City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Fylkir
3
1
Valur
Árni Freyr Guðnason '13 1-0
Árni Freyr Guðnason '44 2-0
2-1 Matthías Guðmundsson '46
Davíð Þór Ásbjörnsson '85 3-1
24.05.2012  -  19:15
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Þungt yfir, rok og rigning.
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 833
Maður leiksins: Bjarni Þórður Halldórsson, Fylkir
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Kristján Hauksson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
3. Hinrik Atli Smárason ('53)
4. Finnur Ólafsson ('75)
4. Andri Þór Jónsson
7. Ingimundur Níels Óskarsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
16. Tómas Joð Þorsteinsson
17. Davíð Þór Ásbjörnsson

Varamenn:
11. Kjartan Ágúst Breiðdal ('53)
24. Elís Rafn Björnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðsstjórn:
Oddur Ingi Guðmundsson

Gul spjöld:
Ásgeir Eyþórsson ('53)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('21)
Davíð Þór Ásbjörnsson ('18)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis og Vals í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15.
Fyrir leik
Fylkir gerir tvær breytingar frá 1-1 jafntefli gegn ÍBV í eyjum í síðustu umferð. Árni Freyr Guðnason og Ásgeir Börkur Ásgeirsson koma inn fyrir Magnús Þóri Matthíasson og Odd Inga Guðmundsson.

Valur gerir bara eina breytingu frá síðustu umferð þegar þeir töpuðu 0-1 fyrir KR heima. Matthías Guðmundsson kemur inn fyrir Hafstein Briem.
Fyrir leik
Heimamenn í Fylki eiga enn eftir að vinna leik í sumar en hafa samt verið að hala inn stigum með þremur jafnteflum og einu tapi í fjórum leikjum. Þeir eru í 9. sæti fyrir leiki kvöldsins en gestirnir í Val í 5. sæti með sex sig eftir tvo sigra og tvö töp.
Fyrir leik
Björgólfur Takefusa er mættur í leikmannahóp Fylkis í fyrsta sinn í sumar en hann er á láni hjá félaginu frá Víkingum.
Fyrir leik
Haukur Ingi Guðnason aðstoðarþjálfari Fylkis tekur fullan þátt í upphitun með leikmönnum liðsins. Hann er þó ekki með leikheimild með liðinu heldur enn skráður í Grindavík svo stuðningsmenn Fylkis geta ekki gert sér vonir um að sjá hann spila með liðinu.
Fyrir leik
Þorlákur Árnason þjálfari Íslandsmeistara kvenaliðs Stjörnunnar er mættur í stúkuna. Hann hefur þjálfað bæði liðin sem mætast hér í kvöld. Sonur hans, Indriði, er leikmaður Vals en er ekki í hóp í kvöld og því með honum í stúkunni.
Fyrir leik
Leikurinn fer senn að hefjast. Liðin ganga hér inn á völlinn. Fylkismenn að venju í appelsínugulum búningum en Valur í varabúningum sínum, bláum treyjum og hvítum buxum og sokkum.
Fyrir leik
Hjörtur Hermannsson er í byrjunarliði Fylkis í dag en þessi 17 ára gamli leikmaður er að leika kveðjuleik sinn fyrir félagið því hann er að ganga til liðs við PSV Eindhoven í Hollandi. Hann er að leika fjórða leik sinn á tímabilinu og 13 leik alls og er miðvörður í dag.
1. mín
Leikurinn er hafin. Heimamenn í Fylki leika í átt að Fylkisheimilinu.
3. mín
Leikurinn byrjar fjörlega. Árni Freyr Guðnason átti aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Vals sem hann skaut með jörðinni og Sindri varði. Valsmenn fóru upp og Guðjón Pétur komst í gott skotfæri sem Fylkismenn náðu að verjast.
7. mín
Svona stilla liðin upp í dag.

Fylkir:
Bjarni Þórður
Andri Þór - Hjörtur - Elebert - Ásgeir Eyþórs
Finnur - Ásgeir Börkur
Davíð
Ingimundur - Árni Freyr - Tómas Joð

Valur:
Sindri
Andri - Atli Sveinn Halldór - Úlfar
Haukur - Guðjón
Rúnar
Ásgeir - Hörður Matthías
10. mín
Hörður Sveinsson í dauðafæri eftir að Ásgeir Börkur sendi inn fyrir eigin vörn á hann. Bjarni Þórður blakaði horninu yfir markið og í horn.
13. mín MARK!
Árni Freyr Guðnason (Fylkir)
Fylkismenn eru komnir yfir. Í kjölfar hornspyrnu vann Hjörtur boltann tvívegis og kom honum svo inn á Árna Frey sem var meter frá marki og skoraði með skoti á markið. Hans fyrsta mark í efstu deild en hann kom til liðsins frá ÍR í vetur.
18. mín Gult spjald: Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir)
Davíð Þór fær áminningu fyrir brot á Úlfari Hrafni úti á miðjum velli.
21. mín Gult spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Ásgeir Börkur fékk áminningu fyrir brot nokkrum metrum fyrir utan vítateig Fylkis. Valur fékk aukaspyrnu sem Guðjón Pétur tók og Bjarni Þórður mátti hafa sig allan við að verja í horn.
25. mín
Það er nóg að gera hjá Bjarna Þórði sem varði núna frá Matthíasi af stuttu færi eftir góðan undirbúning Ásgeirs Ingólfssonar.
35. mín
Valsmenn halda áfram að sækja og á rúmri mínútu hafa þeir átt þrjú skot að marki. Fyrst varði Bjarni Þórður í horn frá Rúnari Má og svo skutu Hörður Sveinsson og Rúnar Már framhjá markinu.
44. mín MARK!
Árni Freyr Guðnason (Fylkir)
Eftir skyndiupphlaup Fylkismanna sendi Finnur Ólafsson frábæra sendingu inn í vítateiginn beint á kollinn á Árna Frey sem bætti við sínu öðru marki í kvöld.
46. mín MARK!
Matthías Guðmundsson (Valur)
Eftir atgang í teignum kom Haukur Páll boltanum fyrir framan markið þar sem Matthías skoraði með skoti af stuttu færi. Staðan í hálfleik 2-1 í fjörugum leik.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Liðin koma óbreytt til leiks.
49. mín
Nú munaði engu að Árni Freyr næði þrennunni. Davíð Þór sendi inn í teiginn frá hægri kanti á Árna sem tók boltann viðstöðulaust en skaut rétt framhjá.
53. mín
Inn:Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir) Út:Hinrik Atli Smárason (Fylkir)
Hjörtur fer af velli í síðasta sinn í búningi Fylkis. Nú heldur hann til Hollands þar sem hann hefur samið við PSV Eindhoven.
53. mín Gult spjald: Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Ásgeir fær áminningu fyrir að brjóta á Matthíasi Guðmundssyni rétt fyrir utan teig.
54. mín
Ingimundur í dauðafæri en setti boltann framhjá marki Vals með innnanfótarskoti.
58. mín
Inn:Hafsteinn Briem (Valur) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
59. mín
Tómas Joð með þrumuskot fyrir utan teig sem Sindri Snær markvörður Vals rétt náði að blaka yfir markið.
69. mín
Inn:Atli Heimisson (Valur) Út:Hörður Sveinsson (Valur)
75. mín
Inn:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir) Út:Finnur Ólafsson (Fylkir)
80. mín
Haukur Páll í fínu skotfæri í teignum en skaut yfir mark Fylkismanna.
82. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Valur) Út:Úlfar Hrafn Pálsson (Valur)
84. mín
Inn:Björgólfur Takefusa (Fylkir) Út:Árni Freyr Guðnason (Fylkir)
Markaskorarinn Árni Freyr fer af velli, inná kemur markahrókurinn Björgólfur Takefusa í sínum fyrsta leik í sumar.
84. mín Gult spjald: Atli Sveinn Þórarinsson (Valur)
85. mín MARK!
Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir)
Frábært mark beint úr aukaspyrnu úti á miðjum vallarhelmingi Valsmanna. Fylkir komið í 3-1 og virðist ætla að landa sínum fyrsta sigri í sumar.
94. mín
Leiknum er lokið með 3-1 sigri Fylkis. Fyrsti sigur liðsins í sumar en þriðja tap Valsmanna. Áhorfendur voru 833. Viðtöl og frekari umfjöllun koma hér á Fótbolta.net síðar í kvöld.
Byrjunarlið:
Matthías Guðmundsson
Haukur Páll Sigurðsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('58)
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Atli Sveinn Þórarinsson ('84)

Rauð spjöld: