Newcastle
0
2
Man City
0-1
Yaya Toure
'70
0-2
Yaya Toure
'89
06.05.2012 - 12:30
St James' Park
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Howard Webb
St James' Park
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Howard Webb
Byrjunarlið:
1. Tim Krul (m)
2. Fabricio Coloccini
3. Davide Santon
4. Yohan Cabaye
6. Mike Williamson
9. Papiss Cisse
10. Hatem Ban Arfa
('75)
14. James Perch
('74)
18. Jonas Gutierrez
19. Demba Ba
24. Cheick Tiote
('82)
Varamenn:
8. Danny Guthrie
16. Ryan Taylor
('82)
22. Sylvain Marveaux
23. Shola Ameobi
('75)
25. Gabriel Obertan
31. Shane Ferguson
('74)
35. Rob Elliot (m)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Hatem Ban Arfa ('26)
Cheick Tiote ('33)
James Perch ('36)
Shane Ferguson ('80)
Rauð spjöld:
90. mín
Ég þakka fyrir mig og minni á beina textalýsingu frá leik Manchester United og Swansea hérna rétt á eftir, ná þeir rauðu að ýta City alla leið?
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 0-2 sigri City, áttu þetta skilið í dag, Newcastle menn vörðust ágætlega en voru ekki nógu góðir fyrir City. Aðeins einn leikur skilur þá bláklæddu núna frá enska titlinum.
89. mín
MARK!
Yaya Toure (Man City)
Maðurinn sem hefði getað verið komin með fernu klárar þetta fyrir City eftir góða sendingu frá Clichy. Manchester City menn finna lyktina af titlinum núna!
88. mín
Úff frábær vörn hjá Richards, Ameobi með þrumuskot sem hefði farið á markið en Richards fórnar sér, Newcastle fá horn en það verður ekkert úr því.
82. mín
Inn:Ryan Taylor (Newcastle)
Út:Cheick Tiote (Newcastle)
Pardew vill líklegast fá meiri vídd í liðið sitt enda með þrjá góða skallamenn í fremstu víglínu eins og er. Rétt í þessu reddar Krul Newcastle eftir að Toure kemst einn í gegn en dettur þegar að hann er að fara að klára leikinn!
82. mín
Enn og aftur eru City nálægt því að klára þetta, núna skallar Yaya Toure rétt framhjá.
79. mín
Gult spjald: Pablo Zabaleta (Man City)
Fyrsta skiptið sem Newcastle kemst í sókn í 15 mínútur næstum því, endar með lausum skalla Cissé sem fer framhjá
77. mín
Það verður að segjast eins og er að City eru líklegri til að skora annað mark, Newcastle liðið er ekki að bjóða upp á mikið fram á við.
75. mín
Hvernig klúðraði Aguero þessu!!! Einn á móti Krul en leggur boltan framhjá markinu!
74. mín
Inn:Shane Ferguson (Newcastle)
Út:James Perch (Newcastle)
Hvað gerir City núna, liggja þeir til baka og reyna að halda þessu eða reyna þeir að ná öðru marki?
70. mín
MARK!
Yaya Toure (Man City)
MARK!!! Frábært mark hjá Yaya Toure sem leggur hann í fjærhornið eftir undirbúning De Jong. Þetta kom nánast úr engu!
70. mín
Inn:Edin Dzeko (Man City)
Út:Willy Caballero (Man City)
20 mínútur eftir að venjulegum leiktíma og City þarf mark.
65. mín
Newcastle menn minna á sig, góð skyndisókn sem endar með skoti Ben Arfa sem fer framhjá, hefði getað gert betur þarna.
61. mín
Inn:Nigel De Jong (Man City)
Út:Samir Nasri (Man City)
Hálftími eftir, De Jong kemur inná fyrir Nasri og fær grimmar móttökur frá Newcastle aðdáendum enda er hann sá sem braut löppina á Ben Arfa fyrir rúmu einu og hálfu ári síðan.
Árni Steinn
City á þennan leik, en það vita allir að Cissé og Ba eru eitraðir #getaskoraðhvenærsemer #fotbolti
City á þennan leik, en það vita allir að Cissé og Ba eru eitraðir #getaskoraðhvenærsemer #fotbolti
56. mín
10 mínútur liðnar af seinni hálfleik og City verið betri, rétt í þessu á Tevez laust skot utan af kannti sem Krul ver léttilega.
48. mín
Aston Villa er komið í 1-0 gegn Tottenham á heimavelli. Þetta á eftir að lyfta stuðningsmönnum Newcastle.
45. mín
Leikurinn byrjaði rólega en æstist heldur betur upp þegar að á leið, hefur verið nokkuð skemmtilegur hingað til. Bæði lið eru með heimsklassa sóknarmenn þannig að við hljótum að sjá einhver mörg í seinni hálfleik.
Andri Berg
er howard webb að reyna að gefa öllu newcastle liðinu gult spjald eða #fotbolti
er howard webb að reyna að gefa öllu newcastle liðinu gult spjald eða #fotbolti
Sigrun Dora
super-sunday! new-city united-swansea síðan leikur dagsins breiðablik-ía! #fotbolti #pepsideildin #elskasvonadaga
super-sunday! new-city united-swansea síðan leikur dagsins breiðablik-ía! #fotbolti #pepsideildin #elskasvonadaga
45. mín
Fyrri hálfleik er lokið, bæði lið hafa átt færi en það er ennþá 0-0. Held að Newcastle menn séu ánægðir með þetta, City verið mun betra liðið.
42. mín
VÁÁÁ! Hvernig fór þetta ekki inn, Newcastle vörnin bjargar tvisvar á línu eftir svaka dramatík í teignum hjá Newcastle, Coloccini og Santon bjarga báðir á línu og Perch nær svo að hreinsa eftir mikið klafs í teignum. Þegar að Newcastle er að komast betur inn í leikinn minna City menn heldur betur á sig!
40. mín
Vel spilað hjá Newcastle, þeir hafa aðeins spýtt í lófana eftir slappa byrjun. Cissé með skalla yfir eftir frábæran undirbúning Ben Arfa.
36. mín
Gult spjald: James Perch (Newcastle)
Newcastle átti mjög góða sókn þar sem Hart þurfti að taka á honum stóra sínum eftir gott skot Ben Arfa. Leikurinn er aðeins að opnast upp, tæklingar fljúga og 3 Newcastle menn eru komnir með gult spjald.
28. mín
Tevez tekur spyrnuna sem skoppar fyrir framan Krul en hann nær þó að halda boltanum.
26. mín
Gult spjald: Hatem Ban Arfa (Newcastle)
Hættuleg aukaspyrna nálægt vítateig Newcastle.
23. mín
Krul fer í skógarhlaup, missir af boltanum en félagar hans í Newcastle vörninni redda honum, þetta lítur eiginlega bara út fyrir að vera tímaspursmál með markið hjá City, ráða öllu þessa stundina.
18. mín
Aguero með besta færi leiksins hingað til, fékk boltan í teignum hjá Newcastle, lagði hann fyrir sig og náði skoti á markið sem Krul handsamaði.
15. mín
Það er eins og að Newcastle menn séu eitthvað stressaðir, mikið af litlum mistökum. City líta vel út og eru að auka pressuna á Newcastle vörnina.
12. mín
City eru mættir til leiks, fá góða sókn og Perch og Williamson þurfa að taka á honum stóra sínum í tvígang. Silva kemst svo inn fyrir Newcastle vörnina og á gott skot sem Krul ver vel.
6. mín
Fyrsta skiptið sem Cissé fékk boltan, einhverstaðar á nálægt miðjulínu, hrópuðu áhorfendur á SJP "shooooot". Þeir sem sáu markið hans í síðustu umferð gegn Chelsea vita hvað þeir eiga við. Leikurinn fer rólega af stað.
Daníel Freyr
newcastle hjartað slær fast þessa stundina í lærdóminum. Leyfi mér ekki að horfa á þetta #fotbolti
newcastle hjartað slær fast þessa stundina í lærdóminum. Leyfi mér ekki að horfa á þetta #fotbolti
Fyrir leik
Fyrirliðarnir leiða liðin sín inn á völlin, það eru góðar aðstæður til knattspyrnuiðkunar í Newcastle í dag.
Fyrir leik
Ég minni fólk á twitter ef það er að tala um leikinn, hastagið #fotbolti, þið þekkið þetta :)
Fyrir leik
Það var stytta vígð fyrir framan St Jame's Park í dag af Sir Bobby Robson, ef að Newcastle spilar í anda hans í dag þá verður þetta erfiður dagur fyrir City.
Fyrir leik
Þetta er leikurinn sem gæti ráðið úrslitum í deildinni sjálfri, Newcastle menn eru að berjast um sæti í meistaradeildinni öllum að óvörum en ef að City vinnur hérna í dag þá eru þeir klárlega komnir með aðra hönd á titilinn.
Byrjunarlið:
1. Joe Hart (m)
13. Willy Caballero (m)
('70)
4. Vincent Kompany
5. Pablo Zabaleta
6. Fernando
8. Samir Nasri
('61)
10. Sergio Aguero
15. Jesús Navas
21. David Silva
('86)
22. Gael Clichy
42. Yaya Toure
Varamenn:
30. Costel Pantilimon (m)
2. Micah Richards
('86)
7. James Milner
10. Edin Dzeko
('70)
13. Aleksandar Kolarov
34. Nigel De Jong
('61)
35. Stefan Jovetic
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Jesús Navas ('30)
Pablo Zabaleta ('79)
Rauð spjöld: