Breiðablik
0
1
ÍA
0-1
Jón Vilhelm Ákason
'68
06.05.2012 - 19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Góðar, léttur vindur
Dómari: Magnús Þórisson
Kópavogsvöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Góðar, léttur vindur
Dómari: Magnús Þórisson
Byrjunarlið:
Sigmar Ingi Sigurðarson
4. Damir Muminovic
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
('77)
17. Elvar Páll Sigurðsson
('85)
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
27. Tómas Óli Garðarsson
30. Andri Rafn Yeoman
Varamenn:
15. Davíð Kristján Ólafsson
('85)
77. Þórður Steinar Hreiðarsson
Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson
Gul spjöld:
Davíð Kristján Ólafsson ('87)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og blessuð. Framundan er leikur Breiðabliks og ÍA í 1. umferð Pepsi-deildarinnar. Hann Matti sér um að lýsa leiknum en hann er fastur í traffík svo ég kem með nokkra punkta þar til hann mætir.
Fyrir leik
Hann Sigmar byrjar víst í marki Breiðabliks. Ingvar Þór Kale þarf að sætta sig við að verma tréverkið í dag.
Fyrir leik
Matti mættur úr traffíkinni.....rosaleg traffík á leiðinni hingað í Kópavoginn. Þetta verður eitthvað. Byrjunarlið liðana eru komin inn. Eins og Elvar kom inn hér áðan að þá er Sigmar í byrjunarliði hjá Blikum.
Fyrir leik
Blikar klikka ekki á gúmmelaðinu fyrir blaðamenn, hér er kópavogsdjúsinn og snúðar og kruðerí. Þetta gefur góð fyrirheit um skemmtilegan leik!
Fyrir leik
Liðunum er spáð víðast hvar svona svipuðu gengi í deildinni í sumar, þetta um miðja deild. Skagamenn eru eins og allir vita nýliðar í deildinni en koma gríðarvel mannaðir til leiks með hvorki meira né minna en fjóra nýja leikmenn og þrír þeirra byrja inn á í dag. Jóhannes Karl Guðjónsson er þeirra fyrirliði enda reynslumikill og ferskur úr atvinnumennskunni.
Fyrir leik
Blikar hafa fengið fjóra menn til liðs við sig, tvo útlendinga sem byrja í dag og síðan Elfar Árna Aðalsteinsson sem byrjar einnig og svo er Sindri Snær Magnússon sem er á bekknum í dag.
Fyrir leik
Síðan er það nú þannig að fyrrum fyrirliði Blika, Kári Ársælsson er genginn til liðs við ÍA og spilar í hjarta varnarinnar þar í dag.
Fyrir leik
Framkvæmdarstjóri ÍA, Þórður Guðjónsson kom hér ásamt formanni ÍA, Inga Fannari og heilsaði upp á blaðamenn með Dominos pizzu í hendi. Gleðilega hátíð var kveðjan hans. Enda eru skagamenn að fagna fyrsta leik sinna mann í efstu deild í þrjú ár í dag.
Fyrir leik
Minni síðan þá sem eru á twitter að nota hashtaggið #fótbolti í færslum sínum um leikina og aldrei að vita nema færslurnar lendi hér í textalýsingunni
Fyrir leik
Vallarþulurinn hér á Kópavogsvelli setti lagið Hvítir Mávar með kveðju til Ómars Stefánssonar Vallarstjóra.
Fyrir leik
Það er þrusu góð mæting að því virðist á Kópavogsvöllinn í dag. Áhangendur beggja liða eru búnir að bíða lengi eftir þessu og mæting er því góð, enda búið að opna gömulu stúkuna. Er þetta skemmtileg tilbreyting að fólk sé mætt í stúkuna áður en leikurinn hefst en ekki 10 mínútum eftir að leikur hefst. Gott mál.
Fyrir leik
Vallarþulur Blika óskar HK mönnum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn í handbolta og stúkan klappar með!
5. mín
Netið eitthvað að stríða mér hér. En leikurinn er hafinn og byrjar ágætlega. Rétt í þessu átti Petar Rnkovic skalla að marki ÍA sem Páll Gísli varði.
10. mín
Ekki mikið að gerast á vellinum þessa stundina. Liðin eru að þreifa hvort á öðru og leikurinn fer mikið fram á miðjum vellinum.
15. mín
Góð sókn hjá ÍA þar sem Gary Martin skaust upp völlinn og stöðvaði boltann á endalínunni og sendi fyrir en vörn Blika var á verðinum.
20. mín
Blikar eru búnir að vera sterkari það sem af er leiksins. Skagamenn liggja aftarlega og Blikar nýta sér það með að pressa þá hátt.
24. mín
Það verður að segjast að það liggur mark hér í loftinu á Kópavogsvelli. Kæmi mér ekki á óvart ef Blikar myndu setja eitt stk innan nokkra mínútna.
38. mín
Blikar eru miklu betri í þessum leik. Skagamenn eru búnir að eitt skot að marki og ná varla að spila boltanum á milli sín.
45. mín
Kominn hálfleikur í Kópavogi. Blikar mun betri það sem af er. Skagamenn þurfa að spýta í lófanna ef þeir ætla að gera eitthvað í þessum leik. Blikar þurfa ekki að bæta mikið í ef þeir ætla að skora.
51. mín
Gary Martin með hættulegasta færi Skagamanna í leiknum. Andri Adolphsson átti flotta sendingu fyrir markið og Gary kom á ferðinni með gott skot sem Sigmar varði.
59. mín
Liðin skiptast á að sækja án þess þó að skapa nein umtalsverð færi. Skagamenn byrja þó seinni hálfleikinn af mun meiri krafti heldur en þeir sýndu í fyrri hálfleik. Þórður þjálfari hefur væntanlega lesið eitthvað yfir þeim.
60. mín
Blikar áttu rétt í þessu góða sókn þar sem boltinn barst inn í teig Skagamanna en sóknarmenn Blika voru ekki með á nótunum.
61. mín
Inn:Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Út:Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Garðar Gunnlaugs fer af velli í stað Jóns Vilhelms Ákasonar. Gary Martin fer þá upp á topp í sóknarleik ÍA. Garðar hefur ekki sést mikið í þessum leik, það verður að segjast.
68. mín
Inn:Arnar Már Björgvinsson (Breiðablik)
Út:Haukur Baldvinsson (Breiðablik)
Blikar gera breytingu á sínu liði.
68. mín
MARK!
Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Jón Vilhelm Ákason skorar fyrsta mark ÍA í efstu deild í þrjú ár. Svo sannarlega góð skipting hjá Þórði þjálfara. Gary Martin átti sendinguna fyrir markið þar sem Jón náði boltanum og setti hann laglega í netið.
82. mín
Gult spjald: Gary Martin (ÍA)
Gary fékk gult eftir að hafa skotið boltanum í mark Blika eftir að hafa verið útskurðaður rangstæður. Heimskulega gert.
87. mín
Gult spjald: Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
Rafn Andri fær gult fyrir ljóta tæklingu á Arnari Má.
91. mín
Leiktíminn við það að renna út. Skagamenn eru fáeinum sekúndum frá því að tryggja sér sigur.
Byrjunarlið:
Jóhannes Karl Guðjónsson
Páll Gísli Jónsson
Aron Ýmir Pétursson
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Ármann Smári Björnsson
17. Andri Adolphsson
('72)
32. Garðar Gunnlaugsson
('61)
Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
10. Jón Vilhelm Ákason
('61)
14. Ólafur Valur Valdimarsson
('72)
19. Eggert Kári Karlsson
25. Andri Geir Alexandersson
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Gary Martin ('82)
Arnar Már Guðjónsson ('30)
Rauð spjöld: