Valur
3
1
Selfoss
Hörður Sveinsson
'2
1-0
1-1
Jon Andre Royrane
'49
Matthías Guðmundsson
'78
2-1
Rúnar Már Sigurjónsson
'86
3-1
10.05.2012 - 19:15
Vodafone-Hlíðarendi
Pepsi-deildin
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 1.527
Maður leiksins: Rúnar Már Sigurjónsson (Valur)
Vodafone-Hlíðarendi
Pepsi-deildin
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 1.527
Maður leiksins: Rúnar Már Sigurjónsson (Valur)
Byrjunarlið:
10. Guðjón Pétur Lýðsson
('62)
Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
23. Andri Fannar Stefánsson
('62)
Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson
Gul spjöld:
Hafsteinn Briem ('39)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og Selfoss í Pepsi-deild karla. Bæði þessi lið unnu leiki sína í fyrstu umferð. Valur vann sigur á Fram 1-0 á Laugardalsvelli en Selfoss vann 2-1 sigur á heimavelli sínum gegn ÍBV.
Fyrir leik
Það verður gaman að sjá hvað tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson gerir í kvöld en hann átti gríðarlega góðan leik í 1. umferð og var valinn leikmaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net.
Fyrir leik
Fasteignasalinn Guðmundur Ársæll Guðmundsson er dómari í kvöld. Heyrði einhverstaðar að hann væri hættur í fasteignasölunni en hann heldur samt titlinum. Frosti Viðar Gunnarsson og Haukur Erlingsson sjá um að flagga leikinn.
Fyrir leik
Haukur Páll Sigurðsson á við meiðsli að stríða og ljóst er að hann er ekki í byrjunarliði Vals í kvöld. Slæmt fyrir liðið að vera án hans. Hafsteinn Briem kemur inn í liðið í hans stað. Þá er Hörður Sveinsson í byrjunarliðinu í stað Matthíasar Guðmundssonar.
Fyrir leik
Fyrir þau ykkar sem höfðu áhyggjur.. Geir Ólafs álitsgjafi og toppmaður er mættur í VIP-pið. Sat hress í sófanum þegar fréttamaður gekk framhjá. Sumarið er tíminn.
Fyrir leik
Selfyssingar eru að frumsýna nýja búninga í kvöld! Þeir eru í Argentínubúningnum. Það gefur þessum leik aukið vægi.
Fyrir leik
Valsmenn léttir í lund ómar í hátalarakerfinu meðan liðin ganga út á völlinn.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Valsmenn byrjuðu með boltann en þeir sækja í átt að Keiluhöllinni.
2. mín
MARK!
Hörður Sveinsson (Valur)
Þvílík byrjun á þessum leik!!! Varnarlína Selfyssingar ekki með á nótunum í byrjun. Matarr Jobe með sendinguna fyrir frá hægri og þar stakk Hörður Sveinsson sér fram fyrir vörnina og skoraði!
4. mín
Skjálftamenn voru að mæta á völlinn. Mættu aðeins of seint og misstu af fyrsta markinu. Þeir gráta það væntanlega ekki. Skjálfti er samt vaknaður og við gleðjumst yfir því.
8. mín
Hörður Sveins skoraði aðeins eitt mark í fyrra... er þegar búinn að jafna það. Er sumarið hans framundan?
10. mín
Vörn Selyssinga óörugg hér í byrjun og nötrar allt þegar Valsmenn nálgast markið.
14. mín
Jæja, Selfyssingar með ágætis sókn. Ivar Skjerve með skot sem fór í varnarmann og svo átti Babacar Sarr skot sem fór langt framhjá.
Þrátt fyrir að Valur sé að vinna þá er miklu meiri stemning Selfoss-megin í stúkunni og Skjálftamenn sungið stanslaust síðan þeir mættu.
Þrátt fyrir að Valur sé að vinna þá er miklu meiri stemning Selfoss-megin í stúkunni og Skjálftamenn sungið stanslaust síðan þeir mættu.
22. mín
Selfoss í dauðafæri! Jon Andre tók aukaspyrnu frá hægri og fyrirliðinn Stefán Ragnar Guðlaugsson var einn og yfirgefinn, sneiddi boltann rétt framhjá markinu!
Árni Freyr Helgason:
Ætli það hafi einhver haft Hörð Sveinsson í Fantasy-liðinu sínu? #markahrókur #fotbolti
Ætli það hafi einhver haft Hörð Sveinsson í Fantasy-liðinu sínu? #markahrókur #fotbolti
30. mín
King Gaupi er mættur í blaðamannastúkuna. Tómas Meyer segir honum sögur af því þegar hann reif upp gítarinn í dag og tók lagið fyrir 70 vinnufélaga sína.
30. mín
King Gaupi er mættur í blaðamannastúkuna. Tómas Meyer segir honum sögur af því þegar hann reif upp gítarinn í dag og tók lagið fyrir 70 vinnufélaga sína.
35. mín
Selfyssingar verið mun meira með boltann síðustu mínútur en eru ekki að ná að ógna gegn vel skipulögðu og þéttu Valsliði.
39. mín
Gult spjald: Hafsteinn Briem (Valur)
Groddaleg tækling á Jón Daða aftan frá. Hárréttur dómur hjá fasteignasalanum.
46. mín
Flautað hefur verið til hálfleiks. Valur átti hættuleg færi undir lok hálfleiksins. Rúnar Már Sigurjónsson átti stórhættulegt skot eftir aukaspyrnu sem markvörður gestana varði naumlega. 1-0 fyrir Val.
Ragna Einarsdóttir , leikmaður kvennaliðs Breiðabliks:
Hversu lélegt var IBV lidid i fyrstu umferd? Vedurgudinn aldrei bestur #fotbolti
Hversu lélegt var IBV lidid i fyrstu umferd? Vedurgudinn aldrei bestur #fotbolti
49. mín
Selfoss í flottu færi, Babacar Sarr með sendingu inn á Ndiaye en Sindri Snær bjargaði með úthlaupi.
49. mín
MARK!
Jon Andre Royrane (Selfoss)
Jon Andre fékk boltann utarlega í teignum og kláraði glæsilega með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið! Frábært mark sem kemur til greina sem mark umferðarinnar. Tók boltann á lofti.
69. mín
Inn:Joseph David Yoffe (Selfoss)
Út:Sindri Rúnarsson (Selfoss)
Rakarasonurinn mættur inn.
78. mín
MARK!
Matthías Guðmundsson (Valur)
Matthías sem kom inn sem varamaður áðan hefur skorað gegn gangi leiksins! Selfyssingar verið líklegri. Skot Matthíasar fór í varnarmann og endaði í horninu!
86. mín
MARK!
Rúnar Már Sigurjónsson (Valur)
Kolbeinn Kárason með sendingu innfyrir á Rúnar sem hikaði ekkert við þetta og þrumaði að marki. Boltinn lá í netinu!
90. mín
Athugið! Það vantar nokkrar skiptingar í þessa textalýsingu. Kerfið er að hiksta vegna álags. Skiptingarnar verða settar inn eftir leik.
Byrjunarlið:
15. Vigfús Blær Ingason (m)
Sindri Rúnarsson
('69)
8. Ingvi Rafn Óskarsson (f)
10. Ingólfur Þórarinsson
20. Sindri Pálmason
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)
22. Andri Már Hermannsson
Varamenn:
27. Gunnar M. Hallgrímsson (m)
4. Andy Pew
9. Joseph David Yoffe
('69)
12. Magnús Ingi Einarsson
Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Gul spjöld:
Endre Ove Brenne ('45)
Rauð spjöld: