City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Stjarnan
3
1
Valur
Ashley Bares '45 1-0
1-1 Dagný Brynjarsdóttir '53
Inga Birna Friðjónsdóttir '73 2-1
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir '80 , víti 3-1
08.05.2012  -  19:15
Stjörnuvöllur
Meistarar meistaranna
Aðstæður: Nýtt gervigras, sól og köld gola
Dómari: Leiknir Ágústsson
Maður leiksins: Ashley Bares
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Harpa Þorsteinsdóttir
Inga Birna Friðjónsdóttir ('77)
4. Glódís Perla Viggósdóttir
4. Edda María Birgisdóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
7. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (f)
8. Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
23. Eyrún Guðmundsdóttir ('58)
28. Ashley Bares

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir ('58)
9. Kristrún Kristjánsdóttir ('77)
11. Eydís Lilja Eysteinsdóttir
11. Elva Friðjónsdóttir
24. Bryndís Björnsdóttir
25. Edda Mjöll Karlsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Inga Birna Friðjónsdóttir ('49)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá árlegum leik meistara meistaranna. Þar mætast Íslandsmeistarar síðasta árs, Stjarnan og bikarmeistarar síðasta árs, Valur að þessu sinni í leik sem hefst 19:15.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikið er á Stjörnuvelli í Garðabæ sem að þessu sinni skartar splunkunýju gervigrasi. Leikurinn er svokallaður vígsluleikur nýja gervigrassins sem er að nýjustu og flottustu tegund sem boðið er upp á í dag.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Formenn félaga í Pepsi-deild karla eru mættir út á grasið nýja og eru að taka það út. Þar má sjá Gísla Gíslason formann ÍA, bræðurna Viðar Halldórsson og Jón Rúnar Halldórsson sem eru formenn hjá FH, Geir Þorsteinsson formann KSÍ og fleiri.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dóra María Lárusdóttir er komin til landsins eftir að hafa spilað í Brasilíu í vetur og Svíþjóð í fyrra. Hún leikur þó ekki með Val í dag þar sem hún hefur ekki enn fengið leikheimild.
Hafliði Breiðfjörð
1. mín
Leikurinn er hafinn og það er Stjarnan sem byrjar með boltann.
Hafliði Breiðfjörð
12. mín
Sandra Sigurðardóttir markvörður Stjörnunnar vel vel gott skot Hildar Antonsdóttur í teignum.
Hafliði Breiðfjörð
14. mín
Slakt útspark Brett Maron varð til þess að Harpa Þorsteinsdóttir komst í gott færi en Maron bjargaði frá henni.
Hafliði Breiðfjörð
16. mín
Harpa aftur í góðu færi gegn Maron sem bjargaði glæsilega með fótunum. Harpa er að spila á vinstri kantinum hjá Stjörnunni í kvöld.
Hafliði Breiðfjörð
17. mín
Harpa er á eldi í kvöld. Inga Birna kom upp hægra megin og inn í teiginn, sendi fyrir markið þar sem Harpa var og skaut í varnarmann og rétt framhjá.
Hafliði Breiðfjörð
Tómas Þór Þórðarson blaðamaður á Morgunblaðinu
Ef einhver er að fara setjann fyrir Stjörnuna í kvöld er það Glódís Perla. Garðbæingar gerðu vel í að stela henni frá HK/Vík.
Hafliði Breiðfjörð
37. mín
Leikurinn er hægur og lítið að gerast. Harpa Þorsteinsdóttir er mest ógnandi og átti núna skot rétt framhjá úr aukaspyrnu utan af velli.
Hafliði Breiðfjörð
42. mín
Á meðan lítið er að gerast í leiknum má minnast á hvað er að gerast í stúkunni. Fjölmargir leikmenn annarra liða úr Pepsi-deildinni eru mættir til að horfa á leikinn, þar á meðal eru nokkrir leikmenn Breiðabliks sem eru að borða Nings.
Hafliði Breiðfjörð
43. mín Gult spjald: Hildur Antonsdóttir (Valur)
Hildur fær áminningu fyrir brot út við hliðarlínu á miðjum velli.
Hafliði Breiðfjörð
45. mín MARK!
Ashley Bares (Stjarnan)
Stjörnustúlkur eru komnar yfir. Eftir undirbúning frá Ingu Birnu var Ashley Bares á auðum sjó og skoraði með góðu skoti á fjær stöngina.
Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Það er kominn hálfleikur í Garðabænum.
Hafliði Breiðfjörð
49. mín Gult spjald: Inga Birna Friðjónsdóttir (Stjarnan)
53. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Valur)
Dagný Brynjarsdóttir er búinn að jafna í Garðabænum! Hún lék sér að varnamönnum Störnunnar og læddi boltanum framhjá Söndru í markinu. Laglega gert!
56. mín
Svava Rós Guðmundsdóttir komst upp að endamörkunum og sendir boltann fyrir markið, boltinn fer yfir Söndru í markinu, en hafnar í þverslánni! Þarna skall hurð nærri hælum.
58. mín
Inn:Írunn Þorbjörg Aradóttir (Stjarnan) Út:Eyrún Guðmundsdóttir (Stjarnan)
Fyrsta skipting leiksins.
62. mín
Þarna gerðist skondið atvik. Inga Birna féll innan teigs og vildi fá víti, Leiknir gerði ekkert en línuvörðurinn flaggaði. Leiknir, virtist segja honum að láta flaggið niður þannig ekkert var dæmt! Þorlákur ekki parsáttur.
68. mín
Þvílíkt dauðafæri, en Telma Þrastardóttir skýtur í stöngina af línunni í algjöru dauðafæri!
69. mín Gult spjald: Laufey Björnsdóttir (Valur)
73. mín MARK!
Inga Birna Friðjónsdóttir (Stjarnan)
MAAAAARK! Inga Birna fékk góða sendingu inn fyrir vörnina og var alls ekki rangstæð, eins og Valsarar vildu meina og skoraði af miklu öryggi framhjá Brett í marki Vals.
75. mín
Inn:Katla Rún Arnórsdóttir (Valur) Út:Mist Edvardsdóttir (Valur)
Fyrsta skipting Vals.
77. mín
Inn:Kristrún Kristjánsdóttir (Stjarnan) Út:Inga Birna Friðjónsdóttir (Stjarnan)
Inga Birna átti góðan leik í kvöld.
79. mín
Stjarnan fær víti! Hildur antonsdóttir brýtur á Ashley og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fer á punktinn.
80. mín Mark úr víti!
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Stjarnan)
Ásgerður skorar af miklu öryggi úr vítinu! Stjarnan að sigla bikarnum heim.
84. mín
Inn:Katrín Gylfadóttir (Valur) Út:Laufey Björnsdóttir (Valur)
86. mín
Thelma Þrastardóttir fiskar víti eftir góðan sprett!
87. mín
Dagný klikkar vítinu! Mokaði boltanum yfir markið. Hefði haldið lífi í leiknum, en ég fullyrði að þetta sé komið hjá Stjörnunni núna.
Leik lokið!
Ágætis leikur að baki. Stjörnukonur eru meistari meistaranna í kvennaflokki þetta árið.
Byrjunarlið:
1. Brett Maron (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
3. Pála Marie Einarsdóttir
5. Telma Ólafsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir ('75)
7. Hildur Antonsdóttir
8. Laufey Björnsdóttir ('84)
10. Elín Metta Jensen
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
14. Dagný Brynjarsdóttir
29. Telma Þrastardóttir

Varamenn:
12. Þórdís María Aikman (m)
15. Ingunn Haraldsdóttir
16. Katla Rún Arnórsdóttir ('75)
19. Hugrún Arna Jónsdóttir
22. Svana Rún Hermannsdóttir
23. Þórhildur Svava Einarsdóttir
30. Katrín Gylfadóttir ('84)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Laufey Björnsdóttir ('69)
Hildur Antonsdóttir ('43)

Rauð spjöld: