City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Grindavík
1
4
Stjarnan
Gavin Morrison '1 1-0
1-1 Atli Jóhannsson '8
1-2 Atli Jóhannsson '58
1-3 Kennie Chopart '63
Loic Ondo '69 , sjálfsmark 1-4
21.05.2012  -  19:15
Grindavíkurvöllur
Pepsideild Karla
Aðstæður: Mjög góðar
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 775
Maður leiksins: Kennie Chopart
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Óli Baldur Bjarnason
Jósef Kristinn Jósefsson
Marko Valdimar Stefánsson
10. Scott Ramsay ('52)
11. Tomi Ameobi

Varamenn:
2. Jordan Edridge ('84)
7. Alex Freyr Hilmarsson ('72)
8. Páll Guðmundsson ('52)
9. Matthías Örn Friðriksson
24. Björn Berg Bryde

Liðsstjórn:
Ray Anthony Jónsson (Þ)

Gul spjöld:
Loic Ondo ('18)
Marko Valdimar Stefánsson ('11)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Hér verður textalýsing frá leik Fram og Stjörnunnar.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Komið sæl og verið hjartanlega velkomin á beina textalýsingu á leik Grindavíkur og Stjörnunnar
1. mín
Leikurinn er að hefjast og eru það heimamenn sem að byrja með boltann.
1. mín MARK!
Gavin Morrison (Grindavík)
Grindvík var að skora hér eftir aðeins 27 sek þvílik byrjun hjá Grindavík.
Boltinn barst upp kantinn frá Scott Ramsay beint á Pape Faye og gaf hann fasta fyrirgjöf inná teig Stjörnumanna, Stjarnan reyndi að hreinsa en það var Gavin Morrison sem að tók boltan viðstöðulausan og beint í markið
6. mín
Þið verðið að afsaka töfina á færslum sem að ég ætlaði að koma með fyrir leik en vegna tæknilegra örðuleika þá var það því miður ekki hægt.

Jósef Kristinn Jósefsson var skráður í byrjunarliðið áðan en rétt fyrir leik þá var hann kallaður út og Ray Anthony Jónsson kom inn í hans stað. Meiðsli komu uppá hjá Jósefi en ekki vitað vegna hvers.
8. mín MARK!
Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Atli Jóhannsson var að skora eftir fyrirgjöf frá Jóhanni Laxdal.
10. mín
Það lítur út fyrir það að fleiri mörkin verða fleiri hér í kvöld. Scott Ramsay átti hörkskot hérna á 4 mínútu rétt framhjá.
11. mín Gult spjald: Marko Valdimar Stefánsson (Grindavík)
Fyrir brot á Kenny Chopart
15. mín
Scott Ramsay með hættulega aukaspyrnu hægra megin fyrir utan teig Stjörnumanna, það leit út fyrir að Ólafur Örn Bjarnason væri að ná að skalla boltann en Ingvar Jónsson og Ólafur lentu saman og áfram hélt leikurinn en Stjörnumenn náðu að hreinsa.
18. mín Gult spjald: Loic Ondo (Grindavík)
Fyrir brot á Kenny Chopart
22. mín
Garðar Jóhannsson var næstum búinn að koma Stjörnumönnum yfir með svakalega móttöku á boltanum og svo viðstöðulaust skot í slánna. Kenny var svo dæmdur rangstæður eftir að hafa reynt að ná boltanum eftir skotið
27. mín
Mads Laudrup var kominn hraðaupphlaup gegn einum varnarmanni Grindavíkur en Ray Anthony Jónsson las hann vel og komst inní sendinguna og náði að hreinsa. Vel gert hjá Ray. Mads Laudrup átti að gera miklu betur með Kenny Chopart bíðandi eins og híena eftir boltanum.
31. mín
Stjörnumenn ætla klárlega að láta reyna á Óskar Pétursson í markinum því bæði Garðar Jóhannsson og Kenny Chopart eru báðir búinir að reyna langskot utan af velli en bæði skot ekki nógu góð
36. mín
Marko Valdimar Stefánsson meiðist og fer útaf en ég býst við að hann komi aftur inná. Hann fékk högg á ristina.
41. mín
Tomi Ameobi átti skalla en Baldvin Sturluson bjargaði á línu.
45. mín
Það er kominn hálfleikur hér í Grindavík og það er búið að vera jafnt með liðinum hér í fyrri hálfleik en Grindavík hefur reyndar fengið mun fleiri hornspyrnur en Stjarnan en ekki náð að nýta sér það.
46. mín
Leikurinn er hafinn að nýju, Það má minnast á að veðrið hér í Grindavíkinni er virkilega gott kannski eina að þetta ösku mistur er í loftinu
49. mín
Stjörnumenn áttu hornspyrnu sem Halldór Orri tók, hann rúllaði boltanum út fyrir teiginn þar sem að Hörður Árnason átti hörkuskot sem að Óskar Pétursson varði meistaralega í markinu.
52. mín
Inn:Páll Guðmundsson (Grindavík) Út:Scott Ramsay (Grindavík)
56. mín
Óli Baldur Bjarnason var komin á gott færi en hann var of fljótur á sér og skaut boltanum vel framhjá markinu.
58. mín MARK!
Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Hörður Árnason átti sendingu við endalínu á Atla Jóhannsson og hann nelgdi boltanum í nærhornið framhjá Óskari í markinu.
63. mín MARK!
Kennie Chopart (Stjarnan)
Kenny Chopart var að koma Stjörnumönnum í 1-3 eftir sendingu frá Garðari Jóhannssyni
66. mín
Stjörnumenn eru mun betri hérna í byrjun síðari hálfleiks. Það þarf eitthvað mikið að gerast til þess að heimamenn komi sér aftur inní þennan leik.
69. mín SJÁLFSMARK!
Loic Ondo (Grindavík)
Kennie Chopart á fyrirgjöf og boltinn fer af Loic Ondo og í netið. Heimamenn eru kominn með 12 mörk í þremur leikjum, það kallast ekki gott og eitthvað þarf að breyta til hjá heimamönnum.
Magnús Már Einarsson
72. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík) Út:Gavin Morrison (Grindavík)
73. mín
Inn:Snorri Páll Blöndal (Stjarnan) Út:Baldvin Sturluson (Stjarnan)
76. mín
Ég veit ekki hvort að það var Mads Laudrup skoraði eða hann skallaði boltann og hann fór í Loic Ondo og í markið en það kemur í ljós þegar dómarinn gefur út leikskýrslu eftir leik.
79. mín
Inn:Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan) Út:Mads Laudrup (Stjarnan)
84. mín
Inn:Bjarki Páll Eysteinsson (Stjarnan) Út:Kennie Chopart (Stjarnan)
84. mín
Inn:Jordan Edridge (Grindavík) Út:Pape Mamadou Faye (Grindavík)
88. mín
Það var verið að hlúa að Loic Ondo í langan tíma.
90. mín
Gunnar Örn Jónsson átti fast skot sem fór rétt yfir markið. Páll Guðmundsson átti svo lausan skall á mark á hinum enda vallarins en Ingvar þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að grípa boltann.
90. mín
Leikurinn er búinn hér í Grindavík þar sem að Stjörnumenn rúlluðu yfir heimamenn í seinni hálfleik.
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
27. Garðar Jóhannsson

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
21. Snorri Páll Blöndal ('73)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: