City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
ÍBV
2
1
Keflavík
Brynjar Gauti Guðjónsson '37 1-0
1-1 Magnús Þórir Matthíasson '51
Þórarinn Ingi Valdimarsson '87 2-1
21.08.2011  -  16:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Sól. Næstum logn. Völlurinn einstakur.
Dómari: Kristinn Jakobsson
Áhorfendur: 784
Byrjunarlið:
25. Albert Sævarsson (m)
Andri Ólafsson

Varamenn:
1. Abel Dhaira (m)
5. Jón Ingason
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gunnar Már Guðmundsson ('71)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og blessuð og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Vestmannaeyjum. Í dag eigast við ÍBV og Keflavík á Hásteinsvellinum í 16.umferð Pepsi-deildarinnar karla.

Við minnum lesendur og einnig áhorfendur á vellinum að nota hashtagið #fotbolti ef þið eruð að twitta um leikinn.
Arnar Daði Arnarsson, fréttaritari Fótbolti.net:
KiddiJak mættur til Eyja með sólgleraugun uppi. Býst við fjöri í dag. ÍBV - KEF #Pepsi #Fotbolti #EyjaFjör http://t.co/MiRMUhX.
Fyrir leik
Liðin eru byrjuð að hita upp. Múskin er farin að hljóma og menn að undirbúa sig fyrir átökin.
Fyrir leik
Heimir Hallgrímsson gerir tvær breytingar á Eyjaliðinu frá 2-1 sigri liðsins gegn Breiðablik í síðustu umferð. Brynjar Gauti og Arnór Eyvar koma inn í byrjunarliðið fyrir Guðmund Þórarinsson sem fær sér sæti á bekknum og Kelvin Mellor sem er farinn aftur til síns heimalands, Englands.
Fyrir leik
Willum Þór gerir einnig tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá 2-1 tapi Keflavíkur gegn Grindavík í síðustu umferð. Haraldur Freyr fyrirliði Keflvíkinga er í banni og Magnús Sverrir Þorteinsson fer á bekkinn. Adam Larsson og Einar Orri Einarsson koma inn í byrjunarliðið.
Hlynur D. Stefánsson, knattspyrnuáhugamaður:
Keflavík hefur ekki unnið í Eyjum í 6 ár #saga #fotbolti
Fyrir leik
Liðin eru farin af vellinum og inn í búningsklefa. Undirritaður hefur nú farið á þónokkra heimaleiki hjá ÍBV í sumar og ég er ekki frá því að aldrei hafi verið fleiri áhorfendur frá gestaliðinu eins og í dag. Nokkuð skondið þar sem Keflvíkingar sitja í 7.sæti deildarinnar og hafa lítið um að keppa, annað en stoltið.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Keflvíkingar sækja að golfvellinum, fyrir þá sem vita hvar hann er staðsettur í Eyjum.
4. mín
Rasmus Christiansen átti bakfallsspyrnu eftir að Ómar Jóhannsson hafi slegið boltann út í teiginn eftir hornspyrnu. Keflvíkingar björguðu hinsvegar nokkuð rólega á línu. Engin stórhætta.
12. mín
Tonny Mawejje á hörkuskot í hliðarnetið. Willum Þór þjálfari Keflvíkinga ekki ánægður með varnarvinnu Viktors Smára Hafteinssonar. Leikurinn í járnum.
15. mín
Hilmar Geir Eiðsson vinstri kantmaður Keflavíkur var sloppinn í gegn en var síðan dæmdur rangstæður. Ómögulegt að dæma um hversu langt hann var innfyrir vörnina. En eitt er víst að þetta var virkilega tæpt.
21. mín
Heimir er óhræddur að breyta leikskipulaginu hjá ÍBV. Andri Ólafsson byrjaði fremstur hjá ÍBV en er núna kominn í miðvörðinn. Brynjar Gauti fer á miðjuna úr vörninni og Þórarinn Ingi færir sig ofar á völlinn.
25. mín
Magnús Þórir Matthíasson var sloppinn einn í gegn á móti Alberti Sævarssyni sem sá við honum og varði með fótunum. Tonny Mewejje hefur átt tvær vafasamar sendingar á stuttum tíma og til að mynda átti hann slaka sendingu sem olli því að Magnús Þórir slapp í gegn.
32. mín
Keflvíkingar vildu fá dæmda vítaspyrnu þegar boltinn fór í hendurnar á Brynjari Gauta inn í vítateig eftir lélega aukaspyrnu frá Keflavík. Sóknin endaði síðan með föstu skoti frá Einari Orra beint á Albert Sævarsson.
37. mín MARK!
Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV)
Brynjar Gauti kemur Eyjamönnum yfir. Brynjar skaut að marki gestanna rétt fyrir utan teig sem Ómar Jóhannsson virtist alveg vera með en boltinn lak innfyrir línuna.
44. mín Gult spjald: Rafn Markús Vilbergsson (Keflavík)
Hilmar Geir átti hressilega tæklingu þar sem Þórarinn Ingi varð fórnarlambið í. Kristinn Jakobsson dómari leiksins lét hinsvegar leikinn halda áfram og gaf síðan Hilmari spjaldið þegar boltinn fór úr leik. Vel gert hjá Kristni.
45. mín
Hálfleikur hér í Eyjum. Heimamenn yfir 1-0 eftir að Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði mark ÍBV. Leikurinn er í algjöru jafnvægi og hljóta Keflvíkingar að vera svekktir yfir því að vera undir í hálfleik.
46. mín
Inn:Sigurbergur Elísson (Keflavík) Út:Arnór Ingvi Traustason (Keflavík)
Willum Þór gerði skiptingu í hálfleik. Og leikurinn er þar með hafinn.
51. mín MARK!
Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
Magnús Þórir jafnar metin eftir gott skot í fjærhornið. Brynjar Gauti braut á Sigurbergi sem tók aukaspyrnuna fljótt, gaf yfir á hægri þar sem Magnús Þórir var einn og skaut að markinu og inn fór boltinn.
61. mín
Leikurinn afar rólegur þessa stundina. ÍBV þurfa hinsvegar að fara sækja meira ætli þeir sér sigur. Nema fyrri hálfleikurinn endurtaki sig... Heimir er að undirbúa tvöfalda skiptingu.
66. mín
Inn:Aaron Spear (ÍBV) Út:Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV)
66. mín
Inn:Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) Út:Tonny Mawejje (ÍBV)
Tvöföld skipting hjá ÍBV.
71. mín Gult spjald: Gunnar Már Guðmundsson (ÍBV)
Finnur var dæmdur brotlegur og uppskar gult spjald fyrir vikið.
74. mín
Eyjamenn áttu rétt í þessu tvö hættulegfæri. Fyrst komst Tryggvi einn gegn Ómari en Ómar sá við Tryggva í frekar þröngufæri. Hálfri mínútu síðar eða svo var síðan Þórarinn Ingi í ákjósanlegufæri en hann hitti boltann illa.
82. mín
Þórarinn Ingi átti ágæta fyrirgjöf á nærstöngina þar sem Ian Jeffs renndi sér í átt að boltanum en náði ekki til boltans og Ómar var næsti maður og greip sendinguna.
83. mín
Inn:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík) Út:Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík)
83. mín
Inn:Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík) Út:Rafn Markús Vilbergsson (Keflavík)
83. mín
Inn:Kjartan Guðjónsson (ÍBV) Út:Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV)
87. mín MARK!
Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV)
Þórarinn Ingi skorar með skalla eftir fyrirgjöf frá Tryggva Guðmundssyni. Undanfarnar mínútur hefur lítið gerst í leiknum annað en það að Keflvíkingar gerðu tvöfalda skiptingu og ÍBV kláruðu sínar skiptingar.
90. mín
Leiknum er lokið. 2-1 sigur ÍBV staðreynd.
Byrjunarlið:
Ómar Jóhannsson
Guðjón Árni Antoníusson
6. Einar Orri Einarsson
20. Magnús Þórir Matthíasson ('83)

Varamenn:
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
11. Bojan Stefán Ljubicic ('83)

Liðsstjórn:
Sigurbergur Elísson

Gul spjöld:
Rafn Markús Vilbergsson ('44)

Rauð spjöld: