Ísland U21
1
2
Aserbaídsjan U21
Sindri Björnsson
'20
1-0
1-1
Araz Abdullayev
'77
1-2
Javid Imamverdiyev
'91
05.06.2012 - 19:15
KR-völlur
Undankeppni EM
Dómari: Petur Reinert (Færeyjar)
Áhorfendur: 305
KR-völlur
Undankeppni EM
Dómari: Petur Reinert (Færeyjar)
Áhorfendur: 305
Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Kristinn Jónsson
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
5. Hörður Björgvin Magnússon
5. Haukur Heiðar Hauksson
7. Höskuldur Gunnlaugsson
('75)
8. Finnur Orri Margeirsson
8. Sindri Björnsson
9. Elías Már Ómarsson
9. Jón Daði Böðvarsson
('69)
10. Aron Jóhannsson
Varamenn:
1. Frederik Albrecht Schram (m)
13. Jóhann Laxdal
13. Rúnar Már Sigurjónsson
('75)
14. Guðlaugur Victor Pálsson
16. Þorsteinn Már Ragnarsson
('69)
17. Einar Logi Einarsson
18. Eiður Aron Sigurbjörnsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Sindri Björnsson ('82)
Hólmar Örn Eyjólfsson ('40)
Höskuldur Gunnlaugsson ('25)
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl! Hér verður bein textalýsing frá KR-velli þar sem fram fer leikur Íslendinga og Asera í U21. Leikurinn er liður í undankeppni EM en íslenska liðið er sem stendur í neðsta sæti riðilsins með 3 stig eftir fimm leiki.
Aserar eru sætinu yfir ofan, hafa 4 stig eftir sex leiki en þeir koma hingað frá Noregi þar sem þeir töpuðu, 1-0, fyrir heimamönnum síðastliðinn föstudag.
Þegar þessi lið mættust í Aserbaídsjan í febrúar á þessu ári höfðu heimamenn betur, 1-0.
Ísland hefur skorað tvö mörk í þessum undanriðli en Björn Bergmann Sigurðarson á heiðurinn af þeim báðum.
Staðan í riðlinum
1. England 6 leikir - 15 stig
2. Noregur 5 - 10
3. Belgía 6 - 8
4. Aserbaídsjan 6 - 4
5. Ísland 5 - 3
Aserar eru sætinu yfir ofan, hafa 4 stig eftir sex leiki en þeir koma hingað frá Noregi þar sem þeir töpuðu, 1-0, fyrir heimamönnum síðastliðinn föstudag.
Þegar þessi lið mættust í Aserbaídsjan í febrúar á þessu ári höfðu heimamenn betur, 1-0.
Ísland hefur skorað tvö mörk í þessum undanriðli en Björn Bergmann Sigurðarson á heiðurinn af þeim báðum.
Staðan í riðlinum
1. England 6 leikir - 15 stig
2. Noregur 5 - 10
3. Belgía 6 - 8
4. Aserbaídsjan 6 - 4
5. Ísland 5 - 3
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands er komið inn. Eins og flestir vita er spilað leikkerfið 4-4-2 líkt og A-landslið karla gerir. Skagamaðurinn Árni Snær Ólafsson stendur í markinu. Margir öflugir leikmenn á varamannabekknum í kvöld.
Byrjunarlið Íslands:
Árni Snær
Haukur - Hólmar - Hörður - Kristinn J
Jón Daði - Finnur - Björn Daníel - Kristinn St
Björn B - Aron
Spennandi verður að sjá Björn Bergmann sem orðaður hefur verið við mörg stórlið síðustu vikur og mánuði.
Byrjunarlið Íslands:
Árni Snær
Haukur - Hólmar - Hörður - Kristinn J
Jón Daði - Finnur - Björn Daníel - Kristinn St
Björn B - Aron
Spennandi verður að sjá Björn Bergmann sem orðaður hefur verið við mörg stórlið síðustu vikur og mánuði.
Fyrir leik
Af þeim sem eru í byrjunarliði Íslands eru sex sem eru að spila hér á landi (Árni ÍA, Kristinn Jóns Breiðablik, Haukur KR, Finnur Breiðablik, Björn Daníel FH og Jón Daði Selfoss)
Aron spilar í Danmörku með AGF, Björn Bergmann er hjá Lilleström í Noregi, Kristinn Steindórsson hjá Halmstad í Svíþjóð, Hörður Björgvin er á mála hjá Juventus á Ítalíu og Hólmar Örn er hjá Bochum í Þýskalandi.
Aron spilar í Danmörku með AGF, Björn Bergmann er hjá Lilleström í Noregi, Kristinn Steindórsson hjá Halmstad í Svíþjóð, Hörður Björgvin er á mála hjá Juventus á Ítalíu og Hólmar Örn er hjá Bochum í Þýskalandi.
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur:
Auðvitað byrjar markmaður Skagamanna í U21 enda Þórður Þórðarson markvarðaþjálfari landsliðsins. Lygileg fagmennska í Laugardalnum,
Auðvitað byrjar markmaður Skagamanna í U21 enda Þórður Þórðarson markvarðaþjálfari landsliðsins. Lygileg fagmennska í Laugardalnum,
Fyrir leik
Það styttist í leikinn. Liðin eru mætt á völlinn og þjóðsöngvar beggja þjóða fara í gang.
2. mín
Góð sókn hjá Íslendingum hér í upphafi leiks. Kristinn fær boltann á vinstri og sendir boltann fyrir markið. Þar er Aron Jóhannsson mættur en skot hans er laust og markvörður Asera handsamar knöttinn.
8. mín
Þarna mátti minnstu muna að Íslendingar tækju forystuna! Aron Jóhannsson í góðu skallafæri en rétt missir af boltanum.
11. mín
Íslensku strákarnir með undirtökin og hafa átt tvö góð færi. Stemningin er fín hér í Frostaskjólinu og áhorfendur eru þónokkrir.
Elvar Geir Magnússon, ritstjóri fótbolta.net:
Stuart Pearce á vellinum. Hvet alla boli til að mæta á KR-völlinn með myndavél. #fótbolti
Stuart Pearce á vellinum. Hvet alla boli til að mæta á KR-völlinn með myndavél. #fótbolti
20. mín
MARK!
Sindri Björnsson (Ísland U21)
Íslendingar fá aukaspurnu á góðum stað eftir brot á Aroni. Kristinn Steindórsson tók spyrnuna og sendir fyrir markið. Þar stekkur Björn Bergmann manna hæst og setur hausinn í boltann sem ratar í netið. 1-0!!
25. mín
Gult spjald: Höskuldur Gunnlaugsson (Ísland U21)
Aserar fá vítaspyrnu!! Kristinn gerist brotlegur og fær gult spjald fyrir vikið.
26. mín
Árni Snær ver vítaspyrnuna frá Mirmuseyn Seyido!! Frábær markvarsla og Íslendingar halda forystunni.
34. mín
Björn Bergmann með magnaða takta í vítateig Asera. Gabbar varnarmann upp úr skónum áður en hann reynir sendingu fyrir markið en boltinn finnur engan samherja. Björn á síðan skot af stuttu færi en stendur í rangstöðu.
39. mín
Björn Daníel með góða aukaspyrnu frá hægri beint á kollinn á Hólmari Erni sem á skalla rétt yfir markið.
40. mín
Gult spjald: Hólmar Örn Eyjólfsson (Ísland U21)
Hólmar stöðvar skyndisókn Asera með broti og fær gult spjald. Aukaspyrna Asera ratar síðan yfir markið.
45. mín
Klaufalegt atvik í vítateig Asera. Markvörðurinn ætlar að hreinsa frá markinu en þrumar boltanum í andlitið á samherja sínum. Íslendingar fengu hornspyrnu sem ekkert varð úr. Stuttu síðar flautaði dómarinn til hálfleiks. Ísland er 1-0 yfir.
46. mín
Inn:Movruz Mammadov (Aserbaídsjan U21)
Út: Ali Gokdemir (Aserbaídsjan U21)
Seinni hálfleikur er farinn af stað. Aserar gerðu eina skiptingu í hálfleik.
47. mín
Araz Abdullayev, líflegasti leikmaður Asera, á fyrsta skot seinni hálfleiks en það er yfir markið.
52. mín
Jón Daði hefur verið sprækur á hægri kantinum. Brýtur sér leið í gegnum vörn Asera áður en hann lætur vaða á markið. Varnarmaður Asera nær þó að renna sér fyrir boltann.
55. mín
Árni Snær hefur staðið vaktina vel í marki Íslendinga. Aserar fengu aukaspyrnu á góðum stað en Skagamaðurinn greip boltann.
63. mín
Araz Abdullayev með góða takta á vinstri kantinum og á fyrirgjöfina fyrir markið. Hörður Björgvin nær að setja kollinn í boltann og í horn. Virkilega vel gert hjá Herði þar sem leikmaður Asera lúrði á fjærstönginni.
65. mín
Aserar í dauðafæri! Boltinn fellur fyrir Orkhan Kasanov í vítateig Íslendinga en skot hans er hátt yfir.
68. mín
Movruz Mammadov sólar Hauk Heiðar á vinstri kantinum og reynir síðan skot en Árni Snær sér við því.
71. mín
Inn: Tural Isgandarov (Aserbaídsjan U21)
Út: Ruslan Tagmizade (Aserbaídsjan U21)
74. mín
Björn Bergmann hefur verið atkvæðamikill í leiknum og á hættulega fyrirgjöf beint á kollinn á Aroni sem er einn á auðum sjó. Skalli hans er máttlaus og markvörður Asera á í engum vandræðum með að handsama boltann.
77. mín
MARK!
Araz Abdullayev (Aserbaídsjan U21)
Aserar eru búnir að jafna. Abdullayev fær nægan tíma fyrir utan teig Íslendinga og lætur vaða á markið og boltinn syngur í netinu. Þetta mark lá í loftinu.
81. mín
Hörður Björgvin með frábæra vörn þegar hann renndi sér fyrir skot Orkhan Kasanov á síðustu stundu.
82. mín
Gult spjald: Sindri Björnsson (Ísland U21)
Íslendingar æfir yfir ákvörðun dómarans sem lætur leikinn halda áfram eftir að Þorsteinn Már fellur í teignum. Stuttu síðar fær Björn Bergmann að líta gula spjaldið fyrir brot.
91. mín
MARK!
Javid Imamverdiyev (Aserbaídsjan U21)
Nei nei nei nei..Aserar skora í uppbótartíma. Klaufaleg mistök hjá Herði í vörn Íslendinga svo Imamverdiyev sleppur í gegn og setur boltann yfir Árna Snæ í netið.
92. mín
Inn: Elvin Yunuszade (Aserbaídsjan U21)
Út:Javid Imamverdiyev (Aserbaídsjan U21)
Markaskorarinn hefur eitthvað meitt sig í fagnaðarlátum sínum og þarf að yfirgefa völlinn.
Byrjunarlið:
12. Osman Umarov (m)
2. Gara Garayev
3. Tarlan Guliyev
6. Mirmuseyn Seyidov
7. Araz Abdullayev
9. Orkhan Kasanov
13. Ali Gokdemir
('46)
14. Badavi Guseynov
16. Ruslan Tagmizade
('71)
17. Javid Imamverdiyev
('92)
19. Abdulla Abasiyev
Varamenn:
22. Tural Abbaszade (m)
4. Elvin Yunuszade
('92)
5. Movruz Mammadov
('46)
8. Emin Mustafayev
11. Ruslan Gurbanov
18. Elnur Abdulon
23. Tural Isgandarov
('71)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Ruslan Tagmizade ('50)
Rauð spjöld: