City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Keflavík
0
1
Stjarnan
0-1 Halldór Orri Björnsson '5 , víti
14.05.2012  -  19:15
Netto-völlurinn
Pepsi-deildin
Aðstæður: Kalt og vindur
Dómari: Kristinn Jakobsson
Maður leiksins: Halldór Orri Björnsson - Stjarnan
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Ómar Jóhannsson
Jóhann Birnir Guðmundsson
6. Einar Orri Einarsson
25. Frans Elvarsson (f)

Varamenn:
12. Bergsteinn Magnússon (m)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('78)
11. Bojan Stefán Ljubicic ('78)

Liðsstjórn:
Sigurbergur Elísson

Gul spjöld:
Einar Orri Einarsson ('60)
Jóhann Birnir Guðmundsson ('45)
Guðmundur Steinarsson ('20)
Gregor Mohar ('15)
Ómar Jóhannsson ('4)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl! Keflavík - Stjarnan er framundan í Pepsi-deild karla. Eini leikur kvöldsins þar sem hinum tveimur var frestað.
Fyrir leik
Stjörnumenn eru með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Keflvíkingar hafa farið betur af stað en margir héldu og eru með fjögur stig.
Fyrir leik
Daníel Laxdal og Bjarki Páll Eysteinsson eru ekki með Stjörnunni í dag þar sem þeir fengu rauð spjöld í síðasta leik. Það má búast við því að Jóhann Laxdal leiki í miðverðinum í kvöld í fjarveru bróður síns.
Fyrir leik
Kristinn Jakobsson dæmir leikinn í kvöld en hann dæmdi einnig þegar þessi tvö lið áttust við í fyrra á þessum velli. Stjörnumenn voru ekki sáttir við frammistöðu hans þar en Magnús Sverrir Þorsteinsson varði boltann með höndum á línu en ekkert var dæmt. Magnús er á bekk Keflvíkinga í kvöld.
Fyrir leik
Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavíkur, kvartar ekki undan aðstæðum í dag. "Við búum á Íslandi" sagði hann við íþróttafréttamenn þegar þeir mættu.
Fyrir leik
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari, er í stúkunni með svarta Errea-húfu. Með honum eru Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, og Heimir Hallgrímsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari. Lalli ætlaði upphaflega á Breiðablik - Valur en þeim leik var frestað til morguns.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Störnumenn sækja með vindi í fyrri hálfleik.
2. mín
Kennie Chopart með fyrstu tilraun leiksins en skot hans fór framhjá. Þess má geta að Baldvin Sturluson erí miðverði með Alexander Scholz í Stjörnuliðinu í dag.
4. mín Gult spjald: Ómar Jóhannsson (Keflavík)
Stjörnumenn fá vítaspyrnu! Ómar markvörður braut á Kennie Chopart en Kristinn Jakobsson telur að hann hafi ekki rænt Chopart augljósu marktækifæri og gefur Ómari gult.
5. mín Mark úr víti!
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Halldór Orri hefur komið Stjörnunni yfir. Stuðningsmenn Garðabæjarliðsins eru þó ekki sáttir við að Ómar hafi ekki fengið rauða spjaldið þegar vítið var dæmt.
9. mín
Vafasamur rangstöðudómur. Jóhann Birnir Guðmundsson var kominn einn í gegn en var flaggaður rangstæður. Menn í blaðamannastúkunni telja dóminn rangan.
14. mín
Góð fyrirgjöf frá hægri sem rataði á kollinn á Garðari Jóhannssyni sem var í fínu færi, boltinn af varnarmanni og í hornspyrnu. Ekkert varð úr horninu.
15. mín Gult spjald: Gregor Mohar (Keflavík)
Braut á Halldóri Orra.
20. mín Gult spjald: Guðmundur Steinarsson (Keflavík)
25. mín
Keflvíkingar vildu fá vítaspyrnu, vildu fá dæmda hendi á Hilmar Þór Hilmarsson. Hann var með höndina upp við líkamann svo ég tel rétt að dæma ekkert þarna. Svo fékk Mads Laudrup fínt færi en skot hans laust og beint á Ómar.
26. mín Gult spjald: Alexander Scholz (Stjarnan)
28. mín
Stjörnumenn líklegri til að bæta við en Keflavík að jafna. Chopart átti hörkuskot sem fór í hliðarnetið.
30. mín
DAUÐAFÆR!! Guðmundur Steinarsson slapp einn í gegn og hafði nægan tíma. Skot hans hitti ekki rammann! Þarna átti hann að skora. Rangstöðugildra Stjörnunnar brást en Hilmar Þór spilaði Guðmund réttstæðan.
37. mín
Snorri Páll Blöndal er að spila sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni. Hefur staðið sig vel það sem af er á miðjunni hjá Stjörnunni. Hann er á miðári 2. flokks.
45. mín Gult spjald: Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
Fyrir mótmæli. Keflvíkingar vildu fá vítaspyrnu þegar Hilmar Geir Eiðsson féll í teignum.
45. mín
Hálfleikur - Stjörnumenn á heildina verið betri og verið meira með boltann. Keflvíkingar þó fengið fín færi, það besta fékk Guðmundur Steinarsson. Keflavík mun sækja með vindinum í seinni hálfleik.
45. mín
Alþjóðleg stemning í fréttamannastúkunni hér í Keflavík þar sem hressir túristar frá Þýskalandi og Asíu eru í heimsókn. Farið hafa fram myndatökur og almenn kátína.
46. mín
Inn:Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan) Út:Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Leikurinn er farinn aftur af stað. Ein skipting í hálfleik.
52. mín
Gummi Steinars aftur í hörkufæri! Átti þokkalegasta skot á markið en Ingvar Jónsson varði með naumindum í horn!
55. mín
Garðar Jóhannsson í baráttunni í teignum og lá eftir. Virtist vítaspyrnuþefur af þessu en treystum á að Kiddi Jak hafi verið með þetta rétt...
60. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Fór í bakið á Jóhanni Laxdal sem hafði leikið á tvo Keflvíkinga.
62. mín
Inn:Darri Steinn Konráðsson (Stjarnan) Út:Kennie Chopart (Stjarnan)
68. mín
Seinni hálfleikur verið afskaplega tíðindalítill og rólegur.
69. mín
Inn:Sigurbergur Elísson (Keflavík) Út:Guðmundur Steinarsson (Keflavík)
71. mín
Gunnar Örn Jónsson með skemmtilega skottilraun, tók boltann á lofti en framhjá fór hann.
78. mín
Inn:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík) Út:Grétar Atli Grétarsson (Keflavík)
78. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Hilmar Geir Eiðsson (Keflavík)
81. mín Gult spjald: Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
85. mín
Inn:Sindri Már Sigurþórsson (Stjarnan) Út:Baldvin Sturluson (Stjarnan)
90. mín
Komið að uppbótartíma...
93. mín
LEIK LOKIÐ! Hrútleiðinlegum seinni hálfleik lokið. Stjörnumenn verða brosandi á Reykjanesbrautinni á eftir.
Byrjunarlið:
Hilmar Þór Hilmarsson
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson ('46)
8. Halldór Orri Björnsson
21. Snorri Páll Blöndal
27. Garðar Jóhannsson

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
14. Hörður Árnason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Halldór Orri Björnsson ('81)
Alexander Scholz ('26)

Rauð spjöld: