City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Grindavík
2
2
ÍA
Tomi Ameobi '34 1-0
1-1 Jón Vilhelm Ákason '45
Pape Mamadou Faye '63 2-1
2-2 Hjörtur Hjartarson '85
02.06.2012  -  16:00
Grindavíkurvöllur
Pepsideild karla
Aðstæður: Frábærar
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Ray Anthony Jónsson
Óli Baldur Bjarnason ('69)
Marko Valdimar Stefánsson
7. Alex Freyr Hilmarsson ('46)
9. Matthías Örn Friðriksson
11. Tomi Ameobi
25. Alexander Magnússon

Varamenn:
8. Páll Guðmundsson
10. Scott Ramsay ('69)
11. Hafþór Ægir Vilhjálmsson
24. Björn Berg Bryde ('79) ('79)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Loic Ondo ('43)

Rauð spjöld:
1. mín
Komið sæl og verið velkomin á leik Grindavíkur og Skagamanna.
Internetið var að trufla það að ég hafi ekki náð að setja inn færslu fyrr inn en nú er leikurinn hafinn í blíðskapar veðri.
5. mín
Óli Baldur Bjarnason var kominn í dauðafæri þar sem Alexander Magnússon átti sendingu inní teig en Óli Baldur náði ekki að skora og Skagamenn náðu að hreinsa. Stuttu síðar átti Tomi Ameobi lausan skalla í fangið á Páli Gísla í markinu.

Garðar Gunnlaugsson var ekki langt frá því að komast yfir eftir sendingu frá Gary Martin en Óskar Péursson varði glæsilega í markinu. Þetta fer fjörlega af stað.
10. mín
Tomi Amobe átti annan skalla eftir hornspyrnu, en boltinn fór yfir markið.
12. mín
Það er ekki að sjá að topplið og botnlið séu að spila gegn hvor öðrum. Ég skal alveg lofa því að það verða einhver mörk í dag svona miðað við það hvað þetta byrjar fjörlega.
15. mín
Matthías Örn Friðriksson með viðstöðulaust skot inní teig eftir sendingu frá Alexander Magnússyni, en boltinn fór beint á Pál Gísla í markinu,
18. mín
Heimamenn vildu fá vítaspyrnu eftir að Alexander Magnússon féll inní teig. En Gunnar Jarl Jónsson dómari var ekki sammála.
19. mín
Óli Baldur Bjarnason var í dauðafæri eftir fyrirgjöf inní teig. Óla brást bogalistinn og skaut boltanum framhjá. Svei mér þá, Skagamenn hljóta að hafa brugðið að sjá Grindvíkinga svona spræka.
30. mín
Óli Baldur Bjarnason var að reyna að ná boltanum eftir stungu sendingu en lenti í samstuði við Pál Gísla Jónsson. En báðir stóðu upp.
34. mín MARK!
Tomi Ameobi (Grindavík)
Tomi Ameobi tók boltan á lærið og tók viðstöðulaust skot á markið og hann small í netinu. Alex Freyr átti stoðsendinguna á Tomi Ameobi.
43. mín Gult spjald: Loic Ondo (Grindavík)
45. mín MARK!
Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Jón Vilhelm Ákason var að skora með skalla eftir aukaspyrnu. En Ármann Smári Björnsson átti skalla sendingu á kollinn á Jón Áka.
45. mín
Og það er kominn hálfeikur hér.
46. mín
Leikurinn er hafin að nýju við skulum vona að það komi fleiri mörk.
46. mín
Leikurinn er hafin að nýju við skulum vona að það komi fleiri mörk.
46. mín
Inn:Pape Mamadou Faye (Grindavík) Út:Alex Freyr Hilmarsson (Grindavík)
Alex Freyr hlýtur að vera eitthvað meiddur því hann er búinn að vera mjög góður.
52. mín
Það eru ekki meira né minna en 1534 manns að horfa á leikinn. Þetta getur ekki verið neitt annað en met hérna í Grindavík.
55. mín
Pape Faye átti skot fyrir utan teig en boltinn fór hátt yfir markið.
57. mín
Arnar Már Guðjónsson átti bakfalls spyrnu en framhjá fór boltinn. Skagamenn eru aðeins ákveðnari þegar mætt var til seinni hálfleiks en eru samt ekki að ná að skapa sér nein almennileg færi.
62. mín
Mark Doninger átti skot aðeins fyrir utan teig en boltinn fór vel framhjá markinu.
63. mín MARK!
Pape Mamadou Faye (Grindavík)
Ray Anthony Jónsson átt frábæra sendingu inní teig. þar var enginn annar en subersubið hann Pape Faye sem að skallaði boltann framhjá Páli Gísla í markinu.
65. mín
Inn:Aron Ýmir Pétursson (ÍA) Út:Einar Logi Einarsson (ÍA)
Þórður Þórðarson kemur með sína fyrstu skiptingu í leiknum. Ætli það gerist enn einu sinni að varamönnunum sem að Þórður setur inn skipti sköpum í leiknum.
67. mín
Inn:Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (ÍA) Út:Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
69. mín
Inn:Scott Ramsay (Grindavík) Út:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
73. mín
Þvílikt dauðafæri sem að Mark Donninger klúðraði. Ray Anthony Jónsson ætlaði að renna sér í boltann eftir stungu sendingu en hann náði ekki til boltans og þá gaf Gary Martin sendingu inní teig og ætlaði Ólafur Örn Bjarnason að hreinsa en hitti boltann beint í lappirnar á Mark Donninger og átti hann aðeins Óskar Pétursson eftir í markinu en Óskar varði og var boltinn við marklínuna en Mark Donninger náði ekki að stýra boltanum inn og boltinn fór framhjá.
78. mín
Loic Ondo er að fara á börur hérna. Hann fer hugsanlega útaf meiddur.
79. mín
Inn:Björn Berg Bryde (Grindavík) Út:Loic Ondo (Grindavík)
Björn Berg er að koma inná í fyrsta skipti fyrir Grindavík í sumar.
79. mín
Inn:Björn Berg Bryde (Grindavík) Út:Loic Ondo (Grindavík)
Björn Berg er að koma inná í fyrsta skipti fyrir Grindavík í sumar.
79. mín
Inn:Andri Adolphsson (ÍA) Út:Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
82. mín
Skot frá Jóhannesi Karli en boltinn beint á Óskar.
85. mín MARK!
Hjörtur Hjartarson (ÍA)
Skoraði eftir að boltinn skoppaði til hans en skot hans var ekki fallegt en mark var það .
88. mín
Hörkuskot frá Jóni Áka Vilhelmssyni á markteigslínuni en Óskar Pétursson varði meistaralega.
90. mín
4 mínútum bætt við leikinn
90. mín
Ólafur Örn Bjarnason bjargar á línu eftir hnoð inní teig. Og leiknum er lokið. Umfjöllun og viðtöl koma inn seinna í kvöld. Takk fyrir lesninguna ég kveð í bili.
Byrjunarlið:
Jóhannes Karl Guðjónsson
Páll Gísli Jónsson
Arnar Már Guðjónsson ('79)
Einar Logi Einarsson ('65)
Ármann Smári Björnsson
10. Jón Vilhelm Ákason
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
32. Garðar Gunnlaugsson ('67)

Varamenn:
8. Hallur Flosason
14. Ólafur Valur Valdimarsson
17. Andri Adolphsson ('79)
19. Eggert Kári Karlsson
25. Andri Geir Alexandersson

Liðsstjórn:
Aron Ýmir Pétursson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: