City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Selfoss
3
3
Grindavík
Jón Daði Böðvarsson '14 1-0
1-1 Matthías Örn Friðriksson '27
Ólafur Karl Finsen '47 2-1
Stefán Ragnar Guðlaugsson '75 3-1
3-2 Alexander Magnússon '85
3-3 Óli Baldur Bjarnason '90
24.05.2012  -  19:15
Selfossvöllur
Pepsi deild karla
Aðstæður: Smá vindur, ekta vorveður.
Dómari: Magnús Þórisson
Áhorfendur: 534
Maður leiksins: Jón Daði Böðvarsson
Byrjunarlið:
15. Vigfús Blær Ingason (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
8. Ingvi Rafn Óskarsson (f)
9. Joseph David Yoffe
20. Sindri Pálmason
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)
22. Andri Már Hermannsson

Varamenn:
27. Gunnar M. Hallgrímsson (m)
10. Ingólfur Þórarinsson

Liðsstjórn:
Sigurður Eyberg Guðlaugsson
Sindri Rúnarsson

Gul spjöld:
Ólafur Karl Finsen ('50)
Sindri Pálmason ('38)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Sæl og velkomin í beina textalýsingu frá leik Selfoss og Grindavíkur sem hefst klukkan 19:15 hér á Selfossvelli. Það er aðeins vindur á Selfossi en þurrt og ágætar aðstæður til að spila fótbolta.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár, fljótt álitið er óbreytt lið hjá heimamönnum en gestirnir gera þrjár breytingar frá tapi gegn Stjörnunni. Scott Ramsey, Pape Faye og Óli Baldur fara á bekkinn og inn koma Alexander Magnússon sem var í banni, Matthías Örn og Alex Freyr.
Fyrir leik
Hvetjum notendur samskiptamiðilsins twitter endilega til að nota hashtag-ið #fotbolti þegar þið tístið um leikinn og reyndið endilega að hafa léttleikann í fyrirrúmi. Aldrei að vita nema valin tíst fljóti með hér í umfjölluninni.
Fyrir leik
Síðast þegar þessi lið mættust í Pepsi deildinni var í lokaleik tímabilsins 2010 í grenjandi rigningu á Selfossi. Selfoss sem var fallið sigraði Grindavík örugglega 5-2 í þeim leik að viðstöddum heilum 217 áhorfendum. Við vonumst nú til að sjá fleiri hér í kvöld þó veðrið sé ekki mjög mikið skárra núna.
Fyrir leik
Það er slúðrað um það á Selfossi að Pape Mamadou Faye sé ekki í hóp í dag þar sem hann hafi mætt of sent. Seljum það þó ekki dýrar en við keyptum það.
Fyrir leik
Ágætis mæting á Selfossi í dag og mér heyrist Grindvíkingar vera mættir syngjandi í stúkuna og sama má segja um Skjálfta sem er að þramma syngjandi í stúkuna.
1. mín
Leikur hafinn á Selfossi örlítið á eftir áætluðum kick off tíma. Heimamenn sækja í átt að Tíbrá og verða undan vindi í fyrri hálfleik.
9. mín
Þetta fer frekar rólega af stað og mikið miðjumoð. Vörn Grindvíkinga er mjög þétt og það er ljóst að þá að skrúfa fyrir í dag.
11. mín
Fyrsta alvöru færi leiksins og það fékk Viðar Örn sem komst einn í gegn en var allt of lengi að athafna sig og þetta rann út í sandinn. Selfyssingar virðast vera að taka leikinn aðeins yfir.
14. mín MARK!
Jón Daði Böðvarsson (Selfoss)
Takk fyrir og góðan daginn, Jón Daði Böðvarsson klíndi aukaspyrnu rétt fyrir utan teig í markhornið óverjandi fyrir Óskar í marki Grindvíkinga. Frábært mark.
18. mín Gult spjald: Loic Ondo (Grindavík)
Fyrir að hindra Babacar úti við endalínu. Jón Daði tók spyrnuna sem fór rétt framhjá markinu. Lúmskt skot hjá Jóni Daða.
27. mín MARK!
Matthías Örn Friðriksson (Grindavík)
Grindvíkingar jafna metin eftir aukaspyrnu. Matthías Örn Friðriksson náði að moka boltanum yfir línuna eftir mikið hnoð í teignum.
28. mín
Leikurinn stopp í smá stund meðan Magnús dómari ræðir við Guðjón Þórðarson
31. mín
Grindvíkingar hafa verið sterkir eftir að Selfoss skoraði og eru hættulegir í föstum leikatriðum og senda boltann mikið langt fram á Ameobi sem er nautsterkur einn uppi á toppi í liði Grindavíkur.
36. mín
Alexander Magnússon í hörkufæri inni á vítateig en skaut boltanum yfir.
38. mín Gult spjald: Sindri Pálmason (Selfoss)
38. mín Gult spjald: Alexander Magnússon (Grindavík)
Sandnes og Alexander fá báðir gult fyrir minniháttar rifrildi. Óþarfa spjöld að sjá.
43. mín
Viðar Örn í hörkufæri eftir aukaspyrni Stefáns Ragnars en hitti boltann illa.
45. mín
Hálfleikur á Selfossi, hörkuleikur í gangi. Jafnræði með liðunum heilt yfir. Selfoss byrjaði betur og skoraði gott mark en hleypti Grindavík inn í leikinn og þeir jöfnuðu leikinn og enduðu hálfleikinn betur. Allt opið í þessu fyrir seinni hálfleik.
45. mín
Það er farið að rigna hérna á Selfossi og því má búast við nokkrum hressilegum rennitæklingum í seinni hálfleik og ennþá meira fjöri.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
47. mín MARK!
Ólafur Karl Finsen (Selfoss)
Hörkuskot hjá Ólafi Karli Finsen fyrir utan teig sem Óskar réð ekki við á blautum vellinum. Mjög gott mark hjá Ólafi og heimamenn byrja með látum.
50. mín Gult spjald: Ólafur Karl Finsen (Selfoss)
Var of seinn í tæklingu
59. mín
Dauðafæri hjá heimamönnum eftir gott upphlaup, Jón Daði virtist skjóta að marki en skotið misheppnað og fann Viðar á auðum sjó inn í teig en hann potaði boltanum rétt framhjá.
63. mín
Ólafur Örn fyrirliði Grindvíkinga með hörkuskot sem silgdi yfir markið. Það eru 534 áhorfendur á leiknum í kvöld.
65. mín
Inn:Scott Ramsay (Grindavík) Út:Loic Ondo (Grindavík)
66. mín
Ivar Skjerve virðist hafa verið sólaður upp úr skónum, a.m.k. datt hann af honum.
71. mín
Inn:Joe Tillen (Selfoss) Út:Ólafur Karl Finsen (Selfoss)
TIllen komst strax í hörkusókn og sendi boltann fyrir markið meðfram marklínunni en sóknarmenn Selfoss náðu ekki að nýta færið.
71. mín
Inn:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík) Út:Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík)
75. mín MARK!
Stefán Ragnar Guðlaugsson (Selfoss)
Stefán Ragnar náði að skalla í boltann eftir hornspyrnu Joe Tillen og boltinn lak í netið. Það var eins og Óskar hafi búst við því að þessi bolti væri á leið framhjá.
78. mín
Inn:Tómas Leifsson (Selfoss) Út:Jon Andre Royrane (Selfoss)
78. mín
Inn:Daníel Leó Grétarsson (Grindavík) Út:Gavin Morrison (Grindavík)
85. mín MARK!
Alexander Magnússon (Grindavík)
Skallaði af öryggi í netið eftir langa aukaspyrnu
90. mín MARK!
Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
Óli Baldur náði að pota boltanum í netið eftir horspyrnu Scott Ramsey. Magnaður endasprettur Grindvíkinga sem hafa dælt boltanum látlaust inn í teig með háum spyrnum.
90. mín
Leik lokið. Jón Daði var mjög nálægt því að skora í restina en skot hans hafnaði í stöng. Viðtöl og umfjöllun koma inn seinna í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Ray Anthony Jónsson
Marko Valdimar Stefánsson
7. Alex Freyr Hilmarsson ('71)
9. Matthías Örn Friðriksson
11. Tomi Ameobi
25. Alexander Magnússon

Varamenn:
Óli Baldur Bjarnason ('71)
2. Jordan Edridge
3. Daníel Leó Grétarsson ('78)
8. Páll Guðmundsson
10. Scott Ramsay ('65)
24. Björn Berg Bryde

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Alexander Magnússon ('38)
Loic Ondo ('18)

Rauð spjöld: