City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Man Utd
2
0
QPR
Shaun Derry '14
Wayne Rooney '15 , víti 1-0
Marouane Fellaini '68 2-0
08.04.2012  -  12:30
Old Trafford
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Lee Mason
Byrjunarlið:
1. David de Gea (m)
2. Rafael ('75)
5. Marcos Rojo
7. Angel Di Maria
10. Wayne Rooney
16. Michael Carrick
18. Ashley Young ('62)
21. Ander Herrera
22. Henrikh Mkhitaryan
26. Shinji Kagawa
27. Marouane Fellaini ('74)

Varamenn:
13. Anders Lindegaard (m)
4. Phil Jones ('75)
11. Adnan Januzaj ('62)
11. Anthony Martial
23. Luke Shaw ('74)
40. Ben Amos (m)
42. Tyler Blackett

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Rafael ('74)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með umdeildum 2-0 sigri Manchester United. Þeir eru því komnir með 8 stiga forskot í ensku deildinni en Manchester City getur minnkað muninn á eftir gegn Arsenal. Sá leikur verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hérna á fotbolti.net.

Ég þakka fyrir mig í bili
kv Kári
90. mín
Þremur mínútum bætt við. Það er mikil stemmning á Old Trafford þessa stundina.
85. mín
United liðið liggur í sókn þessa stundina, gæti vel komið mark í viðbót.
81. mín
Inn:D. J. Campbell (QPR) Út:Jay Bothroyd (QPR)
78. mín
Carrick þrumar boltanum í stöngina af 30 metra færi, hefði verið svakalegt mark ef þessi hefði farið inn.
75. mín
Inn:Phil Jones (Man Utd) Út:Rafael (Man Utd)
74. mín
Inn:Luke Shaw (Man Utd) Út:Marouane Fellaini (Man Utd)
"Paul Scholes he scores goals" syngja stuðningsmenn United þegar að Scholes fer af velli fyrir Tom Cleverley.
74. mín Gult spjald: Rafael (Man Utd)
71. mín
Inn:Shaun Wright-Phillips (QPR) Út:Samba Diakité (QPR)
71. mín
Inn:Tommy Smith (QPR) Út:Adel Taarabt (QPR)
68. mín MARK!
Marouane Fellaini (Man Utd)
Boltinn berst til Scholes eftir hornspyrnu hjá United, tekur hann rétt fyrir utann teig og smellir honum í hægra horn Paddy Kenny! Klassískt Scholes mark!
Snorri Sigurðsson
Hvernig er hægt að vera brassi og skora ekki úr þessu færi? #falsaðvegabref #fotbolti
63. mín
Paddy Kenny hefur staðið sig frábærlega í markinu hjá QPR, varið tvisvar á stuttum tíma alger dauðafæri.
62. mín
Inn:Adnan Januzaj (Man Utd) Út:Ashley Young (Man Utd)
61. mín
Annað dauðafæri!! Í þetta sinn klúðrar Welbeck einn á móti markmanni, hefur verið alveg verið vonlaus í dag.
60. mín
Þvílíkt færi!!! Rafael klúðrar í dauðafæri eftir magnaða sendingu frá Paul Scholes. Þarna hefði hann geta klárað leikinn!
57. mín
QPR ekkert búnir að gefast upp, ná loksins að halda boltanum aðeins og vinna sér inn tvær hornspyrnur sem fara þó til spillis. Upp úr því fær United þá skyndisókn sem Scholes endar með skoti sem flýgur rétt framhjá.
54. mín
Adel Taarabt vinnur aukaspyrnu á vallarhelmingi United eftir að hafa farið framhjá nokkrum United mönnum, QPR fær tækifæri til að senda boltann inn í teig sem þeir gera en ekkert verður úr því.
48. mín
Welbeck kemur boltanum í netið fyrir United eftir þunga sókn en aðstoðardómarinn lyftir hins vegar upp flagginu og dæmir Welbeck rangstæðan. Mjög tæpur dómur en mér sýnist hann vera réttur, hann var rétt fyrir innann. Í næstu sókn kemst Welbeck aftur í frábært færi eftir góða hælsendingu frá Young en þrumar boltanum yfir. Ferguson ekki sáttur á bekknum.
46. mín
Seinni hálfleikur er byrjaður, engar skiptingar í hálfleik.
45. mín
Jamie Redknapp er heitt í hamsi í stúdíóinu hjá Sky í hálfleik, er með góða lexíu um hvernig á ekki að hegða sér við að tala um fótboltaleiki á hlutlausan hátt. Gary Neville er bara rólegur og skammar Ashley Young fyrir að hafa farið niður allt of auðveldlega í vítinu. Mjög gamann af þessum tveimur.
Einar Ingimarsson
Mason sér ekki rangstæðuna... Ósanngjarnt víti og rautt #fotbolti
Olgeir Pétursson
Glatað að þurfa að þiggja aðstoð frá einhverjum þegar þú þarft ekkert á henni að halda! #messan #fotbolti
Sævar Jónsson
Einn einu sinni sanna enskir línuverðir getuleysi sitt, QPR eru núna fórnarlömb þeirra, hneiksli og ekkert annað.#fotbolti.
45. mín
Það er kominn hálfleikur í Manchester. Mark Hughes dómari er ekki sáttur með dómaratríóið þegar að þeir labba af velli og á ýmislegt til síns máls.
42. mín
Enn og aftur bjarga QPR menn, nú er Welbeck aftur í færi en Anton Ferdinand nær að verða fyrir því.
39. mín
Rétt í þessu skallar Welbeck yfir úr ágætu færi eftir enn eina fyrirgjöfina frá Valencia.
38. mín
Mikið af sóknum United fer í gægn um hægri vænginn þar sem Valencia skapar usla í hvert skipti sem hann fær boltann. Taiwo hefur ekki fengið mikla hjálp frá Taarabt. United fær hverja sóknina á fætur annari og það er eiginlega bara tímaspursmál hvenær næsta mark kemur.
35. mín
Rooney með sniðuga marktilraun utan af velli sem Kenny sér í markinu og grípur.
31. mín
Patrice Evra með sjalfgæfa marktilraun sem endar lengst upp í stúku. Stuðningsmenn United kunna þó að meta þetta og klappa fyrir honum. Hinum megin á vellinum minnir Adel Taarabt á sig og kemst í þröngt skotfæri en Evans nær að komast fyrir skotið.
27. mín
Hetjuleg vörn hjá Clint Hill! Rooney er á leiðinni að þruma boltanum inn eftir frábæra sendingu hjá Valencia, eina sem er á milli Rooney og marks er Clint Hill sem kastar sér fyrir skotið og heldur QPR inní leiknum.
24. mín
Rooney nær með harðfylgni að senda boltann inn fyrir af hæri kanntinum. Young nær góðum skalla sem fer rétt framhjá markinu.
20. mín
United heldur boltanum og lætur QPR elta. Þetta verður líklegast spurning um hversu mörg mörk United setur í dag en ekki hvort liðið vinnur. Mark Hughes stillti upp mjög varnarsinnuðu liði og rauða spjaldið hjálpaði þeim ekki.
16. mín
Eftir að hafa séð endursýningu af þessu atviki þá er Ashley Young rangstæður þegar að sendingin kemur inn á hann. Hefði ekki átt að vera víti og heldur ekki rautt. Annar stór dómur í vikunni sem aðstoðardómararnir missa af.
15. mín Mark úr víti!
Wayne Rooney (Man Utd)
Frábært víti hjá Rooney, Kenny valdi rétt horn en boltinn var bara smurður í hornið. United er komið bæði marki og manni yfir!
14. mín Rautt spjald: Shaun Derry (QPR)
Shaun Derry setur hendina út í Ashley Young sem er við það að komast í gott færi og fær rautt spjald að launum. Lee Mason dómari dæmir líka víti!
11. mín
Fyrsta marktilraun QPR í leiknum og það er Buzaky sem á skot langt utan af velli sem truflar engann.
Gunnar Bjarnason
Vorkenni QPR miðað við fyrstu 5 min #fotbolti
7. mín
Diakité brýtur á Young á stórhættulegum stað, Rooney tekur spyrnuna og Paddy Kenny þarf að taka á honum stóra sínum til að bjarga í horn. United stjórnar leiknum algerlega þessa stundina, hafa verið með boltann 92% á fyrstu 8 mínútunum eða svo.
5. mín
Clint Hill brýtur á Welbeck rétt fyrir utan teig, United fær aukaspyrnu á hættulegum stað sem Rooney tekur en skýtur í vegginn og í horn. United er allt í öllu á fyrstu mínútunum.
1. mín
Leikurinn er hafinn.
Fyrir leik
Lítur út fyrir að Milan maðurinn á láni hjá QPR Taye Taiwo þurfi að taka á Valencia í dag en ekki Clint Hill.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn, það eru mjög góðar aðstæður til að spila knattspyrnu á Old Trafford í dag.
Fyrir leik
Clint Hill er maðurinn sem þarf líklegast að mæta Valencia í dag, ekki öfundsvert verkefni eins og Ekvadorinn hefur verið að spila undanfarið.
Fyrir leik
Minni fólk á að nota hastagið #fotbolti ef það er að tjá sig um leikinn á twtter.
Fyrir leik
United hefur verið á svaka skriði í deildinni að undanförnu og hafa unnið 11 leiki og gert eitt jafntefli í síðustu 12 leikjum.
Fyrir leik
QPR hafa unnið bæði Liverpool og Arsenal undanfarið og eru í bullandi fallbaráttu, það verður örugglega ekkert gefið í dag enda hanga þeir fyrir ofan fallsvæðið aðeins á markamun.
Fyrir leik
Hér verður bein lýsing á leik englandsmeistara Manchester United og QPR. United getur náð 8 stiga forskoti í deildinni með sigri, allavega þangað til nágrannar þeirra í City spila við Arsenal seinna í dag.
Byrjunarlið:
1. Paddy Kenny (m)
2. Samba Diakité ('71)
3. Clint Hill
4. Shaun Derry
7. Adel Taarabt ('71)
10. Jay Bothroyd ('81)
12. Jamie Mackie
14. Akos Buzsaky
34. Taye Taiwo
35. Anton Ferdinand
42. Nedum Onuha

Varamenn:
6. Danny Gabbidon
9. D. J. Campbell ('81)
18. Luke Young
21. Tommy Smith ('71)
24. Radek Cerny (m)
32. Shaun Wright-Phillips ('71)
52. Bobby Zamora

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Shaun Derry ('14)