City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Leiknir R.
1
2
ÍR
0-1 Haukur Ólafsson '15
0-2 Halldór Arnarsson '42
Vigfús Arnar Jósepsson '63 1-2
19.08.2011  -  19:00
Leiknisvöllur
1. deild karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: Um 500
Byrjunarlið:
Ólafur Hrannar Kristjánsson ('71)
Vigfús Arnar Jósepsson
Eyjólfur Tómasson
11. Brynjar Hlöðversson
21. Hilmar Árni Halldórsson

Varamenn:

Liðsstjórn:
Óttar Bjarni Guðmundsson

Gul spjöld:
Gunnar Einarsson ('82)
Aron Fuego Daníelsson ('74)
Birkir Björnsson ('43)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu af nágrannaslag Leiknis og ÍR. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið því ljóst er að það lið sem tapar í kvöld verður í fallsæti þegar flautað verður af og þá aðeins fjórar umferðir eftir.

Við minnum á að valdar færslur af samskiptavefnum Twitter gætu ratað hingað inn. Notið #fotbolti í færslurnar.
Fyrir leik
Byrjunarlið Leiknis er klárt hér til hliðar en ÍR-ingar eiga enn eftir að skrá sinn hluta af skýrslunni þó innan við klukkustund sé í leik.
Fyrir leik
Árni Freyr Guðnason, fyrirliði og besti leikmaður ÍR, er ekki með liðinu í kvöld vegna meiðsla. Er það mikill missir fyrir gestina.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Pétur Guðmundsson lögreglumaður dæmir leikinn í dag og honum til aðstoðar eru línuverðirnir Andri Vigfússon og Ingvar Örn Gíslason. Ólafur Ragnarsson er eftirlitsmaður KSí.
Fyrir leik
Átta mínútur eru nú þar til að leikurinn hefst og liðin eru að halda inn til búningsklefa til að hlusta á lokaræður þjálfaranna.
Fyrir leik
Nú rétt fyrir leik verða Leiknismenn að gera breytingu á liði sínu. Brynjar Hlöðversson kemur inn í miðvörðinn fyrir Óttar Bjarna Guðmundsson sem komst ekki í gegnum upphitun vegna meiðsla sem hann hlaut á æfingu í gær. Leiknir er því aðeins með tvo útileikmenn á bekknum, þá Brynjar Óla Guðmundsson og Kjartan Andra Baldvinsson auk varamarkmannsins Þorvalds Rúnarssonar.
Fyrir leik
Liðin ganga nú inn á völlinn við söng Elvis Presley sem er að sjálfsögðu, In the Ghetto, hvað annað.
1. mín
Leikurinn er hafinn. ÍR-ingar byrja með boltann.
8. mín
Leikurinn hefur farið mjög rólega af stað. Leiknismenn leika boltanum á milli sín í öftustu varnarlínu og reyna að draga ÍR-liðið framar á völlinn með litlum árangri. Pepe Mamadou Faye átti góða fyrirgjöf rétt áðan sem ÍR-ingar hreinsuðu í horn sem ekkert varð úr.
10. mín
Zoran Miljcovic þjálfari Leiknis sendi báða varamenn sína að hita strax í upphafi leiks. Það gæti reynst erfitt fyrir hann þegar líður á leikinn að hafa svo fámennan bekk.
10. mín
Þórir Guðjónsson átti gott skot sem fór rétt framhjá stönginni upp við samskeytin. Þórir er lánsmaður í Leikni frá Val.
15. mín MARK!
Haukur Ólafsson (ÍR)
Haukur Ólafsson kemur ÍR-ingum yfir með skalla á nær stöngina eftir aukaspyrnu Sindra Snæs Magnússonar við vítateigshornið hægra megin. Eyjólfur Tómasson markvörður Leiknis hefði líklega átt að verja þetta, hann var í boltanum sem lak inn.
19. mín
Stefán Þór Pálsson skallar í slá eftir fyrigjöf Guðjóns Gunnarssonar. Hinum megin á vellinum var Pepe Mamadou Faye að sleppa einn í gegn strax í kjölfarið en ÍR-ingar tóku af honum boltann.
Smári Þorbjörnsson
sorgleg varnarmistök og IR komid i 0-1 #skyldaaddekkamanninnafjær #fotbolti
22. mín
Inn:Karl Brynjar Björnsson (ÍR) Út:Tómas Agnarsson (ÍR)
23. mín
Leiknismenn að skapa hættu í teig ÍR-inga. Pape þvert fyrir markið á Kristján Pál Jónsson en Róbert Örn Óskarsson varði frá honum.
36. mín
Brynjar Hlöðversson var næstum búinn að skora sjálfsmark. ÍR-ingar fengu aukaspyrnu út við endalínu og Brynjar hitti ekki boltann sem rétt sleikti markstöngina og fór í horn sem ekkert verð úr.
36. mín Gult spjald: Jón Gísli Ström (ÍR)
42. mín MARK!
Halldór Arnarsson (ÍR)
ÍR-ingar bæta við öðru marki. Nú var það Halldór Arnarson sem kom á nær stöngina og setti boltann í netið eftir hornspyrnu Sindra Snæs.
43. mín Gult spjald: Birkir Björnsson (Leiknir R.)
45. mín
Hálfleikur í Breiðholtinu. Staðan er slæm fyrir Leiknismenn meðan staðan er svona. Takist þeim ekki að snúa dæminu við geta þeir farið að huga að keppni í 2. deildinni að ári.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn. Engin breyting er á liðunum en það byrjaði að rigna hér í hálfleik en sólin heldur þó áfram að skína.
60. mín
Það er ekkert að gerast í leiknum fyrsta korterið af seinni hálfleiknum.
62. mín
Ólafur Hrannar Kristjánsson með laust skot beint á Róbert Örn markvörð ÍR-inga.
Orri Sigurður
Ír-ingar byrja með Stefán Þór Pálsson það þýðir bara eitt #sigur #hlýturbaraaðskora #fotbolti
63. mín MARK!
Vigfús Arnar Jósepsson (Leiknir R.)
Það er enn von fyrir Leiknismenn. Vigfús Arnar Jósepsson minnkar muninn í 2-1 með skoti úr teignum. Þeir segja að þriðja markið sé það mikilvægasta í fótboltaleikjum svo nú hlýtur að vera að allt geti gerst.
67. mín
Inn:Kristján Ari Halldórsson (ÍR) Út:Heimir Snær Guðmundsson (ÍR)
71. mín
Inn:Kjartan Andri Baldvinsson (Leiknir R.) Út:Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.)
73. mín
Leiknismenn liggja nokkuð þungt að marki ÍR-inga í þeirri von um að jafna metin. Þeir hafa fengið tvær hornspyrnur með stuttu millibili en ekkert orðið úr þeim.
74. mín Gult spjald: Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.)
Aron Fuego fær áminningu fyrir brot út við hliðarlínu til móts við vítateig Leiknismanna.
76. mín
Guðjón Gunnarsson miðjumaður ÍR bjargaði á marklínu frá Kristjáni Páli Jónssyni. Algjört dauðafæri hjá Kristjáni og nú skall hurð nærri hælum.
77. mín
Inn:Elías Ingi Árnason (ÍR) Út:Haukur Ólafsson (ÍR)
Útvarpsmaðurinn Elías Ingi Árnason kemur inn í framlínuna hjá ÍR í stað Hauks Ólafssonar sem skoraði fyrsta markið í kvöld.
78. mín
Leiknismenn vildu vítaspyrnu þegar Kristján Páll féll í teignum eftir viðskipti við Axel Kára Vignisson. Pétur dómari var ekki á sama máli.
Árn Freyr Guðnason leikmaður ÍR
Haettur i boltanum eftir rifinn laervodva #basl
82. mín Gult spjald: Gunnar Einarsson (Leiknir R.)
86. mín
Kristján Ari Halldórsson varamaður í liði ÍR var nærri því að gera út um leikinn. Hann sólaði hvern Leiknismanninn á fætur öðrum og kom sér í gott færi fyrir opnu marki en skot hans í markstöngina.
88. mín
Vigfús Arnar með skot sem virtist fara í hönd Karls Brynjars varnarmanns ÍR fyrir innan vítateig. Dómarateymið sá ekkert og heimamenn mótmæltu mikið að fá ekki vítaspyrnu.
94. mín
Leiknum er lokið með 1-2 sigri ÍR-inga sem fagna innilega með stuðningsmönnum sínum sem sungu allan leikinn og hjálpuðu liðinu að ná þessum mikilvæga sigri í hús.
Byrjunarlið:
Halldór Arnarsson
7. Jón Gísli Ström
10. Stefán Þór Pálsson
17. Guðjón Gunnarsson
22. Axel Kári Vignisson

Varamenn:
25. Brynjar Örn Sigurðsson (m)
3. Reynir Haraldsson
10. Elías Ingi Árnason ('77)
11. Kristján Ari Halldórsson ('67)
11. Davíð Már Stefánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jón Gísli Ström ('36)

Rauð spjöld: