Fjölnir
2
2
BÍ/Bolungarvík
0-1
Pétur Georg Markan
'42
0-2
Andri Rúnar Bjarnason
'65
Viðar Ari Jónsson
'78
1-2
Felix Hjálmarsson
'81
2-2
20.05.2012 - 14:00
Fjölnisvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Sól og smá gola
Dómari: Leiknir Ágústsson
Fjölnisvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Sól og smá gola
Dómari: Leiknir Ágústsson
Byrjunarlið:
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
9. Bjarni Gunnarsson
('77)
9. Þórir Guðjónsson
('64)
15. Haukur Lárusson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
Varamenn:
7. Viðar Ari Jónsson
('77)
10. Aron Sigurðarson
('64)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Viðar Ari Jónsson ('85)
Pablo Punyed ('67)
Illugi Þór Gunnarsson ('59)
Haukur Lárusson ('30)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan. Hér verður bein textalýsing frá leik Fjölnis og BÍ/Bolungarvíkur í 1. deildinni.
Fyrir leik
Bæði þessi lið gerðu jafntefli í fyrstu umferðinni um síðustu helgi. Fjölnir sótti stig til Ólafsvíkur og BÍ/Bolungarvík gerði jafntefli heima gegn Víkingi R.
Fyrir leik
Í vikunni sigraði Fjölnir lið Þórs Þorlákshafnar 6-0 í bikarnum á meðan BÍ/Bolungarvík lagði ÍH 4-3.
1. mín
Fjölnir á fyrstu sóknina og Bjarni Gunnarsson skallar framhjá eftir fyrirgjöf frá Þóri Guðjónssyni.
5. mín
Fjölnismenn byrja af meiri krafti og Þórir á sendingu á Illuga Þór Gunnarsson sem á þrumuskot úr vítateigsboganum en boltinn fer talsvert framhjá.
10. mín
Fyrsta marktilraun skástriksins. Hafsteinn Rúnar Helgason skýtur hátt yfir úr aukaspyrnu á fínum stað upp við vítateigslínuna.
12. mín
Bjarni Gunnarsson á skot af stuttu færi eftir hornspyrnu en Þórður Ingason ver gegn sínum gömlu félögum.
17. mín
Besta færi leiksins! Ingimar Elí Hlynsson á stungusendingu inn á Pétur Georg Markan sem kemst einn í gegn. Pétur nær þó ekki að skora gegn sínum gömlu félögum því Steinar Örn Gunnarsson sér við honum í markinu, ekki nógu vel klárað hjá Pétri sem starfar sem kennari í Súðavíkurskóla á Vestfjörðum.
24. mín
Bjarni Gunnarsson fær langa sendingu fram völlinn og reynir að lauma boltanum framhjá Þórði en hann er vandanum vaxinn í markinu.
27. mín
Ágúst Örn Arnarson kemst inn fyrir hægra megin í fínt færi en skot hans fer framhjá. Águst var einn á auðum sjó og hefði auðveldlega getað farið nær markinu áður en hann lét skotið ríða af.
30. mín
Gult spjald: Haukur Lárusson (Fjölnir)
Rauðhærða varnartröllið stimplar sig inn með því að tækla Hauk Ólafsson út við hliðarlínu.
31. mín
Fjölnismenn halda áfram að fá fín færi án þess að nýta þau. Illugi Þór á fína stungusendingu inn á Ágúst en skot hans fer yfir. Ágúst var togaður niður í þann mun sem hann lét skotið ríða af en Leiknir Ágústsson dæmir ekkert.
42. mín
MARK!
Pétur Georg Markan (BÍ/Bolungarvík)
Pétur Georg Markan nær að koma BÍ/Bolungarvík yfir gegn sínum gömlu félögum. Alexander Veigar Þórarinsson átti frábæra utanfótarsendingu inn fyrir á Pétur sem lék á Steinar Örn í markinu áður en hann renndi boltanum í netið.
45. mín
BÍ/Bolungarvík leiðir í leikhléi með marki Péturs Markan. Fjölnismenn hafa heilt yfir fengið fleiri góð færi en það eru mörkin sem telja.
55. mín
Fjölnismenn halda áfram sem frá var horfið í fyrri hálfleik og eru meira ógnandi.
59. mín
Gult spjald: Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir)
Illugi fer í bókina fyrir að sparka boltanum einn meter í burtu eftir að búið var að flauta. Leiknir dómari vill ekki sjá slíkt á sinni vakt.
65. mín
MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (BÍ/Bolungarvík)
BÍ/Bolungarvík nær að auka forskot sitt. Eftir fyrirgjöf frá hægri gerir hægri bakvörðurinn Árni Kristin Gunnarsson sig sekan um slæm mistök þegar hann hittir ekki boltann. Andri Rúnar Bjarnason fær knöttinn og þakkar pent fyrir sig með því að skora með skoti í fjærhornið.
67. mín
Bjarni Gunnarsson á fyrirgjöf frá hægri sem ferí stöngina og út! Þórður datt í markinu og var ekki nálægt því að ná boltanum.
71. mín
Pétur Markan fær tækifæri til að ganga endanlega frá leiknum en Steinar ver. Andri Rúnar átti sendingu inn á Pétur sem komst í fínt færi.
74. mín
Guðmundur Karl Guðmundsson kemst í fína stöðu hægra megin í vítateignum en ákveður að senda boltann frekar en að skjóta. Sendingin er ekki nógu góð á Felix Hjálmarsson sem skýtur framhjá.
78. mín
MARK!
Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Þvílík innkoma hjá Viðari Ara Jónssyni! Fjölnismenn áttu aukaspyrnu á vítateigslínunni og Viðar Ari skokkaði inn á teiginn eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Pablo Punyed átti fast skot úr aukaspyrnunni sem Þórður varði út í teiginn beint á Viðar sem skoraði.
81. mín
MARK!
Felix Hjálmarsson (Fjölnir)
Fjölnismenn eru búnir að jafna! Varamennirnir eru heldur betur að stimpla sig inn hjá heimamönnum og nú jafnar Felix Hjálmarsson. Guðmundur Karl átti fyrirgjöf á varamanninn Aron Sigurðarson sem kemur boltanum á Felix og hann nær að snúa sér að skora með skoti úr markteignum.
85. mín
Gult spjald: Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Leiknir er búinn að vera duglegur að veifa spjöldum, hér fer það áttunda á loft í dag.
86. mín
Felix á skot framhjá eftir fyrirgjöf frá Aroni. Bæði lið eru nú í leit að sigurmarki!
90. mín
Fjölnismenn fá hornspyrnu á lokasekúndunum og eftir darraðadans á Bergsveinn Ólafsson skot en gestirnir bjarga á síðustu stundu.
Byrjunarlið:
4. Hafsteinn Rúnar Helgason
7. Sigurgeir Sveinn Gíslason
9. Andri Rúnar Bjarnason
10. Alexander Veigar Þórarinsson
13. Pétur Georg Markan
('90)
21. Dennis Nielsen
23. Gunnlaugur Jónasson
Varamenn:
12. Bjarki Pétursson (m)
13. Sigþór Snorrason
15. Nikulás Jónsson
('90)
16. Daniel Osafo-Badu
('80)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Ingimar Elí Hlynsson ('80)
Andri Rúnar Bjarnason ('62)
Haukur Ólafsson ('34)
Pétur Georg Markan ('23)
Rauð spjöld: