FH
1
0
Fram
Atli Guðnason
'82
1-0
10.05.2012 - 19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 1520
Maður leiksins: Atli Guðnason
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 1520
Maður leiksins: Atli Guðnason
Byrjunarlið:
Ólafur Páll Snorrason
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Pétur Viðarsson
10. Björn Daníel Sverrisson
('79)
11. Atli Guðnason
17. Atli Viðar Björnsson
('88)
21. Guðmann Þórisson
Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
16. Jón Ragnar Jónsson
('90)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
('88)
Liðsstjórn:
Emil Pálsson
Gul spjöld:
Emil Pálsson ('89)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og veriði velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og Fram í 2. umferð Pepsi-deildar karla. Liðunum er báðum spáð toppbaráttu í deildinni í sumar en hvorugt þeirra náði sigri í fyrsta leik. FH gerði þá 1-1 jafntefli við Grindavík heima og Fram tapaði 0-1 fyrir Val heima.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hérna sitt hvorum megin við textann.
Hjá FH er gerð ein breyting. Bjarki Gunnlaugsson sem þurfti að draga sig út eftir upphitun í síðasta leik er orðinn góður af meiðslunum og byrjar í dag. Bjarki tekur sæti Alberts Brynjars Ingasonar sem byrjaði í hans stað gegn Grindavík.
Hjá Fram er líka gerð ein breyting. Orri Gunnarsson kemur inn fyrir Kristinn Inga Halldórsson. Kristinn Ingi fékk högg á fótinn í leiknum gegn Val og er á bekknum í kvöld.
Hjá FH er gerð ein breyting. Bjarki Gunnlaugsson sem þurfti að draga sig út eftir upphitun í síðasta leik er orðinn góður af meiðslunum og byrjar í dag. Bjarki tekur sæti Alberts Brynjars Ingasonar sem byrjaði í hans stað gegn Grindavík.
Hjá Fram er líka gerð ein breyting. Orri Gunnarsson kemur inn fyrir Kristinn Inga Halldórsson. Kristinn Ingi fékk högg á fótinn í leiknum gegn Val og er á bekknum í kvöld.
Fyrir leik
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson er á bekknum hjá Fram í dag. Hann hefur leikið undanfarin ár með FH þar sem hann er uppalinn og hefur orðið Íslandsmeistari fimm sinnum og leikur sinn fyrsta leik gegn FH síðan hann skipti. Hann er þó ekki eini leikmaðurinn í hópi Fram sem kom til félagsins frá FH því Gunnar Oddgeir Birgisson, sem er tvítugur, kom frá FH til Fram fyrir ári síðan.
Fyrir leik
Fyrsti leikmaðurinn út á völlinn er Hólmar Örn Rúnarsson leikmaður FH. Hann er að senda á milli við ungan son sinn á grasinu en Hólmar er meiddur og ekki í leikmanahóp FH og borgaralega klæddur hér í krikanum.
Fyrir leik
Það er líf eftir fótboltaferilinn í Krikanum. Tommy Nielsen sem í fyrrahaust lagði skóna á hilluna er kominn með nýtt hlutverk hjá FH því annan heimaleikinn í röð sér hann um að grilla hamborgara fyrir gesti og gangandi.
Fyrir leik
Af fræga fólkinu... þá er söngvarinn vinsæli Friðrik Dór orðinn vallarþulur í Kaplakrikanum. Það eitt ætti að fjölga áhorfendatölum hérna í dag.
Fyrir leik
Fjörið er alveg að hefjast. Liðin ganga hér inn á völlinn og með þeim koma þeir Guðmundur Sævarsson, Gunnar Sigurðsson og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson sem fá viðurkenningu fyrir störf sín í þágu FH en þeir hættu sem leikmenn liðsins í vetur. Ásgeir Gunnar er meðal varamanna hjá Fram.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Heimamenn í FH byrja með boltann og leika í átt að lögreglustöðinni í Hafnarfirði.
2. mín
Svona stilla liðin upp í dag.
FH:
Gunnleifur
Guðjón Árni - Guðmann - Freyr - Viktor
Pétur - Bjarki
Björn Daníel
Ólafur Páll - Atli Viðar - Atli G
Fram:
Ögmundur
Almarr - Kristján - Lowing - Tillen
Halldór Hermann - Jón Gunnar
Samuel Hewson
Hólmbert - Lennon - Orri
FH:
Gunnleifur
Guðjón Árni - Guðmann - Freyr - Viktor
Pétur - Bjarki
Björn Daníel
Ólafur Páll - Atli Viðar - Atli G
Fram:
Ögmundur
Almarr - Kristján - Lowing - Tillen
Halldór Hermann - Jón Gunnar
Samuel Hewson
Hólmbert - Lennon - Orri
13. mín
Liðin eru að þreifa fyrir sér á vellinum fyrstu mínúturnar. Sam Hewson setti boltann í netið rétt í þessu en var rangstæður svo markið taldi ekki.
16. mín
Atli Viðar Björnsson fell í teignum og fólk í stúkunni vildi vítaspyrnu. Gunnar Jarl dæmdi þó ekkert.
37. mín
Leikurinn er frekar líflaus eins og stemmningin í stúkunni hérna í Kaplakrika. Áhorfendur eru eins og áhorfendur í leikhúsi og hafa sig lítið frammi.
Magnús Haukur
FH liðið er eins og Liverpool sækja upp kantana og svo er enginn í teignum #fotbolti
FH liðið er eins og Liverpool sækja upp kantana og svo er enginn í teignum #fotbolti
42. mín
Gult spjald: Jón Gunnar Eysteinsson (Fram)
Jón Gunnar fær gult fyrir brot og FH með aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Framara. Ekkert kom út úr henni.
45. mín
Það er kominn hálfleikur í Kaplakrika. Áhorfendur eru 1520. Skömmu fyrir hálfleik vildi Steven Lennon fá vítaspyrnu eftir að Guðmann Þórisson togaði í peysuna hans innan teigs en ekkert var dæmt.
53. mín
Stuðningsmenn FH að vakna í stúkunni og hvetja liðið sitt áfram. Vonandi að liðin fari að auka tempóið og koma með eitthvað fjör inn í þennan dapra leik.
56. mín
Fram fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig FH eftir að Bjarki braut klaufalega á Lennon. Hewson tók spyrnuna sem var slök, laus með grasinu beint til Gunleifs.
58. mín
Guðjón Árni Antoníusson skallaði rétt framhjá marki Framara eftir aukaspyrnu Ólafs Páls Snorrasonar. Það er að færast líf í leikinn.
63. mín
Björn Daníel Sverrisson spændi sig í gegnum varnarmenn Framara og sendi fyrir á Atla Guðnason sem skallaði rétt framhjá.
66. mín
FHingar vildu víti þegar Atli Guðnason féll eftir viðskipti við Almar Ormarsson, ekkert dæmt en Framarar brunuðu upp og þar féll Hólmbert eftir viðskipti við Guðmann og aftur ekkert dæmt.
69. mín
Framarar fá aukaspyrnu á stórhætulegum stað, við vítateigslínuna, eftir að brotið var á Halldóri Hermanni.
70. mín
Inn:Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (Fram)
Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram)
Skipting hjá Fram og nú klappa allir í stúkunni því Ásgeir Gunnar Ásgeirsson fyrrverandi leikmaður FH kemur inn hjá Fram.
78. mín
Viktor Örn átti þrumuskot sem Ögmundur rétt náði að verja í þverslá og yfir. FH fékk hornspyrnu og beint í kjölfarið af henni auaspyrnu rétt fyrir utan vítateig.
82. mín
MARK!
Atli Guðnason (FH)
Það er komið mark í Kaplakrika. Eftir að FH hafði sótt stíft sendi Guðjón Árni boltann þvert á markið þar sem Atli Guðnason kom og setti hann í markið.
90. mín
Inn:Jón Ragnar Jónsson (FH)
Út:Freyr Bjarnason (FH)
Freyr er borinn meiddur af velli í uppbótartíma.
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
10. Orri Gunnarsson
('82)
11. Almarr Ormarsson
Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
21. Stefán Birgir Jóhannesson
Liðsstjórn:
Daði Guðmundsson
Gul spjöld:
Jón Gunnar Eysteinsson ('42)
Rauð spjöld: