbiati (m)
5. Philippe Mexes
10. Clarence Seedorf
10. Kevin-Prince Boateng ('67)
11. Zlatan Ibrahimovic
13. Alessandro Nesta ('74)
22. Antonio Nocerino
23. Massimo Ambrosini
25. Daniele Bonera
70. Robinho ('52)
77. Luca Antonini

Varamenn:
1. Marco Amelia (m)
15. Djamel Mesbah ('74)
18. Alberto Aquilani
21. Kevin Constant
28. Urby Emanuelson ('67)
76. Mario Yepes
92. Stephan El Shaarawy ('52)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Clarence Seedorf ('23)
Alessandro Nesta ('57)
Massimo Ambrosini ('69)

Rauð spjöld:
90. mín
Leiknum er lokið með markalausu jafntefli! Liðin mættast á Nou Camp eftir viku og má búast við hörkuleik þá!
88. mín
Messi vildi fá eitthvað fyrir sinn snúð þarna. Fær tvo menn í bakið á sér við vítateiginn en ekkert dæmt.
86. mín
Ekkert í gangi núna. Virðist eins og menn séu að sætta sig við jafnteflið hérna í kvöld.
81. mín
Ég neita að trúa því að þessi leikur sé að stefna í markalaust jafntefli. Samt sem áður fínasti leikur og ekkert út á það að setja, en nokkur mörk hefðu ekki skaðað neinn.
76. mín
Inn:Pedro (Barcelona) Út:Alexis Sanchez (Barcelona)
75. mín
Marseille 0-2 FC Bayern
0-1 Mario Gomez ('44 )
0-2 Arjen Robben ('69 )

Hollenski vængmaðurinn Arjen Robben að koma Bayern í tveggja marka forystu eftir sendingu frá Thomas Mueller. Þeir virðast ætla að klára átta liða úrslitin í fyrri rimmunni.
74. mín
Inn:Djamel Mesbah (AC Milan) Út:Alessandro Nesta (AC Milan)
73. mín
Cristian Tello með skot í hliðarnetið! Fátt annað sem hann gat gert í þessari stöðu, tók skæri og skaut á markið!
69. mín Gult spjald: Massimo Ambrosini (AC Milan)
68. mín
Emanuelson fékk dauðafæri um leið og hann kom inn! Fékk glæsilega sendingu inn fyrir, en hann klúðraði þessu á ótrúlegan hátt. Fór með boltann hægra megin og sóknin rann út í sandinn.
67. mín
Inn:Urby Emanuelson (AC Milan) Út:Kevin-Prince Boateng (AC Milan)
65. mín
Inn:Cristian Tello (Barcelona) Út:Andres Iniesta (Barcelona)
65. mín
Staðan er enn 0-1 fyrir FC Bayern gegn Marseille. Bæði lið eru að sækja af krafti og hefði Gomez getað skorað sitt annað mark í leiknum, en Andrade sá við honum. Remy og Ayew hafa reynst þýska liðinu erfiðir í kvöld, en það er enn hálftími eftir.
61. mín Gult spjald: Seydou Keita (Barcelona)
Seydou Keita fékk gult spjald fyrir brot á Ambrosini.
59. mín
Boateng er orðinn einn af betri sóknarsinnuðu miðjumönnum heimsins, en fyir tveimur árum síðan var hann að spila með Portsmouth, sem er í fallsæti í ensku fyrstu deildinni.
58. mín
Messi með aukaspyrnuna yfir markið!
57. mín Gult spjald: Alessandro Nesta (AC Milan)
Nesta fær að líta gult spjald fyrir brot á Messi rétt fyrir utan teig, annað hvort var hann hrikalega sáttur við þessa dómgæslu eða hann var að vera kaldhæðinn. Stór spurning.
54. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Milan er að komast meira inn í leikinn, en sænski framherjinn er loksins að sjást eitthvað.
52. mín
Inn:Stephan El Shaarawy (AC Milan) Út:Robinho (AC Milan)
Robinho fer haltrandi af velli eftir samskipti sín við Iniesta og inn á í hans stað kemur ítalski vængmaðurinn Stephan El Shaarawy. Hann var valinn í U21 árs landsliðið á dögunum og á hann ættir sínar að rekja til Egyptalands, svona ef einhver var að spá í því...
47. mín
Iniesta byrjar síðari hálfleikinn með skoti sem fer rétt framhjá markinu.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn!!
45. mín
Endursýningar af falli Sanchez í teignum áðan. Hefði verið hægt að dæma víti þarna þegar Nocerino fer aftan í leikmanninn, en átti ekki fimmti dómarinn að sjá þetta með sprotann sinn?
45. mín
Eins og staðan er núna þá Bayern í góðri stöðu fyrir síðari hálfleikinn. Það má þó ekki taka neitt af franska liðinu Marseille sem hefur átt fínan leik og verið inn í honum, þar sem Loic Remy hefur reynst sterkur í framlínunni.
45. mín
Hálfleikur á San Siro! Börsungar búnir að vera sterkari í leiknum, en heimamenn hafa líka átt sín færi. Þeir byrjuðu betur en Spánverjarnir komu sér inn í leikinn og verður gaman að sjá hvernig síðari hálfleikur verður!
44. mín
Marseille 0-1 FC Bayern
0-1 Mario Gomez ('44 )
Þýski framherjinn er að koma gestunum yfir, hann er alls ekkert óvanur að skora mörkin. 37 mörk með Bayern á þessu tímabili, þokkalega fínn árangur.
43. mín
Xavi með fínt skot eftir sendingu frá Sanchez, en boltinn fer rétt yfir markið. Mér sýnist stefna í markalausan hálfleik.
Alexander Freyr Einarsson, íþróttafréttamaður á 433.is
Er ég sá eini sem veltir því fyrir mér af hverju AC Milan spilar í varamannabúningi á heimavelli á meðan Barca er í aðalbúningnum?
38. mín
Staðan í leik Marseille og Bayern er enn jöfn. Heimamenn hafa komið sterkari inn í leikinn og þá eru Bæjarar að safna sér gulum spjöldum þessa stundina, þrjú spjöld komin á gestina.
38. mín
Antonio Nocerino með góða sendingu yfir á vinstri vænginn og þar tók Seedorf skotið, en það var slappt og Valdes handsamaði boltann auðveldlega.
35. mín
Barcelona að sækja mikið þessa stundina. Sanchez komst í gott færi, en skot hans var lélegt. Það liggur mark í loftinu, ég er að segja ykkur það!
26. mín
Messi og Xavi með frábært spil áður en Xavi fær hann aftur, en Abbiati ver skot hans.
23. mín Gult spjald: Clarence Seedorf (AC Milan)
20. mín
Zlatan í dauðafæri! Clarence Seedorf með glæsilega sendingu inn fyrir á Zlatan, sem sendir boltann beint á Valdes í markinu. Hann hefur oft áður skorað úr svona færum, en jæja áfram heldur leikurinn.
18. mín
Staðan í leik Marseille og FC Bayern er jöfn. Leikurinn þar er nokkuð jafn til að byrja með, en vonandi eigum við von á einhverri skemmtun þar líka!
18. mín
Messi skorar! Markið þó dæmt af réttilega. Daniel Alves með fyrirgjöfina á Messi sem var rangstæður.
16. mín
Alexis Sanchez reynir að fiska vítaspyrnu! Vel útfærð aukaspyrna Börsunga endar á Sanchez sem er inni í teig, hann var ekki í jafnvægi og reyndi að komast framhjá Abbiati, það gekk ekki og dómurinn sennilega réttur.
15. mín
Massimo Ambrosini er ekkert að spara tæklingarnar á Messi, hann hefur fengið skýr skilaboð fyrir leik kvöldsins. Taka niður argentíska snillinginn!
8. mín
Messi með skot! Fékk boltann vinstra megin í teignum og átti skot á markið. Abbiati varði boltann og munaði litlu að Daniel Alves hafi náð að koma boltanum inn fyrir línuna, en dómarinn dæmdi aukaspyrnu sýndist mér.
6. mín
Messi tekur spyrnuna en rennur til og virtist þetta bara vera ágætis sending, en boltinn fór á Seydou Keita, sem gat þó ekki gert sér mat úr þessu. Erfiður bolti.
5. mín
Lionel Messi tekinn niður rétt fyrir utan teig! Alessandro Nesta sem braut klaufalega á honum.
2. mín
Robinho í dauðafæri!! Boateng á annað skot sem fer af varnarmanni. Boltinn fór upp í loftið áður en hann barst til brasilíska vængmannsins sem skaut boltanum yfir úr ákjósanlegu færi!
2. mín
Boateng með fyrsta skot leiksins. Það er þó slappt og beint á Victor Valdes í markinu.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
Fyrir leik
Spurning hvort hann hefði þó ekki átt að gefa Sanchez gult spjald fyrir leikaraskap?
Fyrir leik
Það eru nokkrar mínútur í að leikurinn hefjist!
Fyrir leik
Zlatan Ibrahimovic með 29 mörk í 33 leikjum, á meðan Messi er með 50 mörk í 44 leikjum. Þessir tveir verða í sviðsljósinu í kvöld, það er nokkuð ljóst.
Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is
Þetta er stórleikur þannig að Zlatan hlýtur að skíta á sig!
Fyrir leik
Rétt um hálftími í leik. Það verður vonandi nóg um að vera í kvöld, bæði lið þekkt fyrir skemmtilegan sóknarleik.
Fyrir leik
Skemmtilegur bekkur hjá Barcelona í dag. Cristian Tello, Marc Muniesa og Martin Montoya, allt ungir leikmenn sem hafa komið upp úr unglingastarfinu. Þegar ég er að líta yfir allan bekkinn, þá komu í raun allir upp úr unglingastarfinu, fyrir utan Pinto það er að segja!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! Fabregas á bekknum hjá Börsungum!
Fyrir leik
Milan á þó sína sögu. Liðið vann Meistaradeildina síðast árið 2007, eftir 2-1 sigur gegn Liverpool. Þá mætti liðið í úrslitaleikinn 2005 einnig, en tapaði þar í dramatískum leik gegn enska liðinu. Börsungar aftur á móti hafa unnið keppnina tvisvar sinnum á síðustu þremur árum.
Fyrir leik
Það er staðreynd sem ítalska liðið ætti að hafa áhyggjur af, en argentíski snillingurinn Lionel Messi, hefur skorað 30 mörk í síðustu 25 leikjum í Meistaradeildinni.
Fyrir leik
Liðin drógust saman í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrir þetta tímabil og mættust því tvívegist. Á Spáni gerðu liðin 2-2 jafntefli, en brasilíski varnarmaðurinn Thiago Silva jafnaði þá metin undir lok leiks. Þegar leikið var á Ítalíu þá höfðu Börsungar hinsvegar betur með 3-2 sigri.
Fyrir leik
Barcelona hefur ekki tapað fyrir AC Milan frá því í október 2004 er liðin mættust á San Siro. Það var úkraínski framherjinn Andrey Shevchenko sem skoraði sigurmarkið með skalla.
Fyrir leik
Ef þið eruð á samskiptavef Twitter og ræðið leikinn þar, endilega verið óhrædd við að nota hashtagið #fotbolti, en vel valdnar færslur verða birtar í lýsingunni.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu af leik AC Milan og Barcelona í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Vonandi verður nóg af fjöri í kvöld, en tvö af sterkustu liðum heims eru að eigast við!
Byrjunarlið:
1. Victor Valdes (m)
2. Daniel Alves
3. Gerard Pique
5. Carles Puyol
6. Xavi
8. Andres Iniesta ('65)
9. Alexis Sanchez ('76)
10. Lionel Messi
14. Javier Mascherano
15. Seydou Keita
16. Sergio Busquets

Varamenn:
4. Cesc Fabregas
11. Thiago
13. Jose Pinto (m)
17. Pedro ('76)
26. Marc Muniesa
35. Martin Montoya
37. Cristian Tello ('65)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Seydou Keita ('61)

Rauð spjöld: