City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
FH
1
4
Þór/KA
0-1 Katrín Ásbjörnsdóttir '19
0-2 Kayle Grimsley '22
0-3 Lára Einarsdóttir '31
Bryndís Jóhannesdóttir '51 1-3
Elísabet Guðmundsdóttir '78
1-4 Sandra María Jessen '79
28.05.2012  -  16:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Heiðskýrt, sólskyn, smá vindur og 9 stiga hiti.
Dómari: Snorri Páll Einarsson
Byrjunarlið:
1. Nanna Rut Jónsdóttir (m)
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Aldís Kara Lúðvíksdóttir ('28)
Sigrún Ella Einarsdóttir
Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir
4. Sólveig Þórarinsdóttir
7. Elísabet Guðmundsdóttir
13. Aníta Lísa Svansdóttir ('74)
14. Margrét Sveinsdóttir ('83)
23. Guðrún Bentína Frímannsdóttir

Varamenn:
2. Hugrún Elvarsdóttir ('74)
17. Guðrún Björg Eggertsdóttir ('28)
18. Sara Hrund Helgadóttir ('83)
22. Ástrós Lea Guðlaugsdóttir
24. Hildur Egilsdóttir

Liðsstjórn:
Halla Marinósdóttir

Gul spjöld:
Elísabet Guðmundsdóttir ('23)

Rauð spjöld:
Elísabet Guðmundsdóttir ('78)
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign FH og Þór/KA í fjórðu umferð Pepsi-deildar kvenna. Þetta er fyrsti leikur umferðarinnar og hinir fjórir fara fram á morgun.

Þór/KA er í öðru sæti deildarinnar með 7 stig, jafnmörg og topplið Breiðabliks en lakari markatölu. Þeim nægir því jafntefli til að fara á toppinn. FH er í fjórða sæti með fjögur stig og þyrfti að vinna með tveimur mörkum til að fara í toppsætið.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völlinn en smá seinkun varð á að þær kæmu út. Leikurinn hefst efstir stutta stund.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Gestirnir í Þór/KA byrja með boltann og sækja í átt að frjálsíþróttavellinum.
14. mín
Leikurinn í miklu jafnvægi. Lítið sem ekkert að gerast fyrsta korterið.
Arnar Daði Arnarsson
19. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Þór/KA)
Katrín Ásbjörnsdóttir kom Þór/KA yfir, skot úr teignum framhjá Nönnu Rut í markinu, í fjærhornið. Þetta kom nánast uppúr þurru, ef hægt er að segja svo.
Arnar Daði Arnarsson
22. mín MARK!
Kayle Grimsley (Þór/KA)
Kayle Grimsley kemur Þór/KA tveimur mörkum yfir. Arna Sif Ásgrímsdóttir tók aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi FH, boltinn inn í teig þar sem Grimsley var grimmust á boltann og skoraði. Enn og aftur slök varnarvinna hjá FH.
Arnar Daði Arnarsson
23. mín Gult spjald: Elísabet Guðmundsdóttir (FH)
Arnar Daði Arnarsson
28. mín
Inn:Guðrún Björg Eggertsdóttir (FH) Út:Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH)
Aldís Kara fer hér af leikvelli, en hún meiddist í síðasta leik og er greinilega ekki orðin heil heilsu.
Arnar Daði Arnarsson
31. mín MARK!
Lára Einarsdóttir (Þór/KA)
Lára Einarsdóttir kemur hér Þór/KA í 3-0 með skoti beint úr aukaspyrnu á vítateigshorninu, hægra megin. Boltinn fór yfir Nönnu Rut sem misreiknaði skotið, en þetta mark er hæglega hægt að skrifa á Nönnu í markinu hjá FH.
Arnar Daði Arnarsson
36. mín Gult spjald: Karen Nóadóttir (Þór/KA)
Karen Nóadóttir fær hér að líta gula spjaldið eftir brot á Anítu Lísu.
Arnar Daði Arnarsson
43. mín
Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir bjargaði á línu fyrir FH. Tahnai Annis var komin í ákjósanlegt færi, renndi boltanum framhjá Nönnu í markinu en á síðustu stundu renndi Sveinbjörg sér á boltann og bjargaði.
Arnar Daði Arnarsson
45. mín
Hálfleikur. Þór/KA fara með þægilega forystu inn í hálfleikinn.
Arnar Daði Arnarsson
51. mín MARK!
Bryndís Jóhannesdóttir (FH)
Bryndís Jóhannesdóttir minnkar hér muninn fyrir FH. Hún stakk sér innfyrir vörn Þórs/KA.
Arnar Daði Arnarsson
53. mín
FH-stelpur, þjálfarar og áhorfendur vildu þarna fá vítaspyrnu. Gígja Valgerður Harðardóttir fékk boltann í hönd sína inn í teig en dómari leiksins, Snorri Páll Einarsson sá ekkert athugavert við þetta.
Arnar Daði Arnarsson
58. mín
Þjálfarateymi FH, Helena Ólafsdóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir og Gísli Þór Einarsson hafa verið allt annað en sátt með dómaratríó-ið í dag. Sumt hefur átt rétt á sér, annað ekki.
Arnar Daði Arnarsson
60. mín Gult spjald: Tahnai Annis (Þór/KA)
Arnar Daði Arnarsson
63. mín Gult spjald: Ágústa Kristinsdóttir (Þór/KA)
Ágústa fær spjald fyrir brot á Sigrúnu Ellu sem var að brnuna upp völlinn. Sigrún Ella tók aukaspyrnuna sjálf af 30 metra færi en markvörður Þór/KA rétt blakaði boltanum yfir markið.
64. mín
Sigrún Ella tók aukaspyrnuna, hörku spyrna sem Chantel Nicole Jones markvörður Þórs/KA sló rétt yfir þverslánna. FH-stelpur aðeins að vakna til lífs síns.
Arnar Daði Arnarsson
65. mín
Inn:Lillý Rut Hlynsdóttir (Þór/KA) Út:Þórhildur Ólafsdóttir (Þór/KA)
74. mín
Inn:Hugrún Elvarsdóttir (FH) Út:Aníta Lísa Svansdóttir (FH)
Arnar Daði Arnarsson
78. mín Rautt spjald: Elísabet Guðmundsdóttir (FH)
Elísabet fær hér að líta sinn annað gula spjald í leiknum, eftir tæklingu við vítateigslínuna.
Arnar Daði Arnarsson
79. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Sandra María skorar beint úr hornspyrnu sem Nanna Rut Jónsdóttir reyndi að kýla en náði ekki.
80. mín
Inn:Elva Marý Baldursdóttir (Þór/KA) Út:Ágústa Kristinsdóttir (Þór/KA)
Arnar Daði Arnarsson
83. mín
Inn:Sara Hrund Helgadóttir (FH) Út:Margrét Sveinsdóttir (FH)
83. mín
Inn:Hafrún Olgeirsdóttir (Þór/KA) Út:Tahnai Annis (Þór/KA)
Leik lokið!
Leik lokið. Öruggur sigur Þór/KA á FH. Færin voru ekki mörg hér í dag, en mistök hjá vörn og markverði FH voru dýrkeypt og tvö ódýr mörk Þór/KA gerðu útum leikinn. Þór/KA eru því komnar á topp Pepsi-deildar kvenna eftir þennan leik.

Viðtöl eru væntanleg.
Arnar Daði Arnarsson
Byrjunarlið:
Lára Einarsdóttir
Ágústa Kristinsdóttir ('80)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
4. Karen Nóadóttir
5. Tahnai Annis ('83)
6. Kayle Grimsley
10. Katrín Ásbjörnsdóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)

Varamenn:
25. Helena Jónsdóttir (m)
9. Hafrún Olgeirsdóttir ('83)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir ('65)
22. Helena Rós Þórólfsdóttir
24. Arna Benný Harðardóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ágústa Kristinsdóttir ('63)
Tahnai Annis ('60)
Karen Nóadóttir ('36)

Rauð spjöld: