KR
0
1
Grindavík
0-1
Andri Rúnar Bjarnason
'87
, víti
05.06.2017 - 19:15
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla 2017
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Kristijan Jajalo
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla 2017
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Kristijan Jajalo
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
('72)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Kennie Chopart (f)
('90)
11. Tobias Thomsen
('81)
16. Indriði Sigurðsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
Varamenn:
12. Jakob Eggertsson (m)
4. Michael Præst
('72)
9. Garðar Jóhannsson
('81)
18. Aron Bjarki Jósepsson
20. Robert Sandnes
23. Atli Sigurjónsson
23. Guðmundur Andri Tryggvason
('90)
Liðsstjórn:
Willum Þór Þórsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Henrik Bödker
Óðinn Svansson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
LEIKNUM ER LOKIÐ MEÐ 1-0 ÚTISIGRI GRINDAVÍKUR!!! GRINDAVÍK FER Í 3. SÆTIÐ OG ER JAFNT TOPPLIÐUM STJÖRNUNNAR OG VALS AÐ STIGUM, MEÐ 13 STIG. KR ER EINUNGIS MEÐ SJÖ STIG Í ÁTTUNDA SÆTI, ER KRÍSA Í VESTURBÆNUM???
90. mín
KR pressar og rpessar og fær hornspyrnu. Indriði nær fínasta skalla en Jajalo hremmir boltann!
90. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (KR)
Út:Kennie Chopart (KR)
Þriðja skipting KR-inga.
90. mín
DAUÐAFÆRI!! GARÐAR JÓ MEÐ FLOTTAN SKALLA EN JAJALO VER GLÆSILEGA!! Flottur leikur hjá Jajalo!
90. mín
Inn:Juanma Ortiz (Grindavík)
Út:Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Andri Rúnar fær heiðursskiptingu.
87. mín
Mark úr víti!
Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
MAAAAARK!!!!! ANDRI RÚNAR BJARNASON KEMUR GRINDVÍKINGUM YFIR, ÁFRAM ÆTLAR ÆVINTÝRI NÝLIÐANNA AÐ HALDA!!! SKAUT Í HÆGRA HORNIÐ, BEITIR VAR Í BOLTANUM EN Í NETINU ENDAÐI HANN!!!!
86. mín
VÍTI!!!!!!!!! ANDRI RÚNAR DETTUR Í TEIGNUM OG ÍVAR METUR ÞAÐ SEM SVO AÐ HANN HAFI VERIÐ TOGAÐUR NIÐUR!! ÞAÐ GÆTI VEL VERIÐ, SÁ ÞETTA EKKI ALVEG NÓGU VEL!!!
80. mín
Gult spjald: Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Finnur Orri fær gult spjald fyrir að ríofa Andra Rúnar niður þar sem hann kom á hættulegum spretti í skyndisókn. Klárt spjald, þetta kallast einfaldlega "professional foul".
79. mín
KR-ingar fá aukaspyrnu, Óskar Örn kemur með boltann í teig, boltinn er skallaður til Pálma Rafns sem skallar á markið en beint á Jajalo. Tiltölulega laus skalli.
78. mín
Gult spjald: Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Andri Rúnar Bjarnason missir stjórn á skapi sínu eftir að aukaspyrna er dæmd á hann og fær að líta gula spjaldið fyrir kjaftbrúk.
72. mín
Inn:Michael Præst (KR)
Út:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Fyrsta skipting leiksins. Presturinn kemur inn fyrir Arnór Svein.
70. mín
Stórhættulegur bolti inn í teiginn hjá KR-ingum og Beitir missir af honum, en þeir ná þó að bægja hættunni frá. Gunnar Þorsteins náði sér sem betur fer og er kominn á ról.
69. mín
Inn:Hákon Ívar Ólafsson (Grindavík)
Út:Aron Freyr Róbertsson (Grindavík)
Þátttöku Arons Freys er lokið eftir samstuðið áðan. Vonandi nær hann sér á strik sem fyrst!
65. mín
ROSALEGT SAMSTUÐ Í TEIGNUM!! Andri Rúnar kom með hættulega fyrirgjöf og mér sýndist Sam Hewson reyna að klippa boltann, en hann fór bara hátt í loft upp í teignum og þá lentu Gunnar Þór og Aron Freyr í svakalegu samstuði. Gunnar Þór er staðinn upp en Aron Freyr liggur ennþá. Þetta virðist hafa verið mjöööög vont!
64. mín
Óskar Örn er í ágætis skotfæri fyrir utan teig og lætur vaða en skot hans fer yfir markið.
64. mín
KR-ingarnir hafa verið talsvert grimmari og líflegri í seinni hálfleik. Kennie Chopart kemur með klobba-sendingu á Óskar Örn sem kemst í stórgóða stöðu inni í teig. Hann hins vegar hikar við að láta vaða og reynir að komast lengra og missir á endanum boltann.
63. mín
Glöggur maður í blaðamannaskýlinu tók eftir því að Tobias Thomsen skipti um skó í hálfleik. Var í appelsínugulum skóm í fyrri hálfleik en í grænum í þeim seinni. Menn segja að hann hafi líka gert þetta í seinasta leik. Nú kem ég alveg af fjöllum!
55. mín
LÚMSKT SKOT HJÁ ANDRA RÚNARI!!!! Andri Rúnar er með boltann fyrir utan teig og kemur með mjög lúmskt skot á nærstöngina en Beitir er vel vakandi og ver skotið.
52. mín
FLOTT HORNSPYRNA!! Hornspyrnan endar á kollinum á Kennie Chopart sem kemur með fastan skalla á markið en Jajalo ver vel í hornspyrnu. Óskar Örn Tekur seinni spyrnuna, Skúli Jón nær hættulegum skalla en boltinn fer í slána og yfir. Svo virðist sem Jajalo hafi reyndar varið, allavega er dæmt annað horn. Skúli Jón og Jón Ingason lágu báðir eftir þessa hornspyrnu, virðast hafa lent saman. Voru báðir komnir á fætur um mínútu síðar.
51. mín
KR-ingar eru að byrja seinni hálfleikinn af krafti. Óskar Örn kemur askvaðandi í teig en varnarmaður Grindavíkur nær að stöðva hann og boltinn fer í hornspyrnu. Skömmu áður átti Arnór Sveinn ágætis bolta inn í teiginn.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er nú hafinn, KR-ingar byrja með boltann og sækja að KR-heimilinu.
45. mín
Hálfleikur
Flautað hefur verið til leikhlés og staðan er enn markalaus. Ágætis fótboltaleikur þrátt fyrir það. KR-ingar fengu besta færi fyrri hálfleiksins þegar Tobias Thomsen mistókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma boltanum yfir línuna. Þá vildu KR-ingar fá víti skömmu fyrir leikhlé en ekkert var dæmt. Grindvíkingar hafa verið mjög líflegir og ógnandi fram á við en hafa þó ekki skapað sér neitt dauðafæri, nema kannski þegar Aron Freyr komst í ágætis skotstöðu. Held það sé nokkuð sanngjarnt að það sé jafnt í leikhléi þó KR-ingar séu örugglega svekktir að vera ekki búnir að skora.
45. mín
Fínasta rispa þarna. Flott sending frá Pálma á Kennie Chopart inni í teignum. Kennie tekur vel á móti boltanum og snýr og þrumar boltanum rétt framhjá! Fín tilraun svona rétt fyrir leikhlé.
42. mín
KR-INGAR VILJA VÍTI OG ÉG SKIL ÞÁ VEL!! Björn Berg Bryde virðist brjóta á Tobias Thomsen í baráttu þeirra í teignum, stekkur yfir hann og Tobias fellur til jarðar. Ekkert dæmt. Þarna held ég að KR hefði átt að fá víti, svei mér þá...
41. mín
Óskar Örn kemur í átt að teignum á góðu skriði en Jón Ingason gerir vel og nær að stöðva hann.
38. mín
Ekki gott.. Tobias Thomsen liggur sárþjáður í grasinu, rétt fyrir utan völlinn, eftir að hafa farið niður í baráttu við Grindvíking í teignum. Mjög erfitt að sjá hvað gerðist, ekkert brot, en einhvern veginn virðist Tobias hafa meitt sig illa. Spurning hvort hann sneri sig eða eitthvað slíkt. Sjúkraþjálfari hlúir að honum og leikurinn heldur áfram.
35. mín
Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur, liggur eftir, en dæmd aukaspyrna á hann. Hann stökk upp á leikmann KR í skallaeinvígi og lenti illa. Stendur sem betur fer á fætur aftur, nokkuð sprækur.
33. mín
Grindavík fær aukaspyrnu á mjög hættulegum stað til fyrirgjafar. Spyrnan er hins vegar slök og endar í fanginu á Beiti, aldrei hætta.
32. mín
Fjör í þessu, Sam Hewson nær boltanum og geysist upp völlinn en er stöðvaður af Pálma Rafni. Vill fá brot en ekkert dæmt. KR sækir þess í stað en Daniels tæklar Morten Beck svo boltinn fer af Dananum og út af.
31. mín
Gult spjald: Björn Berg Bryde (Grindavík)
Björn Berg fær gult fyrir að negla niður Óskar Örn Hauksson.
30. mín
HVERNIG VAR ÞETTA EKKI MARK??? ÉG SEGI: HVERNIG VAR ÞETTA EKKI MARK??? Dönsk samvinna hjá KR, Morten Beck gersamlega fíflar William Daniels með klobba við hlið teigsins og leggur boltann inn á teiginn. Þar er Tobias Thomsen mættur á markteig í DAUÐAFÆRI en Jajalo ver. Boltinn dettur aftur fyrir fætur Thomsen en hann skýtur aftur í Jajalo, hreint með ólíkindum að boltinn hafi ekki farið í netið!
29. mín
Grindvíkingar fara í aðra skyndisókn, Brynjar Ásgeir sýndist mér koma með fyrirgjöfina en hún endar í hrömmum Beitis.
28. mín
Eftir klafs í teignum ná Grindvíkingar boltanum og geysast upp í skyndisókn. Boltinn berst á William Daniels sem skýst eins og elding upp kantinn. Grindvíkingar eru fjórir á fjóra að mér sýndist. Daniels kemur með flotta fyrirgjöf sem endar hjá Aroni Frey Róbertssyni. Aron Freyr geysist áfram og er kominn í fínt skotfæri, en hittir boltann hrikalega illa og hann fer framhjá. Þarna var Grindavík í hörkufæri. Virkilega flott skyndisókn.
27. mín
Óskar Örn kemur með hættulega fyrirgjöf sem Gunnar Þorsteinsson skallar aftur fyrir og KR-ingar fá hornspyrnu.
26. mín
Pálmi Rafn nær að koma sér í skotfæri en skot hans er laust. Smá líf að færast í KR-ingana allavega.
24. mín
Jæja, loksins sýna KR-ingar klærnar. Morten Beck rennir boltanum á Finn Orra sem kemur með fyrirgjöf. Boltinn berst á Kennie Chopart sem lætur vaða rétt fyrir utan teig. Skotið fer hins vegar beint á Jajalo í marki Grindavíkur, sem heldur boltanum.
23. mín
Það sem einkennir leik Grindavíkur nú þegar fyrri hálfleikur er hálfnaður er sjálfstraust. Þeir hika ekki við að keyra á varnarmenn KR, stundum tekst það og stundum ekki. En þeir spila eins og lið sem hefur sjálfstraust og það getur fleytt mönnum langt.
22. mín
Sam Hewson skorar næstum því beint úr hornspyrnu! Boltinn fer af slánni og yfir, fínasta tilraun!
21. mín
Smá rugl í gangi í KR-vörninni, Beitir kominn langt út fyrir teiginn til að fá boltann og spyrnir honum út fyrir völlinn. Grindavík fær síðan hornspyrnu.
17. mín
Björn Berg Bryde liggur hnjaskaður eftir samstuð í teig Grindvíkinga. Stendur upp og er vonandi alveg heill heilsu. Annars er bara fínasta tempó í þessum leik þó svo að færin hafi verið af skornum skammti.
12. mín
Grindvíkingar með hættulega skyndisókn. Boltinn berst á Andra Rúnar sem geysist fram og Indriði nær að halda honum í skefjum. Andri Rúnar heldur hins vegar boltanum og kemur með banvæna fyrirgjöf sem Skúli Jón nær að skalla í innkast. Beitir hremmir svo boltann úr löngu innkasti. Grindvíkingar beittir fram á við, ekki hægt að segja annað.
10. mín
Morten Beck fer illa með William Daniels og gefur fyrir. Kennie Chopart er inni í teignum og ýtir við varnarmanni Grindavíkur og dæmt brot.
9. mín
Grindvíkingar hafa byrjað leikinn þokkalega, KR að ná ágætis sóknarrispu núna. Hættulegur bolti barst fram að Tobias Thomsen en Grindavík bægði hættunni frá. Gunnar Þór kom svo með langan bolta inn í teig en hættunni bægt frá.
5. mín
Nú liggur annar KR-ingur! Sam Hewson kom með þrumuskot sem endaði í Pálma Rafni sem steinliggur. Hann stendur þó upp á endanum, blessunarlega.
2. mín
Förum aðeins yfir það sem gerðist. Andri Rúnar hirðir boltann og lætur vaða. Boltinn fer í átt að marki á skoppinu og þar nær Beitir ekki að grípa hann og missir framhjá sér. Úr verður alger darraðadans í teignum sem endar með því að boltinn lekur aftur fyrir og hornspyrna er dæmd. Beitir virðist hins vegar hafa orðið fyrir hnjaski og er hlúð að honum. Hann virðist ætla að halda leik áfram!
2. mín
Þarna lítur Beitir illa út!! Svo liggur hann meiddur í grasinu!! ÞAÐ VÆRI NÚ LYGILEGT EF HANN FÆRI MEIDDUR ÚTAF!!
Fyrir leik
Sæmileg mæting á völlinn í dag, þokkalega þétt setið heima megin en langt frá því full stúka. Eins og það er flott veður.. En allavega, örfáar mínútur í leik!
Fyrir leik
Nú styttist heldur betur í leik, ekki nema um tíu mínútur. Menn virðast vera vel upphitaðir og vel gíraðir.
Fyrir leik
Þvílíkt blíðskaparveður í Vesturbænum. Leikmenn eru ekkert að drífa sig að hita upp, en ég bara get ekki ímyndað mér betra veður fyrir fótbolta, þó það sé reyndar smá gola.
Fyrir leik
Grindavík gerir eina breytingu á sínu liði frá því í 1-0 sigrinum gegn Val í síðustu umferð. Alexander Veigar Þórarinsson er ekki í hóp og Brynjar Ásgeir Guðmundsson kemur inn í byrjunarliðið í hans stað. Andri Rúnar Bjarnason var ekki með í síðasta leik, bikarleik gegn Leikni, en er kominn aftur í liðið.
Fyrir leik
KR gerir tvær breytingar á liði sínu frá því í 2-2 jafnteflinu gegn FH í síðustu umferð. Markvörðurinn Beitir kemur inn í byrjunarliðið, ekkert óvænt við það. Þá fer Gunnar Þór Gunnarsson einnig í byrjunarliðið fyrir Robert Johan Sandnes.
Fyrir leik
Grindavík hefur unnið tvo síðustu deildarleiki sína eftir að hafa tapað gegn Víkingi Ólafsvík þar á undan. Nú síðast vann Grindavík frábæran 1-0 sigur gegn Val, sem hafði byrjað mótið glæsilega. KR gerði 2-2 jafntefli gegn FH í síðasta deildarleik og tapaði 2-1 gegn Val þar á undan.
Fyrir leik
Talandi um markmann, þá hefur KR verið í smá markmannabasli og á dögunum fékk liðið Beiti Ólafsson í sínar raðir á undanþágu. Enda eru Stefán Logi Magnússon og Sindri Snær Jensson báðir meiddir og KR þurfti því að leita í 2. flokkinn í síðasta leik gegn ÍR eftir að Sindri Snær fór meiddur af velli. Það verður forvitnilegt að sjá hvort Beitir byrjar í dag, það verður að teljast nokkuð líklegt.
Beitir, sem er þrítugur, er uppalinn hjá HK en spilaði síðast með Keflavík í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð. Hann lék 21 leik í deildinni. Hann hætti hjá Keflavík eftir síðasta tímabil og hefur ekki spilað fótbolta síðan þá.
Á ferli sínum hefur Beitir leikið yfir 150 leiki í 1, 2 og 3. deild en hann gæti nú fengið sitt fyrsta tækifæri í Pepsi-deildinni.
Beitir, sem er þrítugur, er uppalinn hjá HK en spilaði síðast með Keflavík í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð. Hann lék 21 leik í deildinni. Hann hætti hjá Keflavík eftir síðasta tímabil og hefur ekki spilað fótbolta síðan þá.
Á ferli sínum hefur Beitir leikið yfir 150 leiki í 1, 2 og 3. deild en hann gæti nú fengið sitt fyrsta tækifæri í Pepsi-deildinni.
Fyrir leik
Bæði lið koma inn í þennan leik eftir að hafa farið alla leið í vítaspyrnukeppni í Borgunarbikarnum í síðasta leik. KR vann dramatískan sigur á ÍR þar sem hinn ungi markvörður Jakob Eggertsson var hetjan. Grindavík tapaði hins vegar í vítaspyrnukeppni gegn hinu Breiðholtsliðinu, Leikni.
Fyrir leik
Sumarið hefur heldur betur farið vel af stað, skemmtileg og spennandi deild framundan. Þessi leikur er í 6. umferðinni og staðan er þannig að Grindavík er í 3. sætinu með 10 stig og KR er í 6. sætinu með 7 stig. Ég efast um að margir hefðu trúað því fyrir mót að eftir fimm umferðir yrði Grindavík þremur stigum á undan KR. En lærisveinar Óla Stefáns Flóventssonar hafa verið virkilega flottir það sem af er tímabils.
Fyrir leik
Komið þið hjartanlega sæl og blessuð og verið velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik KR og Grindavíkur í Pepsi-deildinni á þessum fallega degi. Alexander Freyr Einarsson heiti ég og mun lýsa leiknum fyrir ykkur í kvöld. Leikurinn hefst á slaginu 19:45 í Frostaskjólinu.
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
6. Sam Hewson
7. Will Daniels
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Matthías Örn Friðriksson
16. Milos Zeravica
18. Jón Ingason
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
24. Björn Berg Bryde
25. Aron Freyr Róbertsson
('69)
99. Andri Rúnar Bjarnason
('90)
Varamenn:
2. Hákon Ívar Ólafsson
('69)
3. Adam Frank Grétarsson
5. Nemanja Latinovic
11. Juanma Ortiz
('90)
26. Sigurjón Rúnarsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson
Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Eiríkur Leifsson
Þorsteinn Magnússon
Gul spjöld:
Björn Berg Bryde ('31)
Andri Rúnar Bjarnason ('78)
Andri Rúnar Bjarnason ('80)
Rauð spjöld: