City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Valur
4
0
Keflavík
Kolbeinn Kárason '47 1-0
Matthías Guðmundsson '49 2-0
Kolbeinn Kárason '60 3-0
Kristinn Freyr Sigurðsson '88 4-0
31.05.2012  -  19:15
Hlíðarendi
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Frábærar, sól og sumarylur
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1273
Maður leiksins: Kolbeinn Kárason, Valur
Byrjunarlið:
Matthías Guðmundsson
Haukur Páll Sigurðsson

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('63)
23. Andri Fannar Stefánsson ('70)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Nesta Matarr Jobe ('93)
Úlfar Hrafn Pálsson ('20)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan og blessaðan sumardag. Héðan frá Hlíðarenda verður bein textalýsing á leik Vals og Keflavíkur sem hefst, að öllum líkindum, stundvíslega kl 19.15.

Geir Ólafsson er mættur á Lollastúkuna á Hlíðarenda og bíður spenntur.
Fyrir leik
Athygli vekur að í byrjunarliði Vals eru hvorki Halldór Kristinn Halldórsson né Guðjón Pétur Lýðsson. Í þeirra stað koma Brynjar Kristmundsson og Kolbeinn Kárason.

Í liði Keflvíkinga snýr Hilmar Geir Eiðsson aftur í byrjunarlið þeirra en Jóhann Ragnar Benediktsson tekur út leikbann.
Fyrir leik
Fyrir leikinn í dag eru Valsmenn í 9. sæti Pepsi deildarinnar með 6 stig en Keflvíkingar eru í því 5. með 7 stig.

Það er því skammt stórra högga á milli og leikurinn mikilvægur báðum liðum.
1. mín
Þá er leikurinn hafinn!

Valsmenn sækja í átt að að Landspítalanum en Keflvíkingar í átt að Keiluhöllinni.
7. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Gult spjald fyrir lítilfjörlega tæklingu á Brynjari Kristmundssyni.
20. mín
Við biðjumst velvirðingar á tæknilegum örðuleikum með nettengingu héðan af Hlíðarenda.

Í millitíðinni hefur lítið gerst í leiknum. Keflvíkingar hafa átt eitt færi og Valsmenn tvö hálffæri.
20. mín Gult spjald: Úlfar Hrafn Pálsson (Valur)
Úlfar braut á fyrrum liðsfélaga sínum Hilmari Geir en þeir eigast við á kantinum í dag, Úlfar sem bakvörður og Hilmar kantmaður.
25. mín
Keflvíkingar eru sterkari aðilinn þessa stundina og eiga hér hornspyrnu eftir fína sókn sem fór kantanna á milli.

Úr hornspyrnunni átti Guðmundur Steinarsson fínan skalla en boltinn fór framhjá.
28. mín
Guðmundur Steinarsson leikur listir sínar og tók hér boltann niður á liðsfélaga sinn með öxlinni eftir útspark. Steinarsson samur við sig.
29. mín
Matthías Guðmundsson átti laglegan sprett upp í gegnum vörn Keflvíkinga og gaf fínan bolta fyrir markið en þar var enginn nema Keflavíkurvörnin. Boltinn barst að lokum til Úlfars Hrafns sem átti misheppnað skot fyrir fætur Kolbeins Kárasonar sem kláraði færið illa og boltinn framhjá.

Þetta er allt að lifna við.
33. mín
Frans Elvarsson í fínu færi.

Fékk boltann inni í vítateig og sneri af sér tvo Valsmenn en Haukur Páll náði að pota í boltann og koma í veg fyrir skot. Vel gert hjá Frans.
36. mín
Enn eiga Keflvíkingar fína sókn. Boltinn barst upp hægri kantinn og fyrir markið en skalli Jóhanns Birnis var yfir markið.
45. mín
Það er kominn hálfleikur hér á Hlíðarenda. Bæði lið hafa átt ágætis sóknir en Keflvíkingar virkað sprækari.

Leikurinn hefur heilt á litið verið fremur rólegur og daufur.
45. mín
Inn:Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík) Út:Guðmundur Steinarsson (Keflavík)
Guðmundur meiddist í seinustu tæklingu hálfleiksins. Þetta eru slæm tíðindi fyrir Keflvíkinga.

Leikurinn er hafinn að nýju.
47. mín MARK!
Kolbeinn Kárason (Valur)
Kolbeinn skorar hér fínt mark.

Hann fékk boltann og dúndraði að marki beint undir Ómar Jóhannson sem hefði átt að gera betur í þessu marki.
49. mín MARK!
Matthías Guðmundsson (Valur)
Aftur skora Valsmenn!

Matthías Guðmundsson fékk boltann einn á auðum sjó í miðjum vítateignum eftir fyrirgjöf Bynjars Kristmundssonar og lagði boltann snyrtilega í hornið.

52. mín
Þessi seinni hálfleikur byrjar þveröfugt við hvernig sá fyrri endaði. Eitthvað hefur Kristján Guðmundsson hrist upp í sínum mönnum því þeir virka mun grimmari og ákveðnari þessar fyrstu mínútur.
55. mín
Þar skall hurð nærri Keflavíkurhælum. Haraldur Freyr var heillum horfinn og Kolbeinn Kárason hirti af honum boltann og komst einn gegn Ómari en setti boltann rétt framhjá.

Kolbeinn hefur komið sterkur inn í Valsliðið og átt fína spretti.
58. mín
Haraldur Freyr með fínan skalla sem Sindri Snær varði vel í horn.
60. mín MARK!
Kolbeinn Kárason (Valur)
Kolbeinn sneri sér lauflétt við með tvo Keflvíkinga í bakinu og komst upp að endalínu. Þar setti hann boltann beint á Ómar sem varðist utarlega og inn fór boltinn.

Spurning hvort boltinn hafi verið á leið í markið eða hvort Ómar eigi skilið sjálfsmark?
63. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Ásgeir Þór Ingólfsson (Valur)
65. mín
Kristinn Freyr, nýkominn inn á, átti hér hörkufínt skot úr miðjum teignum en rétt framhjá.
Twitter:Grímur Atlason

Kolbeiiiiiiinnnnnnn! #valur #fotbolti #kjot
67. mín
Inn:Arnór Ingvi Traustason (Keflavík) Út:Sigurbergur Elísson (Keflavík)
67. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
Tvöföld skipting hjá Zoran Daníel sem er að vonum ekki sáttur við sína menn.
70. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (Valur) Út:Úlfar Hrafn Pálsson (Valur)
Úlfar fékk þungt högg á kjammann fyrr í leiknum og gæti verið á leið til tannlæknis.
72. mín
Valsmenn eiga hér aukaspyrnu á hættulegum stað eftir flottan sprett Kristins Freys.
72. mín
Rúnar Már tók spyrnuna, hún var föst en beint í fangið á Ómari sem greip boltann.
75. mín
Aftur nær Haraldur Freyr að skalla boltann að marki eftir hornspyrnu en Sindri Snær og varnarmenn Vals náðu að koma boltanum frá.
76. mín
Kolbeinn Kárason er hvergi nærri hættur. Hann fékk boltann á miðjunni og spólaði sig í gegnum vörn Keflvíkinga en Einar Orri náði að komast fyrir skot Kolbeins.
80. mín
Rúnar Már tætti hér fram völlinn og framhjá Grétari Atla sem togaði Rúnar niður. Aukaspyrna dæmd alveg við vítateigslínuna.

Brynjar Kristmundsson tók spyrnuna og skrúfaði boltann rétt yfir mark Keflvíkinga.

81. mín
Inn:Atli Heimisson (Valur) Út:Kolbeinn Kárason (Valur)
Besti maður vallarins fær ekki möguleika á þrennunni.
84. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
88. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Eftir frábæra sendingu Rúnars Más kom Kristinn Freyr boltanum yfir línuna úr miðjum vítateignum.
91. mín
Matthías Guðmundsson var hér kominn aleinn á móti Ómari en virtist hafa of langan tíma til að athafna sig og setti boltann hátt og langt framhjá. Illa farið með úrvals færi.
93. mín Gult spjald: Nesta Matarr Jobe (Valur)
Fyrir tveggja fóta tæklingu á Jóhann Birni. Þarna var hann heppinn að fá að ljúka leiknum.
94. mín
Leiknum er lokið með sannfærandi sigri Valsmanna.

Umfjöllun og viðtöl koma hér inn bráðlega.

Takk fyrir að fylgjast með!
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
Ómar Jóhannsson
Jóhann Birnir Guðmundsson
Sigurbergur Elísson ('67)
6. Einar Orri Einarsson
25. Frans Elvarsson (f) ('67)

Varamenn:
12. Bergsteinn Magnússon (m)
9. Daníel Gylfason
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('67)
11. Bojan Stefán Ljubicic ('45)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Einar Orri Einarsson ('84)
Frans Elvarsson ('7)

Rauð spjöld: