City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Fram
3
1
Valur
Steven Lennon '11 1-0
Steven Lennon '53 2-0
Steven Lennon '65 3-0
3-1 Guðjón Pétur Lýðsson '80
Jónas Þór Næs '91
Arnar Sveinn Geirsson '92
22.08.2011  -  19:15
Laugardalsvöllur
Pepsi deild karla
Aðstæður: Skýjað en ágætt veður
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 846
Maður leiksins: Steven Lennon
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
Halldór Hermann Jónsson
Daði Guðmundsson ('77)
11. Almarr Ormarsson ('93)
14. Hlynur Atli Magnússon

Varamenn:
1. Denis Cardaklija (m)
10. Orri Gunnarsson
21. Stefán Birgir Jóhannesson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Halldór Hermann Jónsson ('85)
Almarr Ormarsson ('50)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Fram og Vals. Fyrir viku vann Valur góðan 3-1 sigur gegn Fylki á meðan Fram missti 2-1 forskot niður í 2-2 jafntefli á lokamínútunni gegn Stjörnunni. Fram er í 11. sæti deildarinnar með 8 stig en Valur er með 28 stig í 4. sæti. Bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda, Valur ef þeir ætla sér að ná í Evrópusæti en Fram ef þeir vilja bjarga sér frá falli.
Fyrir leik
Haraldur Björnsson er aftur kominn á milli stanganna hjá Val eftir að hafa verið í agabanni í síðasta leik gegn Fylki. Kolbeinn Kárason heldur sæti sínu eftir að hafa skorað tvö mörk í þeim leik.
Fyrir leik
Framarar gera enga breytingu á liði sínu frá því gegn Stjörnunni, þeir stilla upp sama byrjunarliði, enda gekk þeim ágætlega í þeim leik.
Fyrir leik
Þá er um það bil stundarfjórðungur í leikinn. Liðin fara að skokka inn eftir góða upphitun og hlusta á ráðgjöf þjálfara sinna. Við megum búast við ágætu fjöri í þessum leik, en það síður oft upp úr í viðureignum þessara liða.
Fyrir leik
Þá fer að styttast í að leikurinn hefjist. Guðmundur Ársæll Guðmundsson dómari hefur leitt leikmenn inn á völlinn og nú fer fjörið að byrja. Þeir sem vilja tjá sig um leikinn á Twitter eru minntir á að nota hashtaggið #fotbolti.
1. mín
Leikurinn er hafinn og heimamenn byrja með knöttinn.
4. mín
Leikurinn byrjar ágætlega. Framarar áttu skot á fyrstu mínútu sem Haraldur átti þó ekki í vandræðum með að verja og svo hafa bæði lið átt ágætis fyrirgjafir sem ekkert varð úr.
8. mín
Framarar áttu hættulega aukaspyrnu inni í teig þar sem boltinn féll niður á markteig en Haraldur náði að grípa í boltann.
11. mín MARK!
Steven Lennon (Fram)
FRAMARAR ERU KOMNIR YFIR!!! Sam Tillen á frábæra fyrirgjöf inn í teiginn og þar mætir Steven Lennon á svæðið og hamrar knöttinn í netið með höfðinu! Heimamenn hafa náð forystunni, glæsileg fyrirgjöf hjá Tillen og frábær skalli!
13. mín Gult spjald: Atli Sveinn Þórarinsson (Valur)
Atli Sveinn fær að líta fyrsta gula spjald leiksins fyrir að stöðva skyndisókn Framara.
13. mín
Sam Tillen tekur fantagóða aukaspyrnu inn í teiginn og það munar engu að Jón Gunnar Eysteinsson nái að pota boltanum framhjá Haraldi en honum bregst bogalistin og boltinn endar í hrömmum markvarðarins.
17. mín
Framararnir eru miklu betri fyrstu mínúturnar. Eru mun meira með boltann og líta bara vel út, ólíkt því sem þeir gerðu framan af sumri. Spurningin er bara hvort að þetta sé of lítið og of seint.
18. mín
Þarna er Samuel Hewson mjög heppinn. Hann klippir Pól Jóhannus Jústiníussen niður og sparkar boltanum svo burtu eftir að aukaspyrna var dæmd, en ekki er spjaldinu lyft.
Sindri BM útvarpsmaður og plötusnúður
Ef það er eitthvað sem Fram kann þá er það lokasprettur og bjarga sér frá falli. #Fotbolti
23. mín
Valsarar eiga mjög frambærilega sókn. Hún endar með því að Kolbeinn Kárason á frábæra fyrirgjöf inn í teiginn en Alan Lowing bjargar á marklínu, eða svona um það bil.
24. mín
Gestirnir aðeins að vakna til lífsins. Guðjón Pétur á hornspyrnu sem Haukur Páll skallar en boltinn fer framhjá. Þarna hefði Haukur Páll átt að gera betur.
25. mín
Áfram sækja Valsarar. Rétt í þessu á Jón Vilhelm Ákason fínt skot en Ögmundur Kristinsson í marki Framara á þó ekki í miklum vandræðum með að verja.
Brynjar Ingi Erluson
Ég ætla að tippa á að Hlynur Atli skori í kvöld fyrir Fram enda löngu kominn tími til að hann skori á öðrum vígvelli en í FIFA. #fotbolti
35. mín
Þarna skaut Samuel næstum í samúel! Hewson átti frábært skot eftir góða sendingu frá Almarri Ormarssyni en skot hans small í þverslánni! Framarar hafa átt fínan leik en Valsarar hafa ekki verið spes utan við ágætis kafla áðan.
37. mín
Daði Guðmundsson á hérna frábæra fyrirgjöf og Steven Lennon nær ágætum skalla en Haraldur ver hann.
44. mín
Leikurinn er svona að fjara út, ekki mikið að gerast þrátt fyrir mikla baráttu. Brátt verður flautað til leikhlés.
44. mín Gult spjald: Jónas Þór Næs (Valur)
Jónas Tór Næs fær að líta annað gula spjald Valsara.
45. mín
Flautað hefur verið til leikhlés á Laugardalsvelli, staðan enn 1-0 fyrir Fram.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný og ljóst er að Valsarar þurfa aðeins að vakna ef þeir ætla að fá eitthvað úr þessari viðureign.
49. mín
Dauðafæri hjá Val! Guðjón Pétur Lýðsson dælir boltanum inn í teig þar sem Haukur Páll skallar boltann fyrir boxarann Kolbein en Ögmundur ver virkilega vel frá honum.
50. mín Gult spjald: Almarr Ormarsson (Fram)
Almarr Ormarsson er fyrsti Framarinn til að fá gult spjald í þessum leik.
53. mín MARK!
Steven Lennon (Fram)
STEVEN LENNON KEMUR FRAM Í 2-0!!! Atli Sveinn Þórarinsson gerði sig sekan um hörmuleg varnarmistök þegar hann reyndi að gefa til baka á Harald í markinu. Steven Lennon komst inn á milli en Haraldur náði að bægja hættunni frá. Þó ekki langt, Framarar fengu boltann aftur og fjölmenntu inn á teiginn, boltinn barst til Almarrs sem gaf á Kristinn Inga, og þaðan barst boltinn inn í markteig, þar sem boltinn barst á endanum til Lennon, sem skoraði. Þetta mark skrifast í raun algerlega á Atla Svein þó að mikil vinna hafi verið framundan fyrir heimamenn.
61. mín
Inn:Arnar Sveinn Geirsson (Valur) Út:Christian Mouritsen (Valur)
61. mín
Inn:Hörður Sveinsson (Valur) Út:Arnar Sveinn Geirsson (Valur)
64. mín
Valsararnir ákveða að hressa aðeins upp á sóknarleikinn sinn með tveimur breytingum. Arnar Sveinn og Hörður Sveinsson ættu að lífga upp á sóknarleikinn þó að Hörður hafi því miður átt vobrigðatímabil.
65. mín MARK!
Steven Lennon (Fram)
ÞAÐ ER ÞRENNAN, DÖMUR MÍNAR OG HERRAR!!! KRISTINN INGI Á FYRIRGJÖF OG STEVEN LENNON SPLÆSIR Í HÆLSPYRNU Í GEGNUM KLOF OG SKORAR SITT ÞRIÐJA MARK!!! FRAMARAR ERU EINFALDLEGA AÐ RÚLLA VÖLSURUM UPP HÉR Á LAUGARDALSVELLI!
Ómar Örn Ólafsson
þeir sem voru búnir að afskrifa FRAM.....FEEEEEEKKKKKKK OOOOOFFFFFF!!!! #nostradamus #fotbolti
Sigurður Þór
Ég kenni friðarsúlunni í Viðey um þetta!! Það var kveikt á henni í nótt og Lennon skorar þrennu?!?! - Getur ekki verið tilviljun #fotbolti
76. mín
Inn:Ingólfur Sigurðsson (Valur) Út:Kolbeinn Kárason (Valur)
77. mín
Inn:Jón Orri Ólafsson (Fram) Út:Daði Guðmundsson (Fram)
79. mín
Lítið búið að gerast síðan þriðja markið kom. Matthías Guðmundsson átti ágætis skot áðan sem olli þó ekki neinum glundroða. Annars er Valsliðið meira með boltann þessa stundina en þeir eru ekki að skapa sér neitt. Það verður svo að segja að Pól Jóhannus Justiniussen hefur verið skelfilegur í þessum leik, líkt og reyndar meiri hluti Valsliðsins.
80. mín MARK!
Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
RÁNDÝRT MARK HJÁ GUÐJÓNI PÉTRI!! HANN FÆR BOLTANN FRÁ VINSTRI, SÓLAR TVO LEIKMENN OG AFGREIÐIR AF STAKRI SNILLD FRAMHJÁ ÖGMUNDI!! FLOTTASTA MARK LEIKSINS EN LÍKAST TIL OF SEINT!
81. mín
Inn:Hólmbert Aron Friðjónsson (Fram) Út:Steven Lennon (Fram)
Markaskorarinn Steven Lennon fær heiðursskiptingu, eða eigum við ekki að segja það? Hólmbert Aron Friðjónsson kemur inn í hans stað þegar tæpar tíu mínútur eru eftir.
84. mín
Þarna hefðu Valsarar getað minnkað muninn! Ingólfur Sigurðsson kemur með mjög góða fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Arnar Sveinn kemur boltanum á Hörð Sveinsson, en skalli Harðar úr góðu færi fer framhjá. Hörður greyið er ekki markheppinn í dag frekar en hina dagana.
85. mín Gult spjald: Halldór Hermann Jónsson (Fram)
90. mín
Við erum komin í uppbótartíma. Framarar virðast ætla að halda þetta út og virðist mark Valsara ekki hafa reynst mikið meira en óþarfa leiðindi fyrir Framara.
91. mín Rautt spjald: Jónas Þór Næs (Valur)
Færeyingurinn sýnir eindæma fávisku og fær sitt annað gula spjald fyrir glórulaust brot í uppbótartíma.
92. mín Rautt spjald: Arnar Sveinn Geirsson (Valur)
Maður var enn að skrifa niður hitt rauða spjaldið þegar Arnar Sveinn fékk að líta beint rautt!! Almarr Ormarsson lá óvígur eftir og virðist Arnar Sveinn hafa gefið honum olnbogaskot, þó að ég sé ekki alveg viss.
93. mín
Inn:Andri Júlíusson (Fram) Út:Almarr Ormarsson (Fram)
94. mín
Leiknum er lokið með 3-1 sigri Framara!! Þetta er annar sigur þeirra bláklæddu í sumar og lífsnauðsynlegur í botnbaráttunni! Þeir eru nú komnir með 11 stig en Valsarar þurfa að hafa sig alla til ef þeir ætla að ná Evrópusæti - þeir geta að minnsta kosti endanlega gleymt Íslandsmeistaratitlinum.
Byrjunarlið:
Matthías Guðmundsson
Haukur Páll Sigurðsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson
13. Arnar Sveinn Geirsson ('61) ('61)

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jónas Þór Næs ('44)
Atli Sveinn Þórarinsson ('13)

Rauð spjöld:
Arnar Sveinn Geirsson ('92)
Jónas Þór Næs ('91)