Leik lokið!
Grindavík vinnur nýliðaslaginn og skellir sér á toppinn!
Marinó Axel Helgason, tvítugur heimamaður, skoraði og fiskaði víti sínum fyrsta byrjunarliðsleik.
90. mín
VÓ! Þarna munaði engu. Hrannar með fyrirgjöf af hægri kantinum sem fer af kollinum á Elfari Árna og rétt framhjá. KA nálægt því að jafna.
87. mín
Inn:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Bræðra skipting.
87. mín
Gult spjald: Callum Williams (KA)
84. mín
KA menn blása til sóknar núna í leit að jöfnunarmarki.
83. mín
Inn:Daníel Hafsteinsson (KA)
Út:Bjarki Þór Viðarsson (KA)
83. mín
Grindvíkingar eru syngjandi glaðir i stúkunni. Skiljanlega. Þeir eru að henda sér á toppinn ef þetta verður niðurstaðan.
81. mín
Mark úr víti!Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Tíunda markið í sumar hjá Andra. Hann skoraði af öryggi eftir að hafa klikkað á vítaspyrnu fyrr í leiknum.
Andri fagnar markinu með því að leika naut. Áhugavert!
80. mín
Annað víti! Marinó Axel er búinn að skora og nú fiskar hann vítaspyrnu!
Eftir gott spil Grindvíkinga sendir Alexander Veigar boltann á milli Davíðs og Bjarka i bakverðinum. Marinó kemur á blindu hliðina á Bjarka. Bjarki snýr sér við og brýtur á Marinó þegar hann ætlar að taka boltann.
78. mín
Alexander Veigar reynir skot frá miðju en Rajko grípur boltann auðveldlega.
76. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Fyrsta skipting dagsins. Ásgeir virðist haltra þegar hann fer af velli.
75. mín
Gult spjald: Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Fer hátt með takkann í baráttu við Almarr. Alexander tekur boltann en Pétur lögga dregur upp spjaldið.
70. mín
MARK!Marinó Axel Helgason (Grindavík)
Stoðsending: Andri Rúnar Bjarnason
Marinó Axel stimplar sig inn í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í Pepsi-deildinni!
Fær boltann vinstra megin og tekur skemmtilegan þríhyrning við Andra Rúnar áður en hann skora framhjá Rajkovic sem kemur hlaupandi út á móti.
Marinó fagnar markinu að hætti Tim Cahill með því að boxa hornfánann. Mikil gleði í stúkunni enda ungur heimamaður að skora sitt fyrsta mark í efstu deild.
68. mín
Varamenn beggja liða eru að hita upp en þjálfararnir eru ekkert byrjaðir að skipta ennþá.
64. mín
Grindvíkingar meira með boltann áfarm á meðan KA menn eru þéttir og beita skyndisóknum.
57. mín
Aleksandar Trnicic liggur eftir í teig Grindvíkinga. Tveir Grindvíkingar tækluðu hann í skotinu. Boltinn á milli. Aleksandar fær aðhlynningu og heldur svo áfram leik.
55. mín
William Daniels leikur á varnarmenn og lætur vaða af 25 metrunum en skotið talsvert yfir markið.
54. mín
,,Liggur í loftinu," syngja stuðningsmenn Grindavíkur aftur. Grindvíkingar hafa sótt stíft hér í upphafi síðari hálfleiks.
53. mín
Rajko í miklum vandræðum í markinu eftir hornspyrnu. Slær boltann beint á Andra Rúnar en Elfar Freyr tæklar fyrir skotið.
52. mín
Vá! Þetta hefði verið eitt af mörkum tímabilsins.
Gunnar Þorsteins átti skiptingu á Aron sem var við vítateigshornið hægra megin. Aron lét vaða viðstöðulaust á lofti en boltinn fór í slána!
Grindvíkingar eru með smá meðvind hér í síðari hálfleiknum.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn! Vonandi fáum við fleiri mörk hér í sólinni í Grindavík.
45. mín
Grindvíkingar með skemmtilega sláarkeppni í hálfleik. Til fyrirmyndar!
45. mín
Hálfleikur
Fjörugur fyrri hálfleikur að baki. Glæsimark Hallgríms skilur liðin að. Andri Rúnar klikkaði á vítaspyrnu og mörkin hefðu alveg getað verið fleiri. Allt opið fyrir síðari hálfleikinn. Óskum eftir sama fjöri þar.
45. mín
Grindvíkingar komast í skyndisókn og Andri Rúnar á skot/fyrirgjöf sem er of framarlega fyrir Will Daniels. Sóknin heldur þó áfram og Grindvíkingar fá hornspyrnu. Eftir hana er mikill darraðadans áður en KA menn ná að hreinsa!
45. mín
Brynjar Ásgeir er grimmur og vinnur boltann af Hallgrími út við hliðarlínu. Grindvíkingar eru komnir í hörkusókn en Hallgrímur liggur eftir með höfuðmeiðsli. Gunnar fyrirliði Grindavíkur sparkar boltanum út af til að hægt sé að huga að meiðslum Hallgríms. Grindvíkingar í stúkunnni eru ekki sáttir. Þeir vildu sjá sína menn halda sókninni áfram.
43. mín
Elfar Árni á skot eftir fyrirgjöf Darko Bulatovic. Skotið er laust og Jajalo ver auðveldlega.
42. mín
Andri Rúnar fellur aftur eftir baráttu við Davíð Rúnar. Bolvíkingurinn er brjálaður að fá ekki aðra vítaspyrnu en Pétur dómari lætur sér fátt um finnast.
40. mín
Dauðafæri! Kristjan Jajalo í rugli í markinu. Spyrna hans fram völlinn fer beint á Emil Lyng. Daninn er um að bil 25 metra frá marki og hann fær tækifæri til að vippa yfir Jajalo í autt markið. Emil nær hins vegar ekki að nýta sér þetta því vippan fer yfir markið.
Grindvíkingar hafa verið í brasi aftast í dag og Jajalo, sem hefur verið að glíma við meiðsli, er ólíkur sjálfum sér.
,,Bombið boltanum fram. Hættið þessu djöfulsins dútli!" öskrar einn reiður stuðningsmaður.
37. mín
Gult spjald: Aleksandar Trninic (KA)
Hér verður allt vitlaust! Aleksandar er alltof seinn í tæklingu á Aron Frey. Grindvíkingar tryllast gjörsamlega, bæði innan og utan vallar.
Pétur dómari veifar gulu spjaldi við litla hrifningu heimamanna. Þeir vildu sjá rautt.
36. mín
Grindvíkingar lenda í basli með að spila út úr vörninni. ,,Strákar, hvað er að ykkur?" öskrar kona í stúkunni.
35. mín
Ásgeir Sigurgeirsson lætur vaða fyrir utan teig en boltinn yfir. Ásgeir hefur verið frábær í liði KA í sumar.
Trnicic mættur aftur inn á......
31. mín
Færi! Grindvíkingar hafa heldur betur lifnað við eftir að þeir lentu undir. Eftir gott spil sendir Aron boltann inn á vítateig á Andra Rúnar. Hann nær skoti í baráttu við varnarmann en boltinn fer rétt yfir.
,,Liggur í loftinu," syngja stuðningsmenn Grindavíkur. Hafa ýmislegt til síns máls þar.
28. mín
Aleksandar Trnicic liggur meiddur á vellinum í augnablikinu.
24. mín
Kraftur í Grindavík núna. Will Daniels fær gott færi á fjærstönginni eftir hornspyrnu en skot hans yfir markið.
22. mín
Misnotað víti!Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Andri Rúnar skýtur í stöngina úr vítaspyrnunni! Rajko var farinn í hitt hornið en skotið fer í stöng og út. Ekki kom tíunda markið hjá Andra þarna.
22. mín
Grindavík fær vítaspyrnu. Brotið á Andra Rúnari! Davíð Rúnar missir Andra fram fyrir sig og brýtur utarlega í teignum. Klaufalega gert.
19. mín
MARK!Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Ásgeir Sigurgeirsson
Litla markið! Hallrímur Már kemur KA yfir með frábæru langskoti.
Hallgrímur skoraði með vinstri af 25 metra færi upp í bláhornið. Hann fagnaði markinu síðan með því að taka langan sprett að stúkunni þar sem hann fagnaði með Schiöturum.
Aðdragandinn að markinu var þannig að Almarr vann boltann með tæklingu út við hliðarlínu og Ásgeir sendi á Hallgrím.
15. mín
Grindvíkingar spila varfærnislega hér í byrjun leiks. Andri Rúnar hefur verið ansi einmanna í framlínunni.
12. mín
Emil Lyng með skot úr vítateigsboganum. Boltinn talsvert yfir en skotið virðist hafa haft viðkomu í varnarmanni því Pétur dæmir hornspyrnu.
10. mín
KA menn öllu líklegri hér í byrjun. Engin alvöru færi ennþá samt.
5. mín
Gunnar Þorsteinsson fékk höfuðhögg eftir baráttu við Trinicic og er utan vallar þessa stundina. Grindvíkingar manni færri á meðan. Gunnar fékk blóðnasir og þarf að skipta um treyju. Hann kemur aftur inn á í treyju númer 24.
3. mín
Elfar Árni nálægt því að sleppa í gegn en Brynjar Ásgeir Guðmundsson stöðvar för hans.
1. mín
Leikur hafinn
Fjörið er byrjað.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn á meðan upphafslagið úr Game of Thrones hljómar í hátalarakerfinu.
KA spilar í hvítum og rauðum varabúningum sínum í dag. Að sjálfsögðu eru nokkrir Schiötarar mættir að styðja sína menn.
Fyrir leik
Sólin skín á áhorfendu hér í Grindavík. Smá gola á annað markið. Held samt að heimamenn kalli þetta logn.
Fyrir leik
Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar, mætir í fréttamannastúkuna með leikskýrslur og veigar. Toppmaður.
Fyrir leik
Andri Rúnar Bjarnason, markahæsti leikmaður deildarinnar, er mættur langfyrstur út á völl að hita upp. Spjallar við Óla Stefán þjálfara áður en hann fer að leika sér með boltann.
Andri var tæpur fyrir leikinn og heyrst hefur hér í Grindavik að hann gangi ekki alveg heill til skógar. Hann ætlar samt að spila.
Fyrir leik
Andri Rúnar Bjarnason og Kristijan Jajalo, sem hafa verið í stóru hlutverki hjá Grindavík í sumar, byrja báðir en þeir voru tæpir fyrir leikinn.
Mikil forföll eru hjá Grindavík en þeir Björn Berg Bryde og Sam Hewson eru í leikbanni auk þess sem Hákon Ívar Ólafsson, Juanma Ortiz, Magnús Björgvinsson, Rodrigo Gomes Mateo,
Hinn tvítugi Marinó Axel Helgason er í byrjunarliði í dag í fyrsta skipti í Pepsi-deildinni. Fimm af sjö varamönnum Grindvíkinga koma síðan úr 2. flokki félagsins.
Davíð Rúnar Bjarnason, fyrirliði KA í fyrra, spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu í dag. Óttast var að Davíð yrði frá út tímabilið en hann er klár í slaginn.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir KA, sérstaklega þar sem Guðmann Þórisson er fjarverandi. Davíð spilar við hlið Callum Williams í vörninni í dag en Aleksandar Trninic fer aftur á miðjuna þar sem hann var mjög öflugur í byrjun móts.
Davíð er þó ekki með fyrirliðabandið í dag en Hallgrímur Mar Steingrímsson ber það í dag líkt og hann hefur gert síðan að Guðmann meiddist.
Ólafur Aron Pétursson dettur út úr liðinu sem og Hrannar Björn Steingrímsson en Bjarki Þór Viðarsson kemur inn í hægri bakvörðinn fyrir hann.
Fyrir leik
Kjartan Atli Kjartansson er spámaður umferðarinnar á Fótbolta.net.
Grindavík 1 - 2 KA
Akureyringar sækja stig í Grindavík. Meiðslin setja strik í reikninginn hjá Grindjánum í baráttu gulu nýliðanna. Ásgeir Sigurgeirsson skorar bæði mörkin, en þess má geta að hann er frændi Hjörvars Hafliðasonar (eins og Bjarni Ben).
Fyrir leik
Þegar þessi lið mættust hér í Grindavík í Inkasso-deildinni í fyrra urðu lokatölur 2-2. KA hafði síðan betur 2-1 í leiknum á Akureyri.
Fyrir leik
Björn Berg Bryde og Sam Hewson taka út leikbann hjá Grindavík í dag.
Auk þeirra eru þeir Hákon Ívar Ólafsson, Juanma Ortiz, Magnús Björgvinsson og Rodrigo Gomes Mateo allir á meiðslalistanum.
Markahrókurinn Andri Rúnar Bjarnason er einnig tæpur fyrir leikinn í dag sem og Will Daniels. Markverðirnir Kristijan Jajalo og Maciej Majewski eru einnig tæpir fyrir leikinn vegna meiðsla.
Fyrir leik
Guðmann Þórisson, varnarjaxl KA, er ennþá frá keppni auk þess sem Archange Nkumu hefur verið að glíma við meiðsli í nánast allt sumar.
Fyrir leik
Gleðilegan sunnudag.
Hér verður fylgst með leik Grindavíkur og KA í 10. umferð Pepsi-deildarinnar.
Um er að ræða slag nýliðanna en þeir hafa báðir komið inn í deildina af krafti. Grindavík er fyrir leikinn í 2. sæti með 18 stig en KA er með 12 stig í 6. sætinu.