City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
Fjölnir
3
0
KA
Bergsveinn Ólafsson '27 1-0
Bjarni Gunnarsson '29 2-0
Bjarni Gunnarsson '83 3-0
23.08.2011  -  18:30
Fjölnisvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Draumaveður til að spila knattspyrnu. Völlurinn blautur, logn og skýjað.
Dómari: Þórður Már Gylfason
Byrjunarlið:
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
9. Bjarni Gunnarsson
10. Aron Sigurðarson

Varamenn:
6. Atli Már Þorbergsson ('69)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('28)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Klukkan 18:30 hefst leikur Fjölnis og KA í 1. deild karla. Eftir þennan leik verða öll lið deildarinnar búin að leika 18 leiki og því fjórar umferðir eftir.

Fjölnismenn geta með sigri komist upp í þriðja sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Selfossi sem er í öðru sæti. Grafarvogsliðið þarf því á þremur stigum að halda til að halda í vonina um að komast upp í Pepsi-deildina.

KA er í áttunda sæti með 20 stig, sjö stigum fyrir ofan fallsæti. Með sigri í kvöld ætla ég að bóka áframhaldandi veru liðsins í deildinni.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér.
Fyrir leik
Það eru fínustu aðstæður hér í Grafarvoginum. Það hefur rignt aðeins í dag svo völlurinn er blautur, það er blankalogn og bæði lið eru að hita upp í þessum skrifuðu orðum.

Það er ekki búist við margmenni á völlinn í kvöld. KA-menn eru ekki að hópast í bæinn út af þessum leik og þá hafa stuðningsmenn Fjölnis hreinlega verið að mæta illa í sumar.
Fyrir leik
Skagamaðurinn Þórður Már Gylfason er dómari í kvöld. Jónas Gestsson og Haukur Erlingsson flagga með honum.

Hvetjum fólk sem skrifar færslur tengdar 1. deildinni á Twitter að nota hashtagið #fótbolti - Valdar færslur verða birtar í þessari textalýsingu.
Fyrir leik
Ég sá Fjölni vinna Gróttu 2-0 á útivelli í síðasta leik. Grafarvogsliðið skemmti manni vel með mörgum fallegum sóknum í þeim leik og vonandi verður það sama uppi á teningnum í kvöld. KA tapaði 1-2 fyrir Selfossi í síðasta leik sínum.

Þetta er frestaður leikur en hann var færður til vegna þátttöku Fjölnis í Evrópukeppninni í Futsal. Þar tapaði Fjölnir öllum leikjum sínum en Futsal er jú allt önnur íþrótt en fótbolti.

Liðin eru að ganga inn á völlinn.
1. mín
KA leikur í skærgrænum búningum í kvöld. Leikurinn er hafinn og voru það Fjölnismenn sem byrjuðu með boltann. Það eru um 20 manns í stúkunni.
4. mín
Það vantar öfluga leikmenn í bæði lið. Reynsluboltar í Fjölnisliðinu eru á meiðslalistanum og þá er hinn skemmtilegi Guðmundur Karl Guðmundsson víst veikur. Brian Gilmour er fjarri góðu gamni hjá KA.
Tómas Þór Þórðarson blaðamaður á DV:
Haukur Heiðar (KA, RB) er flottur leikmaður en þarf að læra að bakverðir - sérstaklega í 1.deild - meiga ekki spila í appelsínugulum skóm.
10. mín
Illugi Þór Gunnarsson hefur verið mjög sterkur hjá Fjölni í sumar. Spilaði sem bakvörður framan af en hefur leikið á miðjunni í síðustu leikjum. Hann er á miðjunni í dag og átti fyrstu skottilraun leiksins. Fínt skot rétt fyrir utan teig en boltinn flaug framhjá.
Sindri Már Stefánsson:
KA mun koma sér aftur á sigurbraut, það er bara þannig! #FjölnirvsKA 0-2 #fótbolti
21. mín Gult spjald: Elmar Dan Sigþórsson (KA)
Aðstoðardómarnn lætur spjalda Elmar fyrir peysutog.
Hrannar Björn:
Eins gott að Guðmundur Óli og Hallgrímur Mar sýni úr hverju þeir eru gerðir og skori í dag. #fotbolti #aframKA
27. mín MARK!
Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
Fjölnismenn hafa tekið forystuna. Það var fyrirliðinn Gunnar Valur Gunnarsson sem skoraði með föstum skalla eftir hornspyrnu. Aron Sigurðarson tók hornspyrnuna. Vonandi hleypir þetta meira lífi í leikinn sem hefur verið ansi tíðindalítill.
28. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Fjölnir)
Gult fyrir tæklingu á Hallgrím Mar.
29. mín MARK!
Bjarni Gunnarsson (Fjölnir)
Fjölnismenn bæta strax við öðru marki! Eftir hörkusókn skoraði Bjarni með skoti sem breytti líklega um stefnu af varnarmanni og fór í boga inn í markið. Sandor Matus stóð hreyfingarlaus í rammanum.
36. mín
Það verður að segjast að þessi tvö mörk hafi komið eins og tvær þrumur úr heiðskýru lofti. Fram að þeim var bókstaflega ekkert að gerast í leiknum.
38. mín
Fjölnismenn virðast hafa náð öllum tökum á þessum leik sem fer algjörlega fram á vallarhelmingi KA þessa stundina.
44. mín
Trukkurinn Boris Lumbana náði að böðlast með boltann frá eigin vallarhelming og inn í teig Fjölnismanna. Hefði viljað sjá hann bara skjóta að marki en í staðinn reyndi hann misheppnaða sendingu á Daniel Howell og þessi hætta rann út í sandinn.i
45. mín
Það er hálfleikur. Lítur vel út fyrir Fjölni.
45. mín
Unnar vallarþulur hér í Grafarvoginum er með puttana á púlsinum og spilar heitustu stuðtónlist samtímans fyrir þá fáu áhorfendur sem á vellinum eru.
46. mín
Inn:Halldór Fannar Halldórsson (Fjölnir) Út:Marinó Þór Jakobsson (Fjölnir)
46. mín
Inn:Sigurjón Guðmundsson (KA) Út:Gunnar Örvar Stefánsson (KA)
Gunnlaugur Jónsson færir Hauk Heiðar úr bakverðinum á miðjuna til að reyna að hrista upp í þessu.
49. mín
Skemmtileg útfærsla á aukaspyrnu hjá KA. Haukur Heiðar fékk boltann og skaut á markið en gamli Rokklingurinn Hrafn Davíðsson varði vel.
52. mín
Gestirnir mæta þokkalega sprækir til seinni hálfleiksins. Hafa greinilega ekki játað sig sigraða.
61. mín
Hætta við mark Fjölnis. Boris Lumbana með fyrirgjöf og Daniel Howell nær skoti en boltinn naumlega framhjá.
64. mín
Stórskemmtileg sókn Fjölnis sem endar með því að Geir Kristinsson komst í hörkufæri en hitti boltann mjög illa og skaut yfir.
68. mín
Fyrir áhugasama var Villareal að komast 1-0 yfir gegn OB í forkeppni Meistaradeildarinnar. Staðan því samtals 1-1 í einvíginu. 55 mínútur liðnar af leiknum og ef þetta verða úrslitin verður framlengt. Rúrik Gíslason var í byrjunarliði OB og er enn inni á vellinum.
69. mín
Inn:Atli Már Þorbergsson (Fjölnir) Út:Kolbeinn Kristinsson (Fjölnir)
74. mín
Munaði minnstu að KA næði að minnka muninn. Daniel Howell með hörkuskot en Hrafn varði meistaralega. Hrafn er að spila sinn síðasta leik fyrir Fjölni í sumar en hann er á leið út í nám. Steinar Örn Gunnarsson mun taka við hönskunum en hann var á láni hjá Aftureldingu fyrr í sumar.
Tómas Þór Þórðarson blaðamaður á DV:
KA líflegra í seinni ekki síst vegna komu Hauks á miðjuna. Hefur fengið 2 góð færi en gengur illa að skora framhjá rokklingnum í markinu
82. mín
Inn:Reynir Már Sveinsson (Fjölnir) Út:Ottó Marinó Ingason (Fjölnir)
Reynir að spila sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk í sumar, er fæddur 1992 og er í 2. flokki.
82. mín
Inn:Orri Gústafsson (KA) Út:Bjarki Baldvinsson (KA)
83. mín MARK!
Bjarni Gunnarsson (Fjölnir)
Frábært mark! Bjarni Gunnarsson með draumamark og innsiglar sigur Fjölnis. Tók hörkuskot talsvert fyrir utan teiginn og boltinn söng í samskeytunum. KA fer tómhent heim úr þessum leik.
85. mín
Villareal er komið í 2-0 gegn OB. Rossi með bæði mörkin. Staðan því 2-1 samanlagt og guli kafbáturinn á leiðinni áfram. Rúrik er farinn af velli. 70 mínútur liðnar af þeim leik.
88. mín
Inn:Ómar Friðriksson (KA) Út:Davíð Rúnar Bjarnason (KA)
91. mín
Aron Sigurðarson að klúðra dauðafæri! Þarna átti hann að koma Fjölni í 4-0!
93. mín
Leik lokið. Sterkur sigur hjá Fjölni sem er í þriðja sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Selfossi sem er í öðru sæti þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni.
Byrjunarlið:
29. Sandor Matus (m)
Elmar Dan Sigþórsson
Davíð Rúnar Bjarnason ('88)
Gunnar Örvar Stefánsson ('46)
2. Haukur Heiðar Hauksson
5. Ómar Friðriksson ('88)
7. Bjarki Baldvinsson ('82)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
20. Mads Rosenberg
23. Daniel Howell
33. Ivan Dragicevic

Varamenn:
18. Fannar Hafsteinsson (m)
3. Sigurjón Guðmundsson ('46)
11. Arnór Egill Hallsson
19. Orri Gústafsson ('82)
21. Sigurjón Fannar Sigurðsson
28. Jakob Hafsteinsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Elmar Dan Sigþórsson ('21)

Rauð spjöld: