City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Stjarnan
1
1
ÍA
Garðar Jóhannsson '45 , víti 1-0
1-1 Garðar Gunnlaugsson '74
24.05.2012  -  19:15
Stjörnuvöllur
Pepsi-deildin
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 1.237
Maður leiksins: Alexander Scholz
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson ('75)
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
27. Garðar Jóhannsson

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
21. Snorri Páll Blöndal ('72)

Liðsstjórn:
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl. Hér verður bein textalýsing frá leik milli Stjörnunnar sem er í 4. sæti með 8 stig og ÍA sem er í 1. sæti með 12 stig. Bæði lið eru taplaus en Skagamenn hafa unnið alla fjóra leiki sína. Nær Stjarnan að vera fyrsta liðið til að stöðva ÍA?

,,Leikurinn í kvöld leggst bara mjög vel í mig, þetta er verðugur andstæðingur og ég býst við hörkuleik. Við eigum séns á að jafna ákveðið met í kvöld í fjölda unnina leikja í röð sem nýliðar, met sem ég á part í frá því ég spilaði sjálfur með Val, svo það væri ekki slæmt að eiga það með tveimur liðmu´´ sagði Garðar Gunnlaugsson í viðtali við heimasíðu ÍA en Garðar skoraði sigurmark ÍA gegn Keflavík í síðustu umferð.

Garðar Jóhannsson, sóknarmaður Stjörnunnar, var markakóngur í fyrra en er enn ekki kominn á blað á þessu tímabili. ,,Það er ekki komið neitt stress ennþá en það væri allt í lagi að fara að setja eitt kvikindi. Við erum búnir að skora flest mörk í deildini þannig að þetta er allt í góðu ennþá, það er gott að eiga eitthvað inni,´´ sagði Garðar í viðtali fyrir leikinn.

Dómari í kvöld er fasteignasalinn Guðmundur Ársæll Guðmundsson og aðstoðardómarar þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Andri Vigfússon.
Fyrir leik
Maggi vallarþulur leikur á als oddi. Var að tilkynna það í hátalarakerfinu að Bolvíska stálið af Morgunblaðinu væri að hella í sig Pepsi-Max. Blaðamannastúkan troðfull af veitingum og góða skapinu.
Óskar Ófeigur Jónsson, tölfræðisnillingur 365:
Stjörnumenn hafa ekki unnið ÍA í efstu deild karla síðan í ágúst 1990. 8 leikir - 7 ÍA-sigrar og 1 jafntefli. #Pepsi #fótbolti
Fyrir leik
Það er frekar hvasst í Garðabænum en vonandi fáum við samt flottan fótbolta.
Fyrir leik
Stuðningsmenn Skagamanna eru boðnir velkomnir og spilað lagið Kátir voru karlar í hátalarakerfinu. Fyrir leik er Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, heiðraður fyrir að ná að stýra 100 leikjum í efstu deild.
1. mín
Leikurinn er hafinn! Skagamenn sækja í átt að Reykjavík.
6. mín
Stjörnumenn meira með knöttinn í upphafi leiks. Skagamenn ekki náð fram neinu spili á fyrstu mínútunum.
9. mín
Mads Laudrup með hættulegt skot! Atli Jóhannsson renndi boltanum á hann og hann átti skot rétt framhjá. Stjörnumenn átt fyrstu mínúturnar.
15. mín
Atli Jóhannsson með skot langt framhjá. Skagamenn hafa enn ekki byrjað þennan leik.
18. mín
Garðar Jóhannsson í hörkufæri!! Fékk fyrirgjöf frá Kenni Chopart og skallaði á markið en beint á Pál Gísla í markinu. Stjarnan miklu líklegri.
19. mín
Dauðafæri!!! Skagamenn í sannkölluðu dauðafæri, spiluðu sig í gegnum vörn heimamanna og Mark Doninger fór framhjá Ingvari í markinu, átti bara eftir að rúlla boltanum í markið en þá kom Gary Martin og ætlaði að ræna markinu en átti misheppnað skot framhjá! Ótrúlegt!
26. mín
Leikurinn hefur opnast og miklar þvögur myndast í báðum vítateigum. Virðist vera stutt í fyrsta markið.
28. mín
Jói Kalli klókur, tók aukaspyrnu snemma og Ingvar í markinu var ekki tilbúinn. Boltinn rétt framhjá. Þarna skall hurð nærri hælum. Meira líf í gestunum núna.
40. mín
Leikurinn hefur róast þónokkuð mikið og langt síðan síðasta markverða færi kom.
43. mín
Atli Jóhannsson með skemmtilega hjólhestaspyrnu í teignum en framhjá fór boltinn! Hefði getað orðið glæsilegt mark.
45. mín Mark úr víti!
Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Guðmundur Böðvar dæmdur brotlegur eftir að Halldór Orri féll í teignum! Garðar fór á punktinn en Páll Gísli varði. Dómarinn taldi að Skagamenn hefðu farið of fljótt inn í teiginn og endurtaka þurfti spyrnuna. Garðar skoraði í tilraun tvö! Hans fyrsta mark í sumar.
45. mín Gult spjald: Hjörtur Hjartarson (ÍA)
Hálfleikur - Doninger fær gult fyrir mótmæli. Þórður Þórðarson þjálfari ÍA lætur dómaratríóið einnig heyra það.
46. mín
Inn:Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Seinni hálfleikur hafinn
48. mín
Doninger í dauðafæri en honum brást bogalistin! Frábær skalli innfyrir frá Gary Martin á sambýlismann sinn.
60. mín
Flott sókn Stjörnunnar. Kennie Chopart fékk sendingu frá Halldóri Orra en hitti ekki markið.
61. mín Gult spjald: Gary Martin (ÍA)
Áminning fyrir kjaftbrúk.
62. mín
Inn:Garðar Gunnlaugsson (ÍA) Út:Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Skiptingar Skagamanna hafa skipt sköpum hingað til á mótinu...
72. mín
Inn:Snorri Páll Blöndal (Stjarnan) Út:Baldvin Sturluson (Stjarnan)
74. mín MARK!
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Eftir mikla sókn skallar Ármann Smári boltann fyrir fætur varamannsins Garðars Gunnlaugssonar sem var einn á auðum sjó við vítateigsendann hægra megin.
75. mín
Inn:Gunnar Örn Jónsson (Stjarnan) Út:Atli Jóhannsson (Stjarnan)
84. mín
Ármann Smári með skalla framhjá eftir horn.
89. mín
Inn:Andri Adolphsson (ÍA) Út:Gary Martin (ÍA)
94. mín
Leik lokið Scholz maður leiksins.
Byrjunarlið:
Jóhannes Karl Guðjónsson
Páll Gísli Jónsson
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Ármann Smári Björnsson
10. Jón Vilhelm Ákason ('62)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('46)
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
17. Andri Adolphsson ('89)
19. Eggert Kári Karlsson
25. Andri Geir Alexandersson
32. Garðar Gunnlaugsson ('62)

Liðsstjórn:
Aron Ýmir Pétursson

Gul spjöld:
Gary Martin ('61)
Hjörtur Hjartarson ('45)

Rauð spjöld: