City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
FH
1
1
Grindavík
0-1 Loic Ondo '74
Björn Daníel Sverrisson '84 1-1
06.05.2012  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla
Dómari: Kristinn Jakobsson
Maður leiksins: Óskar Pétursson
Byrjunarlið:
Ólafur Páll Snorrason
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Pétur Viðarsson
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Atli Guðnason
14. Albert Brynjar Ingason
17. Atli Viðar Björnsson
21. Guðmann Þórisson

Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
16. Jón Ragnar Jónsson

Liðsstjórn:
Emil Pálsson

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('73)
Atli Viðar Björnsson ('71)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í Kaplakrika á þessum fyrsta leikdegi Pepsi deildarinnar. Hér munu FH og Grindavík eigast við en leikurinn byrjar 19.15 og hér verður bein textalýsing ásamt skemmtilegum Twitter innskotum.

Við minnum Twitter-notendur á að nota hashtagið #fotbolti ef þeir tísta um leikinn.
Fyrir leik
Liðin hafa verið tilkynnt og má sjá þau hér beggja vegna.

Athygli vekur að Hólmar Örn Rúnarsson er ekki í leikmannahópi FH í kvöld en hann var upphaflega skráður á varamannabekk. Væntanlega er þar um að ræða meiðsli.

Guðjón Þórðarson stillir upp sóknarþenkjandi liði með Scott Ramsay, Tomi Ameobi og Pape Mamadou Faye alla í byrjunarliði.
Fyrir leik
Stórstjörnurnar leggja greinilega leið sína í Hafnarfjörðinn í dag. Ásgeir Sigurvinsson var að koma sér fyrir í stúkunni.
Fyrir leik
Liðin hafa nú lokið við upphitun og haldið til búningsherbergja.

Það er ekki laust við að hér gæti talsvert mikillar spennu.
Fyrir leik
Bjarki Bergmann Gunnlaugsson var rétt í þessu að meiðast og verður því ekki með. Albert Brynjar Ingason tekur hans stað í liði FH.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
4. mín
Fyrsta markverða tækifærið var að líta dagsins ljós.

Atli Guðnason var næstum sloppinn í gegn og átti skot að marki Grindavíkur. Þetta gerðist eftir misheppnaða hreinsun varnarmanna þeirra gulklæddu.

Annars hefur leikurinn farið rólega af stað og bæði lið eru hægt og sígandi að ná takti.
7. mín
Það er talsvert meira fjör að færast í leikinn. Nú var Tomi Ameobi kominn í ákjósanlegt færi eftir frábæra sendingu Scott Ramsay. Viktor Örn Guðmundsson gerði vel og kom boltanum frá.

9. mín
FH hefðu mátt gera betur í þessari sókn.

Ólafur Páll Snorrason bar boltann upp allan völlinn en tókst ekki að finna samherja þegar FH voru komnir 4 á 4 upp við vítateig Grindavíkur.

Það virðist allt stefna í spennandi leik.
11. mín
FH menn eru aðgangsharðir í teig Grindavíkur. Pétur Viðarsson átti skot sem fór af varnarmönnum Grindavíkur og þaðan barst boltinn til Alberts Brynjars. Óskar Pétursson, markvörður Grindavíkur, gerði vel og varði.

Grindvíkingar björgðuðu síðan á línu eftir skalla FH.
14. mín
FH ingar hafa pressað Grindavík mun meira undanfarnar mínútur og uppskorið þrjú góð marktækifæri.

Atli Viðar Björnsson átti fyrst góðan sprett eftir gott samspil hans og Björns Daníels.

Skömmu seinna varð Óskar Pétursson vel frá Atla Guðnasyni.
16. mín
Loic Mbang Ondo ákvað að reyna bakfallsspyrnu inni í sínum eigin vítateig sem gekk ekki nægilega vel. Óskar Pétursson var vel á verði og greip boltann.
17. mín
Pape Mamadou Faye gerði sér lítið fyrir og rölti framhjá Guðmanni Þórissyni sem rann klaufalega á rassinn. Skot Pape var þó himinhátt yfir.
20. mín
Atli Guðnason virðist koma einkar vel undan vetri. Hann hefur átt allnokkra spretti og verið ógnandi í liði FH.

Á hinum endanum virðist Scott Ramsay í ágætis standi og hefur átt nokkrar baneitraðar sendingar aftur fyrir varnarlínu FH en Freyr Bjarnason og Guðmann Þórisson hafa verið vel á verði.
25. mín
Við minnum áhorfendur FH - Grindavíkur á að nota #fotbolti þegar tíst er um leikinn.

Í öðrum fréttum heldur barátta liðanna áfram. Grindavík spila mikið upp á Tomi Ameobi sem er sterkur og erfiður við að eiga en Freyr Bjarnason hefur leikið vel í vörn FH og séð við Tomi það sem af er.
34. mín
Atli Guðnason með gott skot.

Hann fékk stungusendingu inn fyrir vörn Grindavíkur sem Matthías Örn Friðriksson rétt missti af og átti gott skot að marki en Óskar Pétursson varði vel.

Óskar hefur varið nokkrum sinnum vel í marki Grindavíkur og hefur haldið sínum mönnum inni í leiknum það sem af er.
42. mín
Enn eitt uppspil FH fer í gegnum Atla Guðnason sem sneri af sér Loic Mbang Ondo og gaf hárfína sendingu á Björn Daníel sem vann hornspyrnu. Eftir hornið barst boltinn til Atla sem átti fast skot að marki en enn og aftur varði Óskar.
45. mín
Hálfleikur.

Það sem af er hefur lið FH haft yfirhöndina. Þeir hafa átt þónokkrar góðar sóknir en ekki tekist að reka endahnútinn á þær.

Grindavík hafa varist og beitt skyndisóknum með Tomi Ameobi fremstan í flokki. Freyr Bjarnason og Guðmann Þórisson hafa varist vel og ekki gefið Grindvíkingum nein opin marktækifæri.
Spái að FH vinni 3-1. Atlarnir með mörkin svo kemur Bryde inná í seinni og skorar með skalla. #fotbolti #áframFH

Aron Elí Helgason
45. mín
"Þessi leikur er ekkert sælgæti" - Tómas Ingi Tómasson, sérfræðingur Stöðvar 2 á leiknum.

Ég er ekki algerlega sammála því og spái í það minnsta tveimur mörkum í seinni hálfleik.
46. mín
Leikurinn er hafinn að nýju og það með látum. Eftir góða fyrirgjöf Alberts Brynjars átti Ólafur Páll góðan skall fyrir fætur Atla Viðars en skot Atla var rétt yfir. Þarna hefði Atli átt að gera betur.
54. mín
Leikmenn hafa kólnað ansi duglega í hálfleik því leikurinn er allur mun hægari og lítið um að vera.

Við auglýsum því eftir meiri látum og marktækifærum.
65. mín
Atli Viðar og Alberg Brynjar spiluðu sig snyrtilega í gegnum vörn Grindavíkur en mistókst að koma skoti á markið.

Skömmu seinna vildu FH fá dæmda hendi á Ray Anthony í vörn Grindavíkur en Kristinn Jakobsson var viss í sinni sök og dæmdi ekkert.

67. mín
Rétt áðan komst Pape Mamadou Faey einn í gegn eftir að Freyr Bjarnason rann til. Guðmann Þórisson gerði þó afar vel og náði Pape, tæklaði hann og skotið varð því lítið vandamál fyrir Gunnleif Gunnleifsson.

71. mín Gult spjald: Atli Viðar Björnsson (FH)
Fyrir litlar sakir.
73. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Fyrir að mótmæla marki Grindavíkur.
74. mín MARK!
Loic Ondo (Grindavík)
Eftir frábæra fyrirgjöf Scott Ramsay barst boltinn fyrir fætur Loic Mbang Ondo sem aulaði boltanum yfir línuna.

FH vildu fá dæmt leikbrot á Tomi Ameobi eftir viðskipti hans við Gunnleif Gunnleifsson.
79. mín Gult spjald: Scott Ramsay (Grindavík)
Fyrir tæklingu á Guðjón Árna. Scott var ekki alveg sammála þeim dómi enda tæklingin nokkuð meinlaus.
84. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Skoraði úr víti eftir að Ray Anthony hafði handleikið knöttinn og fengið gult spjald fyrir.
88. mín
Leikurinn gerbreyttist eftir að Grindavík komust yfir.

FH náðu strax að jafna eftir að Ólafur Páll átti skalla í hendina á Ray Anthony, réttilega dæmt víti og úr því skoraði Björn Daníel.

Síðan þá hafa FH sótt linnulaust og tvisvar hefur Atli Viðar Björnsson átt góð marktækifæri en í bæði skiptin var Óskar Pétursson vandanum vaxinn.
Leik lokið!
Leiknum er lokið með jafntefli 1-1.

Viðtöl og umfjöllun koma hér inn á síðuna von bráðar. Takk fyrir að fylgjast með.
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Ray Anthony Jónsson
Óli Baldur Bjarnason
Jósef Kristinn Jósefsson
9. Matthías Örn Friðriksson
10. Scott Ramsay
11. Tomi Ameobi

Varamenn:
3. Daníel Leó Grétarsson
7. Alex Freyr Hilmarsson
8. Páll Guðmundsson
24. Björn Berg Bryde

Liðsstjórn:
Marko Valdimar Stefánsson

Gul spjöld:
Scott Ramsay ('79)

Rauð spjöld: