Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Grindavík
2
1
Fylkir
Carolina Mendes '47 1-0
1-1 Thelma Lóa Hermannsdóttir '48
Elena Brynjarsdóttir '61 2-1
28.06.2017  -  19:15
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Maður leiksins: Elena Brynjarsdóttir
Byrjunarlið:
1. Telma Ívarsdóttir (m)
Dröfn Einarsdóttir ('59)
Ísabel Jasmín Almarsdóttir
3. Linda Eshun
7. Elena Brynjarsdóttir ('90)
9. Anna Þórunn Guðmundsdóttir ('59)
10. Sara Hrund Helgadóttir (f)
13. Rilany Aguiar Da Silva
16. Guðrún Bentína Frímannsdóttir
19. Carolina Mendes
26. Kristín Anítudóttir Mcmillan

Varamenn:
1. Emma Mary Higgins (m)
8. Guðný Eva Birgisdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir ('90)
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir
21. Telma Lind Bjarkadóttir
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir
26. Berglind Ósk Kristjánsdóttir ('59)
28. Lauren Brennan ('59)

Liðsstjórn:
Róbert Jóhann Haraldsson (Þ)
Nihad Hasecic (Þ)
Þorsteinn Magnússon
Tómas Orri Róbertsson
Sreten Karimanovic

Gul spjöld:
Sara Hrund Helgadóttir ('74)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
LEIKNUM LOKIÐ! Grindavík vinnur gríðarlega mikilvægan sigur! Viðtöl og skýrsla koma í bráð
90. mín
Inn:María Sól Jakobsdóttir (Grindavík) Út:Elena Brynjarsdóttir (Grindavík)
Síðasta skipting Grindavíkur. Þær eru að tryggja sér sigurinn hérna
90. mín
90 mínútur komnar á klukkuna!
89. mín
Elena hreinsar fram eftir aukaspyrnu Fylkis
88. mín
Fylkir fær aukaspyrnu á vinstri kantinum
86. mín
Inn:Rakel Jónsdóttir (Fylkir) Út:Ragnheiður Erla Garðarsdóttir (Fylkir)
Síðasta skipting Fylkis í kvöld
84. mín
Inn:Ída Marín Hermannsdóttir (Fylkir) Út:Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylkir)
Ída Marín kemur inná í stað Berglindar
82. mín
Elena með flotta pressu og vinnur boltann á vallarhelming Fylkis en skot hennar var kraftlaust og auðvelt fyrir Ástu. Elena verið flott í þessum leik
79. mín
Grindavík aðeins dottið niður á völlinn og Fylkiskonur farnar að sækja aðeins meira síðustu mínúturnar
76. mín
Smá klafs inn í teig Grindavíkur en heimakonur ná að bjarga þessu
74. mín Gult spjald: Sara Hrund Helgadóttir (Grindavík)
Fyrsta spjald leiksins, þetta var verðskuldað
69. mín
Lauren með skot í slánna! Grindavík sterkari þessar mínúturnar
68. mín
Lauren Brennan með ágætis skottilraun fyrir utan teig en það fór beint á Ástu
66. mín
Þarna gerði Ásta engin mistök og greip boltann virkilega vel
66. mín
Hornspyrna til Grindavíkur
65. mín
Ásta er búin að eiga virkilega flottan leik í kvöld en þetta var ákaflega klaufalegt. Caragh með fínt skot svo skömmu síðar en Telma átti ekki í neinum vandræðum með það í marki Grindavíkur
62. mín
Inn:Kristín Þóra Birgisdóttir (Fylkir) Út:Hulda Sigurðardóttir (Fylkir)
Fyrsta skipting Fylkis
61. mín MARK!
Elena Brynjarsdóttir (Grindavík)
Þetta var klaufalegt hjá Ástu! Eftir frábæra markvörslu skömmu áður slær hún hornspyrnuna frá Söru Hrund að sínu eigin marki! Boltinn virtist vera á leið inn í markið en Ásta náði að slá boltann frá en Elena fylgdi á eftir og skaut boltanum í markið. GRINDAVÍK ER KOMIÐ YFIR!
60. mín
ÞVÍLÍKA DAUÐAFÆRIÐ HJÁ GRINDAVÍK! Carolina með öflugt skot á Ástu sem ver boltann út í teiginn og þar var Rilany mætt en Ásta varði MEISTARALEGA í horn!
59. mín
Inn:Berglind Ósk Kristjánsdóttir (Grindavík) Út:Dröfn Einarsdóttir (Grindavík)
Tvöföld skipting hjá Grindavík
59. mín
Inn:Lauren Brennan (Grindavík) Út:Anna Þórunn Guðmundsdóttir (Grindavík)
52. mín
Frábær vörn hjá Ragnheiði Erlu! Elti Rilany uppi og náði af henni boltanum
51. mín
Fylkir vinnur hornspyrnu
51. mín
Seinni hálfleikurinn byrjar heldur betur fjörlega!
49. mín
Góð sókn hjá Grindavík strax í næstu sókn! Flott samspil hjá Carolinu og Rilany sem endar með skoti frá Brassanum í hliðarnetið
48. mín MARK!
Thelma Lóa Hermannsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Jesse Shugg
JÁ ÞÆR VORU EKKI LENGI AÐ ÞESSU HJÁ FYLKI! STRAX Í NÆSTU SÓKN! Ég verð að viðurkenna að ég sá ekki hver átti fyrirgjöfina af hægri kantinum, líklega var það Jesse Shugg en fyrirgjöfin frá hægri var frábær og beint á Thelmu Lóu sem kláraði frábærlega!
47. mín MARK!
Carolina Mendes (Grindavík)
Stoðsending: Rilany Aguiar Da Silva
GRINDAVÍK KOMIÐ YFIR! Rilany með lúmska sendingu inní teig sem varnarmenn Fylkis áttu í miklum vandræðum með og boltinn dettur fyrir Carolinu sem átti auðvelt með að skora
46. mín
Leikur hafinn
Jæja þá er þetta hafið aftur! Thelma Lóa byrjar með boltann fyrir Fylki
45. mín
Hálfleikur
Kristinn flautar til hálfleiks. Jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik. Grindavík kannski örlítið betri í leiknum svona heilt yfir. Fylkir hafa hins vegar átt hættulegri færi í leiknum. En enn er allt jafnt í ágætum leik
43. mín
Sendingarnar hjá Kristínu Anítudóttur fram völlinn hafa verið frábærar það sem af er leiknum
40. mín
Flott spyrna hjá Söru Hrund en Ásta Vigdís gerði vel og greip boltann
39. mín
Rilany með flottan sprett upp vinstri kantinn og vinnur hornspyrnu
37. mín
Carolina með bjartsýnisskot langt utan af velli. Laflaust og Ásta ekki í neinum vandræðum með það. Elena svo með fína skottilraun skömmu síðar en skotið yfir
36. mín
Fylkir snöggar fram og Caragh Milligan með góðan sprett upp vinstri kantinn. Átti svo góða fyrirgjöf á Jesse en skot hennar framhjá
36. mín
Sara Hrund með fyrirgjöf að marki Fylkis en Ásta Vigdís ekki í neinum vandræðum
32. mín
Kristín aftur með frábæra sendingu upp völlinn og var Rilany nálægt því að ná valdi á boltanum en rétt missti af honum og Fylkir náði að hreinsa
31. mín
MARK DÆMT AF VEGNA RANGSTÖÐU HJÁ FYLKI! Þarna náði Fylkir að brjóta upp vörn Grindavíkur og kom Jesse Shugg boltanum yfir línuna en hún var réttilega dæmd rangstæð
29. mín
Kristín Anítudóttir með flotta sendingu upp völlinn en Sigrún Salka náði til boltans. Boltinn barst hins vegar á Carolinu sem lét vaða en hitti boltann illa og fór hann örugglega framhjá
28. mín
Fínasta sókn hjá Grindavík. Ísabel með frábæra sendingu upp í horn þar sem Elena náði boltanum og átti ágætis fyrirgjöf. Þar var hins vegar fáar gular treyjur
27. mín
Ragnheiður Erla með fyrirgjöf sem fór á mark Grindavíkur. Telma ekki í neinum vandræðum með þetta
25. mín
Grindavík er meira í því að spila boltanum en Fylkir. Vantar hins vegar síðustu sendinguna hjá heimakonum. Fylkiskonur hins vegar rosalega hættulegar í föstum leikatriðum. Þetta er stál í stál, hörku einvígi sem við erum að fá hér
21. mín
Fylkir fær aftur aukaspyrnu á miðjum vellinum og Telma aftur svolítið óörugg í úthlaupinu sínu. Hún er svekkt út í sjálfa sig. Á svo fínt úthlaup skömmu síðar.
20. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ GRINDAVÍK! Sara Hrund með frábæra sendingu inn fyrir vörn Fylkis og Rilany slapp ein í gegn og lék á Ástu Vigdísi en náði ekki krafti í skotið sitt og tókst Fylkir að bjarga. Þarna átti sú brasilíska að skora
19. mín
Jasmín Erla með flotta aukaspyrnu og Telma ætlaði út í boltann en það var aðeins ýtt við henni og missti hún boltann en ekkert dæmt. Smá klafs í teignum en Grindavík náði að hreinsa boltann fram
18. mín
Aukaspyrna hjá Fylki hérna á vinstri kantinum
17. mín
Anna Þórunn með skot af löngu færi hjá Grindavík. Kraftlaust og auðvelt fyrir Ástu Vigdísi í marki Fylkis. Góð tilraun hins vegar hjá Önnu Þórunni
15. mín
Thelma Lóa nálægt því að prjóna sig í gegnum vörn Grindavíkur eftir smávægileg mistök hjá Bentínu. Kristín Anítudóttir og Linda Eshun voru hins vegar tilbúnar í hjálparvörnina og náði sú fyrrnefnda að hreinsa í burtu
14. mín
Ísabel með góða skottilraun að marki Fylkis. Skotið hins vegar ekki nægilega fast og siglir framhjá
10. mín
Stál í stál hérna fyrstu tíu mínútur leiksins. Hvorugt liðana að gefa færi á sér
6. mín
Elena með fína hugsun hérna. Ætlaði að gefa boltann inn í en sendingin ekki nógu löng
4. mín
Dröfn með fyrirgjöf sem endaði með skoti, fór rétt yfir markið. Grindavík byrjar ágætlega hérna á upphafsmínútunum. Eru að halda boltanum vel. Fylkir líka að byrja ágætlega
3. mín
Telma lætur vel í sér heyra úr marki Grindavíkur. Gaman að sjá það. Er ekki einu sinni viss um að hún þekki nöfn allra leikmanna Grindavíkur
2. mín
Sara Hrund fljót að láta finna fyrir sér. Brýtur af sér á miðjum vellinum
1. mín
Leikur hafinn
Kristinn Friðrik Hrafnsson sér um flautuspilun kvöldsins og flautar hann leikinn á. Grindavík byrjar með boltann og sækir að Þorbirni
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völlinn. Þetta fer að hefjast. Var sagt við mig áðan að þetta væri tólf stiga leikur. Held að það sé ágæt lýsing á mikilvægi þessa leiks!
Fyrir leik
Völlurinn lítur afskaplega vel út hérna í Grindavík að vanda.
Fyrir leik
Beggi vallarstjóri er mættur! Ég held að hann sé í verðskulduðu fríi í kvöld. Hann er bara áhorfandi.
Fyrir leik
Steini Magg markmannsþjálfari er búinn að fara vel yfir hlutina með Telmu. Allt byrjunarlið Grindavíkur komið inn í klefa nema hún. Telma mun staldra stutt við í Grindavík. Fer að öllum líkindum aftur til Breiðabliks þegar félagaskiptaglugginn opnar aftur. Þetta verður án efa stórgóð reynsla fyrir þennan unga og efnilega markvörð
Fyrir leik
Fyrir þá sem eru að bíða eftir Begga vallarstjóra þá er ég ekki enn búinn að sjá hann. Lítill fugl sagði mér að hann væri á leiknum en hann er enn ófundinn. Bíð spenntur yfir því að hitta á manninn. Alltaf gaman að hitta Begga vallarstjóra
Fyrir leik
Það er ljómandi gott veður hérna í Grindavík. Það er hægur vindur og fínn hiti. Man ekki eftir að kvennaliðið hafi fengið svona veður í sumar hingað til. Karlalið fékk einn lognleik. Annars hefur verið hávaðarok í öllum leikjum meistaraflokka Grindavíkur
Fyrir leik
Grindavík gerir fjórar breytingar á sínu byrjunarliði frá 5-0 tapinu gegn Breiðablik. Linda Eshun og Bentína koma inn í liðið eftir meiðsli og þá byrjar Elena Brynjarsdóttir frammi.

Telma Ívarsdóttir leikur sinn fyrsta Pepsi-deildar leik í kvöld en hún mun standa á milli stanganna hjá Grindavík í kvöld. Telma er ungur og efnilegur markvörður sem hefur verið í U19 ára landsliðinu. Hún er uppalin í Fjarðabyggð en færði sig um set til Breiðabliks þar sem hún hefur verið á varamannabekknum. En félagaskipti Telmu gengu í garð í dag og má hún því spila leikinn.
Fyrir leik
Fylkir gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu í kvöld frá því í 1-0 tapinu gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Sigrún Salka Hermannsdóttir kemur inn í liðið, í stað Tinnu Björk Birgisdóttur
Fyrir leik
Alls hafa liðin mæst tólf sinnum og hefur Fylkir haft yfirhöndina í viðureignum liðanna með átta sigra. Grindavík hefur tvisvar sinnum unnið Fylki en tvisvar hefur orðið jafntefli. Síðasti sigurleikur Grindavíkur gegn Fylki kom árið 2011
Fyrir leik
Grindavík er í 8. sæti Pepsi-deildarinnar með sex stig en Fylkir er sæti neðar, í fallsæti með fjögur stig. KR er svo einnig með sex stig en er sæti ofar en Grindavík vegna betri markatölu. Það er því gríðarleg spenna í botnbaráttunni.
Fyrir leik
Liðin mættust í fyrstu umferð sumarsins en þá vann Fylkir 1-0 sigur. Það er eini sigur Fylkis í sumar.
Fyrir leik
Leikurinn í kvöld er síðasti leikur tíundu umferðar Pepsi-deildar kvenna en óhætt er að tala um þennan leik sem algjöran sex stiga leikur. Að mínu mati er þetta mikilvægasti leikur beggja liða í sumar.
Fyrir leik
Komið sæl og blessuð og verið velkomin hingað til Grindavíkur þar sem heimakonur munu mæta Fylki í miklum botnslag í Pepsi-deild kvenna
Byrjunarlið:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
2. Jesse Shugg
6. Hulda Sigurðardóttir ('62)
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir
10. Ragnheiður Erla Garðarsdóttir ('86)
15. Ísold Kristín Rúnarsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
20. Caragh Milligan
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f) ('84)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir

Varamenn:
12. Þórdís Edda Hjartardóttir (m)
5. Ída Marín Hermannsdóttir ('84)
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir
16. Kristín Þóra Birgisdóttir ('62)
17. Birna Kristín Eiríksdóttir

Liðsstjórn:
Jón Aðalsteinn Kristjánsson (Þ)
Rakel Jónsdóttir
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Vésteinn Kári Árnason
Rakel Leósdóttir
Kolbrún Arnardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: