Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Fjölnir
0
1
Grindavík
0-1 Sam Hewson '84
14.06.2018  -  19:15
Extra völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Léttur úði nokkuð hvasst og skýjað. Völlurinn lítur vel út
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
2. Mario Tadejevic
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason
8. Igor Jugovic
8. Arnór Breki Ásþórsson
10. Ægir Jarl Jónasson ('91)
11. Almarr Ormarsson ('58)
20. Valmir Berisha ('72)
23. Valgeir Lunddal Friðriksson

Varamenn:
1. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
9. Þórir Guðjónsson ('72)
11. Hallvarður Óskar Sigurðarson ('91)
26. Ísak Óli Helgason
29. Guðmundur Karl Guðmundsson ('58)
31. Jóhann Árni Gunnarsson

Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason (Þ)
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Torfi Tímoteus Gunnarsson ('40)
Guðmundur Karl Guðmundsson ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vilhjálmur hefur blásið í flautu sína og Grindvíkingar halda áfram að safna stigum og hafa byrjað af rosalegum krafti í pepsí deildinni.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni
93. mín
Vilhjálmur dæmir aukaspyrnu á miðjuboga Fjölnismenn flykkjast inn á teig. Grindvíkingar hreinsa áður en Þórður kemur aftur með boltann inn á teig. Grindvíkar eru í vandræðum með að koma boltanum frá en að lokum er brotið á Will Daniels.
92. mín
Þetta er að fjara út hérna fyrir FJölnismenn.
91. mín
Inn:Hallvarður Óskar Sigurðarson (Fjölnir) Út:Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir)
Ægir tekur 90 mínútur í dag. Hallvarður leysir hann af
90. mín
Það eru 4 mínútur í uppbótartíma.
89. mín
Mario Tadejevic með rosalega björgun! Grindavík kemst í hraða sókn þar sem Jóhann Helgi og Aron eru tveir á tvo. Boltinn endar hjá Aroni sem á skot í varnarmann þaðan fer boltinn til Jóhanns sem að mundar skotfótinn og þrumar þessu á markið en Mari hendir sér fyrir þetta og bjargar líklegast marki þarna!
87. mín
Inn:Nemanja Latinovic (Grindavík) Út:Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
ALexander Veigar fer af velli og inná kemur Nemanja Latinovic
86. mín
Þa'ð hlaut að koma að því að hornspyrnurnar skiluðu sér hjá Grindavík. Ná Fjölnismenn að svara þessu marki það er svo lítið eftir ða þessum leik og Grindvíkingar kunna vel að verjast!
84. mín MARK!
Sam Hewson (Grindavík)
ÞAUUUUUU GÆÆÆÆÆÆÆÐÐÐÐIIIIIIII!!!!!!

Vááá Sam Hewson með GEGGJAÐ mark hérna! Grindavík fær hornspyrnu sem varnarmenn Fjölnis skalla frá en boltinn fer beint ut á Sam Hewson sem að tekur hann í fyrsta fyrir utan teig og snuddar boltann í hornið og Þórður á ekki séns! 1-0 Grindavík
82. mín
JAJALO STÁLHEPPINN!

Birnir á rosalega skiptingu frá vinstri yfir á hægri þar sem Valgeir kemur með geggjaðan kross á kollinn á Guðmundi Karli skallinn hans er slakur hinsvegar en Jajalo missti boltann og heppinn að boltinn rann aftur fyrir en ekki í netið.
81. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Grindavík) Út:Sito (Grindavík)
Tækni-Sito fer útaf og inn á kemur alvöru iðnaður Jóhann Helgi Hannesson
80. mín
Það eru tíu mínútur eftir fáum við sigurmark?

"Fáum við líf í þetta KOMMON" heyrist kallað úr stúkunni.
78. mín Gult spjald: Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Rétt
77. mín
Fjölnismenn fá horn sem Binni Bolti tekur.

DAUÐAFÆRIIII!!! Vááá þarna voru Grindvíkingar heppnir boltinn drepst í miðjum teignum og Fjölnismenn reyna tvö skot eitt í varnarmann og eitt í samherja! Sýndist það vera Ægir sem átti seinna skotið í Þórir sem stóð á línunni!
76. mín
Grindvíkingar eru að ógna þessa stundina en eru ekki að skapa sér nógu hættuleg færi.
72. mín
Gunnar Þorsteins með skot af 30 metrunum og aftur þarf Þórður að taka á honum stóra sínum.

Stuttu seinna fá Grindvíkingar horn og nei það er ekki Gunnar sem að tekur það heldur Will Daniels.


hvað er að gerast í teignum??? Það kemur hár bolti inn á teiginn og Þórður fer í eitt skrýtnasta skógarúthlaup sem ég hef séð og missir af boltanum. Grindvíkingar koma honum aftur inn á teiginn en þá skalla Fjölnismenn frá. Þórður stálheppinn þarna.
72. mín
Inn:Þórir Guðjónsson (Fjölnir) Út:Valmir Berisha (Fjölnir)
Berisha ekkert gert í þesum leik. Rauða þrumann kemur inn á í hans stað.
70. mín Gult spjald: Brynjar Ásgeir Guðmundsson (Grindavík)
Brynjar Ásgeir fær ofbirtu í augun þegar hann mætir undirtreyjunni hans Valgeirs og þarf að brjóta á honum
68. mín Gult spjald: Rodrigo Gomes Mateo (Grindavík)
Hárrétt braut af sér í skyndisókn en hagnaði var beitt. Fær svo verðskuldað spjald.
65. mín
Sjötta hornspyrna Grindavíkur lítur dagsins ljós.

Gunnar tekur spyrnuna og mér sýnist Þórður og Mario Tadejevic steinliggur og þarf aðhlynningu,
64. mín
Valgeir lunddal er að bjóða upp á risastórt tískuslys í kvöld. Hann er í skær skær skær gulri undirtreyju. Ef hann á þessa treyju sjálfur mæli ég með að hann kaupi sér nýja ekki seinna en strax í kvöld á Ali Express Valgeir
63. mín
Inn:Will Daniels (Grindavík) Út:Marinó Axel Helgason (Grindavík)
MArri út og W. Daniels inná.
62. mín
Guðmundur Karl fær boltann eftir að Ægir skallar hann niður fyrir hann. Hann mundar skotfótinn en skotið hans fer svo hátt yfir að það hverfur í skýinn!
61. mín
Sito við það að sleppa í gegn enn grænmetisætann Beggi Ólafs tekur eina sturlaða tæklingu og bjargar þessu í horn!

VIlhjálmur dæmir svo brott í horninu og þetta rennur út i sandinn.
60. mín
Aron Jó með rosalega tilraun þegar hann tekur boltann á lofti fyrir utan teig en skotið hans fer framhjá.
Ef það kemur skot á markið hjá Grindavík heyrist ur stúkunni "Liggur í loftinu, liggur í loftinu"
58. mín
Inn:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir) Út:Almarr Ormarsson (Fjölnir)
Almar lítið fundið sig í þessum leik. GKG eða Guðmundur Karl Guðmundsson kemur inná
57. mín
Grindavík fá hornspyrnu sem að Gunnar Þorsteinsson tekur. Fjölnismenn skalla upp í loftið áður en Þórður kýlir hann frá. Það kemur annar bolti fyrir markið og mmenn falla í teignum. Grindvíkingar vilja víti en ég sá þetta ekki nógu vel til geta sagt um það.
55. mín
Fremur rólegt yfir þessu í sannleika sagt.
51. mín Gult spjald: Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Alexander er alltof seinn í Igor og hann öskrar svo hátt að það bergmálar um allan Grafarvog. Við skulum vona að það sé í lagi með hann.
50. mín
Sam Hewson með eitt stykki skot sem að endaði í Laugardalnum. Þetta var langt yfir
48. mín
BINNIIIII MESSSI!

Geggjaðir taktar frá Ægir Jarli sem að tekur boltann yfir Brynjar Ásgeir og setur svo boltann fyrir markið á Binna bolta sem að tekur við honum og fer a milli 3 varnamanna Grindavikur á litlu svæði með geggjaðri boltameðferð en skotið hans fer svo rétt framhjá markinu.
Þetta er ástæðan fyrir því að hann er einn af hættulegustu leikmönnum Pepsí-deildarinnar geggjaðir taktar.
47. mín
Sam Hewson þarf aðhlynningu og það virðist blæða úr honum eftir skallaeinvígi við Berisha. En það er í lagi með Sam
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn og ég bara óska þess að það verði meira á boðstólnum í þessum síðari hálfleik heldur en í þeim fyrri.
45. mín
Hálfleikur
Vilhjálmur Alvar flautar til hálfleiks í frekar tíðindar litlum fyrri hálfleik. Ég ætla vona að tempoið og gæðin verði aðeins meiri í þeim síðari.

Ég ætla skella mér inn í hús þar sem það er íííííssssskalt í fjölmiðlaboxinu.
43. mín
Birnir er líflegasti maður vallarins í þessum fyrri hálfleik.

Um leið og þetta er skrifað skallar Ægir boltann inn fyrir vörnina á Binna Bolta sem er í dauða dauðafæri en hann bara hittir ekki á markið! Hann getur ekki verið sáttur með þetta "finish"
41. mín
Aron með aukaspyrnu fyrir Grindavík inn á teiginn þar sem Rodrigo er í baráttunni boltinn fellur niður inn í teignum en Þórður er fljótur að átta sig og handsamar knöttinn.
40. mín Gult spjald: Torfi Tímoteus Gunnarsson (Fjölnir)
Vilhjálmur með soft spjald á Torfa
40. mín
ÚFFF! Þetta var ekki fjarri því. Brynjar Ásgeir er með sterkan sprett og losar sig við varnarmann FJölnis. Hann leggur boltann svo á Aron Jóhannsson sem að tekur nikkið til hliðar og hamrar með hægri rétt framhjá markinu.
37. mín
BERGSVEINN!!!

Af öllum mönnum tekur Bergsveinn Ólafsson þessa spyrnu hún fór af varnarmanni og Jajalo lenti í tómum vandræðum í markinu. Boltinn skoppar svo til Ægirs sem að nær ekki touchinu og boltinn fer aftur fyrir.
36. mín Gult spjald: Marinó Axel Helgason (Grindavík)
Brýtur á Birni þegar hann keyrir upp í skyndisókn eftir hornspyrnu Grindvíkinga. Aukaspyrnan er á stórhættulegum stað á vítateigslínunni.
35. mín
NEi heyrðu mig nú! Gunnar Þorsteins með rosalegt skot fyrir utan teig sem að Þórður þarf að hafa sig allan við að verja og Grindavík fá horn. Það heyrist úr stukunni "Liggur í loftinu"

32. mín
Birnir á hér þrumuskot beint í magan á BBB sem að liggur aðeins eftir þetta getur ekki hafa verið gott!
31. mín
Arnór Breki stálheppinn þarna. Marínó var næstum því búin að stela boltanum af honum og komast þá einn í gegn!
29. mín
Grindavíkf á horn sem að Gunnar Þorsteinsson tekur fáum við mark?


Nei það fáum við ekki spyrnan fer beint á Þórð í markinu.
25. mín
Marínó er að byrja þennan leik vel hinsvegar. Hann reynir herna flottan kross inn á teig sem að Alexander Veigar rétt missir af!
24. mín
Fjölnir fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað vinstra megin við teiginn. Birnir tekur fasta spyrnu inn á teiginn en fyrsti varnarmaður kemur boltanum frá.
23. mín
Það er samt búið að rætast úr mætingunni. Þegar þetta er skrifað virðist brotið á Marínó Axel sem var að sleppa í gegn í góða töðu en ekkert er dæmt. Það heyrist "Fo**it" á hliðarlínu Grindvíkinga.
21. mín
Ég veit ekki hvað skal segja en þessar fyrstu tuttugu minútur hafa ekki verið neitt augnayndi. Kolleggi minn skellir i eitt stykki geisp og það dreifist á alla línuna eins og keðjuverkun.
18. mín
AUJJJJJJJ! Birnir Snær með geggjaða takta og fer illa með varnarmenn Grindavíkur áður en hann nær skotinu með vinstri á markið sem fer beint á Jajalo. Marínó Axel kemur svo á fluginu og straujar Birnir alltof seint en Vilhjálmur dæmir ekkert.
16. mín
Í fréttum er þetta helst: Alexander Veigar reynir að setja boltann inn fyrir vörn Fjölnis en þeir ná að hreinsa.
12. mín
Grindvíkingar eru að byrja af meiri krafti og halda boltanum meira þessar fyrstu 12 mínútur. En það er bara ekkert í gangi í þessum leik! Ég væri til í aðeins meira tempó Guys!
11. mín
Marínó Axel með fasta fyrirgjöf inná teig en það er enginn sóknarmaður Grindavíkur mættur og Þórður handsamar knöttinn auðveldlega.
9. mín
Grindvikingar vilja horn en dómarinn dæmir á eitthvern furðulegan hátt markspyrnu. Þarna klikkaði línuvörðurinn.

En jæja ég var buin segjast ætla vera í góðu skapi og ætla standa við það!
7. mín
Jæja! Grindvíkingar fá horn en spyrnan er fremur slök og Fjölnismenn koma þessu í burtu.
5. mín
Það er mjög hægt tempó í þessu fyrstu 5 mínúturnar. Liðin spila hægt og halda boltanum bara í rólegheitum á milli sín.
3. mín
Gestirnir að ógna aðeins. Reyna tvær fyrirgjafir sem að FJölnismenn hreinsa frá.
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON!! Grindavik byrjar með boltann
Fyrir leik
Jæja liðin ganga hér til leiks og ætla ég bara strax að henda í risa risa risa probs á sturlaða varabúninga Grindavíkur. Hvítir sokkar , bláar stuttbuxur og blá treyja með hvítum ermum og meðfram síðum. GEGGJAÐUR! Fjölnir eru í sínum klassísku fagurgulu treyjum og bláum stuttbuxum sem er einn af fallegri búningum landsins.
Fyrir leik
Það er hrikalega slöpp mæting þegar 5 mínútur eru í leikinn. Eru allir í Rússlandi?
Fyrir leik
Þarf ég ekki að nefna "Torgið" svokallaða hjá Fjölnismönnum. Þetta er til fyrirmyndar að hafa svona aðstöðu á vellinum fyrir svanga og hvað þá að bjóða upp á vængi þvílík veisla. Vona að fleiri lið fari að taka þetta upp á næstunni!
Fyrir leik
Ég er í svo góðu skapi að ég get varla lýst því. Minn maður Arnar Már Ólafsson er að sjálfsögðu mættur í liðstjórn Grindavíkur og peppar frá bekknum. Hann verður 100% eftirsóttur af stóru liðunum út í heimi með þessu áframhaldi. Algjörlega ómissandi hluti af árangri Grindavíkur liðsins.


Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl til að hita og að sjálfsögðu voru markmennirnir fyrstir út á völl enda eru þeir sér þjóðflokkur.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Óli gerir aðeins eina breytingu á liðinu sínu frá stórtapinu gegn Stjörnunni í seinustu umferð. Ægir Jarl kemur inn fyrir Guðmund Karl.

Grindavík gera hinsvegar 3 breytingar á sínu liði frá tapinu gegn Breiðablik en þeir Alexander Veigar, Marínó Axel og Brynjar Ásgeir koma allir inn í liðið fyrir William Daniels, René Joensen og Jón Ingason
Fyrir leik
Ég trúi ekki öðru en að við fáum hörkuleik hér í Grafarvoginum í kvöld.

Fjölnismenn hafa ekki byrjað mótið eins vel og þeir myndu sjálfir vilja en þeir sitja í 9.sæti með 9 stig eftir 8 umferðir sem telst ekki gott á þeim bænum.

Grindvíkingar hafa hinsvegar byrjað mótið af miklum krafti og sitja í 3.sæti með 14 stig en Valur eru í efsta sæti með 18 stig eftir sigurinn á ÍBV í gær.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið hjartanlega velkominn í beina textalýsingu frá leik úr 8.umferð pepsí deildar karla þar sem við eigast lið Fjölnis og Grindavíkur.
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
6. Sam Hewson
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Matthías Örn Friðriksson
17. Sito ('81)
21. Marinó Axel Helgason ('63)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
23. Aron Jóhannsson (f)
24. Björn Berg Bryde
80. Alexander Veigar Þórarinsson ('87)

Varamenn:
5. Nemanja Latinovic ('87)
7. Will Daniels ('63)
13. Jóhann Helgi Hannesson ('81)
18. Jón Ingason
26. Sigurjón Rúnarsson

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Þorsteinn Magnússon
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson

Gul spjöld:
Marinó Axel Helgason ('36)
Alexander Veigar Þórarinsson ('51)
Rodrigo Gomes Mateo ('68)
Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('70)

Rauð spjöld: