City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Þór
2
1
Víkingur Ó.
Orri Freyr Hjaltalín '19 1-0
1-1 Eldar Masic '45
Jóhann Helgi Hannesson '47 2-1
Fannar Hilmarsson '84
02.06.2012  -  13:00
Þórsvöllur
1. deild karla
Aðstæður: 15° sól og smá norðan gola
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
Andri Hjörvar Albertsson
5. Atli Jens Albertsson
6. Ármann Pétur Ævarsson ('50)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
11. Kristinn Þór Björnsson ('57)
13. Ingi Freyr Hilmarsson ('71)
15. Janez Vrenko

Varamenn:
10. Sigurður Marinó Kristjánsson ('50)
16. Kristinn Þór Rósbergsson
21. Kristján Páll Hannesson ('71)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Orri Freyr Hjaltalín ('90)
Janez Vrenko ('66)
Andri Hjörvar Albertsson ('43)
Ármann Pétur Ævarsson ('31)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Verið velkomin í beina lýsingu frá Þórsvellinum þar sem er þessi líka rjómablíða og svo gott sem ómannúðlegar aðstæður í sveittu fréttamannaherbergi. Við grátum það ekki, svona á veðrið að vera!
Fyrir leik
Bæði lið eiga það sameiginlegt að geta náð efsta sætinu í 1. deild með sigri hér í dag þannig að nóg er í húfi. Ef heimamenn ætla sér í efsta sætið þá verða þeir að vera fyrsta liðið til að sigra Víking Ó sem eru taplausir eftir þrjá leiki.
Fyrir leik
Víkingar unnu Hött í síðustu umferð á heimavelli 1-0 á meðan Þórsarar töpuðu með sama mun á teppinu á Ásvöllum
Fyrir leik
Clark Keltie fyrrverandi leikmaður Þórs mætir hér í dag á sinn gamla heimavöll. Hann lék þeð Þór í úrvalsdeild sumarið 2011 en eftir það fór hann á smá flakk sem endaði svo á því að hann gekk til liðs við Víkinga fyrir stuttu.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á grasið, það er ágætlega vel mætt hér í dag í góða veðrinu. Clark Keltie fær sérstakt klapp frá heimamönnum þegar nafnið hans er lesið upp. Það sem kemur helst á óvart í liði heimamanna er að Sigurður Marinó er á tréverkinu í dag.
1. mín
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautar leikinn á, Víkingar spila fyrri hálfleik með smá golu í bakið
1. mín
Þórsarar byrja af krafti og komast í færi strax í sinnu fyrstu sókn eftir töluvert hnoð í teignum, varnarmenn Ólafsvíkinga ná að komast fyrir þrjú skot í röð áður en þeir koma boltanum frá.
4. mín
Núna eru það gestirnir sem komast í fær. Þeir fá aukaspyrnu stutt frá hornfánanum, hana taka þeir stutt og upphefst skemmtileg leikflétta sem mistekst en boltinn dettur fyrir fætur Guðmundar Hafsteins sem á gott skot en Rajkovic ver og varnarmenn Þórs hreinsa frá. Það er fjör hér í upphafi leiks, svona á þetta að vera!
8. mín Gult spjald: Kaspars Ikstens (Víkingur Ó.)
Þetta var nánast appelsínugult en þó einnig vel brotið. Ingi Freyr var við það að sleppa í gegn og Helgi tók hann niður rétt fyrir utan teig, ekkert verður úr þessari aukaspyrnu samt sem áður.
10. mín
Arnar Sveinn við það að sleppa í gegnum vörn Þórs en varnarmenn ná að hreinsa í horn, hornspyrnan var svo of föst og fór yfir allt og alla.
18. mín
Smá NFL stemming hér þar sem Þórsarar fá þrjár aukaspyrnur í röð og færast alltaf aðeins framar. Sú síðasta á sér stað í boganum á teig Víkinga.
19. mín MARK!
Orri Freyr Hjaltalín (Þór )
Skoraði beint úr aukaspyrnu í vítateigsboganum. Tók hana laglega innanfótar alveg út við stöng
21. mín
Víkingar jafna strax en markið er dæmt af vegna rangstöðu. Vonlaust að sjá hvort að þetta hafi verið réttur dómur eða ekki þar sem þetta gerðist svo hratt en starfsmenn Víkinga á bekknum eru alveg brjálaðir. Sá ekki betur en að það hafi verið fyrirliði Víkinga hann Guðmundur Steinn Hafsteinsson sem skallaði boltann í netið
28. mín
Edin Beslija með hörku skot af ca. 30m færi sem fer rétt framhjá marki Þórs, þetta hefði verið fullorðins.
31. mín Gult spjald: Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Það er að færast smá hiti í leikinn
33. mín
Samkvæmt tölfræði okkar hér í blaðamannaherberginu eru komnar 17 aukaspyrnur, flautan er að fá að njóta sín hér á fyrstu rúmlega 30 mínútum leiksins.
38. mín
Keltie var of lengi á boltanum og Jóhann Helgi náði honum af honum og uppskar hornspyrnu fyrir. Kristinn Þór tekur hornið en Vilhjálmur dæmir enn eina aukaspyrnuna og í þetta á sinn á heimamenn.
42. mín
Jóhann Helgi með góða sendingu fyrir af hægri vængnum en Einar Hjörleifsson markmaður Víkinga kemur út og nær boltanum áður en hann kemst yfir á Kristinn Þór sem var á fjærstöng.
43. mín Gult spjald: Andri Hjörvar Albertsson (Þór )
Nokkuð kröftug tækling, Víkingar fá aukaspyrnu á vinstri vængnum en spyrnan inn í teig er of löng og fer beint í fangið á Rajkovic.
45. mín MARK!
Eldar Masic (Víkingur Ó.)
Edin Beslija heldur boltanum vel og kemur honum í fætur Eldar Masic sem kemur á sprettinum upp hægri vænginn, tekur stefnu inn á miðju og kemur svo með þetta líka fína utanfótarskot rétt við vítateigslínuna sem endar í fjærhorninu. Glæsilega klárað og verðskuldað jöfnunarmark.
45. mín
Hálfleikur - Þetta var svo gott síðasta spyrna hálfleiksins hjá Masic. Staðan hér því 1-1 í hálfeik þar sem Víkingar hafa verið betra liðið í opnum og skemmtilegum leik, það var helst fjöldi brota sem setti strik í flæði leiksins en það voru 23 aukaspyrnur dæmdar í fyrri hálfleiknum.
Heiðar Ingi Helgason
Víkingar jafna 1-1 á síðustu sek fyrri hálfleiks, hafa verið töluvert beittari.. #verðskuldað #fotbolti
45. mín
Tæknin er með einhverja smá stæla, textinn á það til að detta inn og út en tæknimenn okkar eru að vinna í þessu. Vonum að þetta detti í lag sem allra fyrst, grunar að þessi seinni hálfleikur muni verða líflegur.
45. mín
Liðin eru mætt aftur út á völl og tilbúin til leiks, engar breytingar voru gerðar í hálfleik.
46. mín
Vilhjálmur Þórarinsson flautar og seinni hálfleikur hefst
47. mín MARK!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Mark! Jóhann Helgi á þetta mark alveg skuldlaust. Fær boltann fyrir utan teig, færir sig aðeina yfir til hægri og á þar fast og lágt skot sem fer af fjærstöng og inn.
49. mín
Víkingar fá aukaspyrnu um rétt fyrir utan miðjubogann. Edin Beslija reynir að gera nákvæmlega það sama og Orri Freyr gerði í fyrri hálfleiknum en skotið hans var ekki jafn gott og fór framhjá markinu.
50. mín
Inn:Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór ) Út:Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
55. mín
Liðin skiptast á að sækja en þó án þess að koma sér í góð færi eins og er, leikurinn er nokkuð hraður og skemmtilegur.
57. mín
Inn:Robin Strömberg (Þór ) Út:Kristinn Þór Björnsson (Þór )
59. mín
Inn:Fannar Hilmarsson (Víkingur Ó.) Út:Guðmundur Magnússon (Víkingur Ó.)
63. mín Gult spjald: Fannar Hilmarsson (Víkingur Ó.)
Fannar var ekki lengi að næla sér í spjald
65. mín
V'ikingar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan miðjubogann, Keltie sparkar beint í vegginn, slök spyrna.
66. mín Gult spjald: Janez Vrenko (Þór )
Víkingar eiga aukaspyrnu stutt frá endalínu heimamanna á hægri vængnum. Spyrnan er stutt og léleg og Þórsarar ná að hreinsa frá. Víkingar verða að gera betur í þessum aukaspyrnum.
71. mín
Inn:Kristján Páll Hannesson (Þór ) Út:Ingi Freyr Hilmarsson (Þór )
71. mín
Inn:Torfi Karl Ólafsson (Víkingur Ó.) Út:Arnar Sveinn Geirsson (Víkingur Ó.)
72. mín
Strömberg er nálægt því að skora en Tomasz Luba á stórkostlega tæklingu og kemst fyrir skotið, þetta var rétt fyrir utan markteig Víkinga.
74. mín
Dauðfæri! Clark Keltie á skalla á markteigslínu Þórsarar en Rajkovic varði glæsilega áður en varnarmenn Þórs náðu að hreinsa frá.
79. mín
Einar Hjörleifsson í marki Víkinga á virkilega dapra hreinsun sem fer beint í fæturnar á Jóhanni Helga en skot hans fer af haus varnarmanns Víkinga og þaðan í horn sem ekkert verður úr. Jóhann Hlegi hefði líklegast átt að gera betur þarna
81. mín
Orri Freyr Hjaltalín á stungusendingu inn á Svein Elías en skot hans er laust og beint á Einar í markinu, ílla farið með gott færi.
81. mín
Þórsarar stjórna leiknum eins og er, Víkingar þurfa að setja kraft í þetta ef þeir ætla sér að fá eitthvað úr þessum leik.
84. mín Rautt spjald: Fannar Hilmarsson (Víkingur Ó.)
Fannar að fá sit annað gula spjald eftir að hafa komið inn sem varamaður.
85. mín
Inn:Steinar Már Ragnarsson (Víkingur Ó.) Út:Kaspars Ikstens (Víkingur Ó.)
86. mín
Þetta verður erfitt hjá Víkingum manni færri en núna er það bara allt eða ekkert ef þeir ætla ekki að tapa sínum fyrsta deildarleik á þessu tímabili.
90. mín Gult spjald: Orri Freyr Hjaltalín (Þór )
Leik lokið!
Leik lokið með sigri heimamanna sem skella sér á toppinn í 1.deild karla með þessum 3 stigum. Þeir voru betri í seinni hálfleiknum og það landaði þessum sigri. Umfjöllun og viðtöl koma á netið von bráðar.
Byrjunarlið:
1. Einar Hjörleifsson (m)
30. Kaspars Ikstens (m) ('85)
5. Björn Pálsson
7. Tomasz Luba
9. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
9. Guðmundur Magnússon ('59)
13. Emir Dokara
14. Arnar Sveinn Geirsson ('71)
20. Eldar Masic

Varamenn:
Alfreð Már Hjaltalín
6. Torfi Karl Ólafsson ('71)
10. Steinar Már Ragnarsson ('85)
21. Fannar Hilmarsson ('59)

Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Fannar Hilmarsson ('63)
Kaspars Ikstens ('8)

Rauð spjöld:
Fannar Hilmarsson ('84)