City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
KR
1
1
Stjarnan
Atli Sigurjónsson '25 1-0
1-1 Ellert Hreinsson '52
22.08.2011  -  18:00
KR-völlur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: 11 gráðu hiti, logn og þurrt
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1.678
Maður leiksins: Jóhann Laxdal, Stjarnan
Byrjunarlið:
Viktor Bjarki Arnarsson ('68)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson ('73)
8. Baldur Sigurðsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
5. Egill Jónsson ('62)
18. Aron Bjarki Jósepsson ('68)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl! Topplið KR leikur við Stjörnuna en leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í beinni textalýsingu hér. Erlendur Eiríksson málarameistari dæmir leikinn en hann er ekki sá vinsælasti hjá KR-ingum eftir að hafa dæmt tvö víti á liðið í bikarúrslitunum í fyrra. Báðir dómar voru reyndar hárréttir en það er önnur saga.

Leikurinn verður níundi deildarleikur KR og Stjörnunnar á KR-velli. KR hefur sigrað í fimm leikjum en þrisvar hafa félögin gert jafntefli. Markatalan er 18-6 KR í hag. (Heimild: Vefskrá KR)
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin. Stjörnumenn eru algjörlega Danalausir í dag vegna leikbanns og meiðsla, það veikir þeirra lið umtalsvert. Varamannabekkur KR er mjög athyglisverður en það verður að segjast eins og er að oftast hefur hann verið mun sterkari.
Fyrir leik
Skúli Jón og Guðmundur Reynir eru bakverðir KR í kvöld en Gunnar Þór og Grétar eru í miðverðinum. Björn Jónsson heldur byrjunarliðssæti sínu en Dofri Snorrason er á kantinum í þessum leik. Mikið er um meiðsli í leikmannahópi KR og þá er Kjartan Henry Finnbogason í leikbanni.
Runólfur Þórhallsson:
Elsti varamaður KR er '88 módel, sá yngsti er '94 módel #Meiðsli #Leikbönn #Panic #SamtEkki #fotbolti
Fyrir leik
Minnum fólk á að nota hashtagið #fotbolti ef skrifaðar eru færslur um leikinn á Twitter. Valdar færslur verða birtar í þessari textalýsingu.
Fyrir leik
Bjarni Fel er glimrandi hress í blaðamannastúkunni og er að ausa úr viskuskálum sínum. Hann er ekki hrifinn af markaþáttunum í dag, finnst umfjöllunin vera of mikil. Bjarni vill bara sjá mörkin eins og í gamla daga og takk fyrir túkall.
Fyrir leik
Hér er allt að verða klárt. Liðin eru að ganga inn á völlinn. Það er sæmilega þétt KR-megin í stúkunni en ansi tómlegt í hinum endanum. Leiktíminn kannski ekki sá skemmtilegasti en leikurinn verður klukkan 18 þar sem sólin er farin að lækka flugið ansi snemma.
Tómas Þór Þórðarson fjölmiðlamaður:
Í ljósi umræðu síðustu viku um KR og dómara og hvar þetta allt sem hófst er snilld að Elli Eiríks sé að flauta í Vesturbæ í kvöld. #fotbolti
1. mín
Leikurinn er hafinn. KR-ingar byrjuðu með boltann en það eru Stjörnumenn sem sækja í átt að félagsheimili KR. Fyrsta spark leiksins átti Guðjón Baldvinsson sem er uppalinn Stjörnumaður.
5. mín
Fyrsta hættulega sókn leiksins og hana átti KR. Dofri vippaði boltanum inn á Guðjón í teignum en Ingvar í marki Stjörnunnar náði að bjarga á síðustu stundu.
11. mín
,,Höddi Magg er FH-ingur, Stöð 2 Sport veit ekki neitt,'' er lag kvöldsins hjá stuðningsmönnum KR og hefur það fengið að óma nokkrum sinnum það sem af er þessum leik. KR-ingar og Stöð 2 Sport ekki bestu vinir þessa dagana.

Úr leiknum sjálfum er það að frétta að KR-ingar byrjuðu talsvert betur en Stjarnan hefur síðustu mínútur verið að vinna sig betur inn í leikinn.
13. mín
Stórhættuleg hornspyrna Stjörnunnar, munaði minnstu að einhver Garðbæingurinn næði að komast í boltann á markteignum en knötturinn sveif á endanum framhjá öllum pakkanum.

KR geystist svo í sókn og þar fékk Baldur Sigurðsson fínt færi en skot hans hitti ekki á markið. Þokkalegt fjör í byrjun leiks.
14. mín
Grétar Sigfinnur skallar í slá eftir hornspyrnu KR-inga. Þarna voru gestirnir stálheppnir!
21. mín
Björn Jónsson með skemmtilegan sprett upp völlinn, færði sig síðan út vinstra megin áður en hann skaut. Ingvar Jónsson samt ekki í vandræðum með að verja.
25. mín MARK!
Atli Sigurjónsson (KR)
Strákarnir í KR hafa tekið forystuna hér í Frostaskjólinu. Guðjón Baldvinsson skoraði gegn uppeldisfélagi sínu. Viktor Bjarki gaf lága fyrirgjöf frá vinstri kantinum sem rataði á Guðjón sem var einn á auðum sjó og átti ekki í vandræðum með að skora af stuttu færi. Mögnuð sókn hjá KR-ingum.
Birgir H. Stefánsson:
Þvílíkur undirbúningur að þessu marki #KR #sexyfootball #fotbolti
32. mín
Stjörnumenn fengu aukaspyrnu á stórhættulegum stað, rétt fyrir utan miðjan teiginn. Halldór Orri Björnsson tók spyrnuna og skaut naumlega yfir.
36. mín
Viktor Bjarki með sendingu til baka á Hannes markvörð sem tekur knöttinn með höndum. Það má ekki og Erlendur dæmir óbeina aukaspyrnu frekar utarlega í teignum.
37. mín
Boltanum var rennt á Halldór Orra sem skaut en boltinn fór í varnarvegg KR og þaðan í hornspyrnu.
40. mín
Allt galopið í þessum leik. Gestirnir úr Garðabæ hafa verið stórhættulegir síðustu mínútur. Hefur fjölgað vel í stúkunni og Silfurskeiðin, stuðningshópur Stjörnunnar, er farin að láta í sér heyra.
45. mín
Erlendur málarameistari hefur flautað til hálfleiks í þessum fjöruga og skemmtilega leik. KR-ingar hafa skorað eina markið til þessa en það kom eftir magnaða sókn. Stjörnumenn hafa þó fengið sín færi og allt getur gerst.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
50. mín
Ingvar í marki Stjörnunnar misreiknaði boltann og missti hann næstum yfir sig. Stálheppinn Njarðvíkingurinn.
52. mín MARK!
Ellert Hreinsson (Stjarnan)
Stjarnan hefur jafnað metin eftir frábært spil. Sóknin byrjaði á því að Viktor Bjarki átti feilsendingu á mjög slæmum stað. Stjörnumenn spiluðu þá knettinum hratt á milli sín sem endaði með því að Garðar renndi boltanum á Ellert sem var einn gegn Hannesi og kláraði færið. Alls ekki ósanngjarnt jöfnunarmark.
55. mín Gult spjald: Ellert Hreinsson (Stjarnan)
Markaskorarinn fær gult spjald fyrir brot.
62. mín
Inn:Egill Jónsson (KR) Út:Björn Jónsson (KR)
KR-ingar hafa gert breytingu á sínu liði. Egill Jónsson er kominn af bekknum.
63. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (Stjarnan) Út:Garðar Jóhannsson (Stjarnan)
Bjarni vill ekki vera minni maður en Rúnar og framkvæmir líka skiptingu.
64. mín
Þarna munaði mjóu! Egill Jónsson í hörkuskallafæri eftir aukaspyrnu en hitti ekki rammann. Munaði litlu að Egill skoraði með sinni fyrstu snertingu í leiknum.
Sturlaugur Haralds:
Vonandi að Egill Jóns fær ekki gult fyrir að gleyma taka bling-ið úr eyranu #fotbolti
68. mín
Inn:Aron Bjarki Jósepsson (KR) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (KR)
70. mín Gult spjald: Þorvaldur Árnason (Stjarnan)
71. mín
Stuðningsmenn KR fagna gríðarlega þegar lesið er upp í hátalarakerfinu að Fram sé komið yfir Val. Engin viðbrögð hinsvegar þegar sagt er að jafntefli sé í leik Fylkis og Breiðabliks. Öllum sama um það hér í Frostaskjólinu.
73. mín
Inn:Davíð Einarsson (KR) Út:Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Skúli fer meiddur af velli og inn kemur strákur úr 2. flokki, Davíð Einarsson. Tilfærslur á KR-liðinu, Davíð fer á hægri kantinn og Dofri færist í hægri bakvörð þar sem Skúli spilaði.
75. mín
Inn:Bjarki Páll Eysteinsson (Stjarnan) Út:Þorvaldur Árnason (Stjarnan)
77. mín
KR-ingar verið meira ógnandi síðustu mínútur. Ég hef trú á að við fáum sigurmark í þennan leik. Guðjón Baldvinsson var að skalla rétt yfir úr fínu færi.
78. mín Gult spjald: Tryggvi Sveinn Bjarnason (Stjarnan)
Fyrrum leikmaður KR að fá áminningu.
84. mín
Það er sótt á báða bóga. Bæði lið hafa átt stórhættulegar sóknir síðustu mínútur. Það getur allt gerst. Baldur Sigurðsson kom boltanum í netið en var dæmdur rangstæður, þetta var tæpt.
87. mín
Inn:Aron Grétar Jafetsson (Stjarnan) Út:Baldvin Sturluson (Stjarnan)
Það er mikið fjör í leiknum núna og ljóst að bæði lið vilja fá öll stigin. Tíminn að renna út.
90. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma segir Örvar Sær Gíslason, fjórði dómari.
94. mín
Leik lokið. Jafntefli í Vesturbænum.
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal
7. Atli Jóhannsson
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
14. Hörður Árnason
27. Garðar Jóhannsson ('63)

Varamenn:
21. Snorri Páll Blöndal

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Tryggvi Sveinn Bjarnason ('78)
Þorvaldur Árnason ('70)
Ellert Hreinsson ('55)

Rauð spjöld: