City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
KR
0
2
Valur
0-1 Rakel Logadóttir '3
0-2 Kristín Ýr Bjarnadóttir '59
20.08.2011  -  16:00
Laugardalsvöllur
Valitor bikar kvenna - Úrslitaleikur
Aðstæður: Toppaðstæður. Logn, sól og blíða á flottum Laugardalsvelli.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Byrjunarlið:
5. Sigrún Inga Ólafsdóttir
6. Rebekka Sverrisdóttir (f)
7. Sonja Björk Jóhannsdóttir ('54)
7. Ólöf Gerður Jónsdóttir
9. Katrín Ásbjörnsdóttir
15. Keli M Mclaughlin ('63)
16. Lilja Dögg Valþórsdóttir
20. Berglind Bjarnadóttir ('63)
27. Olga Kristina Hansen
28. Rosie Malone-Povolny
32. Petra Lind Sigurðardóttir

Varamenn:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
3. Elisa Berzins
14. Kristín Sverrisdóttir
19. Selja Ósk Snorradóttir
25. Freyja Viðarsdóttir ('54)
26. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir ('63) ('63)
31. Arna Ómarsdóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá úrslitaleik KR og Vals í Valitor kvenna. Hér uppfærum við stöðugt það sem gerist í leiknum.

Við minnum á að við fylgjumst með þeim sem nota #fotbolti á Twitter og valdar færslur gætu ratað hingað inn.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Liðin eru að ljúka lokaundirbúningi sínum úti á velli. Það eru 15 mínútur til leiks og aðstæður gætu ekki verið betri. Logn, sól og blíða á glæsilegum Laugardalsvellinum.
Sindri Snær Jensson - Markmaður Vals
Áfram Valur. Stelpurnar eru að fara að hirða dollu í dag. Við leikmenn karlaliðsins mætum að sjálfsögðu að styðja þær. #Valur
Fyrir leik
Jæja, nú fer þetta alveg að skella á. Leikmenn liðanna eru mættir út á völl í góðum félagsskap ungra knattspyrnustúlkna úr yngri flokkum félaganna.

Dómari leiksins er Guðmundur Ársæll Guðmundsson og honum til aðstoðar eru þau Birkir Sigurðarson og Rúna Kristín Stefánsdóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og heiðursgestur leiksins var að heilsa upp á leikmenn og nú þjóðsöngurinn er farinn að hljóma.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Það eru KR-ingar sem byrja með boltann og sækja í átt að Laugardalshöllinni. Valsarar sækja að Laugardalslauginni.
1. mín
Dauðafæri! Caitlin Miskel skýtur framhjá úr frábæru færi. Rakel Logadóttir fór upp hægri kantinn og sendi fyrir markið. Petra Lind markvörður KR sló boltann beint út í teig og fyrir tærnar á Miskel sem setti boltann framhjá.
3. mín MARK!
Rakel Logadóttir (Valur)
Rakel Logadóttir er búin að koma Val yfir. Hólmfríður Magnúsdóttir lagði boltann fyrir markið og fyrir fæturnar á Rakeli sem þakkaði pent fyrir sig og setti boltann í netið. Frábær byrjun hjá Val og nú verður þetta erfitt fyrir KR-inga.
10. mín
KR-ingar virðast aðeins vera að ná áttum eftir krafmikla byrjun Valsara. Valsarar eru þó áfram sterkara liðið á vellinum.

Við minnum fólk á að valdar færslur af samskiptavefnum Twitter koma hingað inn, notið #fotbolti í færslurnar svo eftir þeim sé tekið.
Shaneka Gordon - Leikmaður Grindavíkur
Home chillin...about to watch women's game- Valur vs KR!
13. mín
Frábær sókn hjá Val. Laufey Ólafs bar boltann upp völlinn og stakk honum upp í vinstra hornið á Hólmfríði. Hólmfríður lék inn að að marki og átti fínt skot rétt framhjá.
17. mín
Hólmfríður skýtur framhjá úr ágætu færi. Hljóp á KR-vörnina, komst framhjá Sigrúnu Ingu hægri bakverði en náði ekki góðu skoti og hættan rann hjá.
21. mín
KR á sitt fyrsta markskot en aukaspyrna Katrínar Ásbjarnardóttur er auðveld viðureignar fyrir Meagan McCray í marki Vals.
26. mín
Það er farið að heyrast aðeins meira í áhorfendum í stúkunni. Færeyingurinn Olga Kristina Hansen hefur átt skemmtilegustu tilþrif KR-inga í leiknum en hún er búin að klobba Hallberu tvisvar við mikinn fögnuð stuðningsmanna KR.
27. mín
Valsarar koma boltanum í netið í annað sinn en markið er réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Hólmfríður sendi boltann fyrir og Rakel Logadóttir átti skot sem fór af varnarmönnum og datt fyrir Kristínu Ýr. Hún kom boltanum yfir marklínuna en var rangstæð og Rúna Kristín Stefánsdóttir á línunni lyfti flagginu því réttilega.
30. mín
Caitlin Miskel á skot yfir markið. Kristín Ýr hafði lagt boltann út á hana en Caitlin hitti boltann ekki nógu vel og setti hann yfir markið.
32. mín
Keli M Mclaughlin reynir að lyfta boltanum yfir Meagan í Valsmarkinu. Ágæt tilraun en skotið var ekki nógu fast og Meagan greip boltann örugglega.
33. mín
Þar skall hurð nærri hælum fyrir KR-inga. Kristín Ýr á flott skot af vítateigslínunni en boltinn fer rétt framhjá.
37. mín
KR-ingar eru farnir að sækja meira. Ólöf Gerður Ísberg á hörkuskot að marki af 40 metra færi en Meagan rétt nær að blaka honum yfir og í hornspyrnu. KR-ingar eiga hættulega fyrirgjöf í kjölfar hornspyrnunnar en brotið er á Meagan markverði og Valsarar fá aukaspyrnu.
Anna Garðarsdóttir - Leikmaður Aftureldingar

Áfram Valur! Ávísunina á Hlíðarenda. Og bikarinn!
41. mín
Dauðafæri! Kristín Ýr brennir af úr frábæru færi. Caitlin Miskel kemst upp að endalínu og leggur boltann út í teig á Kristínu Ýr sem er vel staðsett á vítapunktinum. Hún setur boltann framhjá úr mjög góðu færi.
42. mín
KR-ingar eru nálægt því að jafna. Olga Kristina stingur boltanum innfyrir Valsvörnina og á Katrínu Ásbjörnsdóttur. Hún á ágætt skot að marki en Meagan ver í horn. Þarna fór gott færi í súginn.

Berglind Bjarnadóttir á skalla framhjá eftir hornspyrnuna, hún hefði mátt gera betur þarna.
45. mín
Vááá! Þarna fær KR annað dauðafærið. Sigrún Inga á hættulega hornspyrnu sem flýgur framhjá mönnum í teignum og fyrir fæturnar á Rosie Malone-Povolny sem að lúrir á fjær. Hún nær þó ekki almennilega til boltans og setur boltann framhjá úr upplögðu færi.
45. mín
Guðmundur Ársæll er búinn að flauta til leikhlés í fjörugum bikarúrslitaleik.

Valsarar byrjuðu af krafti en KR-ingar hafa sótt í sig veðrið eftir því sem liðið hefur á leikinn. Bæði lið hafa átt fín færi sem ekki hafa nýst og leikurinn er galopinn.
46. mín
Liðin eru mætt aftur út á völl og hafa tekið sér stöðu á vellinum. Það eru Valsarar sem byrja með boltann í þetta skiptið og sækja að Laugardalslaug.
49. mín
KR á fyrsta skot síðari hálfleiksins. Olga Kristina reynir skot utan vítateigs en það er beint á Meagan McCray sem handsamar knöttinn örugglega.
53. mín
Kristín Ýr Bjarnadóttir á hörkuskot í stöng utan af velli.
54. mín
Inn:Freyja Viðarsdóttir (KR) Út:Sonja Björk Jóhannsdóttir (KR)
Freyja Viðarsdóttir kemur inná fyrir Sonju Björk Jóhannsdóttur sem virðist vera meidd.
58. mín
Hallbera á flotta fyrirgjöf með jörðinni sem nær alla leið á fjærstöng þar sem Kristín Ýr bíður. Hún hittir boltann hinsvegar illa og setur boltann framhjá úr dauðafæri.
59. mín MARK!
Kristín Ýr Bjarnadóttir (Valur)
Það hlaut að koma að því að Kristín Ýr næði að skora. Hún er búin að koma Val í 2-0 með góðu skallamarki eftir fyrirgjöf Hallberu Guðnýjar.
60. mín
KR á hættulega hornspyrnu sem virtist vera á leið í markið en Kristín Ýr er komin til baka og skallar boltann frá af marklínu.
62. mín
Glæsilega varið hjá Petru. Kristín Ýr á fínan skalla eftir fyrirgjöf Rakelar Logadóttur en Petra er vel vakandi og ver í horn.
63. mín
Inn:Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir (KR) Út:Berglind Bjarnadóttir (KR)
KR gerir tvöfalda skiptingu. Keli Mclaughlin og Berglind Bjarnadóttir fara út og í þeirra stað koma þær Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir og Elisa Berzins.
63. mín
Inn:Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir (KR) Út:Keli M Mclaughlin (KR)
67. mín
Inn:Elín Metta Jensen (Valur) Út:Hólmfríður Magnúsdóttir (Valur)
Táningurinn Elín Metta Jensen kemur inná fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur.
69. mín
KR-ingar virðast aðeins hafa misst dampinn eftir flottar lokamínútur í fyrri hálfleik. Valsarar stýra leiknum og það þarf eitthvað mikið að gerast til að þær nái ekki að hampa titlinum.
74. mín
Elín Metta á ágætis rispu. Snýr af sér varnarmann við aðra markstöngina og reynir skot sem fer í varnarmann. Hún fær boltann aftur en í þetta skiptið ver Petra frá henni og í horn. Ekkert verður úr horninu.
77. mín
Olga Kristina reynir skot utan af velli en boltinn flýgur hátt yfir Valsmarkið. KR-ingar þurfa að færa liðið sitt framar og taka smá séns í lokin ef þær ætla sér eitthvað úr leiknum. Eins og er er þetta þæginlegt fyrir Valsara sem halda boltanum vel og nýta sér það að tíminn vinnur með þeim.
80. mín
Inn:Katrín Gylfadóttir (Valur) Út:Hildur Antonsdóttir (Valur)
Katrín Gylfadóttir leysir Hildi Antonsdóttur af inná miðjunni hjá val.
86. mín
Það er lítið að gerast hjá KR-ingum og tíminn er að renna út fyrir þær til að klóra í bakkann.
88. mín
Inn:Björk Gunnarsdóttir (Valur) Út:Caitlin Miskel (Valur)
Valsarar gera sína síðustu breytingu. Björk Gunnarsdóttir kemur inn fyrir Caitlin Miskel.
89. mín
Kristín Ýr með skot úr teignum sem Rebekka Sverrisdóttir kemst fyrir og boltinn fer í horn. Ekkert kemur út úr hornspyrnunni.
90. mín
VALUR ER BIKARMEISTARI 2011! Guðmundur Ársæll er búinn að flauta til leiksloka og Valsarar vinna 2-0 sigur á erkifjendunum í KR.
Byrjunarlið:
Kristín Ýr Bjarnadóttir
1. Meagan McCray
6. Mist Edvardsdóttir
7. Rakel Logadóttir
7. Hildur Antonsdóttir ('80)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
13. Caitlin Miskel ('88)
21. Embla Grétarsdóttir
23. Hólmfríður Magnúsdóttir ('67)
28. Laufey Ólafsdóttir
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
12. Þórdís María Aikman (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
5. Telma Ólafsdóttir
10. Elín Metta Jensen ('67)
22. Björk Gunnarsdóttir ('88)
29. Þorgerður Elva Magnúsdóttir
30. Katrín Gylfadóttir ('80)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: