Fram
2
1
Stjarnan
0-1
Kennie Chopart
'5
Hólmbert Aron Friðjónsson
'28
1-1
Stefán Birgir Jóhannesson
'95
2-1
23.04.2012 - 19:00
Úlfarsárdalur
Undanúrslit Lengjubikarsins
Dómari: Kristinn Jakobsson
Úlfarsárdalur
Undanúrslit Lengjubikarsins
Dómari: Kristinn Jakobsson
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
10. Orri Gunnarsson
('75)
11. Almarr Ormarsson
Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
11. Jökull Steinn Ólafsson
21. Stefán Birgir Jóhannesson
('75)
Liðsstjórn:
Daði Guðmundsson
Gul spjöld:
Stefán Birgir Jóhannesson ('90)
Sam Tillen ('41)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl og velkomin í beina textalýsingu frá leik Fram og Stjörnunnar í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn fer fram á gervigrasvellinum í Úlfarsárdal og er það Kristinn Jakobsson sem dæmir.
Leikið verður til þrautar en í húfi er sæti í úrsltialeik keppninnar sem fram fer í Kórnum næsta laugardag.
Á sama tíma fer fram leikur KR og Breiðabliks á KR-vellinum. Við fylgjumst einnig með gangi mála í honum í þessari textalýsingu og látum vita ef mörk verða skoruð þar. Ég verð í beinu sambandi við Hafliða Breiðfjörð sem staddur er á leiknum.
Leikið verður til þrautar en í húfi er sæti í úrsltialeik keppninnar sem fram fer í Kórnum næsta laugardag.
Á sama tíma fer fram leikur KR og Breiðabliks á KR-vellinum. Við fylgjumst einnig með gangi mála í honum í þessari textalýsingu og látum vita ef mörk verða skoruð þar. Ég verð í beinu sambandi við Hafliða Breiðfjörð sem staddur er á leiknum.
Fyrir leik
Það má búast við flottum fótboltaleik í kvöld. Óskar Pétursson, markvörður Grindavíkur, var í viðtali á X-inu í dag þar sem hann spáði 3-2 sigri Framara í framlengdum leik.
Framarar hafa verið heitasta lið landsins á undirbúningstímabilinu og unnu þeir Þór 4-0 í 8-liða úrslitum mótsins. Stjarnan vann 2-1 sigur á Val.
Framarar hafa verið heitasta lið landsins á undirbúningstímabilinu og unnu þeir Þór 4-0 í 8-liða úrslitum mótsins. Stjarnan vann 2-1 sigur á Val.
Fyrir leik
Byrjunarliðin má sjá til hliðar. Ein breyting á byrjunarliði Fram frá sigrinum gegn Þór. Sam Hewson er ekki með í dag og kemur Hólmbert Aron Friðjónsson inn í liðið.
Hvað varðar byrjunarlið Stjörnunnar þá er Ingvar Jónsson, aðalmarkvörður, fjarri góðu gamni í kvöld og Davíð Guðjónsson er í markinu. Þá byrjar Garðar Jóhannsson markamaskína á tréverkinu.
Hvað varðar byrjunarlið Stjörnunnar þá er Ingvar Jónsson, aðalmarkvörður, fjarri góðu gamni í kvöld og Davíð Guðjónsson er í markinu. Þá byrjar Garðar Jóhannsson markamaskína á tréverkinu.
Fyrir leik
Hægt er að sjá byrjunarliðin fyrir leik KR og Breiðabliks með því að smella hérna. Ítrekum það að við munum fylgjast með gangi mála í þeim leik einnig.
Fyrir leik
Furðuleg ákvarðanataka að láta þessa leiki fara fram þar sem aðstaða fyrir áhorfendur er svo til engin. Sama má segja um blaðamanna-aðstöðu. Ég sit hér í bíl sem er staðsettur í hæðinni fyrir ofan völlinn.
4. mín
Almarr Ormarsson er í hægri bakverði hjá Fram en hann hefur spilað þá stöðu nánast allt undirbúningstímabilið. Hlynur Atli Magnússon er á meiðslalistanum og er ekki með. Samkvæmt mínum kokkabókum er Hewson í banni eftir að hafa fengið fimm gul í keppninni.
5. mín
MARK!
Kennie Chopart (Stjarnan)
Þessi leikur fer fjörlega af stað og Stjarnan hefur tekið forystuna með marki sem kom eins og þruma úr heiðskýru lofti! Daninn Kennie Chopart skoraði.
13. mín
Þessi leikur er mjög opinn á þessum upphafskafla og bæði lið átt stórhættulegar sóknir. Stefnir allt í að mörkin verði fleiri í þessum leik.
17. mín
Gunnar Örn Jónsson átti hörkuskot sem Ögmundur Kristinsson átti í fullu fangi með að verja í horn. Flott skutla.
24. mín
Stjörnumenn grimmir í upphafi leiks og óhræddir við að láta vaða á markið. Varnarmenn Fram hafa átt í vandræðum.
28. mín
MARK!
Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
Framarar hafa jafnað metin! Hólmbert skoraði af stuttu færi eftir undirbúning Steven Lennon sem gaf fyrir frá hægri. Það er fjör í þessu!
32. mín
Framarar eru búnir að ná ágætis tökum á þessum leik og eru meira með boltann þessar mínútur.
43. mín
Inn:Sveinbjörn Jónasson (Fram)
Út:Steven Lennon (Fram)
Lennon meiddist og tekur ekki meiri þátt í þessum leik. Á sama tíma byrjar að dropa úr lofti hér í Úlfarsárdalnum.
45. mín
Flautað hefur verið til hálfleiks í þessum leik. Fyrri hálfleikur verið býsna fjörugur og skemmtilegur. Vonandi verður það sama uppi á teningnum í þeim síðari.
55. mín
Stjörnumenn ögn sterkari í byrjun seinni hálfleiks. Staðan er enn 1-0 fyrir KR gegn Breiðabliki vestur í bæ.
60. mín
Framarar nálægt því að komast yfir en skot Hólmberts úr fínu færi fór ekki á markið.
62. mín
Bæði lið eru orðin þéttari en í fyrri hálfleik og leikurinn því ekki eins opinn og hann var.
69. mín
Sveinbjörn Jónasson í dauðafæri en Stjörnumenn náðu að bjarga. Sveinbjörn var líklega rangstæður en ekkert var dæmt.
70. mín
Tillen tók aukaspyrnu á hættulegum stað en spyrnan ekki nægilega góð og sveif yfir. Framarar líklegri sem stendur.
76. mín
Stjörnumenn bjarga á línu eftir skalla frá Kristni Inga! Þarna munaði litlu. Almarr Ormarsson átti svo góða skottilraun úr aukaspyrnu en Davíð Guðjónsson varði.
80. mín
KR 2 - 0 Breiðablik
2-0 Kjartan Henry Finnbogason ('76)
Kjartan fékk boltann í teignum og þrumaði á markið. Leikurinn tíðindalítill annars.
2-0 Kjartan Henry Finnbogason ('76)
Kjartan fékk boltann í teignum og þrumaði á markið. Leikurinn tíðindalítill annars.
89. mín
Þessi seinni hálfleikur hefur alls ekki verið nægilega fjörlegur. Liðin ekki að taka mikla áhættu... stefnir allt í framlengingu.
90. mín
Gult spjald: Stefán Birgir Jóhannesson (Fram)
Margir Framarar héldu að þeir væru að fá víti. Stefán Birgir féll í teignum en Kristinn Jakobsson taldi að um leikaraskap hefði verið að ræða. Gult.
90. mín
Framlengt Staðan 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Við fylgjum þessum leik til enda.
91. mín
Framlenging hafin. Heimildarmenn mínir sem voru vel staðsettir undir lok venjulegs leiktíma segja að Fram hefði átt að fá vítaspyrnu... en Kristinn Jakobsson sagði nei.
95. mín
MARK!
Stefán Birgir Jóhannesson (Fram)
Varamaðurinn Stefán Birgir Jóhannesson hefur komið Fram yfir. Fram átti langt innkast, boltinn barst út á Stefán sem kláraði frábærlega. Þessi strákur er fæddur 1993 og er því í 2. flokki.
100. mín
Sigurliðið í þessum leik mun mæta KR í úrslitum. KR vann 2-0 sigur á Breiðabliki áðan.
105. mín
Hálfleikur í framlengingu. Fram yfir 2-1. Þess má geta að það vantar einhverjar skiptingar hér til hliðar.
110. mín
Framarar hársbreiddinni frá því að bæta við marki eftir undirbúning Stefáns sem hefur heldur betur komið sprækur inn í þennan leik. Stjörnumenn bjarga á síðustu stundu,
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
Varamenn:
27. Garðar Jóhannsson
Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld: