City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
KA
1
1
Víkingur R.
0-1 Ágúst Freyr Hallsson '36
Bessi Víðisson '76 1-1
25.05.2012  -  18:30
Akureyrarvöllur
1. deild karla
Aðstæður: sól, 16° og 6-10 m/s
Dómari: Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Byrjunarlið:
29. Sandor Matus (m)
Elmar Dan Sigþórsson ('24)
2. Gunnar Valur Gunnarsson
5. Ómar Friðriksson
7. Bjarki Baldvinsson ('86)
8. Brian Gilmour
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('60)
10. Bessi Víðisson
11. Jóhann Helgason
27. Darren Lough
28. Jakob Hafsteinsson

Varamenn:
18. Fannar Hafsteinsson (m)
6. Atli Sveinn Þórarinsson
7. Ævar Ingi Jóhannesson ('60)
14. Ívar Guðlaugur Ívarsson
21. Kristján Freyr Óðinsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Verið velkomin í beina lýsingu héðan af Akureyrarvelli þar sem heimamenn í KA taka á móti Víking R. Hér er fínasta veður en vindurinn á það til að rjúka upp af og til sem gæti haft nokkur áhrif á gang leiks.
Fyrir leik
Her er búið að taka allt í gegn. Ný sæti mætt í stúkuna, nýtt blaðamannaherbergi og allt að gerast. Gaman að því að þegar maður mætti á svæðið þá voru menn að festa síðustu sætin í stúkuna og skrúfa saman þá stóla sem eru hér í fréttamannaherberginu.
Fyrir leik
Ekki nema fimm mínútur í leik, þið verðið að afsaka hvað þessi lýsing hófst seint. Það tekur sinn tíma að koma sér fyrir á nýjum stað, þetta er bullandi 2007 luxus í boði hér.
1. mín
Halldór Breiðfjörð Jóhannsson flautar leikinn á, heimamenn byrja á því að sækja á móti vindi.
4. mín
Dauðfæri! Hjörtur Júlíus komst í gott færi en boltinn virtist fara í stöng. Það gæti þó verið að varnarmaður KA hafi náð að bjarga á línu, þar sem nýja fréttamannaherbergið er langt frá því að vera nálægt miðju þá er erfitt að sjá almennilega.
11. mín
Víkingar eru öflugri hér í byrjun en hafa þó ekki náð að skapa sér nein merkileg færi fyrir utan þetta sem Hjörtur átti hér í upphafi, gengur hálf ílla hjá leikmönnum KA að halda boltanum innan liðsins.
13. mín
Þarna kom færið, en ekki markið! Sigurður Egill Lárusson slapp einn í gegnum vörn KA en Sandor Matus í marki KA er svo sannarlega betri en ekki neinn og varði glæsilega. Víkingar fengu horn en ekkert kom úr því.
19. mín
Víkingar halda áfram að pressa, leikurinn er að fara að mestu fram á vallarhelmingi heimamanna í KA.
20. mín
Nokkuð skemmtilegt að taka það fram að línurnar á vellinum voru málaðar rétt fyrir leik, eitthvað hefur það klikkað þar sem það er nokkuð áberandi búið að mála aðra línu á boganum fremst á öðrum teignum og reyna að fela þá gömlu með grænni málningu.
24. mín
Inn:Haukur Hinriksson (KA) Út:Elmar Dan Sigþórsson (KA)
Alveg ljóst að hér er um meiðsli að ræða enda er Elmar fyrirliði heimamanna en Gunnar Valur tekur nú við bandinu.
30. mín
Dauðfæri! Jóhann Helgason átti skot rétt fyrir utan markteig sem fór af varnarmanni og Skúli Sigurðsson í marki Víkinga rétt náði að blaka boltanum framhjá markinu, þetta var alvöru markvarsla!
33. mín
Skúli í marki Víkinga hreinsar frá og beint útaf þar sem Óli Þórðar þjálfari Víkinga er mættur til að taka á móti boltanum og gerir það líka svona vel. Þetta gæti vel verið besta móttaka leiksins hingað til.
36. mín MARK!
Ágúst Freyr Hallsson (Víkingur R.)
Eftir hnoð og vandræðagang í vörn KA kom hár bolti inn að teignum þar sem tók við misskilningur milli varnarmanns og markmanns sem endaði á því að Egill Atlason mætti á svæðið og kom boltanum í netið. Það verður ekki tekið af Víkingum að þetta er verðskulduð forusta.
43. mín
Víkingar halda áfram að stjórna leiknum eftir markið, leikmenn KA hafa verið í vandræðum frá upphafi leiks. Gunnlaugur Jónsson er eflaust til í að fara að fá sína leikmenn inn í klefa bráðlega til að fara aðeins yfir leik þeirra.
45. mín
Hálfleikur - Víkingar eru með verðskuldað forskot hér í hálfleik eftir að hafa algjörlega stjórnað þessum hálfleik.
45. mín
Leikmenn mæta aftur út á grasið. Haukur Hinriksson sem kom inn á 24. mínútu leiksins mætir hér til leiks í seinni hálfleik með þetta fína höfuðfat, það er s.s. búið að vefja hausinn á honum nokkuð duglega.
46. mín
Seinni hálfleikur hefst, núna kemur í ljós hversu mikilvægur vindurinn var í því að Víkingar áttu algjörlega fyrri hálfleikinn.
48. mín
David Disztl með langskot vel framhjá marki Víkinga, hættulaust
54. mín
Eftir að leikmenn KA voru búnir að halda boltanum nokkuð vel og byggja upp spil komust Víkingar í hraða sókn. Gunnar Helgi Steindórsson virtist hafa sloppið einn í gegn en það virtist vera erfitt hjá honum að hlaupa gegn vindi, Gunnar Valur varnarmaður KA átti allavega nokkuð auðvelt með að ná honum á sprettinum og ná boltanum af honum.
60. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
62. mín
Inn:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.) Út:Gunnar Helgi Steindórsson (Víkingur R.)
64. mín
Leikmenn KA eru töluvert betri hér í seinni hálfleiknum með vindinn í bakið. Gengur mun betur hjá þeim að halda boltanum en þeir hafa átt í vandræðum með það að koma sér í færi.
65. mín
Guðmundur Óli Steingrímsson með skot rétt fyrir utan teig sem fór af varnarmanni Víkings og rétt framhjá marki Víkinga
67. mín
Víkingar bruna í sókn upp vinstri vænginn og svo kemur fínasti bolti fyrir og þar er Hjörtur Júlíus Hjartarson mættur á svæðið og tekur hjólhestaspyrnu takk fyrir! Fínasta spyrna en Sandor varði, þetta hefði verið alvöru mark.
70. mín
Pressa KA manna að aukast en það er ekki að ganga alveg nægilega vel hjá þeim að læra á vindinn, flestir boltar eru of nærri markinu og enda í fanginu á Skúla í marki Víkinga.
74. mín
David Disztl skorar en það er flaggað... rangstaða
75. mín
Inn:Patrik Snær Atlason (Víkingur R.) Út:Þorvaldur Sveinn Sveinsson (Víkingur R.)
76. mín MARK!
Bessi Víðisson (KA)
David Disztl er mættur á fjærstöngina eftir góða sendingu fyrir frá hægri vængnum en það var Jakob Hafsteinsson sem átti stoðsendinguna. David er ekki rangstæður í þetta sinn og klárar færið vel.
79. mín
Inn:Helgi Sigurðsson (Víkingur R.) Út:Hjörtur Júlíus Hjartarson (Víkingur R.)
Þetta er alvöru skipting hér á ferð, reynsluboltar með meiru
83. mín
Skúli Sigurðsson heldur áfram að reyna að taka langar markspyrnur þrátt fyrir það að eiga í bullandi vandræðum með vindinn sem er að aukast ef eitthvað er.
86. mín
Inn:Orri Gústafsson (KA) Út:Bjarki Baldvinsson (KA)
89. mín
Patrik Snær Atlason er við það að sleppa einn í gegn en varnarmenn KA bjarga í horn á síðustu stundu. Egill Atlason skallar framhjá eftir hornið.
90. mín
Viðbótartími er 2 mínútur.
90. mín
Aron Elís Þrándarson kemst í algjört dauðafæri rétt fyrir utan markteig en setur boltann framhjá, þarna hefði Aron getað klárað leikinn!
Leik lokið!
1-1 jafntefli er niðurstaðan hér í kvöld og er það líklegast bara ágætlega sanngjarnt. Víkingar mun betri í fyrri ha´lfleiknum og KA betri í seinni. Viðtöl og umfjöllun væntanleg
Byrjunarlið:
12. Halldór Smári Sigurðsson

Varamenn:
Helgi Sigurðsson ('79)
21. Aron Elís Þrándarson ('62)
27. Tómas Guðmundsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: