City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Fram
1
2
KR
0-1 Viktor Bjarki Arnarsson '58
Kristinn Ingi Halldórsson '77 1-1
1-2 Óskar Örn Hauksson '84
02.06.2012  -  16:00
Laugardalsvöllur
Pepsi deild karla
Aðstæður: Stórfínar til knattspyrnuiðkunar. Sól, logn og fínerí.
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
11. Almarr Ormarsson
14. Hlynur Atli Magnússon

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
10. Orri Gunnarsson
21. Stefán Birgir Jóhannesson

Liðsstjórn:
Daði Guðmundsson

Gul spjöld:
Hlynur Atli Magnússon ('83)
Sam Tillen ('81)
Jón Gunnar Eysteinsson ('35)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fram og KR í sjöttu umferð Pepsi-deildar karla.

Byrjunarliðin eru klár hér sitthvorum megin við textan.

Verði ykkur að góðu og góða skemmtun. Minni á Twitter. #fotbolti og þú ert á góðri leið með að detta hér inn.
Fyrir leik
Loksins birtist textalýsingin hér. Það styttist í að leikmenn liðana gangi inn á völlinn. Fánarnir tveir eru mættir á völlinn, Borgun - Leikur án fordóma sem og Pepsi-deildar fáninn.
Fyrir leik
Leikmenn liðana eru búnir að mynda flotta línu og heiðursgestir leiksins við það að klára að heilsa upp á leikmenn beggja liða. Valgeir Valgeirsson dómari leiksins fer að flauta leikinn á.

Skemmtunin fer að byrja.
1. mín
Leikurinn hafinn. KR-ingar sækja að Laugardalslauginni.
Tómas Meyer, starfsmaður Ekrunnar:
@Laugardagsvöllur: Fram - KR! vonast eftir skemmtilegheitum og spennu! Koma svo Framarar og KR-ingar make my day !
8. mín Gult spjald: Magnús Már Lúðvíksson (KR)
Magnús fær spjald fyrir hressilega tæklingu á Sam Tillen.
12. mín
Fyrsta færið áttu Framarar. Steven Lennon átti fína tilraun eftir fyrirgjöf frá Kristni Inga en landsliðsmarkvörðurinn, Hannes Þór vel á tánum og varði með fótunum.
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, fyrrum foringi í Vatnaskógi:
Gæs í KR búningi mætti Fram meginn í stúkuna og hvatti Framara til dáða.
25. mín
Ósköp rólegt hér á Laugardalsvelli.
29. mín Gult spjald: Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Henry er eitthvað pirraður í garð Valgeirs dómara og fékk að líta gula spjaldið.
35. mín Gult spjald: Jón Gunnar Eysteinsson (Fram)
Fær spjald frá Valgeiri eftir að hafa stöðvað skyndisókn KR-inga. Stöðvaði Þorstein Má við leik.
39. mín
Framarar mun skeinuhættari. Kemur mark fyrir hálfleik?
41. mín
Baldur Sig. með skalla að stuttu færi sem Ögmundur ver í horn. K.Henry áttu fyrirgjöfina.
45. mín
Hálfleikur. Rólegum fyrri hálfleik er lokið.
Skúli Jón Friðgeirsson, leikmaður Elfsborg:
Djöfull var ég búinn að gleyma því hvað það er ógeðslega leiðinlegt á leikjum á laugardalsvelli #sálarlaust #70metrafrávellinum
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn. Fjörið er byrjað.
54. mín
Vel spilað hjá KR-ingum og Kjartan Henry endar það með því að falla í teignum. Bjarni Guðjóns. og Óskar Örn spiluðu vel upp völlinn, sending inn í teiginn frá Óskari Erni á Kjartan sem tók ílla við boltanum og féll við í teignum, við litla sem enga snertingu og þar með fór færið.
58. mín MARK!
Viktor Bjarki Arnarsson (KR)
Viktor Bjarki að koma KR yfir. Sending frá Óskari Erni sem átti viðkomu í varnarmann Fram. Boltinn datt fyrir fætur Óskars Arnar inn í teig, hann lék á Ögmund og renndi boltanum í netið.
59. mín
Kjartan Henry með frábæra tilraun, langt fyrir utan teig reyndi að skjóta yfir Ögmund, sem var fremur framarlega í teignum. Hann rétt náði að blaka boltanum yfir markið. Ekkert kom úr horninu.
62. mín
Guðmundur Reynir með fyrirgjöf sem fer á fjærstöngina. Þar er Kjartan Henry mættur átti skot að marki en Kristján Hauksson renndi sér fyrir boltann, fékk hann í sig og í horn.
69. mín
Almarr Ormarson með skot að marki KR sem beint á Hannes. Framarar þurfa að fara sækja meira, ef þeir ætla að jafna metin.
73. mín
Inn:Egill Jónsson (KR) Út:Viktor Bjarki Arnarsson (KR)
73. mín
Inn:Haukur Heiðar Hauksson (KR) Út:Magnús Már Lúðvíksson (KR)
73. mín
Inn:Dofri Snorrason (KR) Út:Guðmundur Reynir Gunnarsson (KR)
Þreföld skipting hjá KR. Hver ástæðan er, veit ég ekki. Haukur Heiðar fer í hægri bakvörðinn, Egill Jóns. á miðjuna og Dofri í vinstri bakvörðinn.
77. mín MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Fram)
Kristinn Ingi að jafna metin. Komst inn í teig, átti skot sem Hannes Þór varði, fékk boltann aftur og skaut í nærhornið sem var galopið.
79. mín
Inn:Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Fram)
Markaskorarinn fer af velli í stað Hólmberts Arons.
81. mín Gult spjald: Sam Tillen (Fram)
Fyrir kjaftbrúk.
83. mín Gult spjald: Hlynur Atli Magnússon (Fram)
Fær spjald fyrir brot rétt fyrir utan teig. Og það kemur mark upp úr aukaspyrnunni.
84. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Úr aukaspyrnunni sem Hlynur Atli braut á sér, barst boltinn til vinstri, Bjarni Guðjóns. sendi boltann á Óskar Örn sem skoraði. Getum sett spurningarmerki á Ögmund í markinu.
90. mín
Kjartan Henry hefði getað gert út um leikinn. Slapp einn í gegn, hafði nægan tíma, líklegast of mikinn, því hann stoppaði og ætlaði að gera einhverjar krúsídúllur með boltann, sem mistókst og hann náði ekki að gera það sem þarf í knattspyrnu... að skora.

Fantasy-aðdáendur sem eru með Kjartan Henry í liðinu, geta blótað honum vel fyrir þetta athæfi.
Leik lokið!
Leik lokið. Gestirnir úr Vesturbænum fara með sigur af hólmi, 2-1. Geta vel við unað, en leikurinn var í miklu jafnvægi.

Viðtöl og umfjöllun bíða ykkar kæru áhorfendur þegar líða tekur á daginn.

Takk fyrir mig.
Byrjunarlið:
Viktor Bjarki Arnarsson ('73)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
8. Baldur Sigurðsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson ('73)
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
3. Haukur Heiðar Hauksson ('73)
5. Egill Jónsson ('73)
11. Emil Atlason
18. Aron Bjarki Jósepsson
23. Atli Sigurjónsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kjartan Henry Finnbogason ('29)
Magnús Már Lúðvíksson ('8)

Rauð spjöld: