City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Tottenham
2
0
Blackburn Rovers
Rafael van der Vaart '22 1-0
Kyle Walker '75 2-0
29.04.2012  -  15:00
White Hart Lane
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Mike Jones
Byrjunarlið:
3. Gareth Bale
4. Yones Kaboul
7. Aaron Lennon ('84)
10. Emmanuel Adebayor
11. Rafael van der Vaart ('90)
13. William Gallas
14. Luka Modric
24. Brad Friedel (m)
25. Hugo Lloris
28. Kyle Walker
30. Sandro ('86)

Varamenn:
15. Louis Saha
17. Giovani dos Santos ('84)
18. Jermain Defoe ('90)
23. Carlo Cudicini (m)
26. Ledley King
29. Jake Livermore ('86)
33. Steven Caulker

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
93. mín
LEIK LOKIÐ! Algjörlega verðskuldaður sigur hjá Tottenham í dag. Liðið var klassa fyrir ofan gesti sína í dag og hefði vel getað unnið stærri sigur.
92. mín
Þetta er að renna út. Tottenham er á leið upp i fjórða sæti með betri markatölu en Newcastle sem verður í því fimmta. Margir hafa afskrifað Blackburn algjörlega eftir þennan leik í dag.
90. mín
Inn:Jermain Defoe (Tottenham) Út:Rafael van der Vaart (Tottenham)
86. mín
Inn:Jake Livermore (Tottenham) Út:Sandro (Tottenham)
86. mín
Lið Blackburn verið mjög ósannfærandi í dag og skort alla baráttu. Alls ekki sést að þetta lið sé að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Tottenham verið miklu betra liðið.
84. mín
Inn:David Goodwillie (Blackburn Rovers) Út:David Dunn (Blackburn Rovers)
84. mín
Inn:Giovani dos Santos (Tottenham) Út:Aaron Lennon (Tottenham)
78. mín
Hvet fólk til að kíkja á Sunnudagsmessuna á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 17. Sammy Lee er gestur hjá Gumma Ben og Hjörvari. Eðalþáttur framundan.
Magnús Már Einarsson, ristjóri Fótbolta.net:
Þá getur Blackburn sagt bæ við úrvalsdeildina. Vona að minn maður Steve Kean haldi starfinu, hann kemur þeim alltaf beint upp aftur!
75. mín MARK!
Kyle Walker (Tottenham)
ÞVÍLÍKT MARK!! BAKVÖRÐURINN KYLE WALKER MEÐ STÓRFENGLEGA SPYRNU! Tók aukaspyrnu og boltinn lenti í netinu eftir þvílíkan snúning. Tottenham er að fara að taka öll stigin úr þessum leik og komast upp í fjórða sætið. Blackburn verið í eltingaleik allan tímann.
Hörður Snævarr Jónsson:
Tottenham gæti fengið það í bakið að vera ekki búnir að klára þennan leik!
73. mín
Aaron Lennon er kominn aftur inná eftir aðhlynningu.
72. mín
Inn:Anthony Modeste (Blackburn Rovers) Út:Yakubu (Blackburn Rovers)
Lítið sést til Yakubu í dag.
71. mín
Gareth Bale óhræddur við að láta vaða... átti skot af löngu færi sem fór beint í fangið á Paul Robinson. Annars liggur Aaron Lennon á vellinum núna, þarf líklega að fara meiddur útaf.
64. mín
14-0 er staðan fyrir Tottenham í marktilraunum. Staðan samt bara 1-0! Blackburn fer varla í gegnum þennan leik án þess að eiga marktilraun er það?
63. mín
Graham Taylor á BBC:
Eigendur Blackburn hafa mikið verið í umræðunni en í lok dags er það sem gerist á vellinum sem telur. Ég get ekki séð Blackburn halda sér í deildinni þetta tímabilið.
61. mín
Fín sókn hjá Tottenham sem endar með því að Gareth Bale á hörkuskot, náði ekki að stilla miðið nægilega nákvæmlega og vel framjá sigldi boltinn.
56. mín
Fátt markvert gerst það sem af er seinni hálfleik. Heimamenn halfda áfram að vera meira með boltann.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Engar skiptingar voru gerðar í leikhléi.
45. mín
Hálfleikur - Tottenham hefur forystuna og það rosalega verðskuldað. Blackburn ekki fengið færi. 1-0 forysta er samt ekki mikið og allt getur gerst í seinni hálfleik.
44. mín
Varnarnautið William Gallas var næstum búinn að auka forystuna en skalli hans fór í slánna.
43. mín
Markið frá Rafael van der Vaart þýðir að hann er fyrsti leikmaður Tottenham til að skora yfir tíu deildarmörk tvö tímabil í röð síðan Robbie Keane og Dimitar Berbatov náðu því 2007-08.
Fjalar Þorgeirsson, markvörður KR:
Mike Jones hefur leikskilning á við egg. #ComeOnRef
33. mín
Tottenham verið nær því að bæta við en Blackburn að jafna. Lítur ansi illa út fyrir gestina í fallbaráttunni.
22. mín MARK!
Rafael van der Vaart (Tottenham)
TOTTENHAM ER KOMIÐ YFIR! Góð ákvörðun aðstoðardómara! Boltinn fór fyrst í slánna en barst svo til Hollendingsins sem skoraði af stuttu færi. Fyrst virtist varnarmaður Blackburn hafa bjargað á línu en endursýningar sýndu vel að boltinn fór innfyrir línuna.
21. mín
Spilamennska Blackburn hefur ekki verið upp á marga fiska og liðið er ekki að ná að halda boltanum lengi. Gengur samt ekki nægilega vel hjá Tottenham að skapa opin færi.
11. mín
Sandro átti hörkuskot í slánna. Tottenham mun sterkara í byrjun leiks... eins og kannski var búist við.
4. mín
Smá tölfræði: Tottenham hefur unnið síðustu fimm leiki sína gegn Blackburn. Blackburn hefur aðeins unnið tvo af sextán síðustu viðureignum þessara liða.
2. mín
Tottenham í stórsókn! Luka Modric kom með boltann fyrir þar sem Aaron Lennon var í hörkufæri á fjærstönginni en skot hans fór í hliðarnetið.
1. mín
Leikurinn er hafinn.
Fyrir leik
Hér til hliðar má sjá byrjunarliðin. Endilega segðu þína skoðun á Twitter og notaðu hashtagið #fotbolti. Valdar færslur verða birtar í textalýsingunni.
Fyrir leik
Hér til hliðar má sjá byrjunarliðin. Endilega segðu þína skoðun á Twitter og notaðu hashtagið #fotbolti. Valdar færslur verða birtar í textalýsingunni.
Fyrir leik
Benoit Assou Ekotto spilar líklega ekki meira á tímabilinu vegna meiðsla. Grant Hanley hjá Blackburn er frá út tímabilið en að öðru leyti hefur Steve Kean úr öllum sínum mönnum að velja.
Fyrir leik
Komið þið sæl! Hér verður fylgst með gangi mála í leik Tottenham og Blackburn í ensku úrvalsdeildinni. Blackburn er í fallsæti en getur með sigri komist upp að hlið Bolton og QPR sem eru í sætunum fyrir ofan.

Tottenham er í sjötta sæti en fer upp í það fjórða með sigri í dag.

Það er því ansi hreint mikið í húfi!
Byrjunarlið:
1. Paul Robinson (m)
5. Gaél Givet
8. David Dunn ('84)
10. Mauro Formica
12. Morten Gamst Pedersen
16. Scott Dann
18. Bradley Orr
21. Marcus Olsson
23. Junior Hoilett
24. Yakubu ('72)
35. Jason Lowe

Varamenn:
3. Martin Olson
9. Anthony Modeste ('72)
14. Radosav Petrovic
15. Steven N'Zonzi
20. Rubén Rochina
25. David Goodwillie ('84)
34. Jake Kean

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: