Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
ÍA
2
3
Grindavík
0-1 Andri Rúnar Bjarnason '14
Steinar Þorsteinsson '28 1-1
Garðar Gunnlaugsson '46 , misnotað víti 1-1
1-2 Andri Rúnar Bjarnason '47
1-3 Andri Rúnar Bjarnason '88
Garðar Gunnlaugsson '92 2-3
22.05.2017  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Hressilegur vindur en þokkalega hlýtt
Dómari: Pétur Guðmundsson
Byrjunarlið:
33. Ingvar Þór Kale (m)
Arnar Már Guðjónsson
Albert Hafsteinsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
3. Aron Ingi Kristinsson ('80)
5. Robert Menzel ('69)
10. Steinar Þorsteinsson
20. Gylfi Veigar Gylfason
26. Hilmar Halldórsson
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('69)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('80)
15. Hafþór Pétursson
18. Stefán Teitur Þórðarson
18. Rashid Yussuff
19. Patryk Stefanski

Liðsstjórn:
Gunnlaugur Jónsson (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Guðmundur Sævar Hreiðarsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson

Gul spjöld:
Hilmar Halldórsson ('68)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Grindvíkinga sækja þrjú stig á Skagann.
94. mín
Grindvíkinga í dauðafæri!!! Þvaga í teignum og tvö skot á markið með nokkura sekúndna millibili en Skagamenn henda sér fyrir.
93. mín
Hewson með skot langt utan teigs og ætlar að setja hann yfir Kale en hann bjargar sér fyrir horn og slær boltann yfir.
92. mín MARK!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
MAAAAAARK!!!!! Pínku ponsu líflína fyrir heimaenn. Tryggi með sendingu fyrir og Garðar skorar af harðfylgi.
89. mín
Inn:Juanma Ortiz (Grindavík) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Tvöföld skipting. Andri Rúnar búinn að vera frábær í dag.
89. mín
Inn:Nemanja Latinovic (Grindavík) Út:Will Daniels (Grindavík)
88. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Stoðsending: Sam Hewson
MAAAAAAAAARK!!!!!!! GAME OVER! Andri Rúnar fullkomnar þrennuna.Sleppur einn í gegn eftir sendingu frá Hewson. Skagamenn vilja fá rangstæðu.
85. mín
Inn:Hákon Ívar Ólafsson (Grindavík) Út:Aron Freyr Róbertsson (Grindavík)
Fyrsta skipting gestanna.
84. mín Gult spjald: Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Aftur hárrétt hjá Pétri. Fyrir peysutog
80. mín
Inn:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA) Út:Aron Ingi Kristinsson (ÍA)
Sóknarsinnuð skipting hjá Skagamönnum
78. mín
Alexander Veigar með skottilraun fyrir gestina utan teigs en boltinn framhjá.
77. mín
Skagamenn að sækja og Tryggvi fær boltann í teignum og reynir skotið en varnarmenn komast fyrir.
74. mín
Skagamenn vilja fá víti. Stjakað við Steinar í teignum. Veit ekki með þetta.
73. mín
Þarna var Andri nálægt því að klára þrennuna. Aukaspyrna frá hægri kanti og Andri fær frían skalla en yfir markið.
72. mín
Andri Rúnar er að reynast varnarmönnum ÍA erfiður. Við það að komast í dauðafæri en missir boltann aðeins frá sér.
71. mín
Þarna voru Skagamenn klaufar. Steinar Þorsteins með sendingu inn í teig en Tryggvi hittir ekki boltann og ekki Þórður Þ heldur.
69. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) Út:Robert Menzel (ÍA)
Fyrsta skipting ÍA. Kemur ekki á óvart, Menzel búinn að vera mjög slakur.
68. mín Gult spjald: Hilmar Halldórsson (ÍA)
Hárrétt hjá Pétri. Hilmar missir leikmann Grindavíkur framhjá sér og rífur hressilega í treyjuna hjá honum.
66. mín
Sam Hewson með skemmtilega tilraun. Fær boltann utarlega í teignum og Hewson reynir að klippa boltann í fjær en framhjá.
65. mín
Andri Rúnar sleppur í gegn en Gylfi Veigar gerir vel að elta hann og skotið á endanum lang yfir.
61. mín
Aftur eru SKagamenn nálægt því að jafna leikinn. Þórður Þ kemst inní teig og fer framhjá varnarmanni en skotið í næsta varnarmann og Jajalo grípur auðveldlega.
60. mín
Þarna munaði litlu. Þórðru Þ með flotta sendingu fyrir úr aukaspyrnu og Menzel með skotið rétt framhjá.
58. mín
Ekki mikið að gerast þessa stundina. Skagamenn að reyna að sækja en Grindvíkingar verjast vel.
54. mín
Grindavík beint í sókn og Andri Rúnar skeiðar upp hálfan völl og varnarmenn ÍA í miklu basli en ná á endanum að koma boltanum í burtu.
54. mín
Skagamenn fá hornspyrnu sem er virkilega vel tekinn hjá Þórði Þ en sóknarmenn ÍA bara ekki nógu grimmir
51. mín
Lítið gerst eftir markið. Skagamenn reyna að sækja en gengur lítið
47. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Stoðsending: Aron Freyr Róbertsson
MAAAAAAAARK!!!!! Þetta tók ekki langan tíma!!! Aron Freyr með flotta sendingu og Andri aleinn og skorar auðveldlega. Ekki merkilegur varnarleikur hjá ÍA
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn og reglum samkvæmt er það ÍA sem byrjar með boltann og sækja í átt að höllinni.
46. mín
Hálfleikur
Þetta var síðasta spyrna hálfleiksins.
46. mín Misnotað víti!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Garðar klikkar á vítinu!! Léleg spyrna hjá Garðari, það er bara þannig. Jajalo varði þetta.
45. mín
VÍTI! Skagamenn eru að fá víti. Dæmt á Jajalo.
44. mín
Þarna slapp Jajalo með skrekkinn. Þórður Þ með hornspyrnu og Jajalo misreiknar boltann og missir hann yfir sig en skallinn frá Alberti Hafsteins er yfir markið.
40. mín
DAUÐAFÆRI!!!!! Andri Rúnar fær boltann í teig Skagamenn og leikur á tvo varnarmenn og er einn á móti Kale en skotið ekki nógu gott og Kale hendir sér fyrir
35. mín
Garðar í hörkufæri! Frábær sending inn fyrir frá, jú Þórði Þ og Garðar tekur boltann vel niður en í varnarmann og aftur fyrir. Stórhætta úr horninu þar sem boltinn dettur niður í teignum en varnarmaður gestanna bregst fyrstur við og hreinsar.
33. mín
Það er sem ég segi, virkilegt fjör í þessu núna. Grindvíkingar fara beint í sókn og Daniels með þrumuskot rétt framhjá.
32. mín
Enn er Þórður Þ að koma með fyrirgjöf frá hægri. Kom með eina þéttings fasta og Garðar hársbreidd frá að ná til boltans.
30. mín
Heldur betur líf í þessu núna! Steinar Þorsteins vinnur boltann af varanarmanni Grindvíkinga og kemur með boltann fyrir en varnamenn gestanna rétt koma þessu frá.
29. mín
Grindvíkingar beint í sókn og með skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. Horn.
28. mín MARK!
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Stoðsending: Albert Hafsteinsson
MAAAAAAAAAARK!!!!! Skagamenn eru búnir að jafna leikinn. Aftur er Albert Hafsteins með flotta takta og kemur boltanum á Steinar sem stendur á vítapunkinum og skorar.
27. mín
Garðar með skot framhjá rétt utan teigs. Albert með virkilega huggulegan undirbúning
26. mín
Flott sókn hjá Grindavík sem endar með fyrirgjöf frá vinstir beint á Aron Frey sem ætlar að fara framhjá Aroni Inga en endar á að senda boltann beint í fangið á Kale.
22. mín
Arnór Snær með skalla rétt framhjá!! Steinar Þorsteins með frábæra fyrirgjöf en Arnór hitti boltann ekki alveg nógu vel rétt framhjá markinu.
21. mín
Skagamenn eru að jafna sig eftir þetta mark. Þórður Þ aðeins að komast upp hægra megin og með fínar fyrirgjafir.
17. mín
VÁÁÁÁÁÁ! Skagamenn nálægt því að jafna þarna. Þórður Þ með flotta fyrirgjöf sem fer beint á kollinn á Arnari Má en Jajalo með geggjað vörslu. Boltinn beint á Steinar Þorsteins en skotið hans fór rétt framhjá.
14. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
MAAAAAAAAARK!!!!! Grindvíkingar eru komnir yfir á Akranesi. Sá ekki hver átti stungusendinguna inn fyrir en góð var hún og Andri hristi Aron Inga af sér og skoraði auðveldlega fram hjá Kale í markinu.
12. mín
Garðar í hörkufæri! Fær boltann í teignum eftir fyrirgjöf frá Hilmari. Snýr af sér varnarmenn en skotið slakt og í Grindvíking. Þarna átti Garðar að gera betur.
9. mín
Þórður Þ að henda í áhugaverða tilraun. Kominn rétt fram fyrir miðju og lætur vaða en yfir markið. Ætlaði að nýta vindinn þarna.
8. mín
Jajalo vel með á nótunum þarna. Skagamenn með aukaspyrnu inná teiginn og Arnar Már nær skall að marki en Jajalo vel staðsettur og grípur örugglega.
6. mín
Hörkusókn hjá Grindavík sem endar með skoti rétt fyrir utan teig en varnarmenn ÍA henda sér fyrir boltann.
3. mín
Ekki hægt að segja að leikurinn byrji með látum.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað. Það eru gestirnir sem byrja með boltann og þeir sækja í átt að höllinni í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Þetta fer að byrja hjá okkur. Liðin eru komin út á völl og menn eru að heilsast. Skagamenn spila að sjálfsögðu í gulu og svörtu en Grindvíkingar eru albláir í dag.
Fyrir leik
Það er hálftími í leik hérna á Akranesi. Liðin mætt út að hita. Það er vindur í þessu hjá okkur sem stendur aðeins ská á völlinn en á markið fjær höllinni. Þokkalega hlýtt samt.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús og má sjá þau hér til hliðar. Það lítur út fyrir að ÍA ætli að spila með þrjá miðverði í dag og skipta um leikkerfi en vörnin hefur vægast sagt verið opinn það sem af er sumri.
Fyrir leik
Það styttist í byrjunarliðin en þau detta inn klukkutíma fyrir leik.
Fyrir leik
Aron Sigurðarson er spámaður Fótbolti.net fyrir fjórðu umferðina.

ÍA-Grindavík
Garðar Gunnlaugs sér til að ÍA vinni þennan leik, án þess að svitna.
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Pétur Guðmundsson og aðstoðardómarar eru þeir Bryngeir Valdimarsson og Smári Stefánsson. Varadómari er Egill Arnar Sigurþórsson og eftirlitsmaður KSÍ er Björn Guðbjörnsson.
Fyrir leik
Það er ljóst að þjálfarar liðanna eru tilbúnir í þennan leik miðað viðtöl sem voru tekinn við þá á bikardrættinum síðastliðinn föstudag. Spurning hvort leikmenn mæti tilbúnir.
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Umferðin hófst í gær með þremur leikjum. ÍVB gerði góða ferð til Ólafsvíkur og vann 0-3 útisigur. Breiðablik náði svo í sín fyrstu stig þegar þeir mættur Víkingi R. í Fossvoginu, lokatölur 1-3. Svo vann Stjarnan lið KA í Garðabænum í hádramatík þar sem heimamenn skoruðu sigurmark á 97. mínútu.
Fyrir leik
Það eru tveir aðrir leiki á dagskrá í Pepsídeildinni í dag. Íslandsmeistarar FH taka á móti Fjölni í Kaplakrika kl 19:15 og kl 20:00 er stórleikur Vals og KR á Hlíðarenda.
Fyrir leik
Bæði þessi lið spiluðu að sjálfsögðu í bikarnum síðastliðinn miðvikudag og unnu bæði. Grindavík valtaði fyrir 2.deildarlið Völsungs á heimavlli 7-1 og meðan ÍA vann Fram í svakalegum leik á Akranesi en lokatölur þar urðu 4-3.
Fyrir leik
Liðin mættust einmitt í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins í vor og þá vann Grindavík 1-4 útisigur í Akraneshöllini.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst 43 sinnum í leikjum á vegum KSÍ samkvæmt heimasíðu knattspyrnusambandsins. Í þeim leikjum hefur ÍA sigrað 23 og Grindavík 13. Sjö sinnum hafa liðin skilið jöfn.
Fyrir leik
Grindvíkingar hafa byrjað mótið betur en þeir eru með 4 stig í deildinni eftir jafntefli við Stjörnuna og sigur á Víkingi R en þeir töpuðu síðasta leik á móti Víkingi Ó. ÍA aftur á mótir situr á botni deildartinnar með 0 stig eftir töf fyri FH, Val og KR.
Fyrir leik
Fótbolti.net býður ykkur góða kvöldið frá Norðursvellinum á Akranesi. Við ætlum að fylgjast hérna með leik ÍA og Grindavíkur í 4.umferð Pepsideildar karla.
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
6. Sam Hewson
7. Will Daniels ('89)
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Matthías Örn Friðriksson
16. Milos Zeravica
18. Jón Ingason
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
25. Aron Freyr Róbertsson ('85)
80. Alexander Veigar Þórarinsson
99. Andri Rúnar Bjarnason ('89)

Varamenn:
2. Hákon Ívar Ólafsson ('85)
5. Nemanja Latinovic ('89)
11. Juanma Ortiz ('89)
21. Marinó Axel Helgason
24. Björn Berg Bryde
26. Sigurjón Rúnarsson

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Þorsteinn Magnússon
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson

Gul spjöld:
Andri Rúnar Bjarnason ('84)

Rauð spjöld: